Innherji

Greiðslu­miðlun „ó­hag­kvæmari og ó­tryggari“ en á hinum Norður­löndunum

Smágreiðslumiðlun á Íslandi einkennist af meiri greiðslukortanotkun en þekkist á hinum Norðurlöndunum þar sem jafnframt treyst er á erlenda innviði alþjóðlegra kortasamsteypa. Í því felst áhætta, til dæmis ef netsamband við útlönd rofnar eða eigendur sömu kerfa loka á viðskipti við Ísland, að sögn Seðlabankans. Til að uppfylla kröfur um þjóðaröryggi telur bankinn vænlegast að innleiða hugbúnaðarlausn sem byggist á greiðslum milli bankareikninga sem væri grunninnviður greiðslumiðlunar.

Innherji

Eignastýring á umrótatímum

Við fögnum nýju ári 2023 og kveðjum versta ár á fjármálamörkuðum í áratugi. Staðan í heiminum er þó sú að enn geysar stríð í Úkraínu, landfræðileg áhætta hefur aukist, verðbólgu er mikil og vextir hækka hraðar en nokkru sinni fyrr.

Umræðan

For­stjóri SKEL ekki á þeirri skoðun að verð­miði Fossa sé of hár

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL fjárfestingafélags, sem er næststærsti hluthafi VÍS, segist ekki vera á þeirri skoðun að fjárfestingabankinn Fossar sé verðmetinn of hátt í fyrirhuguðum samruna við tryggingafélagið. Hann telur að „strategísk tækifæri“ geti falist í sameiningu félaganna.

Innherji

Skiptir stærðin máli?

Það hentar ekki öllum fyrirtækjum að vera almenningshlutafélög. En stærð og kostnaður eru yfirleitt ekki sá þröskuldur sem af er látið.

Umræðan

Stjórn Marel vill skerpa á lang­tíma­hvötum stjórn­enda

Stjórn Marel mun leggja fram tillögu á aðalfundi félagsins sem miðar að því að breyta langtímahvatakerfi félagsins úr kaupréttum í svokölluð frammistöðutengd hlutabréf sem eru háð því að fyrir fram skilgreindum markmiðum sé náð. Með breytingunni vill stjórnin skapa betra jafnvægi milli skammtíma- og langtímahvata, auk þess að færast nær alþjóðlegum viðmum.

Innherji

Al­vot­ech orðið ein stærsta eignin hjá helstu hluta­bréfa­sjóðum landsins

Vægi Alvotech í eignasöfnum stærstu hlutabréfasjóða landsins hefur aukist verulega á fáum vikum samtímis miklum verðhækkunum á gengi bréfa íslenska líftæknilyfjafyrirtækisins og þátttöku sjóðanna í nýafstöðnu hlutafjárútboði. Úttekt Innherja sýnir að félagið er orðið stærsta eða næststærsta eignin hjá meirihluta sjóðanna.

Innherji

Kvika muni sjá til lands í sam­runa­við­ræðum við Ís­lands­banka „fyrr en seinna“

Hagnaður Kviku á fjórða ársfjórðungi eftir skatt minnkaði um rúmlega milljarð króna á fjórða ársfjórðungi og nam 1.613 milljónum sem skilaði sér í arðsemi á efnislegt eigið fé upp á 15,3 prósent. Afkoman litaðist af einskiptiskostnaði en forstjóri Kviku segir rekstur fjórðungsins hafa verið þann besta á liðnu ári og hann býst við að niðurstaða muni fást í viðræðum bankans um mögulegan samruna við Íslandsbanka innan ekki of langs tíma.

Innherji

Rekstrar­hagnaður Sýnar tvö­faldast og spáð enn meiri af­komu­bata í ár

Rekstrarhagnaður Sýnar á fjórða ársfjórðungi nam 383 milljónum á sama tíma og félagið gjaldfærði einskiptiskostnað upp á 150 milljónir vegna hagræðingaraðgerða undir lok síðasta árs. Samkvæmt fyrstu afkomuspá sem Sýn hefur gefið út undanfarin ár þá er gert ráð fyrir að rekstrarhagnaður (EBIT) félagsins á árinu 2023 verði á bilinu 2,2 til 2,5 milljarðar króna.

