Lífið

„Ég hef aldrei verið svona hrifin eins og núna“

„Ég er allavega rosalega skotin og er bara að njóta þess viku fyrri viku, ég veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér en vá hvað þetta er gaman,“ segir fegurðardrottningin og lífstílsþjálfinn Linda Pétursdóttir í hlaðvarpsþætti hennar, Lífið með Lindu Pé, spurð hvort hún sé ástfangin.

Lífið

Björk gefur út ævin­týra­legt mynd­band

Stórsöngkonan og fjöllistakonan Björk, gaf nýverið út frá sér ævintýralegt myndband við lagið Victimhood. Gabríela Friðriksdóttir og Pierre-Alain Giraud sáu um leikstjórn en myndbandið var frumsýnt á Cornucopiu tónleikum Bjarkar í Altice Arenna í Lissabon.

Lífið

Andrea Eyland flutt til Danmerkur

Andrea Eyland þáttastjórnandi Kviknar hlaðvarpsins er flutt frá Íslandi til Danmerkur. Þetta segir Andrea á Instagram þar sem hún tekur við spurningum fylgjenda sinna um breytta stöðu.

Lífið

Sagður hafa fengið nóg af partýstandinu

Joe Jonas er sagður hafa fengið nóg af partýstandi Sophie Turner. Segir banda­ríski slúður­miðillinn Pa­geSix að það sé ein af helstu á­stæðum þess að þau hafi skilið að borði sæng.

Lífið

„Þetta er það ljótasta sem ein­hver gæti sagt um mig“

Birgitta Líf Björnsdóttir tók gagn­rýni á fyrstu seríu raun­veru­leika­þáttanna LXS, í út­varps­þættinum Lestinni í Ríkisútvarpinu, afar nærri sér. Þetta má sjá í broti úr fyrsta þætti annarrar seríu þáttanna sem frum­sýnd er í kvöld á Stöð 2 og Stöð 2+.

Lífið

Nærmynd af konunum í tunnunum

Mótmælendurnir tveir sem komu sér fyrir í tunnum hvalveiðibátanna Hvals 8 og Hvals 9 í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga hafa vakið athygli margra. 

Lífið

Glimmer og glamúr í forsýningarpartýi LXS

Forsýningarpartý af annarri þáttaröð raunveruleikaþáttanna LXS fór fram á Sjálandi í Garðabæ í gærkvöldi. Fyrstu tveir þættirnir voru sýndir og segja stelpurnar þáttaröðina enn persónulegri en sú fyrri með gleði, glamúr og drama.

Lífið

Gary Wrig­ht er látinn

Gary Wrig­ht, söngvari og laga­höfundur, er látinn 80 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir lög sín Dream Wea­ver og Love is Ali­ve.

Lífið

Keppti fyrir hönd fjöl­fatlaðrar systur sinnar

Lilja Sif Pétursdóttir sigraði keppnina Miss Universe Iceland fyrir skemmstu. Hún er elst í sex systkina hópi en ein af systrum hennar er fjölfötluð sem er ástæða þess að Lilja starfar í dag á hjúkrunarheimili. Í framtíðinni dreymir Lilju um að geta hjálpað þeim sem minna mega sín. 

Lífið

„Erfiðast að viður­kenna að ég þyrfti hjálp“

Páll Magnús­son fyrr­verandi út­varps­stjóri og þing­maður segist með tímanum hafa vanist því að vera þekktur á Ís­landi. Hann segist lengi hafa gert sér grein fyrir því að hann væri alkó­hól­isti áður en hann leitaði sér að­stoðar.

Lífið

Söngvari Smash Mouth látinn

Söngvari Smash Mouth, Steve Harwell, er látinn. Hljómsveitin var þekkt fyrir smelli eins og All Stars og Walkin on on the Sun. Söngvarinn hóf líknandi meðferð fyrr í vikunni. 

Lífið

Stebbi Hilmars orðinn afi

Birgir Steinn Stefánsson, tónlistarmaður og flugþjónn, og unnusta hans Rakel Sigurðardóttir eignuðust son 28. ágúst síðastliðinn. Um er að ræða fyrsta barn parsins.

Lífið

Heitustu trendin í haust

Septembermánuður er genginn í garð, litir náttúrunnar fara að taka breytingum, yfirhafnirnar eru orðnar þykkari og umferðin er farin að þyngjast. Það þýðir bara eitt, haustið er komið með sinni einstöku litadýrð, rútínu og tískubylgjum. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp álitsgjafa um hvað er heitast fyrir haustið í margvíslegum flokkum.

Lífið

Manstu eftir Sæ­dýra­safninu í Hafnar­firði?

„Sædýrasafn hefur verið sett á stofn í Hafnarfirði og verður það opnað næstkomandi fimmtudag. Í safninu eru nú búr sem rúma 52 tonn af vatni og eru nú þegar um 30 tegundir sjávardýra í þeim, þar af 17 fiskategundir.“ Þannig hófst frétt sem birtist í Morgunblaðinu þann 7. maí árið 1969.

Lífið

Skulfu á beinunum á for­sýningu Kulda

Fjöldi fólks skalf á beinunum á forsýningu íslensku hrollvekjunnar Kulda í Smárabíói í gærkvöldi. Kvikmyndin er byggð á sam­nefndri met­sölu­bók Yrsu Sig­urðardótt­ur frá árinu 2012. 

Lífið

Frum­samdi tíu tón­verk um eyði­býli

Gunnar Ingi Guðmundsson bassaleikari, lagahöfundur og nemandi í kvikmyndatónsmíðum gaf í dag út sína fyrstu sóló plötu sem nefnist Eyðibýli sem hefur að geyma tíu frumsamin tónverk í kvikmyndastíl. Platan er aðgengileg á Spotify og Apple music.

Lífið

Septemberspá Siggu Kling: Æfingin skapar meistarann

Elsku Hrúturinn minn. Þín magnaða pláneta mars, gefur þér allan þann kraft sem þú þarft til að vera duglegur á öllum sviðum. Oft köllum við plánetuna Mars rauðu plánetuna, og það er eldsorkan sem mun fylgja þér út haustið.

Lífið