Erlent Halda að sér höndum vegna skotfæraleysis Úkraínskir hermenn standa frammi fyrir skorti á skotfærum fyrir stórskotalið og hafa þurft að hætta við árásir og aðrar hernaðaraðgerðir vegna þessa skorts. Úkraínskur herforingi segir að rekja megi skortinn til samdráttar í hernaðaraðstoð frá bakhjörlum Úkraínu og að hann eigi mest við skotfæri fyrir vestræn stórskotaliðsvopn. Erlent 19.12.2023 11:05 Freista þess að ná saman um texta ályktunar um vopnahlé Atkvæðagreiðslu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun um ákall eftir vopnahlé á Gasa var frestað í gær til að freista þess að forðast að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. Erlent 19.12.2023 09:19 Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. Erlent 19.12.2023 08:00 Íslendingur lést í Noregi Íslenskur karlmaður búsettur í Noregi fannst látinn í Stryneelva á í Jostadalsbreen þjóðgarði á föstudag. Erlent 18.12.2023 18:39 Krefjast þess að Thomas komi ekki að máli Trumps Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins krefjast þess að hæstaréttardómarinn Clarence Thomas komi ekki að úrskurði Hæstaréttar varðandi mögulega friðhelgi Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Er það vegna þess að eiginkona Thomas tók þátt í tilraunum Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Erlent 18.12.2023 16:50 Sisi vinnur þriðja kjörtímabilið með miklum yfirburðum Abdel Fattah el-Sisi, forseti Egyptalands, vann yfirburðasigur í forsetakosningum og tryggði sér þriðja kjörtímabilið. Hann fékk 89,6 prósent atkvæða en mótframbjóðendur Sisi eru lítið sem ekkert þekktir í Egyptalandi. Erlent 18.12.2023 15:20 Hafa ítrekað framleitt umframorku með kjarnasamruna Ári eftir að bandarískir vísindamenn náðu að framleiða umframorku með kjarnasamruna á tilraunastofu í fyrsta sinn, hefur þeim ítrekað tekist að gera það aftur. Til stendur að fjölga rannsóknarstöðvum í Bandaríkjunum þar sem unnið er að orkuframleiðslu með kjarnasamruna. Erlent 18.12.2023 14:06 Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. Erlent 18.12.2023 11:59 Finnar og Bandaríkjamenn undirrita varnarsamning í dag Stjórnvöld í Finnlandi munu í dag undirrita varnarsamning við Bandaríkin sem greiðir meðal annars fyrir umsvifum Bandaríkjahers í landinu. Erlent 18.12.2023 10:15 Segir 200 þúsund landnema þurfa að víkja fyrir tveggja ríkja lausn Hin svokallaða „tveggja ríkja lausn“ myndi kalla á brottflutning um 200 þúsund landnema á Vesturbakkanum, segir lögfræðingur í Ísrael sem hefur verið utanríkisráðherra Bretlands til ráðgjafar. Erlent 18.12.2023 08:52 Flokkur forsetans með stórsigur í þingkosningum Flokkur Aleksandar Vucic Serbíuforseta virðist hafa unnið stórsigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Forsetinn segir stefna í að flokkurinn nái að tryggja sér hreinan meirihluta. Erlent 18.12.2023 08:00 Gríðarleg flóð í Queensland Miklar rigningar eru nú í Queensland í Ástralíu og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín sökum flóða sem fylgt hafa vatnsveðrinu. Erlent 18.12.2023 07:41 Kristilegir demókratar vilja senda hælisleitendur til þriðja ríkis Kristilegi demókrataflokkurinn í Þýskalandi hyggst vinna aftur stuðning kjósenda með afdráttarlausum aðgerðum í útlendingamálum, sem munu meðal annars felast í því að senda hælisleitendur til þriðja ríkis á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. Erlent 18.12.2023 07:12 Öryggisráðið greiðir atkvæði um vopnahléstillögu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag taka fyrir og greiða atkvæði um nýja tillögu um tafalaust og varanlegt vopnahlé á Gasa, til að greiða fyrir neyðaraðstoð á svæðinu. Erlent 18.12.2023 06:45 Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. Erlent 17.12.2023 19:37 Sextíu talin látin eftir að bátur sökk í Miðjarðarhafi Óttast er að fleiri en sextíu hafi drukknað eftir að bátur sökk undan ströndum Líbíu. Forsvarsmenn Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar IOM segir að þungar öldur hafi skollið á bátinn með fyrrgreindum afleiðingum. Erlent 17.12.2023 10:51 Berghlaup á Grænlandi gæti hafa valdið 280 metra hárri flóðbylgju Berghlaup sem varð við vesturströnd