Erlent Dreifðu gervigreindarnektarmyndum af samnemendum Drengir í framhaldsskóla í New Jersey í Bandaríkjunum hafa verið sakaðir um að dreifa nektarmyndum af stúlkum í skólanum. Myndirnar eru þó ekki raunverulegar, heldur gerðar með aðstoð gervigreindar. Erlent 3.11.2023 10:50 Hringdi í mömmu, Hamas svaraði Ditza Heiman er ein þeirra gísla sem tekinn var þegar Hamas réðst inn í Ísrael þann 7. október síðastliðinn og þegar dóttir hennar hringdi í hana sama morgun svaraði Hamasliði í símann. Erlent 3.11.2023 09:56 Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. Erlent 3.11.2023 08:44 Salúsjní segir þrátefli á víglínunni Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segir ólíklegt að Úkraínumenn muni ná að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa og að stríðið í Úkraínu sé að færast í nýjan fasa staðbundins hernaðar og þreytistríðs (e: attritional warfare). Hann segir nýja tækni lykilinn að því að gera Úkraínumönnum kleift að sigra Rússa. Erlent 3.11.2023 08:01 Rafmyntakóngurinn fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, hefur verið fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott. Það tók kviðdóminn aðeins fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu. Erlent 3.11.2023 07:57 Geimfarinn Ken Mattingly látinn Bandaríski geimfarinn T. Ken Mattingly, sem fór á sporbaug um tunglið í Apollo 16 árið 1972 og gegndi lykilhlutverki í björgunaraðgerðum í Apollo 13-leiðangrinum nokkrum árum fyrr, er látinn. Hann varð 87 ára. Erlent 3.11.2023 07:55 Blinken kominn til Tel Aviv og mun ræða við Netanyahu um hlé Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur í Tel Aviv þar sem hann mun funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Hann er sagður munu hvetja stjórnvöld til að gera hlé á árásum sínum og sókn í Gasa. Erlent 3.11.2023 07:09 Steven Tyler aftur sakaður um kynferðisbrot Söngvarinn Steven Tyler, sem er söngvarinn í hljómsveitinni Aerosmith, hefur aftur verið sakaður um kynferðisbrot. Í fyrra var hann kærður fyrir kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku. Erlent 2.11.2023 22:33 „Við erum komnir að hliðum Gasa-borgar“ Ísraelskir hermenn og skriðdrekar sækja að Gasa-borg en eru sagðir hafa mætt stífri mótspyrnu Hamas-liða. Hermenn hafa nánast klofið Gasaströndina í tvennt. Erlent 2.11.2023 15:54 Segir Johnson hafa spurt hvort „hárblásari“ dygði gegn Covid-19 Boris Johnson, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, spurði vísindamennina Chris Witty og Patrick Vallance að því hvort hægt væri að útrýma SARS-CoV-2, veirunni sem veldur Covid-19, með „sérstökum hárblásara“. Erlent 2.11.2023 07:36 Biden segir þörf á hléi Joe Biden Bandaríkjaforseti virðist vera að snúast á sveif með þeim sem hafa kallað eftir vopnahléi á Gasa en hann var staddur á fjáröflunarviðburði í gær þegar rabbíni kallaði að forsetanum og biðlaði til hans um að beita sér fyrir vopnahléi. Erlent 2.11.2023 06:59 Steinmeier biðst afsökunar á 300 þúsund morðum Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, tjáði í dag mikla skömm og baðst afsökunar á morðum sem samlandar hans frömdu á frumbyggjum í Tanzaníu á fyrri hluta 20. aldar. Erlent 1.11.2023 21:36 Forstjóri HBO sakaður um skítkast á fölsuðum X-reikningi Stjórnendur efnisveitunnar HBO eru sakaðir um að hafa á tíu mánaða tímabili svarað sjónvarpsgagnrýnendum undir fölsuðum aðgöngum á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, þegar þeim mislíkaði gagnrýni þeirra. Erlent 1.11.2023 18:49 