Bakþankar

Verslað eins og fífl

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Verslunarferðir Íslendinga til útlanda eru farnar að valda hérlendum verslunarrekendum höfuðverk. Þetta heyrði ég í fréttunum um daginn en þar kom fram að milli fjögur og fimm þúsund manns hafi meðal annars bókað ferðir til Boston nú fyrir jólin. Ég veit ekkert hvort allir ætli sér eingöngu að versla, en hef þó grun um að flestir kíki í búðir. Allavega er talið að íslenskir kaupmenn verði af milljónum.

Bakþankar

Virðing fyrir vísindunum

Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar

Íslendingar eru æði oft óánægðir með stjórnmálamennina sína. Mörgum þykja þeir með réttu eða röngu duglausir, hugmyndasnauðir, þrætugjarnir og jafnvel illa að sér. Stundum er gengið svo langt að kalla hópa þeirra landráðamenn eða þaðan af verra. Sá grunur læðist að vísu að mér að íslenskir stjórnmálamenn séu ekki þeir einu sem liggi undir ámæli en í það minnsta má slá því föstu að traust til íslenskra stjórnmálamanna er með minnsta móti.

Bakþankar

Ævintýri að austan

Gerður Kristný skrifar

Einu sinni gegndi ég stöðu ritstjóra tímarits og átti þá til að leggja leið mína á Litla-Hraun að taka viðtöl við fanga. Margir þeirra eru mjög eftirminnilegir og höfðu áhugaverða sögu að segja. Sumir höfðu reynt fleira en þeir kærðu sig um að muna en það felst líka saga í þögninni. Dag nokkurn hringdi í mig maður og falaðist eftir viðtali. Hann var grunaður um að hafa orðið mannsbani og nýkominn úr einangrun. Hann setti mig á gestalistann sinn og bauð mig velkomna austur.

Bakþankar

Með píslarvottorð í leikfimi

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Skólabörn í Reykjavík mega ekki fara með Faðir vorið í árlegum heimsóknum sínum í kirkjur borgarinnar. Þau mega raunar ekki taka þátt í neinum helgiathöfnum á skólatíma. Sóknarprestum finnst það hvorki gott né blessað.

Bakþankar

Jólastjörnuholið

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Jólin jólin alls staðar, jólin jólin koma brátt, jólasveinninn gefur gott í skó, það heyrast jólabjöllur og börnin fara að hlakka til og jólasveinn birtist hér og unaðsleg jólastund. Það eina sem skiptir máli er að niðurtalningin er hafin og með henni kemst skrið á undirbúninginn sem hjá nokkrum hófst í september með jólasultugerð, hjá sumum í október með upphafi hannyrða til jólagjafa, nokkrir byrjuðu í nóvember að föndra jólakort og skrifa. Einhverjir forsjálir keyptu reyndar jólagjafirnar á útsölunum í ágúst. En hvað um það, þeir dagar eru liðnir og koma ekki aftur. Frá og með gærdeginum fór allt á jólafullt.

Bakþankar

Sögulegt samstöðuleysi

kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Alþingi Íslendinga steig það merkilega spor í gær að viðurkenna fullveldi og sjálfstæði Palestínu. Segja má að með því hafi Ísland loks stigið skrefið til fulls, en Ísland hefur viðurkennt fullveldi og sjálfstæði Ísraelsríkis síðan árið 1947. Hitt ríkið sem átti að stofna, sjálfstætt ríki Palestínu, hefur nú fengið stuðning enn eins ríkisins við sjálfsagða kröfu sína um sanngjarna meðferð.

Bakþankar

Aftarlega á merinni

Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar

Það var undarlegt að uppgötva ljóta tilfinningu, sem kallast öfund, þegar mongólskir reiðmenn þutu um sléttur lands síns á villtum hestum í sjónvarpinu. „Þið eruð að minnsta kosti ekki með bugles,“ hugsaði ég með mér og prófaði að athuga hvort buglesið passaði til að klóra mér í eyranu.

