Erlent Fjórtán ára drengur skotinn í Eskilstuna 14 ára drengur var skotinn í í bænum Eskilstuna, um hundrað kílómetra vestur af Stokkhólmi, í dag. Erlent 20.11.2021 18:07 Sautján látnir og fleiri slasaðir eftir úrhelli á Indlandi Að minnsta kosti sautján eru látnir og fleiri slasaðir eftir gífurlega rigningu í ríkinu Andhra Pradesh á Suður-Indlandi. Úrhelli hefur verið í ríkinu síðan á fimmtudaginn, sem valdið hefur flóðum og hrint af stað aurskriðum. Erlent 20.11.2021 11:25 Börn bjartsýnni á betri heim en fullorðnir Niðurstöður nýrrar könnunar UNICEF og Gallup sýna að börn séu bjartsýnni á betri heim en fullorðnir. 21.000 manns, börn og fullorðnir, tóku þátt í könnuninni en hún var framkvæmd í tuttugu og einu landi. Erlent 20.11.2021 09:30 Lögregla skaut á Covid-mótmælendur Mótmælendur í hollensku borginni Rotterdam særðust þegar lögregla skaut á þá. Mótmælin í borginni, sem voru til komin vegna fyrirætlana stjórnvalda um að gera atvinnurekendum kleift að meina óbólusettum aðgang að ákveðnum svæðum, breyttust í óeirðir. Erlent 20.11.2021 08:42 Biden segist reiður yfir sýknu Rittenhouse Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst reiður yfir því að táningurinn Kyle Rittenhouse hafi verið sýknaður af öllum ákæruliðum á hendur sér í gær. Rittenhouse varð tveimur að bana og særði þann þriðja í óeirðum í borginni Kenosha á síðasta ári, og hafði verið ákærður fyrir morð. Erlent 20.11.2021 07:58 Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. Erlent 19.11.2021 23:00 Krefjast svara um Peng Shuai Alþjóðatennissamband kvenna krefst þess að kínversk stjórnvöld bregðist við ásökunum tenniskonunnar Peng Shuai og að þau leggi fram sannanir um að hún sé örugg og á lífi. Að öðrum kosti muni sambandið ekki mæta til leiks á kínverskri grundu. Erlent 19.11.2021 19:21 Rittenhouse sýknaður af öllum ákærum Kyle Rittenhouse hefur verið sýknaður af því að skjóta tvo menn til bana og særa þann þriðja. Kviðdómur í Kenosha í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir nú fyrir skömmu. Erlent 19.11.2021 18:18 Saka Lúkasjenka um að flytja fólk aftur að landamærunum Yfirvöld í Póllandi segja Hvít-Rússa flytja farand- og flóttafólk í trukkum aftur að landamærum ríkjanna. Verið sé að reyna að þvinga fólkið til að gera tilraun til að fara yfir landamærin. Það gerðist nokkrum klukkustundum eftir að Hvít-Rússar rýmdu búðir fólks nærri landamærunum í gær og virtust flytja fólkið á brott. Erlent 19.11.2021 18:00 Skógareyðing í Brasilíu ekki verið meiri í fimmtán ár Eyðing brasilísku regnskóganna hefur ekki verið meiri í heil fimmtán ár samkvæmt opinberum gögnum þar í landi. Erlent 19.11.2021 14:37 Heilbrigðisráðherra Þýskalands útilokar ekki allsherjar útgöngubann Stjórnvöld í Þýskalandi segja neyðarástand ríkja í landinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og útiloka ekki að grípa til allsherjar útgöngubanns líkt og komið hefur verið á í Austurríki. Erlent 19.11.2021 12:12 Norðmenn herða á landamærum og biðla til fólks að hætta handaböndum Norsk stjórnvöld kynntu í morgun hertar reglur á landamærum sem fela í sér að frá 26. nóvember munu allir þeir sem ferðast til landsins að skrá sig á síðunni entrynorway.no. Erlent 19.11.2021 11:06 Hafa sammælst um að lögleiða neyslu kannabis Þýsku stjórnmálaflokkarnir þrír sem eiga nú í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar hafa sammælst um að lögleiða almenna kannabisneyslu í landinu. Hingað til hefur neysla kannabis í lækningaskyni einungis verið heimil Erlent 19.11.2021 