Slítur þingi og boðar til nýrra kosninga Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur slitið þingi og boðað til nýrra kosninga sem halda á þann 17. desember. Með þessu er Vucic sagður vilja tryggja yfirráð sín en mikill spenna ríkir í kringum Serbíu í tengslum við málefni Kósovó. Erlent 1.11.2023 14:58 Mál varnarmálaráðherrans fyrrverandi fellt niður Saksóknari í Danmörku hefur ákveðið að fella niður mál gegn fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins, Claus Hjort Frederiksen, sem ákærður var fyrir að hafa lekið ríkisleyndarmálum sem varða þjóðaröryggi. Erlent 1.11.2023 14:45 Fengu gervihnattatækni í skiptum fyrir sprengikúlur Sérfræðingar Leyniþjónustu Suður-Kóreu telja að nágrannar þeirra í norðri séu að undirbúa þriðju tilraunina til að skjóta gervihnetti á braut um jörðu. Geimvísindamenn Norður-Kóreu eru sagðir hafa fengið tæknilega aðstoð frá Rússum. Erlent 1.11.2023 13:54 Eitraði fyrir kærastanum þegar hann erfði milljónir Kona hefur verið ákærð í Norður-Dakóta ríki í Bandaríkjunum fyrir að myrða kærasta sinn með eitri. Sá hafði erft þrjátíu milljónir dala og ætlaði að segja henni upp. Ina Thea Kenoyer er sökuð um hafa banað Steven Edward Riley Jr., kærasta til tíu ára vegna þess að hún stóð í þeirri trú að hún myndi fá hluta peninganna. Erlent 1.11.2023 11:36 Umferð um Panamaskurðinn takmörkuð vegna fordæmalauss þurrks Yfirvöld í Panama hafa tilkynnt að minnka þurfi umferð í gegnum Panamaskurðinn vegna mesta þurrks á svæðinu frá því að mælingar hófust árið 1950. Veðurbrigðið El niño er talið hafa spilað inn í samkvæmt yfirvöldum þar í landi. Erlent 1.11.2023 11:33 Hótar að draga Grænland úr Norðurlandaráði Forsætisráðherra Grænlands, Múte B. Egede, hótaði í ræðu sinni á Norðurlandaráði í gær að draga Grænland úr ráðinu. Hann hélt því fram að tækifæri sjálfstæðra landa og heimastjórnarlanda séu ekki jöfn og að samskipti fari ekki fram á jöfnum grundvelli. Erlent 1.11.2023 10:28 Landamærin opnuð og erlendum ríkisborgurum hleypt út Landamærin í Rafha, sem skilja að Egyptaland og Gasa, hafa verið opnuð tímabundið í fyrsta sinn í þrjár vikur. Egyptar hafa samþykkt að hleypa erlendum ríkisborgurum yfir landamærin og hafa sagst munu taka við um 80 afar særðum Palestínumönnum. Erlent 1.11.2023 10:07 Vill að unga fólkið vinni 70 klukkustundir á viku fyrir landið sitt Umræður fara nú fram á Indlandi um lengd vinnuvikunnar eftir að milljarðamæringurinn NR Narayana Murthy, tengdafaðir forsætisráðherra Bretlands, sagði að ungt fólk ætti að vera reiðubúið til að vinna 70 tíma til að leggja sitt af mörkum fyrir landið sitt. Erlent 1.11.2023 08:46 Heita því að berjast gegn hatri og hefja rannsókn á skemmdarverkum Yfirvöld í Frakklandi hafa hafið rannsókn á Davíðsstjörnum sem hafa verið að birtast á byggingum í París síðustu daga. Talið er að um hatursherferð gegn gyðingum sé að ræða, sem tengist átökum Ísraela og Hamas á Gasa. Erlent 1.11.2023 08:08 Árásin á Jabalia-flóttamannabúðirnar vekur mikla reiði Stjórnvöld í Egyptalandi, Pakistan og Sádi Arabíu eru meðal þeirra sem hafa fordæmt árásir Ísraela á Jabalia-flóttamannabúðirnar, fjölmennustu flóttamannabúðir Gasa. Erlent 1.11.2023 06:53 Hrópaði „þið munuð öll deyja“ og var skotin átta sinnum Lögreglumenn í París skutu konu klædda hijab svo hún hlaut lífshættulega áverka eftir að hún hrópaði orðin „Allahu Akbar“ eða „Guð er máttugastur“ og „þið munuð öll deyja“ í lestarstöð í borginni í morgun. Erlent 31.10.2023 22:22 Sex danskir lögregluþjónar