Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2023 08:54 Vladímír Pútín með XI Jinping, forseta Kína, þegar þeir hittust örfáum vikum áður en Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar í fyrra. Á fundinum ítrekuðu þeir vinasamband ríkjanna. AP/Alexei Druzhinin/Spútnik Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. Kínverska utanríkisráðuneytið lagði fram friðaráætlun í tólf liðum á ársafmæli innrásarinnar í dag. Washington Post segir að hún endurspegli að mestu afstöðu Kínverja til átakanna sem þeir hafi látið í ljós áður en hún bendi til þess að þeir vilji með henni draga úr áhyggjum vestrænna ríkja af því að þeir ætli að útvega Rússum vopn. Kallað er eftir vopnahléi og friðarviðræðum í kínversku áætlunni. Forsenda þeirra sé aftur á móti að Bandaríkin og Evrópuríki aflétti refsiaðgerðum til þess að koma í veg fyrir að ástandið versni enn frekar. Markmið refsiaðgerðanna er að takmarka getu Rússa til þess að há stríð í Úkraínu. Saka Kínverjar vesturveldin um að „misnota einhliða refsiaðgerðir“ sem vopn gegn Rússlandi. Aðrir ábyrgir fyrir ákvörðun Pútíns Kínverjar taka að mörgu leyti undir umkvartanir Rússa í áætluninni. Þannig eigi NATO-ríki að bera ábyrgð á því að Vladímír Pútín ákvað að ráðast á Úkraínu með því að löndum á sögulegu áhrifasvæði Rússa að ganga í varnarbandalagið. „Öryggi svæðisins ætti ekki að ná með því að styrkja eða þenja út hernaðarblokkir,“ segir í áætluninni. Pútín krafðist þess að Úkraína fengi ekki að ganga í NATO fyrir innrásina. Áætlunin gerir ráð fyrir að fullveldi allra ríkja verði virt. AP-fréttastofan segir að ekki komi þó fram hvað þýði í reynd fyrir Úkraínu og þau landsvæði sem Rússar hafa sölsað undir sig frá því að þeir innlimuðu Krímskaga ólöglega árið 2014. Sátu hjá þegar loka innrásarinnar var krafist Bandaríkjastjórn hefur sagt hafa upplýsingar um að Kínverjar íhugi nú að útvega Rússum vopn en þeir hafi fram að þessu látið sér nægja að styðja þá með öðrum hætti. Stjórnvöld í Beijing kalla þær ásakanir „rógburð“. Kínastjórn lýsir sér sem hlutlausri gagnvart átökunum. Hún hefur þó komið í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi innrásina. Kína var jafnframt eitt 32 ríkja sem sátu hjá þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna greiddi atkvæði um að krefjast þess að rússneskir hermenn hverfi nú þegar frá Úkraínu í gær. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Sjö ríki greiddu atkvæði gegn henni, að Rússlandi meðtöldu, en 141 með henni. Ríkin sem greiddu atkvæði á móti voru Hvíta-Rússland, Norður-Kórea, Erítrea, Malí, Níkaragva og Sýrland, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Auk Kína voru Indland, Íran og Suður-Afríku í hópi ríkjanna sem sátu hjá. Kína Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Kínverska utanríkisráðuneytið lagði fram friðaráætlun í tólf liðum á ársafmæli innrásarinnar í dag. Washington Post segir að hún endurspegli að mestu afstöðu Kínverja til átakanna sem þeir hafi látið í ljós áður en hún bendi til þess að þeir vilji með henni draga úr áhyggjum vestrænna ríkja af því að þeir ætli að útvega Rússum vopn. Kallað er eftir vopnahléi og friðarviðræðum í kínversku áætlunni. Forsenda þeirra sé aftur á móti að Bandaríkin og Evrópuríki aflétti refsiaðgerðum til þess að koma í veg fyrir að ástandið versni enn frekar. Markmið refsiaðgerðanna er að takmarka getu Rússa til þess að há stríð í Úkraínu. Saka Kínverjar vesturveldin um að „misnota einhliða refsiaðgerðir“ sem vopn gegn Rússlandi. Aðrir ábyrgir fyrir ákvörðun Pútíns Kínverjar taka að mörgu leyti undir umkvartanir Rússa í áætluninni. Þannig eigi NATO-ríki að bera ábyrgð á því að Vladímír Pútín ákvað að ráðast á Úkraínu með því að löndum á sögulegu áhrifasvæði Rússa að ganga í varnarbandalagið. „Öryggi svæðisins ætti ekki að ná með því að styrkja eða þenja út hernaðarblokkir,“ segir í áætluninni. Pútín krafðist þess að Úkraína fengi ekki að ganga í NATO fyrir innrásina. Áætlunin gerir ráð fyrir að fullveldi allra ríkja verði virt. AP-fréttastofan segir að ekki komi þó fram hvað þýði í reynd fyrir Úkraínu og þau landsvæði sem Rússar hafa sölsað undir sig frá því að þeir innlimuðu Krímskaga ólöglega árið 2014. Sátu hjá þegar loka innrásarinnar var krafist Bandaríkjastjórn hefur sagt hafa upplýsingar um að Kínverjar íhugi nú að útvega Rússum vopn en þeir hafi fram að þessu látið sér nægja að styðja þá með öðrum hætti. Stjórnvöld í Beijing kalla þær ásakanir „rógburð“. Kínastjórn lýsir sér sem hlutlausri gagnvart átökunum. Hún hefur þó komið í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi innrásina. Kína var jafnframt eitt 32 ríkja sem sátu hjá þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna greiddi atkvæði um að krefjast þess að rússneskir hermenn hverfi nú þegar frá Úkraínu í gær. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Sjö ríki greiddu atkvæði gegn henni, að Rússlandi meðtöldu, en 141 með henni. Ríkin sem greiddu atkvæði á móti voru Hvíta-Rússland, Norður-Kórea, Erítrea, Malí, Níkaragva og Sýrland, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Auk Kína voru Indland, Íran og Suður-Afríku í hópi ríkjanna sem sátu hjá.
Kína Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00