Grænlands við lok síðustu ísaldar er það stærsta sinnar tegundar sem vitað er um á jörðinni. Vísindamönnum reiknast til að það gæti hafa valdið 280 metra hárri flóðbylgju í 25 kílómetra fjarlægð. Erlent 17.12.2023 07:57 Bandarískt herskip skaut niður fjórtán dróna Húta Bandarískt herskip skaut fjórtán dróna niður yfir Rauðahafi í dag. Auk þess skaut breskt herskip dróna niður sem miðað var á vöruflutningaskip. Um er að ræða umfangsmikla en misheppnaða árás Húta í Jemen en flaugunum var skotið frá yfirráðasvæði þeirra. Erlent 16.12.2023 23:56 Pilturinn er kominn aftur til Bretlands Hinn sautján ára Alex Batty, sem fannst í Frakklandi á miðvikudag eftir að hafa verið saknað í sex ár, er kominn aftur til Bretlands samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Manchester. Erlent 16.12.2023 22:50 Flúði eftir fjársvik og nú talinn njósnari Rússa Jan Marsalek, fyrrverandi rekstrarstjóri þýska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard, er grunaður um að hafa stolið tveimur milljörðum dala úr reikningum fyrirtækisins. Skömmu eftir að ljóst var að peningarnir voru horfnir, í júní 2020, steig Marsalek upp í einkaflugvél í Austurríki og var honum flogið til Belarús. Erlent 16.12.2023 14:41 Gíslarnir héldu á hvítum fánum þegar þeir voru drepnir Gíslarnir þrír ísraelsku sem voru drepnir af ísraelskum hermönnum í Gasa í gær héldu á heimatilbúnum hvítum fánum þegar hermennirnir skutu á þá, samkvæmt ísraelska hernum. Erlent 16.12.2023 12:56 Mette aldrei verið óvinsælli Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur aldrei verið óvinsælli samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Epinion sem framkvæmd var á dögunum. Erlent 16.12.2023 12:07 Emírinn í Kúveit látinn Sjeik Nawaf al-Ahmad al-Sabah, emírinn í Kúveit, er látinn 86 ára að aldri. Hann tók við völdum af bróður sínum árið 2021. Krónprinsinn sjeik Meshal Al Ahmad Al Jaber, 83 ára hálfbróðir emírsins látna, tekur við völdum en hann var elsti krónprins heimsins. Erlent 16.12.2023 11:28 Mótmæli á götum Tel Avív eftir að þrír gíslar voru óvart drepnir Mótmæli fara nú víða fram í Tel Avív í Ísrael þar sem þess er krafist að yfirvöld geri meira til að endurheimta gísla frá Gasa svæðinu. Erlent 16.12.2023 09:34 Greiði mæðgunum ríflega tuttugu milljarða Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump og borgarstjóri New York borgar, hefur verið dæmdur til að greiða mæðgum, sem hann rægði með ásökunum um kosningasvindl, 148 milljónir dala. Það gerir ríflega tuttugu milljarða króna. Erlent 16.12.2023 08:45 Fjögurra mánaða barn fannst lifandi í tré eftir hvirfilbyl Fjögurra mánaða gamalt barn fannst lifandi uppi í tré eftir að hafa fokið í miklum hvirfilbyl í Tennesseeríki í Bandaríkjunum. Erlent 15.12.2023 22:28 Ísraelskir hermenn drápu þrjá gísla Ísraelski herinn drap í dag þrjá gísla sem voru í haldi Hamas-liða. Samkvæmt talsmönnum ísraelska hersins var um mistök að ræða og að hermennirnir hafi staðið í trú um að gíslarnir væru ógn. Erlent 15.12.2023 20:18 Tveggja milljóna evra virði af farangri rænt af flugvellinum á Tenerife Spænska lögreglan hefur handtekið fjórtán manns og rannsakað aðra 20 fyrir að hafa rænt tæplega tveggja milljón evra virði af farangri á Tenerife Sur-flugvellinum. Allir voru þeir starfsmenn flugvallarins. Erlent 15.12.2023 18:13 Leynileg Rússamappa hvarf á síðustu dögum Trumps í Hvíta húsinu Mappa sem innihélt leynileg skjöl og gögn um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, hvarf á síðustu dögum forsetatíðar Donalds Trump, og hefur ekki fundist enn það dag í dag. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna óttast að sum af best varðveittu leyndarmálum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra geti verið opinberuð. Erlent 15.12.2023 17:05 Kastaði handsprengjum inn á fjölmennan fund Bæjarfulltrúi sprengdi að virðist þrjár handsprengjur á fjölmennum fundi í ráðhúsi Keretsk-bæjar í vesturhluta Úkraínu í dag. Árásarmaðurinn var sagður hafa dáið og 26 aðrir eru særðir, en lögreglan dró síðar til baka að maðurinn hefði dáið og er hann sagður í alvarlegu ástandi. Erlent 15.12.2023 13:39 « ‹ 99 100 101 102 103 104 105 106 107 … 334 ›
