Erlent Sumarkosningar í fyrsta sinn: Spánverjar kjósa til þings í dag Spánverjar ganga að kjörborðinu í dag í þingkosningum sem fara fram í gríðarlegum hita, en þetta er í fyrsta sinn sem kosið er að sumri til á Spáni. Erlent 23.7.2023 13:00 Hyggjast rannsaka fangabúðir nasista á breskri grundu Bresk stjórnvöld hyggjast í fyrsta sinn rannsaka til hlýtar einu fangabúðir nasista sem vitað er að voru reistar á breskri grundu, á eyjunni Alderney í Ermasundi. Er það gert eftir að ný sönnunargögn fundust sem varpað hafa ljósi á grimmdarverk nasista á eyjunni. Erlent 22.7.2023 22:46 Æsispennandi kosningabarátta á Spáni Spánverjar ganga að kjörborðinu á morgun í steikjandi hita. Þingkosningarnar hafa sjaldan eða aldrei verið jafn spennandi og ógjörningur að spá fyrir um hvort vinstri samsteypustjórnin haldi velli eða hvort við völdum taki ríkisstjórn hægri flokkanna. Erlent 22.7.2023 14:02 Myrti lækni á geðspítala: „Það var ætlunin, að hún skyldi deyja“ Kona er látin eftir stunguárás við geðsjúkrahús í Kaupmannahöfn síðdegis í gær. Karlmaður á fimmtugsaldri, sem var handtekinn vegna árásarinnar í gær, hefur játað að hafa myrt konuna. Konan var læknir mannsins á sjúkrahúsinu. Erlent 22.7.2023 13:12 Greiðir átta milljarða til að komast hjá rannsókn vegna Epstein Leon Black, bandarískur auðjöfur og stofnandi eins stærsta eignastýringafyrirtækis heims, hefur samþykkt að greiða yfirvöldum á Bandarísku Jómfrúaeyjum 8,2 milljarða króna gegn því að þau hætti rannsókn á tengslum hans við Jeffrey Epstein. Líkt og frægt er orðið braut Epstein kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil. Erlent 22.7.2023 11:20 Varðskip Færeyinga eltu skip Watsons úr lögsögu Færeyja Færeyingum virðist hafa tekist að hrekja Paul Watson, stofnanda Sea Shepherd-samtakanna, burt frá Færeyjum þetta sumarið eftir að skip hans gerði tvær misheppnaðar tilraunir til að hindra grindhvalaveiðar Færeyinga. Erlent 21.7.2023 23:44 Þrettán ára bjargaði sér frá mannræningja Þrettán ára gamalli stúlku sem rænt var af 61 árs gömlum manni í Kaliforníu í Bandaríkjunum bjargaði sér með því að skrifa skilaboð á miða og koma þeim áleiðis til vegfarenda þar sem hún var læst inni í bíl. Erlent 21.7.2023 23:26 Fjórði ráðherrann í ríkisstjórn Støre segir af sér Ola Borten Moe, vísinda- og háskólamálaráðherra Noregs og varaformaður Miðflokksins í Noregi, hefur sagt af sér vegna brots á verklagsreglum norsku ríkisstjórnarinnar. Moe er nú fjórði ráðherrann í tiltölulega nýrri ríkisstjórn Noregs til þess að segja af sér. Erlent 21.7.2023 15:43 Tony Bennett látinn Bandaríski popp- og djasssöngvarinn Tony Bennett er látinn, 96 ára að aldri. Erlent 21.7.2023 13:05 Ljónið sennilega svín Lögreglan í Berlín og Brandenburg er hætt að leita að ljóni í suðurhluta borgarinnar og úthverfum hennar. Líklegt þykir að ljón hafi ekki gengið laust heldur hafi hræddir íbúar séð stórt villisvín. Erlent 21.7.2023 11:44 Girkin handtekinn fyrir að gagnrýna Pútín Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, var handtekinn í Moskvu í morgun. Girkin var einnig í fyrra dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. Erlent 21.7.2023 11:26 Vél rýmd vegna veikinda farþega eftir langa bið í 37 stiga hita Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvers vegna flugvél Delta Air Lines var kyrrsett á Harry Reid International Airport í Las Vegas í nokkrar klukkustundir í yfir 37 stiga hita á mánudag. Erlent 