Erlent Vilja að rannsókn á Netanjahú verði látin niður falla vegna meintra njósna Almannavarnaráðherra Ísraels hefur skipað sérstaka nefnd sem mun rannsaka meinta notkunn lögreglunnar á njósnabúnaði. Lögreglan á að hafa notað búnaðinn til að njósna um ýmsa framámenn, allt frá stjórnmálamönnum yfir í aðgerðasinna. Erlent 7.2.2022 16:34 Boris Johnson „ekki algjör trúður“ að mati nýs ráðgjafa hans Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er „ekki algjör trúður,“ ef marka má orð nýs samskiptastjóra hans sem tók við stöðunni á dögunum. Erlent 7.2.2022 15:54 Rúmlega sjötíu þættir af hlaðvarpi Joe Rogan fjarlægðir af Spotify Um sjötíu hlaðvarpsþættir Joe Rogan hafa verið fjarlægðir af Spotify. Bandarískir fjölmiðlar segja að Rogan hafi sjálfur valið að fjarlægja þættina. Forstjóri Spotify, Daniel Ek, segir í skilaboðum til starfsmanna að í umræddum þáttum hafi Rogan látið særandi orð falla sem endurspegli ekki gildi félagsins. Erlent 7.2.2022 07:31 Fótboltaþjálfari kvennaliðs hvatti til hópnauðgunar Spænskur fótboltaþjálfari kvennaliðs í Madrid hvatti þjálfarateymi sitt fyrir nokkrum árum til þess að hópnauðga ungri konu. Það myndi efla liðsandann. Stuðningsmenn félagsins krefjast þess að maðurinn verði rekinn, en stjórn félagsins aftekur það með öllu. Erlent 7.2.2022 07:01 Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. Erlent 7.2.2022 06:51 Elísabet II hin sprækasta eftir sjö áratugi á valdastóli Elísabet önnur drottning Bretlands og fjórtán samveldisríkja hefur í dag verið drottning í sjötíu ár, lengur en nokkur annar hefur setið í hásæti í Bretlandi. Hún lýsti því yfir í gær að Kamilla eiginkona Karls Bretaprins fái drottningartitil þegar hann tekur við krúnunni. Erlent 6.2.2022 20:00 Íslendingur í dómnefnd: Dómnefnd hótað lífláti eftir Eurovision-forval á Spáni Spænska þjóðin er öskureið eftir að framlag Spánverja í Eurovision var valið með pompi og prakt um síðustu helgi. Almenningur kaus með yfirburðum lag þriggja kvenna frá Galisíu, en fimm manna dómnefnd sérfræðinga hafði svo mikil völd að allt annað lag varð fyrir valinu. Einn Íslendingur sat í dómnefndinni sem hafa borist líflátshótanir vegna úrslitanna. Erlent 6.2.2022 15:49 Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. Erlent 6.2.2022 08:37 Biðjast afsökunar á því að hafa sagt að innrás Rússa væri hafin Bandaríski miðilinn Bloomberg News baðst á laugardagskvöld afsökunar á því að hafa fyrir mistök birt fyrirsögnina „Rússland gerir innrás í Úkraínu.“ Erlent 6.2.2022 00:29 Elísabet útnefnir Camillu verðandi drottningu Elísabet II Bretlandsdrottning tilkynnti í kvöld að hún vilji að Camilla, hertogaynja af Cornwall, verði ávörpuð sem drottning þegar Karl Bretaprins verður konungur. Erlent 5.2.2022 22:22 Fimm ára drengurinn sem var fastur í brunni í fjóra daga er látinn Fimm ára marokkóskur drengur sem var fastur í djúpum brunni í fjóra daga er látinn. Björgunarliði tókst loks að losa Rayan í kvöld eftir umfangsmiklar aðgerðir sem vöktu athygli heimsbyggðarinnar. Erlent 5.2.2022 20:52 Eru einum metra frá drengnum en ná ekki til hans Viðbragðsaðilar hafa unnið sleitulaust að því að grafa sig að ungum dreng sem féll ofan í brunn fyrir fjórum dögum. Þeir segjast nú hafa grafið göng sem eru einum metra frá drengnum en að ekki sé hægt að komast að honum vegna hættu á skriðufalli. Erlent 5.2.2022 16:10 Hvernig árásin fór fram: Vissu ekki að leiðtogi ISIS byggi fyrir ofan þau Árás bandarískra sérsveitarmanna á hús í Idlib-héraði í Sýrlandi á miðvikudagskvöld, þar sem Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, leiðtogi Íslamska ríkisins dó, hafði verið skipulögð yfir nokkurra mánaða skeið. Fimmtíu hermenn komu að árásinni og voru fluttir á svæðið með þyrlum. Erlent 5.2.2022 07:00 Eiga nokkra hættulega metra eftir