Handbolti Óðinn Þór lagði þung lóð á vogarskálina í sigri Óðinn Þór Ríkharðsson, landsliðsmaður í handbolta, var frábær þegar lið hans, Kadetten Schaffhausen lagði St. Gallen að vellli 32-29 í svissnesku efstu deildinni í dag. Handbolti 10.9.2023 19:02 Elvar Örn magnaður í sigri á meisturunum Elvar Örn Jónsson var markahæstur í liði Melsungen sem vann frábæran útisigur á meisturum Kiel í þýska handboltanum í dag. Þá var Ómar Ingi Magnússon markahæstur hjá Magdeburg sem vann sigur í sínum leik. Handbolti 10.9.2023 16:10 Stórleikur Söndru í fyrsta leik Sandra Erlingsdóttir átti sannkallaðan stórleik fyrir Metzingen sem vann öruggan sigur í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Handbolti 10.9.2023 13:30 Leik lokið: Valur - Fram 29-20 | Valur vann afar sannfærandi sigur gegn Fram Valur bar sigurorð af Fram, 29-20, þegar liðin leiddu saman hesta sína í fyrstu umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í Origo-höllinni að Hlíðarenda í dag. Handbolti 9.9.2023 17:50 ÍBV sótti sigur norður og ÍR vann nýliðaslaginn Tveimur leikjum er lokið í Olís-deild kvenna í handknattleik. ÍBV gerði góða ferð norður á Akureyri og vann þægilegan sigur á KA/Þór. Þá unnu nýliðar ÍR sigur á Aftureldingu á heimavelli sínum. Handbolti 9.9.2023 15:01 Nýliðarnir skelltu silfurliðinu frá því í fyrra Nýliðar HK í Olís-deild karla í handknattleik komu mörgum á óvart í kvöld þegar þeir lögðu silfurlið Hauka frá því í fyrra í fyrstu umferð deildarinnar í kvöld. Handbolti 8.9.2023 22:32 „Á að vera besti hornamaðurinn í deildinni“ Hákon Daði Styrmisson sá sæng sína uppreidda hjá Gummersbach eftir að liðið fékk nýjan vinstri hornamann í sumar. Hann er genginn í raðir Eintracht Hagen í þýsku B-deildinni þar sem hann kveðst fullviss um að hann muni standa sig vel. Handbolti 8.9.2023 10:01 Fram marði Gróttu Fram vann Gróttu með eins marks mun, 26-25, í 1. umferð Olís-deildar karla í handbolta fyrr í kvöld. Handbolti 7.9.2023 22:51 „Gott að ná að spila svona mikið“ Alexander Petersson spilaði rúman hálftíma og skoraði þrjú mörk þegar hann spilaði fyrsta deildarleik sinn fyrir Val. Alexander sagði að sigur Valsliðsins gegn Víkingi hefði getað verið stærri. Handbolti 7.9.2023 22:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Afturelding 30-28 | Sigur í endurkomu Arons FH byrjaði Olís-deild karla á sigri gegn Aftureldingu 30-28. Heimamenn voru með yfirhöndina allan leikinn og unnu verðskuldaðan sigur. Handbolti 7.9.2023 21:51 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur R. 35-26 | Valur kafsigldi Víking þegar líða tók á leikinn Valur bar sigurorð af Víkingi, 35-26, þegar liðið fékk nýliða Víkings í heimsókn í fyrstu umferð í Olísdeild karla í handbolta í Origo-höllina að Hlíðarenda í kvöld. Handbolti 7.9.2023 20:56 Arnar Freyr öflugur í sigri Melsungen sem er komið á toppinn Arnar Freyr Arnarsson skoraði þrjú mörk þegar Melsungen vann HSV í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Flensburg vann þá Kiel með eins marks mun. Handbolti 7.9.2023 20:31 Biðin loks á enda: Fyrsti leikur Arons með FH í 5.293 daga Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, leikur í kvöld sinn fyrsta deildarleik fyrir FH í fjórtán ár. Handbolti 7.9.2023 14:01 Silfurdrengir sameinaðir í Val: „Ég hlakka til eins og krakki að komast á stórmót“ Alexander Petersson er spenntur fyrir komandi tímabili í Olís-deild karla í handknattleik. Tuttugu ár eru síðan Alexander lék síðast hér á landi en þessi fyrrum landsliðs- og atvinnumaður segist aldrei hafa hlaupið jafn mikið og á æfingum hjá Val. Handbolti 7.9.2023 07:00 Janus Daði sá rautt þegar Magdeburg tapaði stórleiknum Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason léku báðir með Magdeburg sem tapaði gegn Fusche Berlin á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Handbolti 6.9.2023 20:19 Elvar frábær í góðum sigri Ribe-Esbjerg Elvar Ásgeirsson átti mjög góðan leik þegar Ribe-Esbjerg vann góðan sigur á Kolding í danska handboltanum í kvöld. