Erlent

Morðingjar Arbery eiga yfir höfði sér annan lífstíðardóm

Þrír hvítir karlmenn, sem voru sakfelldir fyrir morðið á hinum 25 ára Ahmaud Arbery í Georgíu, hafa nú verið sakfelldir fyrir hatursglæp en kviðdómur í Brunswick komst að þeirri niðurstöðu að mennirnir höfðu brotið alríkislög með því að meina Arbery um að ganga um almenningsgötu vegna litarhafts hans.

Erlent

Hafa handsamað gíslatökumanninn í Hollandi

Vopnaður karlmaður tók fólk í gíslingu í Apple-verslun í miðborg Amsterdam fyrr í kvöld. Aðgerðir lögreglu stóðu yfir í nokkrar klukkustundir áður en maðurinn var handsamaður. Gíslarnir eru komnir í öruggt skjól. 

Erlent

Biden kynnir við­skipta­þvinganir gegn Rúss­landi

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir innrás Rússlands inn í Úkraínu hafa hafist í gær þegar Vladímír Pútín viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og fyrirskipaði að hermenn yrðu fluttir þangað til þess að sinna „friðargæslu.“

Erlent

„Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin“

Evrópusambandið hefur ákveðið að beita Rússa refsiaðgerðum vegna hernaðaraðgerða landsins í austurhluta Úkraínu. Sjálfstæðissinnar í austurhlutanum eru byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína að sögn konu frá landinu sem býr hér. 

Erlent

Vaktin: Inn­rás Rúss­lands í Úkraínu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum.

Erlent

Ekki öll von úti um diplómatíska lausn í deilunni

Talsmaður Rússlandsforseta segir  tilkynningar um leiðtogafund forseta Bandaríkjanna og Rússlands um ástandið í Úkraínu ótímabærar. Utanríkisráðherra segir að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu.  

Erlent

Engin niðurnegld áform um leiðtogafund að sögn Rússa

Rússnesk yfirvöld segja að sem stendur séu engin niðurnegld áform um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og kollegi hans frá Bandaríkjunum, Joe Biden, hittist á leiðtogafundi til að ræða spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu.

Erlent

Um­fangs­mikill gagna­leki frá Credit Suis­se

Upplýsingar um viðskiptavini svissneska bankans Credit Suisse hafa litið dagsins ljós í umfangsmiklum gagnaleka. Um er að ræða um þrjátíu þúsund viðskiptavini sem eiga ríflega eitt hundrað milljarða franka í bankanum.

Erlent

Vill selj­a bíla mót­mæl­end­a í Ottaw­a

Jim Watson, borgarstjóri Ottawa höfuðborgar Kanada, segist vilja selja bíla sem yfirvöld hafa lagt hald á við lögregluaðgerðir gegn mótmælendum í borginni. Lögreglan hefur á undanförnum dögum stöðvað mótmælin eftir að neyðarástandi var lýst yfir.

Erlent

Segir Pútín hyggja á mesta stríð Evrópu frá 1945

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir vísbendingar um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sé að undirbúa mesta stríð Evrópu frá 1945. Þar að auki sé útlit fyrir að þær áætlanir séu þegar komnar af stað.

Erlent

Samstarfsmaður Epstein fannst látinn í fangaklefa

Franski tískumógúllinn Jean-Luc Brunel fannst látinn í fangaklefa sínum í París í gær. Brunel var náinn vinur bandaríska auðkýfingins og kynferðsibrotamannsins Jeffrey Epstein. Hafði Brunel verið handtekinn í tengslum við rannsókn franskra yfirvalda á kynferðisbrotum Epstein.

Erlent

Inn­rás Rússa inn í Úkraínu gæti verið yfir­­vofandi

Innrás Rússa inn í Úkraínu gæti verið yfirvofandi á næstu dögum og hefði hörmulegar afleiðingar, að mati leiðtoga sem sótt hafa öryggisráðstefnu í Munchen í dag. Íslenskur sérfræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað Pútín ætli sér.

Erlent

Sökuð um spillingu í upphafi Covid farsóttarinnar

Forseti heimastjórnarinnar í Madrid er sökuð um að hafa látið heilbrigðisyfirvöld í höfuðborginni kaupa sóttvarnagrímur fyrir andvirði 200 milljónir króna af fyrirtæki besta vinar síns og bróður síns og fullyrt er að bróðir hennar hafi hagnast um andvirði 40 milljóna króna á viðskiptunum.

Erlent

Aðskilnaðarsinnar setja á almenna herkvaðningu

Leiðtogar aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússlandi, hafa lýst yfir allsherjar herkvaðningu í Donetsk og Luhansk. Í gær tilkynntu þeir að almennir borgarar yrðu fluttir úr héruðunum og til Rússlands.

Erlent

Hvert áfallið á fætur öðru hjá Trump

Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna hefur staðfest að Donald Trump, fyrrverandi forseti, tók leynileg gögn með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu til Flórída í byrjun árs í fyrra. Trump hefur orðið fyrir hverju lagalegu áfallinu á fætur öðru í vikunni.

Erlent