Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2025 11:55 JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna. AP/Matthias Schrader JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, segir að neiti Vladimír Pútin, forseti Rússlands, að semja um frið í Úkraínu og tryggja sjálfstæði Úkraínumanna til lengri tíma, muni Bandaríkin herða refsiaðgerðir og þvinganir gegn Rússlandi. Þá kæmi einnig til greina að senda bandaríska hermenn til Úkraínu. Þetta sagði Vance í viðtali við Wall Street Journal en ummæli hans marka nokkuð breyttan tón, séu þau borin saman við ummæli Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, á dögunum. Viðtalið var tekið skömmu eftir að Donald Trump, forseti, lýsti því yfir að hann hefði rætt við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og að friðarviðræður ættu að hefjast á næstunni. Vance sagðist telja að þar myndu nást samningar sem kæmu mörgum á óvart. Vance mun í dag funda með Vólódímír Selenskí, á hliðarlínu öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi, þar sem hann mun einnig ávarpa aðra leiðtoga í dag. Í ræðu sinni ætlar Vance að skammast út í ráðamenn í Evrópu, fyrir það að neita að vinna með popúlískum flokkum heimsálfunnar. Þeir þurfi að hætta að taka við farandfólki og láta af framsæknum stefnumálum sínum. Vance segist ætla að kalla eftir „hefðbundnum gildum“ og því að endir yrði bundinn á „glæpi“ farandfólks. „Þetta snýst um ritskoðun og fólksflutninga, um þann ótta sem ég og Trump deilum um að leiðtogar Evrópu óttist eigið fólk.“ Hann sagðist meðal annars ætla að kalla eftir því að leiðtogar stjórnmálaflokkum Þýskalands létu af banni þeirra gegn því að vinna með öfgahægriflokknum Valkostur fyrir Þýskaland (AfD). Sjá einnig: Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Þá sagði Vance að lýðræði Evrópu stafaði meiri ógn af farandfólki en af áróðri frá Moskvu og stjórnmálaflokkum sem studdir eru af Kreml. Sú ógn hefði verið ofmetin. Varaforsetinn ætlar einnig að lýsa yfir stuðningi við Elon Musk, sem hefur verið gagnrýndur af ráðamönnum í Evrópu fyrir afskipti af stjórnmálum í heimsálfunni og þá sérstaklega vegna stuðnings hans við AfD. Hann mun segjast sammála Musk um að draga þurfi úr flæði farandfólks til Evrópu og að væri rangt af leiðtogum heimsálfunnar að gagnrýna Musk fyrir ummæli hans. Bandaríkin Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þýskaland Elon Musk Tengdar fréttir Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. 13. febrúar 2025 22:59 Segir Úkraínu enn á leið í NATO Úkraína mun að endingu ganga í Atlantshafsbandalagið. Þetta sagði Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, þegar þeir töluðu saman í síma í morgun en þá sagði Starmer einnig að engar viðræður um Úkraínu gætu átt sér stað án Úkraínu. 14. febrúar 2025 10:53 Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Skemmdir urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu og eldur kviknaði eftir að dróni flaug á hana í nótt. Forseti Úkraínu fullyrðir að dróninn hafi verið rússneskur og að hann hafi verið öflugan sprengiodd. 14. febrúar 2025 08:51 Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Þetta sagði Vance í viðtali við Wall Street Journal en ummæli hans marka nokkuð breyttan tón, séu þau borin saman við ummæli Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, á dögunum. Viðtalið var tekið skömmu eftir að Donald Trump, forseti, lýsti því yfir að hann hefði rætt við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og að friðarviðræður ættu að hefjast á næstunni. Vance sagðist telja að þar myndu nást samningar sem kæmu mörgum á óvart. Vance mun í dag funda með Vólódímír Selenskí, á hliðarlínu öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi, þar sem hann mun einnig ávarpa aðra leiðtoga í dag. Í ræðu sinni ætlar Vance að skammast út í ráðamenn í Evrópu, fyrir það að neita að vinna með popúlískum flokkum heimsálfunnar. Þeir þurfi að hætta að taka við farandfólki og láta af framsæknum stefnumálum sínum. Vance segist ætla að kalla eftir „hefðbundnum gildum“ og því að endir yrði bundinn á „glæpi“ farandfólks. „Þetta snýst um ritskoðun og fólksflutninga, um þann ótta sem ég og Trump deilum um að leiðtogar Evrópu óttist eigið fólk.“ Hann sagðist meðal annars ætla að kalla eftir því að leiðtogar stjórnmálaflokkum Þýskalands létu af banni þeirra gegn því að vinna með öfgahægriflokknum Valkostur fyrir Þýskaland (AfD). Sjá einnig: Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Þá sagði Vance að lýðræði Evrópu stafaði meiri ógn af farandfólki en af áróðri frá Moskvu og stjórnmálaflokkum sem studdir eru af Kreml. Sú ógn hefði verið ofmetin. Varaforsetinn ætlar einnig að lýsa yfir stuðningi við Elon Musk, sem hefur verið gagnrýndur af ráðamönnum í Evrópu fyrir afskipti af stjórnmálum í heimsálfunni og þá sérstaklega vegna stuðnings hans við AfD. Hann mun segjast sammála Musk um að draga þurfi úr flæði farandfólks til Evrópu og að væri rangt af leiðtogum heimsálfunnar að gagnrýna Musk fyrir ummæli hans.
Bandaríkin Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þýskaland Elon Musk Tengdar fréttir Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. 13. febrúar 2025 22:59 Segir Úkraínu enn á leið í NATO Úkraína mun að endingu ganga í Atlantshafsbandalagið. Þetta sagði Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, þegar þeir töluðu saman í síma í morgun en þá sagði Starmer einnig að engar viðræður um Úkraínu gætu átt sér stað án Úkraínu. 14. febrúar 2025 10:53 Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Skemmdir urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu og eldur kviknaði eftir að dróni flaug á hana í nótt. Forseti Úkraínu fullyrðir að dróninn hafi verið rússneskur og að hann hafi verið öflugan sprengiodd. 14. febrúar 2025 08:51 Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. 13. febrúar 2025 22:59
Segir Úkraínu enn á leið í NATO Úkraína mun að endingu ganga í Atlantshafsbandalagið. Þetta sagði Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, þegar þeir töluðu saman í síma í morgun en þá sagði Starmer einnig að engar viðræður um Úkraínu gætu átt sér stað án Úkraínu. 14. febrúar 2025 10:53
Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Skemmdir urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu og eldur kviknaði eftir að dróni flaug á hana í nótt. Forseti Úkraínu fullyrðir að dróninn hafi verið rússneskur og að hann hafi verið öflugan sprengiodd. 14. febrúar 2025 08:51
Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38