21.7.2023 08:47 Skemmtiferðaskip verði bönnuð í miðbæ Amsterdam Borgaryfirvöld í Amsterdam í Hollandi hafa ákveðið að loka fyrir komur skemmtiferðaskipa til miðbæjarins. Erlent 21.7.2023 08:36 Hafa enn ekki fundið ljónið Lögreglan í Berlín og Brandenburg hefur enn ekki fundið ljónið sem talið er að gangi lausum hala í suðurhluta borgarinnar og úthverfum. Til stendur að auka viðbúnað og umfang leitarinnar í dag. Erlent 21.7.2023 07:44 Farsímagögn, Chevrolet Avalanche og pizzakassi reyndust lykillinn Það er mögulegt að lögregla hefði getað handsamað raðmorðingjann Rex Heuermann miklu fyrr ef allar vísbendingar í málinu hefðu verið betur gaumgæfðar. Bifreið sem morðinginn ók og vitni tók eftir reyndist lykillinn að lausn málsins. Erlent 21.7.2023 07:30 Virða að vettugi allar tilraunir til samskipta Norður-kóresk yfirvöld hafa virt að vettugi allar tilraunir þeirra bandarísku til þess að eiga í samskiptum vegna bandaríska hermannsins sem nú er í haldi Norður-Kóreu. Spennan á Kóreuskaga er gríðarleg og samskiptin lítil sem engin. Erlent 20.7.2023 23:31 Telja sig hafa leyst áratuga gamalt morðmál Rúmlega fjórir áratugir eru síðan Laura Kempton var myrt þegar hún var einungis 23 ára gömul. Málið hefur verið óleyst síðan þá en nú telja yfirvöld í New Hampshire í Bandaríkjunum sig vita hver það var sem myrti Kempton. Erlent 20.7.2023 23:05 Fær rúmar hundrað milljónir í skaðabætur frá McDonald's McDonald's þarf að greiða ungri stúlku frá Flórída í Bandaríkjunum bætur upp á átta hundruð þúsund dali, sem samsvarar rúmum hundrað milljónum í íslenskum krónum. Ástæðan er sú að stúlkan fékk annars stigs bruna eftir að kjúklinganaggi úr barnaboxi datt á hana. Erlent 20.7.2023 21:48 Byrjaðir að nota klasasprengjur Úkraínumenn eru byrjaðir að skjóta klasasprengjum að varnarlínum Rússa í suður- og austurhluta Úkraínu. Þá leggja bakhjarlar Úkraínu áherslu á að laga hergögn Úkraínumanna sem skemmast í þeim hörðu átökum sem eiga sér stað í landinu. Erlent 20.7.2023 14:10 Þriðjungur katta á eyjunni drepist vegna kórónuveiru Talið er að um 300 þúsund kettir á eyjunni Kýpur hafi drepist á liðnu ári vegna kórónuveiru. Þetta eru um þriðjungur því að heildarfjöldi katta var í kringum eina milljón. Erlent 20.7.2023 13:49 Sagði „Æi, fjandinn hafi það“ og skaut 95 ára konu með rafbyssu Saksóknarar í Ástralíu segja lögregluþjóna sem beittu rafbyssu gegn 95 ára gamalli konu með elliglöp hafa beitt óhóflega miklu valdi. Konan, sem hét Clare Nowland, féll í gólfið og höfuðkúpubrotnaði þegar hún var beitt rafbyssunni. Þá dó hún nokkrum dögum síðar. Erlent 20.7.2023 11:03 Sækir um skilnað frá grunuðum raðmorðingja Íslensk kona sem gift er grunuðum raðmorðingja hefur sótt um skilnað. Ása Guðbjörg Ellerup er gift Rex Heuermann en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. Erlent 20.7.2023 10:11 Ekkert samkomulag í höfn en ákveðin skref tekin fram á við Ekkert samkomulag náðist í viðræðum erindreka Bandaríkjanna og Kína um loftslagsmál sem staðið hafa yfir í Pekíng. John Kerry, sérlegur sendifulltrúi Bandaríkjaforseta í loftslagsmálum, sagðist hins vegar fagna því að viðræður væru hafnar á ný. Erlent 20.7.2023 09:34 Kveiktu í sendiráði Svía í Írak Nokkur hundruð menn ruddust inn í sendiráð Svíþjóðar í Bagdad í Írak í morgun og kveiktu í ráðuneytinu. Ráðist var á sendiráðið eftir vegna skipulagðra mótmæla í Svíþjóð þar sem til stendur að brenna eintak af Kóraninum