Erlent

Birta nöfn þeirra sem létust á tón­leikum Tra­vis Scott

Yfirvöld í Houston í Texas hafa nú birt nöfn þeirra átta sem létust á tónleikum bandaríska rapparans Travis Scott í borginni um helgina. Mikið öngþveiti varð meðal tónleikagesta þegar rapparinn steig á svið, með þeim afleiðingum að átta létust og hundruð slösuðust, sum alvarlega.

Erlent

ESB segir Lúkasjenka haga sér eins og glæpamaður

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, um að laða flótta- og farandfólk til landsins og nota það í pólitískum tilgangi. Hegðun hans sé ómannúðleg og glæpsamleg.

Erlent

Luku 198 daga geimferð í nótt

Fjórir geimfarar féllu til jarðar í geimfari SpaceX í nótt og lentu undan ströndum Flórída. Þar með lauk 198 daga geimferð um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Þetta var þriðja mannaða geimferð SpaceX en sú fjórða hefst væntanlega á morgun.

Erlent

Kanna hvort mannræninginn hafi verið einn að verki

Ástralska lögreglan rannsakar nú hvort að karlmaður á fertugsaldri hafi verið einn að verki þegar hann rændi fjögurra ára gamalli stúlku úr tjaldi foreldra hanna í Vestur-Ástralíu í síðasta mánuði. Stúlkan fannst heil á húfi eftir hátt í þriggja vikna umfangsmikla leit.

Erlent

Os­car Pistorius sækir um reynslu­lausn

Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius hefur sótt um reynslulausn og kann mál hans brátt að verða tekið til meðferðar, rúmum sex árum eftir að hann var fyrst dæmdur fyrir að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steenkamp, á heimili hans í Pretoríu árið 2013.

Erlent

Covid-19 aftur farið að ógna dönsku samfélagi

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur lagt til að danska þingið skilgreini kórónuveiruna á ný sem sjúkdóm sem ógni dönsku samfélagi. Faraldurinn hefur verið á uppleið í Danmörku að undanförnu.

Erlent

Fundu reikistjörnur þvers og kruss um stjörnu

Stjörnufræðingar klóra sér nú í höfðinu yfir einstöku sólkerfi sem þeir fundu í 150 ljósára fjarlægð. Tvær reikistjörnur ganga í kringum póla móðurstjörnunnar en önnur um miðbaug hennar eins og hefðbundið er.

Erlent

Telja ríki heims vanmeta losun um milljarða tonna

Vafasamar bókhaldsreglur, ófullkomin skil einstakra landa og vísvitandi misskráning er sögð ástæða þess að ríki heims vanmeta losun sína á gróðurhúsalofttegundum um milljarða tonna á hverju ári. Samkvæmt varfærnu mati gæti umframlosunin verið meiri en árslosun Bandaríkjanna.

Erlent

Slaka á ferða­banni til Banda­ríkjanna

Frá og með miðnætti aðfaranótt mánudags, að staðartíma í Bandaríkjunum, verður ferðabanni til landsins aflétt. Það hefur verið í gildi síðustu 20 mánuði vegna faraldurs kórónuveirunnar. Með afléttingu verður fullbólusettum ferðalöngum heimilt að fara til Bandaríkjanna.

Erlent