handteknir vegna fíkniefnamáls Sex lögregluþjónar hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn voru handteknir í dag. Þeir eru grunaðir um þjófnaðar- og fíkniefnabrot í opinberu starfi í félagi hver við annan. Erlent 31.10.2023 21:25 Egyptar hyggjast opna landamærin fyrir særða Palestínumenn Egyptar hyggjast opna fyrir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar á morgun til þess að hægt verði að flytja Palestínumenn sem særst hafa í árásum Ísraela til aðhlynningar í Egyptalandi. Erlent 31.10.2023 20:43 Ísraelsher gengst við árásinni á flóttamannabúðirnar Ísraelsher hefur gengist við loftárásunum á flóttamannabúðirnar Jabaliya í norðurhluta Gasastrandarinnar í dag. Minnst fimmtíu manns eru sagðir hafa látist í árásinni. Erlent 31.10.2023 19:12 Segja tugi fallna eftir árásir á flóttamannabúðir Tugir fólks er sagt hafa fallið í loftárásum Ísraela á flóttamannabúðirnar Jabaliya í norðurhluta Gasastrandarinnar. Ísraelski herinn hefur gert innrás á svæðið og segir um átta hundruð þúsund manns hafa flúið til suðurs. Erlent 31.10.2023 16:06 „Hvert land verður að bera ábyrgð á atkvæði sínu“ Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir aldrei hafa komið til greina að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir hverja Norðurlandaþjóð verða að taka ákvörðun fyrir sig. Þjóðirnar séu þegar á heildina er litið sammála. Erlent 31.10.2023 15:05 Trump klikkar meira og gæti misst eitt sitt besta vopn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, og stuðningsmenn hans gera iðulega grín að háum aldri Joe Biden, núverandi forseta og forsetaframbjóðanda. Trump er þó einungis þremur árum yngri en Biden og gerir sjálfur reglulega mistök. Erlent 31.10.2023 14:30 « ‹ 111 112 113 114 115 116 117 118 119 … 334 ›
Dreifðu gervigreindarnektarmyndum af samnemendum Drengir í framhaldsskóla í New Jersey í Bandaríkjunum hafa verið sakaðir um að dreifa nektarmyndum af stúlkum í skólanum. Myndirnar eru þó ekki raunverulegar, heldur gerðar með aðstoð gervigreindar. Erlent 3.11.2023 10:50
Hringdi í mömmu, Hamas svaraði Ditza Heiman er ein þeirra gísla sem tekinn var þegar Hamas réðst inn í Ísrael þann 7. október síðastliðinn og þegar dóttir hennar hringdi í hana sama morgun svaraði Hamasliði í símann. Erlent 3.11.2023 09:56
Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. Erlent 3.11.2023 08:44
Salúsjní segir þrátefli á víglínunni Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segir ólíklegt að Úkraínumenn muni ná að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa og að stríðið í Úkraínu sé að færast í nýjan fasa staðbundins hernaðar og þreytistríðs (e: attritional warfare). Hann segir nýja tækni lykilinn að því að gera Úkraínumönnum kleift að sigra Rússa. Erlent 3.11.2023 08:01
Rafmyntakóngurinn fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, hefur verið fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott. Það tók kviðdóminn aðeins fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu. Erlent 3.11.2023 07:57
Geimfarinn Ken Mattingly látinn Bandaríski geimfarinn T. Ken Mattingly, sem fór á sporbaug um tunglið í Apollo 16 árið 1972 og gegndi lykilhlutverki í björgunaraðgerðum í Apollo 13-leiðangrinum nokkrum árum fyrr, er látinn. Hann varð 87 ára. Erlent 3.11.2023 07:55
Blinken kominn til Tel Aviv og mun ræða við Netanyahu um hlé Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur í Tel Aviv þar sem hann mun funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Hann er sagður munu hvetja stjórnvöld til að gera hlé á árásum sínum og sókn í Gasa. Erlent 3.11.2023 07:09