til barnsins í brunninum Björgunarsveitir í Marokkó eru að nálgast fimm ára dreng sem hefur setið fastur í brunni í fjóra daga. Marokkóska þjóðin hefur fylgst náið með björgun drengsins sem heitir Rayan og féll í brunninn á þriðjudaginn. Erlent 4.2.2022 14:52 Stoltenberg verður næsti seðlabankastjóri Noregs Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, verður næsti seðlabankastjóri Noregs. Hann er skipaður til sex ára og mun taka við embættinu 1. október. Erlent 4.2.2022 11:05 Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. Erlent 4.2.2022 08:54 Danski samgönguráðherrann segir af sér Benny Engelbrecht, samgönguráðherra Danmerkur, tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi eftir að þingmenn Einingarlistans, sem verja minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins vantrausti, sögðust ekki lengur bera traust til ráðherrans. Erlent 4.2.2022 08:07 Borgarstjórinn segir óákveðið hvort Bezos fái að taka brúna í sundur Borgarstjórinn í hafnaborginni Rotterdam í Hollandi hefur neitað því að búið sé að samþykkja að taka í sundur sögufræga brú til að hleypa ofursnekkju í eigu auðmannsins Jeff Bezos í gegn. Erlent 4.2.2022 07:42 Telja Rússa undirbúa myndband sem átyllu fyrir innrás Embættismenn innan bandaríska njósnakerfisins telja að Rússar séu nú að undirbúa það að útbúa átyllu fyrir innrás í Úkraínu, þar á meðal tilbúið myndband sem sýni árás af hálfu Úkraínumanna. Erlent 3.2.2022 23:01 Þjóðin fylgist agndofa með leit að fimm ára dreng sem féll í brunn Marókkóska þjóðin fylgist nú agndofa með björgunartilraunum yfirvalda þar í landi sem miða að því að koma fimm ára dreng sem féll tugi metra ofan í brunn til bjargar. Erlent 3.2.2022 21:00 Leiðtogi ISIS-samtakanna drepinn í aðgerð Bandaríkjahers Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ISIS, var drepinn í aðgerð sérsveitar bandaríska hersins í norðvesturhluta Sýrlands í nótt. Erlent 3.2.2022 14:57 Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. Erlent 3.2.2022 12:02 Áætla að þriðji hver Dani hafi smitast síðan í nóvember Um þriðjungur fullorðinna í Danmörku hefur líklegast smitast af kórónuveirunni síðan í nóvember. Frá þessu greinir Sóttvarnastofnun Danmerkur SSI í dag þar sem birtar eru frumniðurstöður rannsóknar þar sem reynt er að kortleggja raunverulegan smitfjölda í landinu. Erlent 3.2.2022 11:34 Telja sig hafa fundið eitt sögufrægasta skip Ástralíu Ástralskir sagnfræðingar, kafarar og aðrir sérfræðingar á vegum Sjóminjasafns Ástralíu telja sig hafa fundið hið sögufræga skip Endeavour, sem James Cook sigldi á um Kyrrahafið á árum áður. Þau hafa varið meira en tveimur áratugum í að rannsaka svæði undan ströndum Rhode Island í Bandaríkjunum. Erlent 3.2.2022 11:11 Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. Erlent 3.2.2022 09:36 Mun hrapa í Kyrrahaf árið 2031 Alþjóðlega geimsstöðin mun hrapa til jarðar árið 2031. Þetta kemur fram í nýjum áætlunum NASA en stöðinni var komið á sporbaug um jörðu árið 1998 og mun því hafa gegnt hlutverki sínu í rúma þrjá áratugi þegar hún verður tekin úr notkun. Erlent 3.2.2022 07:28 Höfuðandstæðingi Trudeaus bolað frá Þingmenn kanadíska Íhaldsflokksins boluðu formanni flokksins, Erin O’Toole, úr embætti í gær. Erlent 3.2.2022 07:12 Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkastjórnar að fjölga í herliði Bandaríkjahers í Austur-Evrópu vegna þeirrar spennu sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. Erlent 3.2.2022 06:45 Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. Erlent 2.2.2022 23:33 Bandaríkjaher rekur óbólusetta hermenn Bandaríkjaher hyggst reka alla óbólusetta hermenn tafarlaust. Bólusetningarskylda hermanna tók gildi í ágúst á síðasta ári og hyggst herinn nú grípa til uppsagna. Erlent 2.2.2022 22:34 « ‹ 297 298 299 300 301 302 303 304 305 … 334 ›