fyrir utan sendiráð Íraks í Stokkhólmi í dag. Erlent 20.7.2023 09:05 Alabama hefur aftökur að nýju þrátt fyrir að hafa klúðrað þremur í fyrra Yfirvöld í Alabama í Bandaríkjunum hyggjast hefja aftökur á ný eftir að hafa klúðrað einni og þurft að hætta við tvær í fyrra. James Barber, 54 ára, verður tekinn af lífi með lyfjablöndu á föstudagsmorgun, þrátt fyrir mótmæli dóttur konunnar sem hann myrti. Erlent 20.7.2023 08:11 Ljón leikur lausum hala í Berlín Lögreglan Í Berlín hefur beðið íbúa í úthverfum borgarinnar um að halda sig heima eftir að stórt kattardýr, sem talið er vera ljónynja, sást á svæðinu í gærkvöldi. Þá eru gæludýraeigendur beðnir um að halda dýrum sínum innandyra. Erlent 20.7.2023 08:07 Neita að hafa klippt tré til að gera mótmælendum erfiðara um vik Forsvarsmenn NBC Universal kvikmyndaversins hafna því að hafa snyrt tré á lóð sinni við Universal Studios í þeim tilgangi að gera mótmælendum erfiðara um vik í steikjandi hita. Erlent 20.7.2023 06:00 Skotárás fyrir opnunarleik HM í Auckland: „Mótið heldur áfram óhaggað“ Þrír eru látnir eftir skotárás á byggingarsvæði í borginni Auckland í Nýja Sjálandi. Árásarmaðurinn er einn hinna látnu. Að sögn lögreglunnar er fjöldi fólks særður. Erlent 19.7.2023 22:47 Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. Erlent 19.7.2023 20:15 Systir Ásu Ellerup: „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni“ Fjölskylda Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, hefur enga hugmynd um hver staðan er á henni þessa dagana eða hvar hún er niðurkomin. Þetta kemur fram í frétt á vef Daily Mail þar sem rætt er við Jóhönnu Ellerup, systur Ásu og mágkonu Heuermann. Erlent 19.7.2023 18:16 « ‹ 126 127 128 129 130 131 132 133 134 … 334 ›
Sumarkosningar í fyrsta sinn: Spánverjar kjósa til þings í dag Spánverjar ganga að kjörborðinu í dag í þingkosningum sem fara fram í gríðarlegum hita, en þetta er í fyrsta sinn sem kosið er að sumri til á Spáni. Erlent 23.7.2023 13:00
Hyggjast rannsaka fangabúðir nasista á breskri grundu Bresk stjórnvöld hyggjast í fyrsta sinn rannsaka til hlýtar einu fangabúðir nasista sem vitað er að voru reistar á breskri grundu, á eyjunni Alderney í Ermasundi. Er það gert eftir að ný sönnunargögn fundust sem varpað hafa ljósi á grimmdarverk nasista á eyjunni. Erlent 22.7.2023 22:46
Æsispennandi kosningabarátta á Spáni Spánverjar ganga að kjörborðinu á morgun í steikjandi hita. Þingkosningarnar hafa sjaldan eða aldrei verið jafn spennandi og ógjörningur að spá fyrir um hvort vinstri samsteypustjórnin haldi velli eða hvort við völdum taki ríkisstjórn hægri flokkanna. Erlent 22.7.2023 14:02
Myrti lækni á geðspítala: „Það var ætlunin, að hún skyldi deyja“ Kona er látin eftir stunguárás við geðsjúkrahús í Kaupmannahöfn síðdegis í gær. Karlmaður á fimmtugsaldri, sem var handtekinn vegna árásarinnar í gær, hefur játað að hafa myrt konuna. Konan var læknir mannsins á sjúkrahúsinu. Erlent 22.7.2023 13:12
Greiðir átta milljarða til að komast hjá rannsókn vegna Epstein Leon Black, bandarískur auðjöfur og stofnandi eins stærsta eignastýringafyrirtækis heims, hefur samþykkt að greiða yfirvöldum á Bandarísku Jómfrúaeyjum 8,2 milljarða króna gegn því að þau hætti rannsókn á tengslum hans við Jeffrey Epstein. Líkt og frægt er orðið braut Epstein kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil. Erlent 22.7.2023 11:20
