Menning

Leita styrkja fyrir sýningarferð

„Við nennum ekki að sitja heima og bora í nefið,“ segir leiklistarneminn Dagur Snær Sævarsson, eða Daily Snow líkt og hann er kallaður erlendis, sem ferðast um landið í sumar með frumsaminn einleik ásamt Magnúsi Þór Ólafssyni gítarleikara. Dagur nemur leiklist við leiklistarskólann í Holberg og Magnús er á kandídatsári við Konunglega danska Konservatoríið. Leikritið ber heitið Pabbi er dáinn og er fyrsta leikritun Dags. Verkið segir frá 26 ára gömlum Kára sem vitjar leiðis föður síns, mánuði eftir andlát hans, til að tala við hann eftir tuttugu ára aðskilnað.

Menning

Myndirnar á Time Square

"Það var verið að auglýsa eftir listamönnum til að taka þátt í sýningunni og ég ákvað að senda inn nokkrar myndir. Almenningur kaus svo um það hverjir kæmust áfram og ég náði þeim kvóta sem til þurfti og fékk því að vera með,“ útskýrir Björn Árnason ljósmyndari en myndir eftir hann voru sýndar á Time Square í New York á mánudag.

Menning

Samdi nýja skáldsögu sem er framhald Borgríkis

"Það er ótrúlega skemmtilegt að skrifa bók með karakterum sem voru algjörlega lifandi í höfðinu á manni,“ segir rithöfundurinn Óttar Martin Norðfjörð. Hann sendir í haust frá sér skáldsöguna Blóð hraustra manna. Hið óvenjulega er að hún er framhald glæpamyndarinnar Borgríkis sem kom út á síðasta ári við góðar undirtektir. Til stendur að byggja framhaldmynd hennar, sem er í undirbúningi, að stórum hluta á sögu Óttars

Menning

Kvikmyndaþátturinn Kviksjá aftur á dagskrá í sumar

Kvikmyndaþátturinn Kviksjá í umsjón Sigríðar Pétursdóttur hefur göngu sína annað kvöld, annað árið í röð. Sýndar verða tíu íslenskar kvikmyndir sem fylgt er úr hlaði með viðtölum Sigríðar við leikstjóra, leikara eða handritshöfunda. Á dagskrá eru nýjar myndir og eldri í bland, til dæmis Á annan veg og Skilaboð til Söndru. Þrjár þeirra mynda sem sýndar verða í sumar segist Sigríður hafa leitast sérstaklega við hafa með: Stellu í Orlofi, Benjamín dúfu og Húsið.

Menning

Líf og fjör á Grímunni

Uppskeru- og verðlaunahátíð leikarastéttarinnar Gríman fór fram með pompi og prakt í Hörpu á fimmtudagskvöldið. Leiksýningin Tengdó var sigurvegari hátíðarinnar.

Menning

Fyrirlestur og bók um mannsheilann

„Við viljum sanna að leiðinlegt fólk geti haldið skemmtilega fyrirlestra,“ segir myndlistarneminn Sigrún Hlín Sigurðardóttir um verkefni sitt og nýútskrifuðu leikkonunnar Sögu Garðarsdóttur en þær vinna í sumar við að kanna fyrirlestraformið og mannsheilann. Verkefnið hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóð námsmanna hjá Rannís og lýkur með fræðilegum fyrirlestri sem verður hálfgerð sýning.

Menning

Gleði á Kjarvalsstöðum

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum ríkti mikil gleði á opnun sýningarinnar Gálgaklettur og órar sjónskynsins sem stendur yfir til 26. ágúst á Kjarvalsstöðum...

Menning

Reykvélin veitir leikhúsverðlaun

Leikverkið Tengdó eftir Val Frey Einarsson er sýning ársins að mati gagnrýnenda Reykvélarinnar, vefrits sem helgað er leiklist. Reykvélin veitir nú í fyrsta sinn leiklistarverðlaunin Leikvélina, en þau falla í skaut "eftirtektarverðustu og mikilvægustu“ leiksýningu ársins, að mati gagnrýnenda miðilsins.