Innherji

Að­drag­and­inn að kaup­um VÍS á Foss­um „var stutt­ur“

VÍS ítrekaði áhuga sinn á að útvíkka starfsemi félagsins á fjármálamarkaði og vaxa á þeim vettvangi í tilkynningu til Kauphallarinnar í janúar. Eftir það fór boltinn að rúlla. Í morgun var tilkynnt um möguleg kaup VÍS á Fossum fjárfestingabanka. Þetta segir Stefán Héðinn Stefánsson, stjórnarformaður VÍS, segir í samtali við Innherja.

Innherji

Síminn vill gera fjár­tækni­lausn að „nýjum kjarna­stöpli“ í rekstrinum

Síminn vill gera fjártæknilausnina Síminn Pay, sem hefur skilað fjarskiptafélaginu miklum útlánavexti á síðustu mánuðum, að „nýjum kjarnastöpli“ í rekstrinum og einnig sér félagið tækifæri í „dæmigerðum stafrænum áskriftarvörum“ sem hægt er að selja á mánaðarlegum grunni. Þetta kom fram í máli Orra Haukssonar, forstjóra Símans, á uppgjörsfundi sem félagið stóð fyrir í morgun.

Innherji

Meg­um ekki hika í ork­u­skipt­um

Við eigum möguleika á að verða fyrsta landið til að nota eingöngu endurnýjanlega orku. Því miður hefur stjórnmálafólk og embættismannakerfið sofið á verðinum. Raforkukerfið er uppselt og keyrt við þanmörk. Það má rekja til stöðnunar í málaflokknum í um áratug. Hvernig eiga orkuskiptin – að hætta notkun á olíu og nýta endurnýjanlega orkugjafa – að fara fram við þessar aðstæður?

Umræðan

VÍS og Fossar hefja sam­runa­við­ræður

Vátryggingafélag Íslands og hluthafar Fossa fjárfestingarbanka hafa ákveðið að hefja viðræður um kaup VÍS á öllu hlutafé í Fossum fjárfestingarbanka á grundvelli viljayfirlýsingar um sameiningu félaganna.

Innherji

Reginn greiddi út kaupauka fyrir árangur á sviði sjálf­bærni­mála

Fasteignafélagið Reginn greiddi út kaupauka til lykilstjórnenda félagsins fyrir árangur á sviði sjálfbærnimála á árinu 2022. Þetta er í fyrsta sinn sem fasteignafélagið greiðir út sjálfbærnitengda kaupauka en aðeins eitt annað fyrirtæki í Kauphöllinni, Marel, hefur innleitt álíka hvatakerfi fyrir stjórnendur.

Innherji

Kostnaður við 90 daga neyðar­birgðir yrði olíu­fé­lögum of þung­bær

Skeljungur, dótturfélag SKEL fjárfestingafélags, telur að rekstrargrundvöllur félagsins, sem og annarra olíufélaga, geti ekki staðið undir fjármagnskostnaði sem félli til vegna þeirra kvaða um birgðahald eldsneytis sem áformað er að leiða í lög. Nauðsynlegt sé að niðurgreiða aukið birgðahald enda sé það hlutverk ríkisins, ekki einkafyrirtækja, að tryggja þjóðaröryggi.

Innherji

Virkj­an­ir verð­a dýr­ar­i og ork­u­verð mun hækk­a vegn­a auk­ins kostn­að­ar

Allar nýjar virkjanir hérlendis verða líklega dýrari en þær sem áður hafa verið reistar og orkuverð mun sömuleiðis hækka vegna aukins framleiðslukostnaðar. Auðlindagjald hefur hækkað úr innan við prósenti af tekjum í allt að tíu prósent. Raforkulögum er ætlað að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu. Ráðast þarf í breytingar til að tryggja betur að markmiðum laganna verði náð.