Vilja að rannsókn á Netanjahú verði látin niður falla vegna meintra njósna Almannavarnaráðherra Ísraels hefur skipað sérstaka nefnd sem mun rannsaka meinta notkunn lögreglunnar á njósnabúnaði. Lögreglan á að hafa notað búnaðinn til að njósna um ýmsa framámenn, allt frá stjórnmálamönnum yfir í aðgerðasinna. Erlent 7.2.2022 16:34
Boris Johnson „ekki algjör trúður“ að mati nýs ráðgjafa hans Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er „ekki algjör trúður,“ ef marka má orð nýs samskiptastjóra hans sem tók við stöðunni á dögunum. Erlent 7.2.2022 15:54
Rúmlega sjötíu þættir af hlaðvarpi Joe Rogan fjarlægðir af Spotify Um sjötíu hlaðvarpsþættir Joe Rogan hafa verið fjarlægðir af Spotify. Bandarískir fjölmiðlar segja að Rogan hafi sjálfur valið að fjarlægja þættina. Forstjóri Spotify, Daniel Ek, segir í skilaboðum til starfsmanna að í umræddum þáttum hafi Rogan látið særandi orð falla sem endurspegli ekki gildi félagsins. Erlent 7.2.2022 07:31
Fótboltaþjálfari kvennaliðs hvatti til hópnauðgunar Spænskur fótboltaþjálfari kvennaliðs í Madrid hvatti þjálfarateymi sitt fyrir nokkrum árum til þess að hópnauðga ungri konu. Það myndi efla liðsandann. Stuðningsmenn félagsins krefjast þess að maðurinn verði rekinn, en stjórn félagsins aftekur það með öllu. Erlent 7.2.2022 07:01
Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. Erlent 7.2.2022 06:51
Elísabet II hin sprækasta eftir sjö áratugi á valdastóli Elísabet önnur drottning Bretlands og fjórtán samveldisríkja hefur í dag verið drottning í sjötíu ár, lengur en nokkur annar hefur setið í hásæti í Bretlandi. Hún lýsti því yfir í gær að Kamilla eiginkona Karls Bretaprins fái drottningartitil þegar hann tekur við krúnunni. Erlent 6.2.2022 20:00
Íslendingur í dómnefnd: Dómnefnd hótað lífláti eftir Eurovision-forval á Spáni Spænska þjóðin er öskureið eftir að framlag Spánverja í Eurovision var valið með pompi og prakt um síðustu helgi. Almenningur kaus með yfirburðum lag þriggja kvenna frá Galisíu, en fimm manna dómnefnd sérfræðinga hafði svo mikil völd að allt annað lag varð fyrir valinu. Einn Íslendingur sat í dómnefndinni sem hafa borist líflátshótanir vegna úrslitanna. Erlent 6.2.2022 15:49
Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. Erlent 6.2.2022 08:37
Biðjast afsökunar á því að hafa sagt að innrás Rússa væri hafin Bandaríski miðilinn Bloomberg News baðst á laugardagskvöld afsökunar á því að hafa fyrir mistök birt fyrirsögnina „Rússland gerir innrás í Úkraínu.“ Erlent 6.2.2022 00:29
Elísabet útnefnir Camillu verðandi drottningu Elísabet II Bretlandsdrottning tilkynnti í kvöld að hún vilji að Camilla, hertogaynja af Cornwall, verði ávörpuð sem drottning þegar Karl Bretaprins verður konungur. Erlent 5.2.2022 22:22
Fimm ára drengurinn sem var fastur í brunni í fjóra daga er látinn Fimm ára marokkóskur drengur sem var fastur í djúpum brunni í fjóra daga er látinn. Björgunarliði tókst loks að losa Rayan í kvöld eftir umfangsmiklar aðgerðir sem vöktu athygli heimsbyggðarinnar. Erlent 5.2.2022 20:52
Eru einum metra frá drengnum en ná ekki til hans Viðbragðsaðilar hafa unnið sleitulaust að því að grafa sig að ungum dreng sem féll ofan í brunn fyrir fjórum dögum. Þeir segjast nú hafa grafið göng sem eru einum metra frá drengnum en að ekki sé hægt að komast að honum vegna hættu á skriðufalli. Erlent 5.2.2022 16:10
Hvernig árásin fór fram: Vissu ekki að leiðtogi ISIS byggi fyrir ofan þau Árás bandarískra sérsveitarmanna á hús í Idlib-héraði í Sýrlandi á miðvikudagskvöld, þar sem Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, leiðtogi Íslamska ríkisins dó, hafði verið skipulögð yfir nokkurra mánaða skeið. Fimmtíu hermenn komu að árásinni og voru fluttir á svæðið með þyrlum. Erlent 5.2.2022 07:00