Menning

Hádegiserindi í Hafnarhúsi

Hlynur Helgason, myndlistarmaður og heimspekingur, flytur hádegisfyrirlestur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í dag undir yfirskriftinni Af auðveldi og myndlistarheimi – lærdómur dreginn af ástandinu.

Menning

Rúrí á ítölsku

Hulda Hlín Magnúsdóttir, listfræðingur og myndlistarmaður, leiðir gesti um sýningarnar Rúrí, Hættumörk, Ölvuð af Íslandi og Dáleidd af Íslandi á Listasafni Íslands í dag klukkan 13. Leiðsögnin verður á ítölsku.

Menning

Nautn að sýna í skjaldborgarbíói

Heimildarmyndin Hreint hjarta eftir Grím Hákonarson bar sigur úr býtum í áhorfendakosningu á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði á dögunum. Grímur segir mjög ánægjulegt að fá þessi verðlaun fyrir mynd sem hann gerði án nokkurra styrkja.

Menning

Samleikurinn leikhús-Viagra

„Það er heiður að leika á móti svona reyndum leikara,“ segir Melkorka Óskarsdóttir. Hún hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn í leikritinu Beast í London, sem frumsýnt var síðasta miðvikudag.

Menning

Frumflytur dansverk í Tókýó

Danslistakonan Ragnheiður Bjarnason frumflutti um helgina dansverkið Frosting í galleríinu XYZ collective í Tókýó. Frosting er lifandi innsetning þar sem dans, tónlist og myndlist mynda eitt listaverk. Ragnheiður Bjarnason er höfundur verksins, en hún bjó einnig til sviðsmynd og búninga, auk þess að dansa í verkinu. Belginn Benjamin Dousselaere sá um tónlistina.

Menning

Mary Poppins svífur á íslenskt svið í fyrsta skipti

„Það er enn ekki búið að ákveða hver fari með hlutverk sjálfrar Mary Poppins en það er verið að skoða málið þessa dagana. Þetta er viðamikið verkefni og ekki búið að ráða í nein hlutverk," segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, um söngleikinn um Mary Poppins sem verður frumsýndur þar í febrúar 2013.

Menning

Bastard á svið í kvöld

Leikritið Bastard – fjölskyldusaga eftir Gísla Örn Garðarsson og bandaríska handritshöfundinn Richard Lagravenese verður sýnt í Borgarleikhúsinu á föstudags- og laugardagskvöld. Verkið er samstarfsverkefni Borgarleikhússins, Vesturports, borgarleikhússins í Malmö og Teater Får302 í Kaupmannahöfn.

Menning

Poppið fyrirferðarmeira en klassíkin í Hörpunni

Fleiri popp- og rokktónleikar hafa verið haldnir í Hörpunni en klassískir síðan húsið var opnað í maí í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hörpunni um þá tónleika sem þar hafa verið haldnir á fyrsta starfsári hennar.

Menning

Pósa nakin fyrir sýningu í Ósló

"Rauði þráðurinn í gegnum sýninguna er okkar upplifun af umhverfinu sem við erum í,“ segir ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson sem stendur að sýningunni You"reavision í Ósló ásamt kærustu sinni Hildi Hermannsdóttur og Ernu Einarsdóttur.

Menning

Glymskrattinn í leikhúskjallaranum

Dans-og tónleikaverkið Glymskrattinn var frumsýnt á miðvikudaginn í Þjóðleikhúskjallaranum fyrir fullu húsi. Sýningin er í tengslum við Listahátíð í Reykjavík en Valdimar Jóhannesson tónlistarmaður og dansararnir Sigríður Soffía Níelsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir eru höfundar verksins. Það má segja að Þjóðleikhúskjallaranum hafi verið breytt í dansvænan tónleikastað fyrir verkið og virtust áhorfendur hafa gaman af.

Menning

Utah út um hliðarrúðuna

Svavar Jónatansson er nýsnúinn heim eftir tíu daga ferðalag um Utah-ríki í Bandaríkjunum. Afraksturinn er um 55 þúsund ljósmyndir sem teknar voru út um hliðarrúðu bíls í akstri eftir saltsléttunum frægu. Árið 2007 hóf Svavar Jónatansson ljósmyndari að mynda Ísland út um hliðarrúður vöru- og fólksflutningabifreiða. Hann fór á annan tug hringja í kringum landið, sem skiluðu sér í Innland/Útland-Ísland; myndbandsverki sem kom út 2010 og samanstóð af 40 þúsund ljósmyndum og frumsaminni tónlist Daníels Ágústs Haraldssonar.

