Erlent

ESB til Taívana: „Þið eruð ekki ein“

Fyrsta opinbera sendinefnd Evrópuþingsins til Taívan tilkynnti ráðamönnum þar að íbúar eyríkisins stæðu ekki einir gegn sífellt auknum þrýstingi frá Kína. Taívanar leita bandamanna um víða veröld.

Erlent

Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn

Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. 

Erlent

Árangur Repúblikana skekur Demó­krata­flokkinn

Demókratar hafa áhyggjur af því að niðurstöður ríkisstjórakosninga í Virginíu gefi til kynna að þingkosningarnar á næsta ári muni reynast flokknum erfiðar. Ríkisstjóri Virginíu, sem er Demókrati, tókst ekki að halda embættinu og það þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, hafi sigrað Donald Trump með tíu prósentustigum í Virginíu í fyrra.

Erlent

Tennisstjarna sakar einn æðsta embættismann Kína um nauðgun

Tenniskonan Peng Shuai hefur sakað fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína og fyrrverandi meðlim í forsætisnefnd Kommúnistaflokks Kína (Politburo) um að hafa brotið á sér kynferðislega. Maðurinn heitir Zhang Gaoli og var í Politburo frá 2012 til 2017 en ásökunin var fljótt fjarlægð af netinu.

Erlent

Tekur við borgar­stjóra­stólnum af Bill DeBlasio

Demókratinn Eric Adams vann líkt og búist var við sigur í kosningum um nýjan borgarstjóra New York borgar. AP segir hann hafa haft betur gegn frambjóðenda Repúblikana, Curtis Silwa og muni því taka við embættinu af Bill DeBlasio sem hefur gegnt stöðunni frá árinu 2014.

Erlent

Face­book eyðir and­lits­gögnum milljarðs manna

Facebook tilkynnti í dag að fyrirtækið hygðist leggja niður andlitsgreiningakerfi sitt og eyða gögnum frá meira en milljarði notenda sem það hefur safnað í rúman áratug. Tæknin var meðal annars notuð til að benda notendum á myndir þar sem andlit þeirra gætu verið.

Erlent

Blatter og Platini ákærðir í Sviss

Sepp Blatter og Michel Platini, fyrrverandi forsetar FIFA og UEFA, hafa verið ákærðir af saksóknurum í Sviss. Ákvörðun um að ákæra þá byggir á sex ára rannsókn á greiðslu tveggja milljóna svissneskra franka frá FIFA til Platini.

Erlent