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar misstu niður góða forystu í síðari hálfleik síns leiks. Handbolti 6.9.2023 19:07 Óðinn Þór markahæstur í grátlegu jafntefli Óðinn Þór Ríkharðsson lék á als oddi þegar lið hans Kadetten Schaffhausen gerði jafntefli í svissnesku úrvalsdeildinni í handknattleik nú í kvöld. Handbolti 6.9.2023 18:51 Þrír íslenskir þjálfarar í eldlínunni í Þýskalandi Tveimur leikjum er lokið í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Íslendingaliðið Gummersbach náði í jafntefli eftir æsispennandi lokamínútur gegn Hannover-Burgdorf. Handbolti 6.9.2023 18:40 Selfyssingar sækja Svein Andra til Þýskalands Handknattleiksdeild Selfoss hefur komist að samkomulagi við Svein Andra Sveinsson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Olís-deild karla í handbolta. Handbolti 6.9.2023 11:00 Kynda undir heimkomu Arons með skemmtilegu myndbandi: „Ég væri helst til í að fylla Krikann“ Spennan fyrir fyrsta leik Arons Pálmarssonar með FH í fjórtán ár eykst stöðugt og FH-ingar kynntu undir spenninginn með skemmtilegu myndbandi með honum. Handbolti 6.9.2023 10:30 „Við erum FH og ætlum okkur að berjast um alla titla“ Ef spá forráðamanna liðanna í Olís-deild karla í handbolta rætist leiðir Aron Pálmarsson FH til sigurs í deildinni í vor. Val er spáð deildarmeistaratitlinum kvennamegin. Handbolti 5.9.2023 20:01 Aron leiðir FH til sigurs og Val líka spáð yfirburðum Ef spá forráðamanna liðanna í Olís-deild karla í handbolta rætist leiðir Aron Pálmarsson FH til sigurs í deildinni í vor. Handbolti 5.9.2023 12:40 Magdeburg með fullt hús stiga eftir sigur í Íslendingaslag Ómar Ingi Magnússon, Janus Daði Smárason og félagar þeirra í Magdeburg unnu góðan tveggja marka sigur er liðið tók á móti Teiti Erni Einarssyni og félögum hans í Flensburg. Handbolti 3.9.2023 15:09 Arnar Frey og Elvar Örn höfðu betur þrátt fyrir að Viggó hafi átti stórleik MT Melsungen lagði Leipzig í sannkölluðum Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta í dag. Melsungen vann á endanum með eins marks mun, 28-27. Alls voru fjórir Íslendingar inn á vellinum og einn á hliðarlínunni. Handbolti 2.9.2023 19:16 Góðir sigrar hjá Íslendingaliðunum í Danmörku Dagurinn var góður fyrir Íslendingaliðin í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Fredericia og Ribe-Esbjerg unnu bæði sína leiki. Handbolti 2.9.2023 16:46 Hákon Daði í B-deildina frá Íslendingaliði Gummersbach Landsliðsmaðurinn Hákon Daði Styrmisson hefur samið við þýska B-deildarliðið Eintracht Hagen um að leika með liðinu eftir tveggja ára veru hjá Íslendingaliði Gummersbach. Handbolti 2.9.2023 10:16 Valskonur eru meistarar meistaranna Valur er meistari meistaranna eftir öruggan sjö marka sigur gegn ÍBV í Meistarakeppni HSÍ í kvöld, 30-27. Handbolti 1.9.2023 19:00 ÍBV meistari meistaranna eftir sigur á Aftureldingu Íslandsmeistarar ÍBV lögðu bikarmeistara Aftureldingar í Meistarakeppni HSÍ í kvöld. Lokatölur 30-25 í Vestmannaeyjum, heimaliðinu í vil. Handbolti 31.8.2023 18:40 Elvar Örn í liði umferðarinnar í Þýskalandi Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson er í liði umferðarinnar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir öruggan sigur MT Melsungen gegn Göppingen í fyrstu umferð tímabilsins. Handbolti 30.8.2023 09:31 „Kominn með nóg af því að vera meiddur“ Ómar Ingi Magnússon, Íþróttamaður ársins 2021 og 2022, sneri aftur á handboltavöllinn í síðustu viku eftir sjö mánaða fjarveru vegna meiðsla. Hann fer sér í engu óðslega í endurkomunni en segir að það hafi tekið á að fylgjast með seinni hluta síðasta tímabils af hliðarlínunni. Handbolti 30.8.2023 09:02 « ‹ 69 70 71 72 73 74 75 76 77 … 334 ›