Bakþankar

Ad hominem

Davíð Þór Jónsson skrifar

Það er vandasamt að taka þátt í opinberri umræðu. Pyttirnir eru margir sem hægt er að falla í. Einn sá algengasti er ad hominem rökvillan. Þá er ekki ráðist á málflutning þeirra sem maður er ósammála og bent á villur í rökleiðslu þeirra, heldur er ráðist á persónu þeirra. Eitthvað sem kemur málinu ekki við er notað gegn þeim, t.d. kynhneigð, kynferði eða skoðanir á einhverju allt öðru. Jafnvel er andstæðingnum gerðar upp annarlegar hvatir fyrir skoðunum sínum. Ég ætla ekki að láta eins og ég sé alsaklaus af þessum ósóma, en maður verður óneitanlega varari við þetta þegar maður verður fyrir barðinu á því en þegar maður álpast til að beita því sjálfur. Það er nefnilega auðveldara en maður heldur að verða þetta á.

Bakþankar

Jón Bjarna hefur rétt fyrir sér

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Það var yfir hrímköldum bjór sem eiginmaðurinn sagði mér sögu af afa sínum sem mér þótti bæði í senn fyndin og grátleg. Afi hans heitinn, Geir Hallgrímsson, var í forsætisráðherratíð sinni eitt sinn staddur í útlöndum ásamt hópi íslenskra pólitíkusa. Er þeir sátu á hótelbarnum að kvöldi dags, hver með sína forboðna bjórkolluna í lúkunum, bað Geir alla þá að rétta upp hönd sem styddu áframhaldandi bjórbann löndum þeirra til handa. Teygandi gullið ölið ráku þeir allir fumlaust upp arminn að undanskildum Geir sjálfum.

Bakþankar

Segðu nú mömmuað…

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Ljósaseríurnar spretta nú fram í hverjum eldhúsglugganum á fætur öðrum. Fyrsti í aðventu er á sunnudaginn og margir að komast í jólaskapið enda aðventan tími kertaljósa og kósýheita. Öll vitum við að varlega skal fara með eld en þó heyrum við aldrei oftar en einmitt í desember fréttir af eldsvoðum á heimilum fólks.

Bakþankar

Komið til að vera, knúzið

Gerður Kristný skrifar

Alnetið þarf knúz miklu oftar. Annars breytist það í vígvöll,“ skrifaði Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson eitt sinn á bloggsíðuna sína. Hann var málfræðingur og femínisti, búsettur í Svíþjóð. Hann hikaði ekki við að láta í sér heyra þegar hann hnaut um kynjamisrétti og sendi þá fyrirtækjum og einstaklingum sem urðu uppvís að slíku skorinorð bréf og krafðist svara. Eljan var einstök og vakti oft aðdáun netvina hans, þar á meðal mín. Gunnar Hrafn lést við köfun í sumar aðeins 35 ára gamall. Hann reyndist hafa of stórt hjarta.

Bakþankar

Skítuga kvöldið í Kópavogi

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Í einfeldni minni hef ég stundum talið að eitthvað geti ekki gerst á Íslandi. Að þetta skrítna sem gerist úti í heimi geti ekki átt sér stað hér á landi. Þetta er auðvitað þvæla. Fólk er alls staðar fólk og Íslendingar geta gert alveg jafn rækilega í buxurnar og útlendingar.

Bakþankar

Sætmeti til sölu

Mikill fréttaflutningur hefur verið um ofþyngd Íslendinga undanfarið. Talað er um að Íslendingar séu næstfeitasta þjóð Vesturlanda og að aukinni offitu barna sé best lýst sem faraldri. Ýmsar umræður hafa sprottið upp í kjölfar þessa fréttaflutnings og vilja margir meina að orðum sé nokkuð aukið og einnig að heilsufarsvandamál og ofþyngd séu ekki endilega jafn samanspyrt og margir þeir sem tjá sig um ofþyngd vilja vera láta. Ég ætla ekkert að tjá mig um það hér enda væri ég þá á hálum ís, tilheyrandi þeim vaxandi hópi Íslendinga sem er í ofþyngd.

Bakþankar

Hinn slembni maður

Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar

Ég hef lengi staðið í þeirri trú að ég sé góður í steinn, skæri og blað. Mig grunar, hef ekki tekið það saman, að síðustu tíu ár hafi ég unnið í kringum 60 prósent viðureigna minna. Sé vinningshlutfalls-kompásinn minn nokkurn veginn réttur þá er það auðvitað nokkuð vel af sér vikið.

Bakþankar

Skortur á eistum

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Víða um Spán standa auðar byggingar sem minnisvarði um gullæðið í byggingageiranum. Einn stærsti og aumkunarverðasti minnisvarðinn stendur við sjávarsíðuna í Almeríu, en það er hótelbygging mikil með einum 411 herbergjum sem safna nú salti. Það skortir ekki aðeins pening til að koma hótelinu á koppinn heldur ráku fjárfestar sig hastarlega á nokkuð sem kallað er lög. Þau komu sér afar illa fyrir margan siðleysingjann sem byggja vildi á spænskri strönd.

