Lífið

„Það er mikilvægt að halda honum gangandi“

Einar Þorsteinsson og Milla Ósk Magnúsdóttir ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu í ár í nafni Þórhöllu Arnardóttur og Örvars Arnarsonar. Hún féll nýlega frá eftir baráttu við brjóstakrabbamein en sjálf ætlaði hún að taka þátt til að styrktar Minningarsjóðs Örvars, litla bróður síns sem lést í fallhlífarstökkslysi þegar hann reyndi að bjarga nemanda sínum.

Lífið

„Hér munu hlutir fæðast“

Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar svokallað pop-up stúdíó og gallerí að Bankastræti 12. Hún fagnaði þrítugs afmæli sínu í síðustu viku og í tilefni af því mun hún halda sameiginlegt afmælisteiti og opnun á galleríinu í dag frá klukkan 17:00-20:00. Blaðamaður tók púlsinn á Júlíönnu og fékk að heyra nánar frá.

Menning

Eiga von á regnbogabarni

Hjónin Chrissy Teigen og John Legend eiga von á regnbogabarni sem hún tilkynnti um í færslu á Instagram. Chrissy segist vera stressuð á meðgöngunni en tæp tvö ár eru liðin síðan þau misstu son sinn Jack á miðri meðgöngu.

Lífið

Under the Banner of Heaven: Harmleikur í mormónabyggðum

Ung móðir (Brenda) og 18 mánaða barn hennar finnast hrottalega myrt í bænum Rockwell í mormónabyggðum Utah. Eiginmaður hennar er strax grunaður um ódæðið en ekki líður að löngu uns lögreglumennirnir Jeb Pyre (Andrew Garfield) og Bill Taba (Gil Birmingham) átta sig á að málið er langt frá því að vera jafn einfalt og það virtist í upphafi.

Gagnrýni

Grín og al­vara í bland vegna eld­gossins

Eldgos er hafið á ný og viðbrögð á samfélagsmiðlum í takt við það. Netverjar deila ýmist skoðunum á gosinu sjálfu eða afleiðingum þess á meðan Domino's býður upp á frítt gos í tilefni dagsins. 

Lífið

Ólga vegna nýrrar tón­listar Beyoncé

Beyoncé gaf út plötuna „Renaissance“ nú á dögunum en ekki hafa allir verið sáttir við lög plötunnar. Beyonce hefur neyðst til þess að breyta tveimur lögum á nýju plötunni og hefur Monica Lewinsky nú blandað sér í málið.

Lífið

Hringferð um landið í leit að næstu stórstjörnu Íslands

Framleiðendur Idolsins eru að fara í hringferð um landið í leit að næstu stórstjörnu Íslands. Prufurnar verða haldnar á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Reykjavík. Það eina sem áhugasamir þurfa að gera er að mæta á svæðið með lag sem þeir vilja syngja og láta ljós sitt skína.

Lífið

Sigrún Lilja og Reynir eiga von á lítilli gyðju

Sigrún Lilja Guðjóns­dótt­ir og unnusti henn­ar Reyn­ir Daði Hall­gríms­son eiga von á sínu fyrsta barni saman. Sigrún er oft kennd við hönn­un­ar­merkið Gyðja Col­lecti­on en einnig rekur hún líkamsmeðferðar­stof­una The Hou­se of Beauty.

Lífið

„Mikilvægt að þetta komi allt frá persónulegum og berskjölduðum stað“

Aron Ingi Davíðsson vakti athygli sem einn af eigendum og meðlimum Áttunnar á sínum tíma. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en Aron flutti meðal annars til Los Angeles til að læra leikstjórn og handritsgerð við New York Film Academy. Nú vinnur hann að því að skrifa þáttaseríu með framleiðslufyrirtækinu ZikZak þar sem Sigurjón Sighvatsson er yfirframleiðandi en um er að ræða unglingaseríu sem kemur inn á ýmis málefni og byggir á persónulegri reynslu. Blaðamaður tók púlsinn á Aroni Inga.

Lífið

Breytti Kim Kardashian í Minion

Upprennandi förðunarfræðingurinn North West, sem er aðeins níu ára gömul, breytti mömmu sinni Kim Kardashian í gulan Minion og deildi útkomunni með fylgjendum sínum á Tik Tok.

Lífið

Húgó afhjúpaður

Maðurinn á bak við Húgó verður afhjúpaðir í haust í nýrri þáttaröð á Stöð 2. Tónlistarmaðurinn kom fram á Þjóðhátíð í bol merktum stöðinni ásamt dagsetningunni 28. september sem vakti upp margar spurningar en nú hefur verið staðfest að þátturinn fer í loftið þann dag.

Lífið

russian.girls taka lagið í beinni

Annað myndbandið úr nýrri seríu frá útvarp 101 og Stúdíó Sýrlandi er nú frumsýnt hér á Vísi en í myndbandinu tekur hljómsveitin russian.girls lagið Hundrað í hættunni í beinni. 