Varðskip Færeyinga eltu skip Watsons úr lögsögu Færeyja Færeyingum virðist hafa tekist að hrekja Paul Watson, stofnanda Sea Shepherd-samtakanna, burt frá Færeyjum þetta sumarið eftir að skip hans gerði tvær misheppnaðar tilraunir til að hindra grindhvalaveiðar Færeyinga. Erlent 21.7.2023 23:44
Þrettán ára bjargaði sér frá mannræningja Þrettán ára gamalli stúlku sem rænt var af 61 árs gömlum manni í Kaliforníu í Bandaríkjunum bjargaði sér með því að skrifa skilaboð á miða og koma þeim áleiðis til vegfarenda þar sem hún var læst inni í bíl. Erlent 21.7.2023 23:26
Fjórði ráðherrann í ríkisstjórn Støre segir af sér Ola Borten Moe, vísinda- og háskólamálaráðherra Noregs og varaformaður Miðflokksins í Noregi, hefur sagt af sér vegna brots á verklagsreglum norsku ríkisstjórnarinnar. Moe er nú fjórði ráðherrann í tiltölulega nýrri ríkisstjórn Noregs til þess að segja af sér. Erlent 21.7.2023 15:43
Tony Bennett látinn Bandaríski popp- og djasssöngvarinn Tony Bennett er látinn, 96 ára að aldri. Erlent 21.7.2023 13:05
Ljónið sennilega svín Lögreglan í Berlín og Brandenburg er hætt að leita að ljóni í suðurhluta borgarinnar og úthverfum hennar. Líklegt þykir að ljón hafi ekki gengið laust heldur hafi hræddir íbúar séð stórt villisvín. Erlent 21.7.2023 11:44
Girkin handtekinn fyrir að gagnrýna Pútín Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, var handtekinn í Moskvu í morgun. Girkin var einnig í fyrra dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. Erlent 21.7.2023 11:26
Vél rýmd vegna veikinda farþega eftir langa bið í 37 stiga hita Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvers vegna flugvél Delta Air Lines var kyrrsett á Harry Reid International Airport í Las Vegas í nokkrar klukkustundir í yfir 37 stiga hita á mánudag. Erlent 21.7.2023 08:47
Skemmtiferðaskip verði bönnuð í miðbæ Amsterdam Borgaryfirvöld í Amsterdam í Hollandi hafa ákveðið að loka fyrir komur skemmtiferðaskipa til miðbæjarins. Erlent 21.7.2023 08:36
Hafa enn ekki fundið ljónið Lögreglan í Berlín og Brandenburg hefur enn ekki fundið ljónið sem talið er að gangi lausum hala í suðurhluta borgarinnar og úthverfum. Til stendur að auka viðbúnað og umfang leitarinnar í dag. Erlent 21.7.2023 07:44
Farsímagögn, Chevrolet Avalanche og pizzakassi reyndust lykillinn Það er mögulegt að lögregla hefði getað handsamað raðmorðingjann Rex Heuermann miklu fyrr ef allar vísbendingar í málinu hefðu verið betur gaumgæfðar. Bifreið sem morðinginn ók og vitni tók eftir reyndist lykillinn að lausn málsins. Erlent 21.7.2023 07:30
Virða að vettugi allar tilraunir til samskipta Norður-kóresk yfirvöld hafa virt að vettugi allar tilraunir þeirra bandarísku til þess að eiga í samskiptum vegna bandaríska hermannsins sem nú er í haldi Norður-Kóreu. Spennan á Kóreuskaga er gríðarleg og samskiptin lítil sem engin. Erlent 20.7.2023 23:31
Telja sig hafa leyst áratuga gamalt morðmál Rúmlega fjórir áratugir eru síðan Laura Kempton var myrt þegar hún var einungis 23 ára gömul. Málið hefur verið óleyst síðan þá en nú telja yfirvöld í New Hampshire í Bandaríkjunum sig vita hver það var sem myrti Kempton. Erlent 20.7.2023 23:05
Fær rúmar hundrað milljónir í skaðabætur frá McDonald's McDonald's þarf að greiða ungri stúlku frá Flórída í Bandaríkjunum bætur upp á átta hundruð þúsund dali, sem samsvarar rúmum hundrað milljónum í íslenskum krónum. Ástæðan er sú að stúlkan fékk annars stigs bruna eftir að kjúklinganaggi úr barnaboxi datt á hana. Erlent 20.7.2023 21:48
