Innlent

Svona litu íslensk fangelsi út árið 1988

Árið 1988 voru fimm fangelsi starfrækt á Íslandi; Litla Hraun, Kvíabryggja, Hegningarhúsið, Síðumúlafangelsi og fangelsið á Akureyri. Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari eyddi degi á Litla Hrauni og í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og náði þar einstökum ljósmyndum sem sýna vistarverurnar í fangelsunum á þessum tíma.

Innlent

Margir stútar gripnir í nótt

Níu einstaklingar voru stöðvaðir af lögreglu í nótt þar sem ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum. Í þrígang reyndist ökumaðurinn án ökuréttinda vegna fyrri afskipta lögreglu.

Innlent

Sóttu slasaða hesta­konu á Vala­hnúka

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til upp úr klukkan tíu í kvöld vegna konu sem hafði fallið af hestbaki við Valahnúka í Hafnarfirði. Verið er að flytja konuna á bráðamóttöku en hún er ekki alvarlega slösuð.

Innlent

Elda ofan í flugstöðvargesti

Veitingastaðurinn Elda Bistro hefur verið opnaður á annarri hæð í norðurbyggingu Keflavíkurflugvallar, beint á móti útganginum úr Fríhöfninni. Um er að ræða annan af tveimur veitingastöðum nýs rekstraraðila veitingastaða í Leifsstöð.

Innlent

Nýr gjaldmiðill á Hellu og mikill áhugi á mótorkrossi

Nýr gjaldmiðill var tekin upp á Hellu í vikunni þegar nemendur grunnskólans buðu bæjarbúum á markað í íþróttahúsinu þar sem fjölbreytt dagskrá var í boði. Krossarar komu líka við sögu á hátíðinni og þá voru nemendur með sína eigin fréttastofu.

Innlent

Sund­laugar lokaðar á lang­þráðum sól­skins­degi

Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fjölmargar sundlaugar á landsbyggðinni voru lokaðar í dag vegna verkfalla. Lokað verður fram á þriðjudag, á þessari fyrstu ferðahelgi sumarsins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í ferðalöngum sem komu að lokuðum dyrum sundlaugarinnar í Borgarnesi voru svekktir að missa af sólinni í lauginni.

Innlent

Buðu ferða­manni gistingu í fanga­geymslu

Laust fyrir klukkan 06 í morgun barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögregluþjónar ræddu við manninn kom í ljós að um erlendan ferðamann var að ræða, sem gat með engu móti gefið upp hvar hann dveldi. Brugðist var á það ráð að bjóða honum gistingu í fangageymslu.

Innlent

„Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“

Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút.

Innlent

Ferða­menn misstu stjórn á bílnum í vindinum

Ferðamenn sem voru á leið yfir Fagradal urðu fyrir svo sterkri vindhviðu að bíll þeirra fauk út af veginum, valt og endaði á hliðinni. Veginum hefur verið lokað vegna veðurs og er appelsínugul viðvörun enn í gildi á Austfjörðum.

Innlent

Fagna rétt­læti fyrir dóttur sem kennari sló

Magnea Rún Magnúsdóttir, móðir unglingsstúlku sem var löðrunguð af kennara í Dalvíkurskóla árið 2021, segir viðsnúning Landsréttar í máli kennarans létti. Málið sé búið að liggja eins og mara á fjölskyldunni í langan tíma.

Innlent

Bændur verði að skila af sér fé til af­lífunar

Eftir að riðan kom upp í Miðfjarðarhólfi voru tvær hjarðir skornar niður í sóttvarnarhólfinu, sem innihéldu um 1500 fjár samtals. Greining sýna stendur nú yfir og að sögn yfirdýralæknis gengur greiningin nokkuð vel og hann er vongóður um að það takist að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins.

Innlent

Ekki í skoðun að hækka skatta þeirra tekju­hærri

Fjármálaráðherra segir ekki mega túlka hlutina þannig að tekjulágir hópar hafi verið skildir eftir þrátt fyrir að aðrir hafi það gott. Ekki sé í skoðun að hækka skatta á tekjuhærra fólk líkt og formaður Eflingar hefur lagt til. 

Innlent

Biðlar til ökumanna að stoppa á Blönduósi

Sveitarstjóri Húnabyggðar biðlar til ferðamanna um að þeir stoppi á Blönduósi þegar þeir keyra í gegnum bæjarfélagið, ekki bara að stoppa til að fara á salerni eða að fá sér pylsu. Um sjö hundruð þúsund bílar keyra í gegnum Blönduós árlega og stoppa fæstir þeirra á staðnum.

Innlent

Kennarar undir­rituðu kjara­samninga

Félag grunnskólakennara og Félag leikskólakennara skrifuðu nú undir kvöld undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Um er að ræða skammtímasamninga til eins árs.

Innlent

Hlaut meðal­ein­kunn sem aldrei verður toppuð

Sögulegt met var slegið á útskriftarathöfn Menntaskólans í Kópavogi í dag þegar Orri Þór Eggertsson var útskrifaður með hreina tíu í meðaleinkunn. Ljóst er að met Orra Þórs mun standa um ókomna tíð.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Álag á starfsfólk og rúmanýting á legudeildum er að skapa neyðarástand í heilbrigðiskerfinu segir formaður Læknafélags Reykjavíkur. Læknafélag Íslands biðlar til stjórnvalda um að grípa inn í. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Kennari mátti ekki löðrunga barn eftir allt saman

Dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra um skaðabætur til handa konu, sem var rekin úr starfi grunnskólakennara fyrir að löðrunga þrettán ára stúlku, hefur verið snúið við í Landsrétti. Landsréttur telur háttsemi konunnar hafa falið í sér gróft brot í starfi sem heimilaði skólanum að segja henni fyrirvaralaust upp störfum.

Innlent