Erlent

For­seta­tíð Geor­ge Weah senn á enda

Joseph Boakai vann nauman sigur á forsetanum og knattspyrnumanninum fyrrverandi, George Weah, í síðari umferð forsetakosninganna í Líberíu sem fram fóru þarsíðustu helgi. Samkvæmt tölum frá landskjörstjórn hlaut Boakai 20.567 fleiri atkvæði en Weah.

Erlent

Hitametin falla í Brasilíu

Hitamet var slegið í Brasilíu á sunnudaginn var þegar hitamælar í bænum Araçuaí í suð-austurhluta landsins sýndu 44.8 gráður á selsíuskvarðanum.

Erlent

Shakira semur um skattalagabrotin

Kólumbíska poppstjarnan Shakira hefur gert dómssátt við saksóknara um meint skattalagabrot hennar á Spáni, en réttarhöld í málinu voru í þann mund að hefjast.

Erlent

Milei næsti for­seti Argentínu

Javier Milei verður næsti forseti Argentínu eftir seinni umferð forsetakosninganna þar í landi sem fram fór í gær. Mótframbjóðandi hans vinstrimaðurinn Sergio Massa, sem er núverandi efnahagsráðherra landsins, hefur þegar hringt í hann og viðurkennt ósigur sinn.

Erlent

Danskur stjórnarþingmaður á fimm­tán ára gamla kærustu

Lars Løkke Rasmussen, formaður Moderaterne, tilkynnti í gær að samflokksmaður hans á danska þinginu, Mike Villa Fonseca, væri kominn í veikindaleyfi eftir að upp komst að hann eigi fimmtán ára gamla kærustu.  „Ég er orðlaus,“ segir formaðurinn.

Erlent

Hundur for­seta beit tiginn gest

Hundur forseta Moldóvu beit forseta Austurríkis Alexander van der Bellen í höndina fyrr í dag. Maia Sandu Moldóvuforseti gekk með gesti sínum um garð forsetabústaðarins í höfuðborginni Kísíná þegar atvikið gerðist, en van der Bellen hafi þar reynt að klappa hundinum sem hafi ekki tekið vel í slíkt.

Erlent

Níu ára stúlka sögð myrt, nú talin gísl

Níu ára stelpa sem var talin myrt af Hamasliðum er nú talin lifandi og meðal gísla þeirra. Emily Tony Korenberg Hand er ein þeirra sem tekin var höndum af Hamasliðum þegar þeir réðust inn í Be’eri kibbútsinn við landamæri Ísraels og Gasasvæðisins. Stuttu eftir árásina var föður Emily tilkynnt að dóttir sín væri látin.

Erlent

Sagður nota hvert tæki­færi til að auðgast per­sónu­lega

Bandaríski þingmaðurinn George Santos, sem gjarnan er kallaður „lygni þingmaðurinn“ vegna ítrekaðra og umfangsmikilla lyga hans, tilkynnti í gær að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum á næsta ári. Það gerði hann í kjölfar þess að siðferðisnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birti harðorða skýrslu um hann.

Erlent

Her­menn sagðir gefast upp í massavís

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti í dag yfir miklum áhyggjum af sífellt umfangsmeiri átökum í Búrma, eða Mjanmar. Að minnsta kosti tvær milljónir hafa þurft að flýja átökin í landinu þar sem uppreisnarhópum hefur vegnað vel gegn sveitum herforingjastjórnar Búrma.

Erlent

Dæmd í sjö ára fangelsi vegna lím­miða

Rússnesk kona hefur verið dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu. Sasha Skochilenko var handtekinn í Pétursborg í apríl 2022, eftir að hún setti límmiða með slagorðum gegn innrásinni yfir verðmerkingar í verslun.

Erlent