Byrjaðir að nota klasasprengjur Úkraínumenn eru byrjaðir að skjóta klasasprengjum að varnarlínum Rússa í suður- og austurhluta Úkraínu. Þá leggja bakhjarlar Úkraínu áherslu á að laga hergögn Úkraínumanna sem skemmast í þeim hörðu átökum sem eiga sér stað í landinu. Erlent 20.7.2023 14:10
Þriðjungur katta á eyjunni drepist vegna kórónuveiru Talið er að um 300 þúsund kettir á eyjunni Kýpur hafi drepist á liðnu ári vegna kórónuveiru. Þetta eru um þriðjungur því að heildarfjöldi katta var í kringum eina milljón. Erlent 20.7.2023 13:49
Sagði „Æi, fjandinn hafi það“ og skaut 95 ára konu með rafbyssu Saksóknarar í Ástralíu segja lögregluþjóna sem beittu rafbyssu gegn 95 ára gamalli konu með elliglöp hafa beitt óhóflega miklu valdi. Konan, sem hét Clare Nowland, féll í gólfið og höfuðkúpubrotnaði þegar hún var beitt rafbyssunni. Þá dó hún nokkrum dögum síðar. Erlent 20.7.2023 11:03
Sækir um skilnað frá grunuðum raðmorðingja Íslensk kona sem gift er grunuðum raðmorðingja hefur sótt um skilnað. Ása Guðbjörg Ellerup er gift Rex Heuermann en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. Erlent 20.7.2023 10:11
Ekkert samkomulag í höfn en ákveðin skref tekin fram á við Ekkert samkomulag náðist í viðræðum erindreka Bandaríkjanna og Kína um loftslagsmál sem staðið hafa yfir í Pekíng. John Kerry, sérlegur sendifulltrúi Bandaríkjaforseta í loftslagsmálum, sagðist hins vegar fagna því að viðræður væru hafnar á ný. Erlent 20.7.2023 09:34
Kveiktu í sendiráði Svía í Írak Nokkur hundruð menn ruddust inn í sendiráð Svíþjóðar í Bagdad í Írak í morgun og kveiktu í ráðuneytinu. Ráðist var á sendiráðið eftir vegna skipulagðra mótmæla í Svíþjóð þar sem til stendur að brenna eintak af Kóraninum fyrir utan sendiráð Íraks í Stokkhólmi í dag. Erlent 20.7.2023 09:05
Alabama hefur aftökur að nýju þrátt fyrir að hafa klúðrað þremur í fyrra Yfirvöld í Alabama í Bandaríkjunum hyggjast hefja aftökur á ný eftir að hafa klúðrað einni og þurft að hætta við tvær í fyrra. James Barber, 54 ára, verður tekinn af lífi með lyfjablöndu á föstudagsmorgun, þrátt fyrir mótmæli dóttur konunnar sem hann myrti. Erlent 20.7.2023 08:11
Ljón leikur lausum hala í Berlín Lögreglan Í Berlín hefur beðið íbúa í úthverfum borgarinnar um að halda sig heima eftir að stórt kattardýr, sem talið er vera ljónynja, sást á svæðinu í gærkvöldi. Þá eru gæludýraeigendur beðnir um að halda dýrum sínum innandyra. Erlent 20.7.2023 08:07
Neita að hafa klippt tré til að gera mótmælendum erfiðara um vik Forsvarsmenn NBC Universal kvikmyndaversins hafna því að hafa snyrt tré á lóð sinni við Universal Studios í þeim tilgangi að gera mótmælendum erfiðara um vik í steikjandi hita. Erlent 20.7.2023 06:00
Skotárás fyrir opnunarleik HM í Auckland: „Mótið heldur áfram óhaggað“ Þrír eru látnir eftir skotárás á byggingarsvæði í borginni Auckland í Nýja Sjálandi. Árásarmaðurinn er einn hinna látnu. Að sögn lögreglunnar er fjöldi fólks særður. Erlent 19.7.2023 22:47
Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. Erlent 19.7.2023 20:15
Systir Ásu Ellerup: „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni“ Fjölskylda Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, hefur enga hugmynd um hver staðan er á henni þessa dagana eða hvar hún er niðurkomin. Þetta kemur fram í frétt á vef Daily Mail þar sem rætt er við Jóhönnu Ellerup, systur Ásu og mágkonu Heuermann. Erlent 19.7.2023 18:16