Eiga nokkra hættulega metra eftir til barnsins í brunninum Björgunarsveitir í Marokkó eru að nálgast fimm ára dreng sem hefur setið fastur í brunni í fjóra daga. Marokkóska þjóðin hefur fylgst náið með björgun drengsins sem heitir Rayan og féll í brunninn á þriðjudaginn. Erlent 4.2.2022 14:52
Stoltenberg verður næsti seðlabankastjóri Noregs Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, verður næsti seðlabankastjóri Noregs. Hann er skipaður til sex ára og mun taka við embættinu 1. október. Erlent 4.2.2022 11:05
Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. Erlent 4.2.2022 08:54
Danski samgönguráðherrann segir af sér Benny Engelbrecht, samgönguráðherra Danmerkur, tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi eftir að þingmenn Einingarlistans, sem verja minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins vantrausti, sögðust ekki lengur bera traust til ráðherrans. Erlent 4.2.2022 08:07
Borgarstjórinn segir óákveðið hvort Bezos fái að taka brúna í sundur Borgarstjórinn í hafnaborginni Rotterdam í Hollandi hefur neitað því að búið sé að samþykkja að taka í sundur sögufræga brú til að hleypa ofursnekkju í eigu auðmannsins Jeff Bezos í gegn. Erlent 4.2.2022 07:42
Telja Rússa undirbúa myndband sem átyllu fyrir innrás Embættismenn innan bandaríska njósnakerfisins telja að Rússar séu nú að undirbúa það að útbúa átyllu fyrir innrás í Úkraínu, þar á meðal tilbúið myndband sem sýni árás af hálfu Úkraínumanna. Erlent 3.2.2022 23:01
Þjóðin fylgist agndofa með leit að fimm ára dreng sem féll í brunn Marókkóska þjóðin fylgist nú agndofa með björgunartilraunum yfirvalda þar í landi sem miða að því að koma fimm ára dreng sem féll tugi metra ofan í brunn til bjargar. Erlent 3.2.2022 21:00
Leiðtogi ISIS-samtakanna drepinn í aðgerð Bandaríkjahers Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ISIS, var drepinn í aðgerð sérsveitar bandaríska hersins í norðvesturhluta Sýrlands í nótt. Erlent 3.2.2022 14:57
Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. Erlent 3.2.2022 12:02
Áætla að þriðji hver Dani hafi smitast síðan í nóvember Um þriðjungur fullorðinna í Danmörku hefur líklegast smitast af kórónuveirunni síðan í nóvember. Frá þessu greinir Sóttvarnastofnun Danmerkur SSI í dag þar sem birtar eru frumniðurstöður rannsóknar þar sem reynt er að kortleggja raunverulegan smitfjölda í landinu. Erlent 3.2.2022 11:34
Telja sig hafa fundið eitt sögufrægasta skip Ástralíu Ástralskir sagnfræðingar, kafarar og aðrir sérfræðingar á vegum Sjóminjasafns Ástralíu telja sig hafa fundið hið sögufræga skip Endeavour, sem James Cook sigldi á um Kyrrahafið á árum áður. Þau hafa varið meira en tveimur áratugum í að rannsaka svæði undan ströndum Rhode Island í Bandaríkjunum. Erlent 3.2.2022 11:11
Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. Erlent 3.2.2022 09:36
Mun hrapa í Kyrrahaf árið 2031 Alþjóðlega geimsstöðin mun hrapa til jarðar árið 2031. Þetta kemur fram í nýjum áætlunum NASA en stöðinni var komið á sporbaug um jörðu árið 1998 og mun því hafa gegnt hlutverki sínu í rúma þrjá áratugi þegar hún verður tekin úr notkun. Erlent 3.2.2022 07:28
Höfuðandstæðingi Trudeaus bolað frá Þingmenn kanadíska Íhaldsflokksins boluðu formanni flokksins, Erin O’Toole, úr embætti í gær. Erlent 3.2.2022 07:12
Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkastjórnar að fjölga í herliði Bandaríkjahers í Austur-Evrópu vegna þeirrar spennu sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. Erlent 3.2.2022 06:45
Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. Erlent 2.2.2022 23:33
Bandaríkjaher rekur óbólusetta hermenn Bandaríkjaher hyggst reka alla óbólusetta hermenn tafarlaust. Bólusetningarskylda hermanna tók gildi í ágúst á síðasta ári og hyggst herinn nú grípa til uppsagna. Erlent 2.2.2022 22:34