Óðinn Þór lagði þung lóð á vogarskálina í sigri Óðinn Þór Ríkharðsson, landsliðsmaður í handbolta, var frábær þegar lið hans, Kadetten Schaffhausen lagði St. Gallen að vellli 32-29 í svissnesku efstu deildinni í dag. Handbolti 10.9.2023 19:02
Elvar Örn magnaður í sigri á meisturunum Elvar Örn Jónsson var markahæstur í liði Melsungen sem vann frábæran útisigur á meisturum Kiel í þýska handboltanum í dag. Þá var Ómar Ingi Magnússon markahæstur hjá Magdeburg sem vann sigur í sínum leik. Handbolti 10.9.2023 16:10
Stórleikur Söndru í fyrsta leik Sandra Erlingsdóttir átti sannkallaðan stórleik fyrir Metzingen sem vann öruggan sigur í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Handbolti 10.9.2023 13:30
Leik lokið: Valur - Fram 29-20 | Valur vann afar sannfærandi sigur gegn Fram Valur bar sigurorð af Fram, 29-20, þegar liðin leiddu saman hesta sína í fyrstu umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í Origo-höllinni að Hlíðarenda í dag. Handbolti 9.9.2023 17:50
ÍBV sótti sigur norður og ÍR vann nýliðaslaginn Tveimur leikjum er lokið í Olís-deild kvenna í handknattleik. ÍBV gerði góða ferð norður á Akureyri og vann þægilegan sigur á KA/Þór. Þá unnu nýliðar ÍR sigur á Aftureldingu á heimavelli sínum. Handbolti 9.9.2023 15:01
Nýliðarnir skelltu silfurliðinu frá því í fyrra Nýliðar HK í Olís-deild karla í handknattleik komu mörgum á óvart í kvöld þegar þeir lögðu silfurlið Hauka frá því í fyrra í fyrstu umferð deildarinnar í kvöld. Handbolti 8.9.2023 22:32
„Á að vera besti hornamaðurinn í deildinni“ Hákon Daði Styrmisson sá sæng sína uppreidda hjá Gummersbach eftir að liðið fékk nýjan vinstri hornamann í sumar. Hann er genginn í raðir Eintracht Hagen í þýsku B-deildinni þar sem hann kveðst fullviss um að hann muni standa sig vel. Handbolti 8.9.2023 10:01
Fram marði Gróttu Fram vann Gróttu með eins marks mun, 26-25, í 1. umferð Olís-deildar karla í handbolta fyrr í kvöld. Handbolti 7.9.2023 22:51
„Gott að ná að spila svona mikið“ Alexander Petersson spilaði rúman hálftíma og skoraði þrjú mörk þegar hann spilaði fyrsta deildarleik sinn fyrir Val. Alexander sagði að sigur Valsliðsins gegn Víkingi hefði getað verið stærri. Handbolti 7.9.2023 22:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Afturelding 30-28 | Sigur í endurkomu Arons FH byrjaði Olís-deild karla á sigri gegn Aftureldingu 30-28. Heimamenn voru með yfirhöndina allan leikinn og unnu verðskuldaðan sigur. Handbolti 7.9.2023 21:51
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur R. 35-26 | Valur kafsigldi Víking þegar líða tók á leikinn Valur bar sigurorð af Víkingi, 35-26, þegar liðið fékk nýliða Víkings í heimsókn í fyrstu umferð í Olísdeild karla í handbolta í Origo-höllina að Hlíðarenda í kvöld. Handbolti 7.9.2023 20:56
Arnar Freyr öflugur í sigri Melsungen sem er komið á toppinn Arnar Freyr Arnarsson skoraði þrjú mörk þegar Melsungen vann HSV í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Flensburg vann þá Kiel með eins marks mun. Handbolti 7.9.2023 20:31
Biðin loks á enda: Fyrsti leikur Arons með FH í 5.293 daga Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, leikur í kvöld sinn fyrsta deildarleik fyrir FH í fjórtán ár. Handbolti 7.9.2023 14:01
Silfurdrengir sameinaðir í Val: „Ég hlakka til eins og krakki að komast á stórmót“ Alexander Petersson er spenntur fyrir komandi tímabili í Olís-deild karla í handknattleik. Tuttugu ár eru síðan Alexander lék síðast hér á landi en þessi fyrrum landsliðs- og atvinnumaður segist aldrei hafa hlaupið jafn mikið og á æfingum hjá Val. Handbolti 7.9.2023 07:00
Janus Daði sá rautt þegar Magdeburg tapaði stórleiknum Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason léku báðir með Magdeburg sem tapaði gegn Fusche Berlin á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Handbolti 6.9.2023 20:19