Menning

Sveinbjörg sýnir hjá Ófeigi

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar sýning Sveinbjargar Hallgrímsdóttur var opnuð formlega á laugardaginn hjá Ófeigi á Skólavörðustíg 5...

Menning

Gleðikabarett með samtímatvisti

"Við erum eiginlega að búa til tónleika og reynum um leið að varpa ljósi á sviðsframkomuna, eins og þekkt dansspor í poppkúltúrnum,“ útskýrir listdansarinn Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, en hún auk dansarans Sigríðar Soffíu Níelsdóttur, frumsýna nokkurskonar danstónleika í Þjóðleikhúskjallaranum næsta miðvikudagskvöld. Þeim til fulltingis eru tónlistarmaðurinn Valdimar Jóhannsson, leikmyndahönnuðurinn Brynja Björnsdóttir og stílistinn Ellen Loftsdóttir.

Menning

Facebook-samskipti í raunheimi

Halldóra Rut Baldursdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir, leiklistarnemar við Listaháskóla Íslands, vinna að lítilli, sjálfstæðri leiksýningu sem frumsýnd verður föstudaginn 25. maí á heimili Halldóru í Grjótaþorpinu. Sýningin nefnist Heim og er alfarið byggð á Facebook-færslum.

Menning

Lét gamlan draum rætast

Aldís Snorradóttir rekur Gallerí Þoku sem staðsett er í kjallara Hríms hönnunarhúss á Laugavegi. Aldís er nýflutt aftur heim frá Montreal þar sem hún lagði stund á nám í listasögu. "Vinkona mín opnaði Hrím fyrir skömmu og þar var rými í kjallaranum sem mér þótti tilvalið til að nýta undir sýningar enda er mikið af hæfileikaríku, ungu listafólki hér á landi og lítið um sýningarstaði. Við ákváðum því að kýla á þetta, taka rýmið í gegn og opna gallerí,“ segir Aldís. Það er listamaðurinn Magnús Helgason sem ríður á vaðið með sýninguna Guð fær greitt í dollurum sem verður opnuð á laugardag.

Menning

Söngleikur loks á Íslandi

Dansflokkurinn Shalala með Ernu Ómarsdóttur í fararbroddi og hljómsveitirnar Lazyblood og Reykjavík! sýna jaðarsöngleikinn Tickling Death Machine í Iðnó föstudaginn 8. júní. Um er að ræða Íslandsfrumsýningu.

Menning

Hjólað í sínu fínasta pússi

Alexander Schepsky og Jón Gunnar Tynes Ólasson segja að það vanti almennilega hjólamenningu á Íslandi og standa nú fyrir Tweed Run viðburði í miðbæ Reykjavíkur þann 16.júní þar sem fólk er hvatt til að hjóla saman klætt sínu fínasta pússi.

Menning

Með fyrsta skólaverkefnið sitt á Cannes-hátíðina

Jasmin Rexhepi, nemandi við Kvikmyndaskóla Íslands, er á leið með fyrsta skólaverkefni sitt á kvikmyndahátíðina í Cannes á miðvikudaginn næsta. Kvikmyndin á að gerast í Frakklandi en var tekin upp á heimili Jasmin í Reykjavík.

Menning

Á fimm þúsund aðdáendur

Myndasagnahöfundurinn Vignir Þór Þórhallsson, eða Flotti-Comics eins og hann kallar sig, er kominn með fimm þúsund aðdáendur á Facebook-síðu sína.

Menning

Harpa reis á hárréttum tíma

Áhrif tónlistarhússins Hörpu eru mikil og varanleg, segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir tónlistarstjóri. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við Steinunni Birnu af því tilefni að ár er síðan húsið var opnað. Tímamótunum verður fagnað með opnu húsi á morgun.

Menning