10:08 Hafa borið kennsl á „óþekkta sjómanninn“ Yfirvöldum í Ástralíu hefur tekist að bera kennsl á „óþekkta sjómanninn“; mann sem fórst með HMAS Sydney í seinni heimstyrjöldinni. Líkamsleifar Thomas Welsby Clark voru þær einu sem voru heimtar eftir að skipið sökk en allir um borð, 645 menn, fórust. Erlent 19.11.2021 09:03 Hættir við boðaðar breytingar á landbúnaðarkerfinu eftir mótmæli Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefur tilkynnt að hann hafi dregið þrjú lagafrumvörp til baka – frumvörp sem ætlað var að gera róttækar breytingar á landbúnaðarkerfi landsins. Hörð mótmæli hafa staðið í landinu vegna boðaðra breytinga í um ár. Erlent 19.11.2021 08:17 Lögreglan sögð leita Jimmy Hoffa í landfyllingu í New Jersey Bandaríska alríkislögreglan framkvæmdi rannsókn á gamalli landfyllingu í Jersey City í október síðastliðnum, eftir að maður sagðist á dánarbeðinu hafa grafið líkamsleifar verkalýðsforingjans Jimmy Hoffa þar niður í stáltunnu. Erlent 19.11.2021 08:15 Öllum Austurríkismönnum gert að halda sig heima í tíu daga og krafa gerð um bólusetningu Stjórnvöld í Austurríki hafa ákveðið að loka samfélaginu í tíu daga vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Öllum landsmönnum, bæði bólusettum og óbólusettum, hefur þannig verið gert að halda sig heima í tíu daga, frá og með næsta mánudegi. Þá verði gerð krafa um bólusetningu frá 1. febrúar næstkomandi. Erlent 19.11.2021 07:41 Segja fyrsta tilfellið hafa verið starfsmann markaðarins í Wuhan Fyrsta þekkta tilvik SARS-CoV-2 sýkingar í mönnum greindist hjá konu sem seldi vörur á markaði í Wuhan í Kína en ekki hjá bókara sem hafði engin tengsl við markaðinn, eins og áður var talið. Erlent 19.11.2021 07:12 Forseti norska þingsins til rannsóknar hjá lögreglu og segir af sér Lögreglan í Osló hefur til rannsóknar sex þingmenn í Noregi að beiðni ríkissaksóknara. Eva Kristin Hansen, forseti þingsins, hefur staðfest að hún sé þeirra á meðal og hefur sagt af sér. Erlent 18.11.2021 23:31 Átján þúsund strandaðir vegna flóðanna Um það bil átján þúsund manns eru strandaðir vegna gífurlegra flóða í Bresku-Kólumbíu í Kanada. Þar af einhverjir á fjöllum en vegir, brýr og hús eyðilögðust í flóðum og aurskriðum í fylkinu eftir að óveður fór þar yfir um síðustu helgi. Erlent 18.11.2021 23:13 Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. Erlent 18.11.2021 21:00 Lífstíðarfangelsi fyrir hnífaárásir í Birmingham Dómstóll í Birmingham í Bretlandi hefur dæmt 28 ára karlmann í lífstíðarfangelsi fyrir hnífárás á fjórum stöðum í borginni í september á síðasta ári. 23 ára karlmaður lést og sjö til viðbótar særðust í árásinni. Erlent 18.11.2021 14:33 Grímunotkun meira en helmingar líkurnar á smiti Grímunotkun er áhrifamesta lýðheilsuráðstöfunin sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að takmarka dreifingu kórónuveirunnar. Þetta eru niðurstöður samantektar vísindamanna á meira en 30 rannsóknum víðsvegar í heiminum. Erlent 18.11.2021 10:46 Rúmlega 100 þúsund létust vegna ofneyslu lyfja í Bandaríkjunum á einu ári Bandarísk heilbrigðsyfirvöld áætla að rúmlega 100 þúsund manns hafi látist af völdum ofneyslu fíkniefna og lyfja á tólf mánaða tímabili í heimsfaraldrinum. Þetta er mesti slíki fjöldinn á árstímabili í sögu Bandaríkjanna. Erlent 18.11.2021 08:22 Neyðarástandi lýst yfir í Bresku-Kólumbíu og tveggja saknað Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Bresku-Kólumbíu í Kanada eftir óveðrið mikla sem gekk yfir um síðustu helgi. Vegir eru enn ófærir víða og