Lífið

Stjörnulífið: Þjóðhátíð, ástin og brjóstagjöf

Stjörnulífið þessa vikuna náði hápunkti um helgina þar sem Íslendingar skemmtu sér um land allt á fjölbreyttan hátt í tilefni Verslunarmannahelgarinnar. Klara Elias samdi og flutti Þjóðhátíðarlagið í ár sem hefur slegið í gegn og Magnús Kjartan Eyjólfsson kom sá og sigraði í brekkusöngnum. 

Lífið

Fjórar stjörnur Sex Education snúa ekki aftur

Fjórar leikkonur hafa tilkynnt að þær muni ekki snúa aftur í fjórðu seríu hinna sívinsælu þátta Sex Education. Auk aðalpersónanna Ola og Lily, sem fengu stórt hlutverk í þriðju seríunni, verða Olivia Hanan og kennarinn Miss Emily ekki með í fjórðu seríunni.

Bíó og sjónvarp

„Einn daginn mun ég prófa þetta“

Elísabet Tinna Haraldsdóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Mosfellsbær. Hún hefur alla tíð haft áhuga á keppnum á borð við þessa og segist hafa lært heilmikið í þessu ferli. Elísabet Tinna elskar jóla skinku, hlustar á alla tónlist og stefnir á ferðalög og leiklist í framtíðinni.

Lífið

Vaknaði berrassaður úti í móa og tjaldið horfið

Fréttamaður Stöðvar 2 náði tali af tveimur gestum Þjóðhátíðar sem höfðu ansi hreint ólíkar sögur að segja af fatnaði. Annar var klæddur í sitt fínasta púss en hinn rifjaði upp þegar hann vaknaði berrassaður úti í móa síðast þegar hann var á Þjóðhátíð.

Lífið

Miss Universe Iceland: Nýbúin að læra að gera tattoo

Jóna Vigdís Guðmundsdóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Southwestern Iceland. Jóna Vigdís starfar sem húðflúrslistakona á stofunni Lifandi list og stefnir á að útskrifast sem viðskiptafræðingur í framtíðinni. Hún segir keppnina gott tækifæri til að fara út fyrir þægindarammann og sigrast á feimninni.

Lífið

„Stíllinn minn verður af­slappaðri með tímanum“

Hönnuðurinn Sigríður Ágústa Finnbogadóttir er mikill tískuspegúlant sem hefur meðal annars hannað ýmsan sviðsklæðnað á söngkonuna Bríeti. Hún lýsir stílnum sínum sem hversdagslegum með örlitlum glamúr, sækir innblástur í ólík tímabil tískusögunnar og hefur gaman að því að sjá persónulegan stíl fólks skína í fatavali. Sigríður Ágústa er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

Nichelle Nichols er látin

Leikkonan Nichelle Nichols er látin 89 ára að aldri. Hún er þekktust fyrir að hafa leikið liðsforingjann Nyota Uhura í upprunalegu Star Trek þáttunum á árunum 1966 til 1969 og svo í sex myndum um áhöfn USS Enterprise.

Lífið

Ver­búðin lifandi á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyjum

Þorsteinn Þór Traustason ákvað að endurverkja Verbúðina í hvíta tjaldi sínu á þjóðhátíð í ár. Það má líkja því við að stíga inn í tímavél að heimsækja skrautlegt tjaldið. Þorsteinn segir markmiðið að láta fólki sem heimsæki tjaldið líða eins og það sé komið heim til ömmu sinnar í kleinur.

Lífið

Sveppi og Steindi rifu sig úr að ofan á stóra sviðinu

Laugardagurinn á Þjóðhátíð náði hápunkti þegar FM95Blö stigu á svið þar sem Sveppi og Steindi rifu sig úr að ofan við mikil fagnaðarlæti. Brekkan safnaðist saman á dansgólfinu til þess að fylgjast með félögunum taka öll sín bestu lög.

Lífið

„Mætti halda að Kim Larsen og Bítlarnir séu mættir“

Taska Erps Eyvindarsonar, Blaz Roca, var komin í leitirnar þegar blaðamaður sló á þráðinn og heyrði í honum hljóðið. Hann stígur á svið ásamt Rottweiler hundum í kvöld og segir stemninguna í eyjum svo mikla að það mætti halda að Kim Larsen, Elvis og Bítlarnir muni koma fram í Herjólfsdal í kvöld.

Lífið

Gantast enn með kinnhestinn en vill ekki ræða við Will Smith

Á nýlegu uppistandi hélt grínistinn Chris Rock áfram að gantast með kinnhestinn víðfræga sem Will Smith veitti honum á síðustu Óskarsverðlaunum. Chris minntist ekki á nýlegt myndband Will Smith þar sem sá síðarnefndi biðst fyrirgefningar á framferði sínu á Óskarsverðlaununum. Hann hélt hins vegar áfram að gera grín að atvikinu.

Lífið

Tilhugalífið með eiginkonunni stendur upp úr

Hafsteinn Þorsteinsson er Eyjamaður sem segir samveruna, gleðina og hamingjuna vera það sem einkennir hátíðina ár hvert og segir það hafa verið alvöru sorg þegar hún var lögð niður síðustu tvö árin. 

Lífið