Elvar frábær í góðum sigri Ribe-Esbjerg Elvar Ásgeirsson átti mjög góðan leik þegar Ribe-Esbjerg vann góðan sigur á Kolding í danska handboltanum í kvöld. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar misstu niður góða forystu í síðari hálfleik síns leiks. Handbolti 6.9.2023 19:07
Óðinn Þór markahæstur í grátlegu jafntefli Óðinn Þór Ríkharðsson lék á als oddi þegar lið hans Kadetten Schaffhausen gerði jafntefli í svissnesku úrvalsdeildinni í handknattleik nú í kvöld. Handbolti 6.9.2023 18:51
Þrír íslenskir þjálfarar í eldlínunni í Þýskalandi Tveimur leikjum er lokið í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Íslendingaliðið Gummersbach náði í jafntefli eftir æsispennandi lokamínútur gegn Hannover-Burgdorf. Handbolti 6.9.2023 18:40
Selfyssingar sækja Svein Andra til Þýskalands Handknattleiksdeild Selfoss hefur komist að samkomulagi við Svein Andra Sveinsson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Olís-deild karla í handbolta. Handbolti 6.9.2023 11:00
Kynda undir heimkomu Arons með skemmtilegu myndbandi: „Ég væri helst til í að fylla Krikann“ Spennan fyrir fyrsta leik Arons Pálmarssonar með FH í fjórtán ár eykst stöðugt og FH-ingar kynntu undir spenninginn með skemmtilegu myndbandi með honum. Handbolti 6.9.2023 10:30
„Við erum FH og ætlum okkur að berjast um alla titla“ Ef spá forráðamanna liðanna í Olís-deild karla í handbolta rætist leiðir Aron Pálmarsson FH til sigurs í deildinni í vor. Val er spáð deildarmeistaratitlinum kvennamegin. Handbolti 5.9.2023 20:01
Aron leiðir FH til sigurs og Val líka spáð yfirburðum Ef spá forráðamanna liðanna í Olís-deild karla í handbolta rætist leiðir Aron Pálmarsson FH til sigurs í deildinni í vor. Handbolti 5.9.2023 12:40
Magdeburg með fullt hús stiga eftir sigur í Íslendingaslag Ómar Ingi Magnússon, Janus Daði Smárason og félagar þeirra í Magdeburg unnu góðan tveggja marka sigur er liðið tók á móti Teiti Erni Einarssyni og félögum hans í Flensburg. Handbolti 3.9.2023 15:09
Arnar Frey og Elvar Örn höfðu betur þrátt fyrir að Viggó hafi átti stórleik MT Melsungen lagði Leipzig í sannkölluðum Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta í dag. Melsungen vann á endanum með eins marks mun, 28-27. Alls voru fjórir Íslendingar inn á vellinum og einn á hliðarlínunni. Handbolti 2.9.2023 19:16
Góðir sigrar hjá Íslendingaliðunum í Danmörku Dagurinn var góður fyrir Íslendingaliðin í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Fredericia og Ribe-Esbjerg unnu bæði sína leiki. Handbolti 2.9.2023 16:46
Hákon Daði í B-deildina frá Íslendingaliði Gummersbach Landsliðsmaðurinn Hákon Daði Styrmisson hefur samið við þýska B-deildarliðið Eintracht Hagen um að leika með liðinu eftir tveggja ára veru hjá Íslendingaliði Gummersbach. Handbolti 2.9.2023 10:16
Valskonur eru meistarar meistaranna Valur er meistari meistaranna eftir öruggan sjö marka sigur gegn ÍBV í Meistarakeppni HSÍ í kvöld, 30-27. Handbolti 1.9.2023 19:00
ÍBV meistari meistaranna eftir sigur á Aftureldingu Íslandsmeistarar ÍBV lögðu bikarmeistara Aftureldingar í Meistarakeppni HSÍ í kvöld. Lokatölur 30-25 í Vestmannaeyjum, heimaliðinu í vil. Handbolti 31.8.2023 18:40
Elvar Örn í liði umferðarinnar í Þýskalandi Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson er í liði umferðarinnar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir öruggan sigur MT Melsungen gegn Göppingen í fyrstu umferð tímabilsins. Handbolti 30.8.2023 09:31
„Kominn með nóg af því að vera meiddur“ Ómar Ingi Magnússon, Íþróttamaður ársins 2021 og 2022, sneri aftur á handboltavöllinn í síðustu viku eftir sjö mánaða fjarveru vegna meiðsla. Hann fer sér í engu óðslega í endurkomunni en segir að það hafi tekið á að fylgjast með seinni hluta síðasta tímabils af hliðarlínunni. Handbolti 30.8.2023 09:02