lestarteinar skemmdir þannig að mikil röskun hefur orðið á samgöngum á svæðinu. Erlent 18.11.2021 07:55 Rapparinn Young Dolph skotinn til bana Bandaríski rapparinn Young Dolph er látinn, 36 ára að aldri. Hann var skotinn til bana við verslun í heimaborg sinni Memphis í Tennessee í gær. Erlent 18.11.2021 07:37 Segir ekkert í handritinu hafa kallað eftir því að hleypt væri af byssunni Skrifta sem starfaði við tökur á kvikmyndinni Rust hefur höfðað mál á hendur leikaranum Alec Baldwin og öðrum aðstandendum myndarinnar en hún segir að atriðið sem verið var að mynda þegar byssuskot varð upptökustjóranum Halyna Hutchins að bana hafi ekki kallað á að Baldwin handléki byssuna eða hleypti af. Erlent 18.11.2021 07:11 Um 300 létust af völdum Covid í Þýskalandi í gær Þjóðverjar takast nú á við erfiða fjórðu bylgju Covid, að sögn Angelu Merkel kanslara, sem hittir alla ríkisstjóra landsins á krísufundi í dag. Tæplega 53 þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og hefur sú tala aldrei verið hærri frá upphafi faraldursins. Erlent 18.11.2021 06:54 Myrtu ekki Malcolm X: Menn sem sátu í fangelsi í áratugi hreinsaðir af sök Tveir menn sem dæmdir voru árið 1966 fyrir að myrða Malcolm X verða hreinsaðir af sök á morgun. Muhammad A. Aziz, sem nú er 83 ára gamall, var sleppt úr fangelsi árið 1985 en Khalil Islam var sleppt tveimur árum seina en dó árið 2009. Erlent 17.11.2021 22:09 Vinna að þróun nýs tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Northrop Grumman hafa opinberað að fyrirtækið leiðir hóp fyrirtækja sem vinna að því að þróa tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina. Farartæki sem geimfarar eiga að nota til að ferðast um yfirborð tunglsins á nýjan leik. Erlent 17.11.2021 22:01 « ‹ 326 327 328 329 330 331 332 333 334 … 334 ›
Fjórtán ára drengur skotinn í Eskilstuna 14 ára drengur var skotinn í í bænum Eskilstuna, um hundrað kílómetra vestur af Stokkhólmi, í dag. Erlent 20.11.2021 18:07
Sautján látnir og fleiri slasaðir eftir úrhelli á Indlandi Að minnsta kosti sautján eru látnir og fleiri slasaðir eftir gífurlega rigningu í ríkinu Andhra Pradesh á Suður-Indlandi. Úrhelli hefur verið í ríkinu síðan á fimmtudaginn, sem valdið hefur flóðum og hrint af stað aurskriðum. Erlent 20.11.2021 11:25
Börn bjartsýnni á betri heim en fullorðnir Niðurstöður nýrrar könnunar UNICEF og Gallup sýna að börn séu bjartsýnni á betri heim en fullorðnir. 21.000 manns, börn og fullorðnir, tóku þátt í könnuninni en hún var framkvæmd í tuttugu og einu landi. Erlent 20.11.2021 09:30
Lögregla skaut á Covid-mótmælendur Mótmælendur í hollensku borginni Rotterdam særðust þegar lögregla skaut á þá. Mótmælin í borginni, sem voru til komin vegna fyrirætlana stjórnvalda um að gera atvinnurekendum kleift að meina óbólusettum aðgang að ákveðnum svæðum, breyttust í óeirðir. Erlent 20.11.2021 08:42
Biden segist reiður yfir sýknu Rittenhouse Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst reiður yfir því að táningurinn Kyle Rittenhouse hafi verið sýknaður af öllum ákæruliðum á hendur sér í gær. Rittenhouse varð tveimur að bana og særði þann þriðja í óeirðum í borginni Kenosha á síðasta ári, og hafði verið ákærður fyrir morð. Erlent 20.11.2021 07:58
Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. Erlent 19.11.2021 23:00
Krefjast svara um Peng Shuai Alþjóðatennissamband kvenna krefst þess að kínversk stjórnvöld bregðist við ásökunum tenniskonunnar Peng Shuai og að þau leggi fram sannanir um að hún sé örugg og á lífi. Að öðrum kosti muni sambandið ekki mæta til leiks á kínverskri grundu. Erlent 19.11.2021 19:21