Halda að sér höndum vegna skotfæraleysis Úkraínskir hermenn standa frammi fyrir skorti á skotfærum fyrir stórskotalið og hafa þurft að hætta við árásir og aðrar hernaðaraðgerðir vegna þessa skorts. Úkraínskur herforingi segir að rekja megi skortinn til samdráttar í hernaðaraðstoð frá bakhjörlum Úkraínu og að hann eigi mest við skotfæri fyrir vestræn stórskotaliðsvopn. Erlent 19.12.2023 11:05
Freista þess að ná saman um texta ályktunar um vopnahlé Atkvæðagreiðslu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun um ákall eftir vopnahlé á Gasa var frestað í gær til að freista þess að forðast að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. Erlent 19.12.2023 09:19
Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. Erlent 19.12.2023 08:00
Íslendingur lést í Noregi Íslenskur karlmaður búsettur í Noregi fannst látinn í Stryneelva á í Jostadalsbreen þjóðgarði á föstudag. Erlent 18.12.2023 18:39
Krefjast þess að Thomas komi ekki að máli Trumps Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins krefjast þess að hæstaréttardómarinn Clarence Thomas komi ekki að úrskurði Hæstaréttar varðandi mögulega friðhelgi Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Er það vegna þess að eiginkona Thomas tók þátt í tilraunum Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Erlent 18.12.2023 16:50
Sisi vinnur þriðja kjörtímabilið með miklum yfirburðum Abdel Fattah el-Sisi, forseti Egyptalands, vann yfirburðasigur í forsetakosningum og tryggði sér þriðja kjörtímabilið. Hann fékk 89,6 prósent atkvæða en mótframbjóðendur Sisi eru lítið sem ekkert þekktir í Egyptalandi. Erlent 18.12.2023 15:20
Hafa ítrekað framleitt umframorku með kjarnasamruna Ári eftir að bandarískir vísindamenn náðu að framleiða umframorku með kjarnasamruna á tilraunastofu í fyrsta sinn, hefur þeim ítrekað tekist að gera það aftur. Til stendur að fjölga rannsóknarstöðvum í Bandaríkjunum þar sem unnið er að orkuframleiðslu með kjarnasamruna. Erlent 18.12.2023 14:06
Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. Erlent 18.12.2023 11:59
Finnar og Bandaríkjamenn undirrita varnarsamning í dag Stjórnvöld í Finnlandi munu í dag undirrita varnarsamning við Bandaríkin sem greiðir meðal annars fyrir umsvifum Bandaríkjahers í landinu. Erlent 18.12.2023 10:15
Segir 200 þúsund landnema þurfa að víkja fyrir tveggja ríkja lausn Hin svokallaða „tveggja ríkja lausn“ myndi kalla á brottflutning um 200 þúsund landnema á Vesturbakkanum, segir lögfræðingur í Ísrael sem hefur verið utanríkisráðherra Bretlands til ráðgjafar. Erlent 18.12.2023 08:52
Flokkur forsetans með stórsigur í þingkosningum Flokkur Aleksandar Vucic Serbíuforseta virðist hafa unnið stórsigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Forsetinn segir stefna í að flokkurinn nái að tryggja sér hreinan meirihluta. Erlent 18.12.2023 08:00
Gríðarleg flóð í Queensland Miklar rigningar eru nú í Queensland í Ástralíu og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín sökum flóða sem fylgt hafa vatnsveðrinu. Erlent 18.12.2023 07:41
Kristilegir demókratar vilja senda hælisleitendur til þriðja ríkis Kristilegi demókrataflokkurinn í Þýskalandi hyggst vinna aftur stuðning kjósenda með afdráttarlausum aðgerðum í útlendingamálum, sem munu meðal annars felast í því að senda hælisleitendur til þriðja ríkis á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. Erlent 18.12.2023 07:12
Öryggisráðið greiðir atkvæði um vopnahléstillögu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag taka fyrir og greiða atkvæði um nýja tillögu um tafalaust og varanlegt vopnahlé á Gasa, til að greiða fyrir neyðaraðstoð á svæðinu. Erlent 18.12.2023 06:45
Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. Erlent 17.12.2023 19:37
Sextíu talin látin eftir að bátur sökk í Miðjarðarhafi Óttast er að fleiri en sextíu hafi drukknað eftir að bátur sökk undan ströndum Líbíu. Forsvarsmenn Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar IOM segir að þungar öldur hafi skollið á bátinn með fyrrgreindum afleiðingum. Erlent 17.12.2023 10:51