Steven Tyler aftur sakaður um kynferðisbrot Söngvarinn Steven Tyler, sem er söngvarinn í hljómsveitinni Aerosmith, hefur aftur verið sakaður um kynferðisbrot. Í fyrra var hann kærður fyrir kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku. Erlent 2.11.2023 22:33
„Við erum komnir að hliðum Gasa-borgar“ Ísraelskir hermenn og skriðdrekar sækja að Gasa-borg en eru sagðir hafa mætt stífri mótspyrnu Hamas-liða. Hermenn hafa nánast klofið Gasaströndina í tvennt. Erlent 2.11.2023 15:54
Segir Johnson hafa spurt hvort „hárblásari“ dygði gegn Covid-19 Boris Johnson, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, spurði vísindamennina Chris Witty og Patrick Vallance að því hvort hægt væri að útrýma SARS-CoV-2, veirunni sem veldur Covid-19, með „sérstökum hárblásara“. Erlent 2.11.2023 07:36
Biden segir þörf á hléi Joe Biden Bandaríkjaforseti virðist vera að snúast á sveif með þeim sem hafa kallað eftir vopnahléi á Gasa en hann var staddur á fjáröflunarviðburði í gær þegar rabbíni kallaði að forsetanum og biðlaði til hans um að beita sér fyrir vopnahléi. Erlent 2.11.2023 06:59
Steinmeier biðst afsökunar á 300 þúsund morðum Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, tjáði í dag mikla skömm og baðst afsökunar á morðum sem samlandar hans frömdu á frumbyggjum í Tanzaníu á fyrri hluta 20. aldar. Erlent 1.11.2023 21:36
Forstjóri HBO sakaður um skítkast á fölsuðum X-reikningi Stjórnendur efnisveitunnar HBO eru sakaðir um að hafa á tíu mánaða tímabili svarað sjónvarpsgagnrýnendum undir fölsuðum aðgöngum á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, þegar þeim mislíkaði gagnrýni þeirra. Erlent 1.11.2023 18:49
Slítur þingi og boðar til nýrra kosninga Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur slitið þingi og boðað til nýrra kosninga sem halda á þann 17. desember. Með þessu er Vucic sagður vilja tryggja yfirráð sín en mikill spenna ríkir í kringum Serbíu í tengslum við málefni Kósovó. Erlent 1.11.2023 14:58
Mál varnarmálaráðherrans fyrrverandi fellt niður Saksóknari í Danmörku hefur ákveðið að fella niður mál gegn fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins, Claus Hjort Frederiksen, sem ákærður var fyrir að hafa lekið ríkisleyndarmálum sem varða þjóðaröryggi. Erlent 1.11.2023 14:45
Fengu gervihnattatækni í skiptum fyrir sprengikúlur Sérfræðingar Leyniþjónustu Suður-Kóreu telja að nágrannar þeirra í norðri séu að undirbúa þriðju tilraunina til að skjóta gervihnetti á braut um jörðu. Geimvísindamenn Norður-Kóreu eru sagðir hafa fengið tæknilega aðstoð frá Rússum. Erlent 1.11.2023 13:54
Eitraði fyrir kærastanum þegar hann erfði milljónir Kona hefur verið ákærð í Norður-Dakóta ríki í Bandaríkjunum fyrir að myrða kærasta sinn með eitri. Sá hafði erft þrjátíu milljónir dala og ætlaði að segja henni upp. Ina Thea Kenoyer er sökuð um hafa banað Steven Edward Riley Jr., kærasta til tíu ára vegna þess að hún stóð í þeirri trú að hún myndi fá hluta peninganna. Erlent 1.11.2023 11:36
Umferð um Panamaskurðinn takmörkuð vegna fordæmalauss þurrks Yfirvöld í Panama hafa tilkynnt að minnka þurfi umferð í gegnum Panamaskurðinn vegna mesta þurrks á svæðinu frá því að mælingar hófust árið 1950. Veðurbrigðið El niño er talið hafa spilað inn í samkvæmt yfirvöldum þar í landi. Erlent 1.11.2023 11:33