Innherji

Stóru sjóðirnir stækkuðu stöðu sína í Marel fyrir á annan tug milljarða

Stærstu íslensku lífeyrissjóðirnir, einkum Gildi, juku nokkuð við hlutabréfastöðu sína í Marel á árinu 2022 samhliða því að hlutabréfaverð félagsins gaf mikið þegar það þurfti að glíma við brostnar aðfangakeðjur og hækkandi afurðaverð sem kom mikið niður á afkomu þess. Staðan hefur núna snúist við og útlit fyrir að Marel nái rekstrarmarkmiðum sínum fyrr en áður var talið en gengi bréfa félagsins hefur hækkað um 22 prósent frá áramótum.

Innherji

Al­vot­ech tekið inn í vísi­tölu MSCI fyrir vaxtar­markaði

Íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech, verðmætasta félagið í Kauphöllinni, verður tekið inn í vísitölu MSCI fyrir vaxtarmarkaði frá og með næstkomandi mánaðarmótum. Það ætti að hafa í för með sér aukna fjárfestingu frá erlendum vísitölusjóðum en Alvotech bíður þess nú sömuleiðis að vera bætt við nýmarkaðsvísitöluna hjá FTSE Russell.

Innherji

Ætti ekki að undr­ast að er­lend­ir fjár­fest­ar hafi bætt við sig í Icel­and­a­ir

Gengi flugfélaga hefur hækkað „gríðarlega mikið“ að undanförnu. Algegnt er að félög hafi hækkað um 30 til 40 prósent frá áramótum. Má nefna Icelandair, Finnair, Air France, Lufthansa og Ryanair sem dæmi. EasyJet, WizzAir og American Airlines hafa hækkað um nærri 50 prósent á sama tíma. „Það skildi engan undra að erlendir fjárfestar hafa verið að auka vægi sitt í Icelandair.“

Innherji

Verðbólga og aðrir uppvakningar

Kerfisumbætur eru á forræði hins opinbera og gætu lagt lóð á vogarskálarnar til að ná tökum á verðbólgunni. Á alþjóðavettvangi hefur verið vaxandi umræða um kerfisumbætur á framboðshliðinni til að leysa úr læðingi krafta hagkerfisins. Markmið nýrrar framboðsstefnu beinist að því að sameina hina hefðbundnu áherslu á að draga úr hömlum á atvinnulífinu, en leggja á sama tíma kraft í félagslega þætti vinnumarkaðarins til að efla atvinnu og atvinnuöryggi.

Umræðan

Aðal­­hag­­fræð­­ing­­ur Ari­­on: Seðl­­a­b­ank­­a­­stjór­­i tap­­að­­i mikl­um trú­v­erð­­ug­­leik­­a

Aðalhagfræðingur Arion banka segir að Peningastefnunefnd Seðlabankans – og ekki síst formaður hennar, seðlabankastjóri – hafi tapað miklum trúverðugleika „eftir síðustu fundi, boltasendingar og væntingastjórnun.“ Trúverðugleiki sé eitt það mikilvægasta sem Seðlabankinn hafi í baráttunni gegn verðbólgu og verðbólguvæntingum. Því miður hafi honum verið „sólundað að undanförnu.“ Að mati aðalhagfræðingsins hafi stýrivaxtahækkun gærdagsins verið of mikil og tónn Seðlabankans of harður.

Innherji

Fast­eigna­verð hér­lendis al­mennt hærra en í sam­bæri­legum borgum

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu var sjö prósentum yfir miðgildi fasteignaverðs á Norðurlöndum miðað við gengi krónu við áramót. Horft var til borga með um 100 til um 500 þúsund íbúa. Þegar leiðrétt er fyrir fjármagnskostnaði og ráðstöfunartekjum sker höfuðborgarsvæðið á Íslandi sig úr og er „langhæst.“

Innherji