Berghlaup á Grænlandi gæti hafa valdið 280 metra hárri flóðbylgju Berghlaup sem varð við vesturströnd Grænlands við lok síðustu ísaldar er það stærsta sinnar tegundar sem vitað er um á jörðinni. Vísindamönnum reiknast til að það gæti hafa valdið 280 metra hárri flóðbylgju í 25 kílómetra fjarlægð. Erlent 17.12.2023 07:57
Bandarískt herskip skaut niður fjórtán dróna Húta Bandarískt herskip skaut fjórtán dróna niður yfir Rauðahafi í dag. Auk þess skaut breskt herskip dróna niður sem miðað var á vöruflutningaskip. Um er að ræða umfangsmikla en misheppnaða árás Húta í Jemen en flaugunum var skotið frá yfirráðasvæði þeirra. Erlent 16.12.2023 23:56
Pilturinn er kominn aftur til Bretlands Hinn sautján ára Alex Batty, sem fannst í Frakklandi á miðvikudag eftir að hafa verið saknað í sex ár, er kominn aftur til Bretlands samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Manchester. Erlent 16.12.2023 22:50
Flúði eftir fjársvik og nú talinn njósnari Rússa Jan Marsalek, fyrrverandi rekstrarstjóri þýska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard, er grunaður um að hafa stolið tveimur milljörðum dala úr reikningum fyrirtækisins. Skömmu eftir að ljóst var að peningarnir voru horfnir, í júní 2020, steig Marsalek upp í einkaflugvél í Austurríki og var honum flogið til Belarús. Erlent 16.12.2023 14:41
Gíslarnir héldu á hvítum fánum þegar þeir voru drepnir Gíslarnir þrír ísraelsku sem voru drepnir af ísraelskum hermönnum í Gasa í gær héldu á heimatilbúnum hvítum fánum þegar hermennirnir skutu á þá, samkvæmt ísraelska hernum. Erlent 16.12.2023 12:56
Mette aldrei verið óvinsælli Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur aldrei verið óvinsælli samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Epinion sem framkvæmd var á dögunum. Erlent 16.12.2023 12:07
Emírinn í Kúveit látinn Sjeik Nawaf al-Ahmad al-Sabah, emírinn í Kúveit, er látinn 86 ára að aldri. Hann tók við völdum af bróður sínum árið 2021. Krónprinsinn sjeik Meshal Al Ahmad Al Jaber, 83 ára hálfbróðir emírsins látna, tekur við völdum en hann var elsti krónprins heimsins. Erlent 16.12.2023 11:28
Mótmæli á götum Tel Avív eftir að þrír gíslar voru óvart drepnir Mótmæli fara nú víða fram í Tel Avív í Ísrael þar sem þess er krafist að yfirvöld geri meira til að endurheimta gísla frá Gasa svæðinu. Erlent 16.12.2023 09:34
Greiði mæðgunum ríflega tuttugu milljarða Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump og borgarstjóri New York borgar, hefur verið dæmdur til að greiða mæðgum, sem hann rægði með ásökunum um kosningasvindl, 148 milljónir dala. Það gerir ríflega tuttugu milljarða króna. Erlent 16.12.2023 08:45
Fjögurra mánaða barn fannst lifandi í tré eftir hvirfilbyl Fjögurra mánaða gamalt barn fannst lifandi uppi í tré eftir að hafa fokið í miklum hvirfilbyl í Tennesseeríki í Bandaríkjunum. Erlent 15.12.2023 22:28
Ísraelskir hermenn drápu þrjá gísla Ísraelski herinn drap í dag þrjá gísla sem voru í haldi Hamas-liða. Samkvæmt talsmönnum ísraelska hersins var um mistök að ræða og að hermennirnir hafi staðið í trú um að gíslarnir væru ógn. Erlent 15.12.2023 20:18
Tveggja milljóna evra virði af farangri rænt af flugvellinum á Tenerife Spænska lögreglan hefur handtekið fjórtán manns og rannsakað aðra 20 fyrir að hafa rænt tæplega tveggja milljón evra virði af farangri á Tenerife Sur-flugvellinum. Allir voru þeir starfsmenn flugvallarins. Erlent 15.12.2023 18:13
Leynileg Rússamappa hvarf á síðustu dögum Trumps í Hvíta húsinu Mappa sem innihélt leynileg skjöl og gögn um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, hvarf á síðustu dögum forsetatíðar Donalds Trump, og hefur ekki fundist enn það dag í dag. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna óttast að sum af best varðveittu leyndarmálum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra geti verið opinberuð. Erlent 15.12.2023 17:05
Kastaði handsprengjum inn á fjölmennan fund Bæjarfulltrúi sprengdi að virðist þrjár handsprengjur á fjölmennum fundi í ráðhúsi Keretsk-bæjar í vesturhluta Úkraínu í dag. Árásarmaðurinn var sagður hafa dáið og 26 aðrir eru særðir, en lögreglan dró síðar til baka að maðurinn hefði dáið og er hann sagður í alvarlegu ástandi. Erlent 15.12.2023 13:39