Bakþankar

Ályktunargáfa Hæstaréttar

Davíð Þór Jónsson skrifar

Stundum rekur maður augun í fréttir sem verða þess valdandi að maður rekur upp stór augu og hristir höfuðið. Þetta eru ekki alltaf stórfréttir. Í síðustu viku var t.d. smáklausa á bls. 2 í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Mildari refsing ofbeldismanns“. Forsaga málsins er sú að maður nokkur gekk svo í skrokk á fyrrverandi sambýliskonu sinni að hún sá sér þann kost vænstan að fleygja sér fram af svölum til að flýja ofbeldið.

Bakþankar

Annir hjá Vælubílnum

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Þegar David Lowe, breskur leikari búsettur í Frakklandi, setti á sig kúluhattinn og hélt til vinnu einn bjartan dag í júní síðastliðnum benti fátt til þess að dagurinn yrði frábrugðinn öðrum. David hafði að atvinnu að leika kómíska útgáfu af hinum "steríótýpíska“ Breta – blöndu af Karli Bretaprins, Mr. Bean og Churchill – Frökkum til kátínu. Þennan tiltekna júnídag var Frökkum hins vegar ekki hlátur í hug.

Bakþankar

Súperman

Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Sonur minn fimm ára laumaði sér eina nóttina upp í rúm foreldranna. Við vöknuðum svo um morguninn við að drengurinn tautaði: „Ég vildi að pabbi væri ofurhetja.“ Mamma hans, sem er jafnan snögg til, svaraði að bragði: „Hann er ofurhetja.“ Þá hló drengurinn og foreldrar hans með honum.

Bakþankar

Auðvelt val

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Karpað er um hvort ríkið eigi að lána fyrir framkvæmdum á Vaðlaheiðargöngum. Þór Saari, þingmanni Hreyfingarinnar líst ekkert á, ekki heldur Merði Árnasyni í Samfylkingunni. Menn telja ólíklegt að veggjaldið dugi til að greiða upp göngin og fólk muni velja að aka ókeypis um Víkurskarð. Innanríkisráðherra sagði Vaðlaheiðargöngin sambærileg Hvalfjarðargöngunum, vegfarendur hefðu val í báðum tilfellum. Að fara göngin eða ekki. Sjálfri finnst mér ekkert líkt með Hvalfirði og Víkurskarði því um fjallveg er að ræða í öðru tilvikinu en láglendisveg í hinu.

Bakþankar

Ööögúlp!!

Gerður Kristný skrifar

Um daginn hitti ég skemmtilega konu sem sagði mér að hún hefði eitt sinn tekið sig til og eldað ýmsa rétti sem hún hafði séð bregða fyrir í bókum. Hún hafði svo oft velt fyrir sér bragðinu af öllum bökunum, kássunum og búðingunum sem sögupersónurnar röðuðu í sig. Svona geta bækur vakið oft forvitni lesenda um líf annarra. Ég hef líka oft leitt hugann að því hvernig labbkássan smakkast í einu teiknimyndasögunni sem ég eignaðist sem krakki, Ástríki og útlendingahersveitinni. Það þurfti reyndar bæði botnlangakast og garnaflækju til að ég fengi hana.

Bakþankar

Neyðarkall frá neytanda

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Yarisinn skrikaði til í hausthálkunni þar sem ég lagði fyrir utan Ríkið á fimmtudag. Sumardekkin eru ennþá undir, en ég hef litlar áhyggjur. Þetta er enginn vetur núorðið. Í þann mund sem ég ætla að vippa mér innfyrir bíður mín fyrirsát: rauðklæddur björgunarsveitarmaður með hjálm á höfði. Rétt eins og á sama tíma í fyrra reynir hann að pranga inn á mig Neyðarkalli. Ég fer undan í flæmingi en segi honum að lokum að ég sé búinn að kaupa. (Í hitt í fyrra en hvít lygi hefur aldrei skaðað neinn). 1-0 fyrir mér. En Það er eins og við manninn mælt og síðustu dagar hafa verið nákvæmlega eins.

