Fótbolti

Tók Ís­land skref aftur á bak? | „Þá vonandi tökum við tvö fram á við"

Jóhann Berg Guð­munds­son, fyrir­liði ís­lenska lands­liðsins í fót­bolta segist vona að liðið taki tvö skref fram á við gegn Portúgal eftir svekkjandi frammi­stöðu og þungt tap gegn Slóvakíu, í undan­keppni EM á dögunum, sem túlkað var sem skref aftur á bak fyrir liðið. Það sé undir öllum leik­mönnum liðsins komið að sýna að þeir séu betri en það sem þeir sýndu í Slóvakíu.

Fótbolti

Frakkar skoruðu fjór­tán og settu met

Frakkland vann einstaklega þægilegan sigur á Gíbraltar í undankeppni EM. Gestirnir misstu menn af velli snemma leiks og þó staðan hafi þá þegar verið 3-0 var ekki hægt að sjá fyrir hvað myndi gerast í París.

Fótbolti

Króatar nálgast sæti á EM 2024

Króatía vann Lettland 2-0 í D-riðli undankeppni EM karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar. Króötum dugir stig í lokaleik undankeppninnar til að tryggja sér sæti á mótinu.

Fótbolti

Reggístrákarnir hans Heimis í brekku

Kanada lagði Jamaíka 2-1 í fyrri leik þjóðanna í útsláttarkeppni Þjóðadeildar Norður- og Mið Ameríku. Sigurvegari einvígisins fer á Suður-Ameríkukeppnina (Copa América) næsta sumar.

Fótbolti

Everton nýtti mál Gylfa í vörn sinni

Enska úrvalsdeildarfélagið Everton listaði upp sex hluti sem hluta af vörn sinni áður en tíu stig voru dæmd af félaginu vegna brota á reglum ensku úrvalsdeildarinnar um hagnað og sjálfbærni í rekstri.

Fótbolti

Máli Jóns Páls gegn Víkingi Ólafs­vík vísað frá

Landsréttur hefur úrskurðað að vísa máli knattspyrnuþjálfarans Jóns Páls Pálmasonar gegn Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvíkur frá héraðsdómi. Héraðsdómur hafði áður sýknað deildina af kröfu Jóns Páls, en hann hafði krafið félagið um 26 milljónir króna auk dráttarvaxta.

Íslenski boltinn