Hótar að draga Grænland úr Norðurlandaráði Forsætisráðherra Grænlands, Múte B. Egede, hótaði í ræðu sinni á Norðurlandaráði í gær að draga Grænland úr ráðinu. Hann hélt því fram að tækifæri sjálfstæðra landa og heimastjórnarlanda séu ekki jöfn og að samskipti fari ekki fram á jöfnum grundvelli. Erlent 1.11.2023 10:28
Landamærin opnuð og erlendum ríkisborgurum hleypt út Landamærin í Rafha, sem skilja að Egyptaland og Gasa, hafa verið opnuð tímabundið í fyrsta sinn í þrjár vikur. Egyptar hafa samþykkt að hleypa erlendum ríkisborgurum yfir landamærin og hafa sagst munu taka við um 80 afar særðum Palestínumönnum. Erlent 1.11.2023 10:07
Vill að unga fólkið vinni 70 klukkustundir á viku fyrir landið sitt Umræður fara nú fram á Indlandi um lengd vinnuvikunnar eftir að milljarðamæringurinn NR Narayana Murthy, tengdafaðir forsætisráðherra Bretlands, sagði að ungt fólk ætti að vera reiðubúið til að vinna 70 tíma til að leggja sitt af mörkum fyrir landið sitt. Erlent 1.11.2023 08:46
Heita því að berjast gegn hatri og hefja rannsókn á skemmdarverkum Yfirvöld í Frakklandi hafa hafið rannsókn á Davíðsstjörnum sem hafa verið að birtast á byggingum í París síðustu daga. Talið er að um hatursherferð gegn gyðingum sé að ræða, sem tengist átökum Ísraela og Hamas á Gasa. Erlent 1.11.2023 08:08
Árásin á Jabalia-flóttamannabúðirnar vekur mikla reiði Stjórnvöld í Egyptalandi, Pakistan og Sádi Arabíu eru meðal þeirra sem hafa fordæmt árásir Ísraela á Jabalia-flóttamannabúðirnar, fjölmennustu flóttamannabúðir Gasa. Erlent 1.11.2023 06:53
Hrópaði „þið munuð öll deyja“ og var skotin átta sinnum Lögreglumenn í París skutu konu klædda hijab svo hún hlaut lífshættulega áverka eftir að hún hrópaði orðin „Allahu Akbar“ eða „Guð er máttugastur“ og „þið munuð öll deyja“ í lestarstöð í borginni í morgun. Erlent 31.10.2023 22:22
Sex danskir lögregluþjónar handteknir vegna fíkniefnamáls Sex lögregluþjónar hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn voru handteknir í dag. Þeir eru grunaðir um þjófnaðar- og fíkniefnabrot í opinberu starfi í félagi hver við annan. Erlent 31.10.2023 21:25
Egyptar hyggjast opna landamærin fyrir særða Palestínumenn Egyptar hyggjast opna fyrir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar á morgun til þess að hægt verði að flytja Palestínumenn sem særst hafa í árásum Ísraela til aðhlynningar í Egyptalandi. Erlent 31.10.2023 20:43
Ísraelsher gengst við árásinni á flóttamannabúðirnar Ísraelsher hefur gengist við loftárásunum á flóttamannabúðirnar Jabaliya í norðurhluta Gasastrandarinnar í dag. Minnst fimmtíu manns eru sagðir hafa látist í árásinni. Erlent 31.10.2023 19:12
Segja tugi fallna eftir árásir á flóttamannabúðir Tugir fólks er sagt hafa fallið í loftárásum Ísraela á flóttamannabúðirnar Jabaliya í norðurhluta Gasastrandarinnar. Ísraelski herinn hefur gert innrás á svæðið og segir um átta hundruð þúsund manns hafa flúið til suðurs. Erlent 31.10.2023 16:06
„Hvert land verður að bera ábyrgð á atkvæði sínu“ Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir aldrei hafa komið til greina að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir hverja Norðurlandaþjóð verða að taka ákvörðun fyrir sig. Þjóðirnar séu þegar á heildina er litið sammála. Erlent 31.10.2023 15:05
Trump klikkar meira og gæti misst eitt sitt besta vopn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, og stuðningsmenn hans gera iðulega grín að háum aldri Joe Biden, núverandi forseta og forsetaframbjóðanda. Trump er þó einungis þremur árum yngri en Biden og gerir sjálfur reglulega mistök. Erlent 31.10.2023 14:30