Rittenhouse sýknaður af öllum ákærum Kyle Rittenhouse hefur verið sýknaður af því að skjóta tvo menn til bana og særa þann þriðja. Kviðdómur í Kenosha í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir nú fyrir skömmu. Erlent 19.11.2021 18:18
Saka Lúkasjenka um að flytja fólk aftur að landamærunum Yfirvöld í Póllandi segja Hvít-Rússa flytja farand- og flóttafólk í trukkum aftur að landamærum ríkjanna. Verið sé að reyna að þvinga fólkið til að gera tilraun til að fara yfir landamærin. Það gerðist nokkrum klukkustundum eftir að Hvít-Rússar rýmdu búðir fólks nærri landamærunum í gær og virtust flytja fólkið á brott. Erlent 19.11.2021 18:00
Skógareyðing í Brasilíu ekki verið meiri í fimmtán ár Eyðing brasilísku regnskóganna hefur ekki verið meiri í heil fimmtán ár samkvæmt opinberum gögnum þar í landi. Erlent 19.11.2021 14:37
Heilbrigðisráðherra Þýskalands útilokar ekki allsherjar útgöngubann Stjórnvöld í Þýskalandi segja neyðarástand ríkja í landinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og útiloka ekki að grípa til allsherjar útgöngubanns líkt og komið hefur verið á í Austurríki. Erlent 19.11.2021 12:12
Norðmenn herða á landamærum og biðla til fólks að hætta handaböndum Norsk stjórnvöld kynntu í morgun hertar reglur á landamærum sem fela í sér að frá 26. nóvember munu allir þeir sem ferðast til landsins að skrá sig á síðunni entrynorway.no. Erlent 19.11.2021 11:06
Hafa sammælst um að lögleiða neyslu kannabis Þýsku stjórnmálaflokkarnir þrír sem eiga nú í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar hafa sammælst um að lögleiða almenna kannabisneyslu í landinu. Hingað til hefur neysla kannabis í lækningaskyni einungis verið heimil Erlent 19.11.2021 10:08
Hafa borið kennsl á „óþekkta sjómanninn“ Yfirvöldum í Ástralíu hefur tekist að bera kennsl á „óþekkta sjómanninn“; mann sem fórst með HMAS Sydney í seinni heimstyrjöldinni. Líkamsleifar Thomas Welsby Clark voru þær einu sem voru heimtar eftir að skipið sökk en allir um borð, 645 menn, fórust. Erlent 19.11.2021 09:03
Hættir við boðaðar breytingar á landbúnaðarkerfinu eftir mótmæli Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefur tilkynnt að hann hafi dregið þrjú lagafrumvörp til baka – frumvörp sem ætlað var að gera róttækar breytingar á landbúnaðarkerfi landsins. Hörð mótmæli hafa staðið í landinu vegna boðaðra breytinga í um ár. Erlent 19.11.2021 08:17
Lögreglan sögð leita Jimmy Hoffa í landfyllingu í New Jersey Bandaríska alríkislögreglan framkvæmdi rannsókn á gamalli landfyllingu í Jersey City í október síðastliðnum, eftir að maður sagðist á dánarbeðinu hafa grafið líkamsleifar verkalýðsforingjans Jimmy Hoffa þar niður í stáltunnu. Erlent 19.11.2021 08:15
Öllum Austurríkismönnum gert að halda sig heima í tíu daga og krafa gerð um bólusetningu Stjórnvöld í Austurríki hafa ákveðið að loka samfélaginu í tíu daga vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Öllum landsmönnum, bæði bólusettum og óbólusettum, hefur þannig verið gert að halda sig heima í tíu daga, frá og með næsta mánudegi. Þá verði gerð krafa um bólusetningu frá 1. febrúar næstkomandi. Erlent 19.11.2021 07:41
Segja fyrsta tilfellið hafa verið starfsmann markaðarins í Wuhan Fyrsta þekkta tilvik SARS-CoV-2 sýkingar í mönnum greindist hjá konu sem seldi vörur á markaði í Wuhan í Kína en ekki hjá bókara sem hafði engin tengsl við markaðinn, eins og áður var talið. Erlent 19.11.2021 07:12
