Menning

Hið upphafna Ísland tónað niður

Á sýningunni Enginn staður í Hafnarborg er að finna verk átta listamanna sem vinna með ljósmyndina sem sinn meginmiðil. Listamennirnir eru allir búsettir á Íslandi og beina sjónum sínum að íslenskri náttúru með óvenjulegum hætti.

Menning

Talar til spikfeitra vesturlandabúa

Rétturinn til letinnar eftir Paul Lafargue kom fyrir skömmu í fyrsta sinn fyrir sjónir lesenda á íslensku. Þýðandi verksins á íslensku, Guðmundur J. Guðmundsson, kennir kankvís um sinni eigin leti en verkið er reyndar um 130 ára um þessar mundir.

Menning

Tvær hliðar á einstakri listakonu

Í dag verða opnaðar á Kjarvalsstöðum tvær sýningar á verkum Júlíönu Sveinsdóttur. Á sýningunni Tvær sterkar má sjá málaralist Júlíönu og færeysku listakonunnar Ruth Smith en á sýningunni Lóðrétt/Lárétt er að finna vefnaðarlist Júlíönu og þýsku listakonunnar Anni Albers.

Menning

Förum úr kassanum og út á brúnina

Tónlistarhátíðin Reykjavík Midsummer Music verður haldin í fjórða sinn í Hörpu og nágrenni dagana 18.-21. júní. Hátíðin, sem lýtur listrænni stjórn Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara er einn skemmtilegasti viðburður tónleikaársins og sérstaklega fjölbreytt.

Menning

Óræður en áþreifanlegur strengur

Mireya Samper opnar í dag sýninguna Endurvarp í Listasafninu á Akureyri en hún hefur á síðustu árum unnið mikið í Japan og orðið fyrir miklum áhrifum af japönskum list- og menningarheimi. Mireya hefur að auki í fylgd með sér þrjá japanska gestalistamenn alla leið til Akureyrar.

Menning

Hvernig er hægt að hrækja á svona son?

Guðrún Ásmundsdóttir leikkona hefur hrækt á son sinn, Ragnar Kjartansson myndlistarmann, að hans beiðni á fimm ára fresti allt frá aldamótum. Gjörningurinn er myndbandsverk sem hefur farið sigurför um listaheiminn og fjórði hluti er nú sýndur í i8 Gallery.

Menning

Gefur tónlistinni líf

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða sérstakir kvennatónleikar og þar verða flutt verk eftir þrjár konur. Þeirra á meðal er Anna Þorvaldsdóttir sem nýverið vann til virtra tónlistarverðlauna hjá Fílharmóníunni í New York.

Menning