Bakþankar

Lambið hinsta fylgist með þér

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Ég var í sveit sem barn. Ég fór í sauðburð á hverju vori, dró að mér anganina af lífinu að kvikna, lék við litlu lömbin smá... og át þau síðan með uppstúf og rauðkáli á jólunum. Afi minn gerði heimsins besta hangikjöt og honum þótti sjálfsagt að láta uppruna þess getið, enda stoltur af sínu fé og sínu kjöti þannig að ég þekkti jólamatinn alltaf persónulega.

Bakþankar

Ég drep þig eftir þrjá daga

Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar

Hvernig gerist það að maður er á flótta og fer á milli landa á fölsuðum skilríkjum? Til dæmis svona: Það geisar stríð, ringulreiðin er algjör, hættur allt í kring. Hér getið hvorki þið né börnin ykkar verið. En úps, skilríkin ykkar hafa glatast í öllu saman. Varasamt getur líka verið að segja rétt nafn, auk þess sem þjóðerni ykkar gæti orðið til þess að þið yrðuð stoppuð samstundis á landamærum.

Bakþankar

Sameinuðu þjóðirnar standa sig

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) samþykkti í gær aðild Palestínu að stofnuninni. Fjöldi ríkja, þar með talið Ísland, lét hótanir Bandaríkjanna um að hætta fjárstuðningi við stofnunina ekki á sig fá og samþykkti aðild Palestínu. Vonandi slær þetta tóninn fyrir afgreiðslu á umsókn Palestínu um aðild að sjálfum Sameinuðu þjóðunum.

Bakþankar

Jarðarför íslenskrar ólundar

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Ég held við séum bara tveir í bænum Priego de Córdoba sem eigum það til að flýta okkur. Það er að segja ég og katalónski markaðsstjórinn sem arkar eftir götunum eins og byssubrandur. Allir aðrir virðast sífellt fara fetið á leið sinni um bæinn og stoppa annan hvern mann sem þeir hitta og spyrja út í hagi hans. Er fólki þetta svo tamt að bílstjórar hika ekki við að stoppa þegar þeir aka eftir þröngum einstefnugötunum, skrúfa niður rúðuna og hefja spjall við kunningja á vegkantinum og láta ólund þeirra sem fyrir aftan eru sér í léttu rúmi liggja.

Bakþankar

Tilgangur og meðal

Davíð Þór Jónsson skrifar

Fíkniefnasala og -neysla er mér og mörgum öðrum mikill þyrnir í augum auk þess að varða við landslög. Ekki er laust við að manni renni til rifja úrræðaleysi og vanmáttur yfirvalda við að ráða bót á þessum mikla og brýna vanda. En nú er ný baráttuaðferð komin fram. Hún er í því fólgin að einkaaðilar fari út á meðal fólks og bjóði því fíkniefni til sölu. Um leið og einhver lætur í ljós áhuga á viðskiptunum og fer að ræða verð og tegundir er viðkomandi umsvifalaust kærður til lögreglu því samtalið var tekið upp.

Bakþankar

Apple-guðfræðin

Sr. Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Steve Jobs, hugmaðurinn á bak við Apple, er nýlátinn. Hann var snjall og þorði að hugsa. Hann kom tækjum í hendur á fólki, sem hafa gagnast vel og eigendurnir telja þau falleg líka. Á heimilum margra okkur eru einhver I-tæki frá Apple. Þessir bakþankar eru skrifaðir á Apple-tölvu og kannski lestu þá á I-pöddu.

Bakþankar

Starfstilboð frá einræðisherra

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Sama dag og heiminum birtust myndir af blóði drifnu líki fallins einræðisherra Líbíu barst mér starfstilboð úr herbúðum annars ónefnds einræðisherra. Við leigupennar erum vanir verkefnum af hinum ýmsu stærðum og gerðum. En hvort sem verklýsingin kveður á um fágað auglýsingaslagorð fyrir hægðalyf eða innblásinn bæklingatexta fyrir bókhaldsfyrirtæki eiga þessi verkefni ávallt eitt sameiginlegt:

Bakþankar

Sjóleiðis skal það vera

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Nokkur ár eru síðan strandflutningar voru lagðir af á Íslandi og vöruflutningar landshluta á milli fara nú landleiðina með bíl. Tröllvaxnir vöruflutningabílar æða því um þjóðvegina og mylja undan sér malbikið, stundum með tengivagn í eftirdragi, svo það er eins og að mæta járnbrautarlest þegar þeir koma brunandi á móti manni.

Bakþankar