Forseti norska þingsins til rannsóknar hjá lögreglu og segir af sér Lögreglan í Osló hefur til rannsóknar sex þingmenn í Noregi að beiðni ríkissaksóknara. Eva Kristin Hansen, forseti þingsins, hefur staðfest að hún sé þeirra á meðal og hefur sagt af sér. Erlent 18.11.2021 23:31
Átján þúsund strandaðir vegna flóðanna Um það bil átján þúsund manns eru strandaðir vegna gífurlegra flóða í Bresku-Kólumbíu í Kanada. Þar af einhverjir á fjöllum en vegir, brýr og hús eyðilögðust í flóðum og aurskriðum í fylkinu eftir að óveður fór þar yfir um síðustu helgi. Erlent 18.11.2021 23:13
Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. Erlent 18.11.2021 21:00
Lífstíðarfangelsi fyrir hnífaárásir í Birmingham Dómstóll í Birmingham í Bretlandi hefur dæmt 28 ára karlmann í lífstíðarfangelsi fyrir hnífárás á fjórum stöðum í borginni í september á síðasta ári. 23 ára karlmaður lést og sjö til viðbótar særðust í árásinni. Erlent 18.11.2021 14:33
Grímunotkun meira en helmingar líkurnar á smiti Grímunotkun er áhrifamesta lýðheilsuráðstöfunin sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að takmarka dreifingu kórónuveirunnar. Þetta eru niðurstöður samantektar vísindamanna á meira en 30 rannsóknum víðsvegar í heiminum. Erlent 18.11.2021 10:46
Rúmlega 100 þúsund létust vegna ofneyslu lyfja í Bandaríkjunum á einu ári Bandarísk heilbrigðsyfirvöld áætla að rúmlega 100 þúsund manns hafi látist af völdum ofneyslu fíkniefna og lyfja á tólf mánaða tímabili í heimsfaraldrinum. Þetta er mesti slíki fjöldinn á árstímabili í sögu Bandaríkjanna. Erlent 18.11.2021 08:22
Neyðarástandi lýst yfir í Bresku-Kólumbíu og tveggja saknað Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Bresku-Kólumbíu í Kanada eftir óveðrið mikla sem gekk yfir um síðustu helgi. Vegir eru enn ófærir víða og lestarteinar skemmdir þannig að mikil röskun hefur orðið á samgöngum á svæðinu. Erlent 18.11.2021 07:55
Rapparinn Young Dolph skotinn til bana Bandaríski rapparinn Young Dolph er látinn, 36 ára að aldri. Hann var skotinn til bana við verslun í heimaborg sinni Memphis í Tennessee í gær. Erlent 18.11.2021 07:37
Segir ekkert í handritinu hafa kallað eftir því að hleypt væri af byssunni Skrifta sem starfaði við tökur á kvikmyndinni Rust hefur höfðað mál á hendur leikaranum Alec Baldwin og öðrum aðstandendum myndarinnar en hún segir að atriðið sem verið var að mynda þegar byssuskot varð upptökustjóranum Halyna Hutchins að bana hafi ekki kallað á að Baldwin handléki byssuna eða hleypti af. Erlent 18.11.2021 07:11
Um 300 létust af völdum Covid í Þýskalandi í gær Þjóðverjar takast nú á við erfiða fjórðu bylgju Covid, að sögn Angelu Merkel kanslara, sem hittir alla ríkisstjóra landsins á krísufundi í dag. Tæplega 53 þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og hefur sú tala aldrei verið hærri frá upphafi faraldursins. Erlent 18.11.2021 06:54
Myrtu ekki Malcolm X: Menn sem sátu í fangelsi í áratugi hreinsaðir af sök Tveir menn sem dæmdir voru árið 1966 fyrir að myrða Malcolm X verða hreinsaðir af sök á morgun. Muhammad A. Aziz, sem nú er 83 ára gamall, var sleppt úr fangelsi árið 1985 en Khalil Islam var sleppt tveimur árum seina en dó árið 2009. Erlent 17.11.2021 22:09
Vinna að þróun nýs tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Northrop Grumman hafa opinberað að fyrirtækið leiðir hóp fyrirtækja sem vinna að því að þróa tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina. Farartæki sem geimfarar eiga að nota til að ferðast um yfirborð tunglsins á nýjan leik. Erlent 17.11.2021 22:01