Skoðun

Hvað kostar það mig að nota peningana mína?

Haukur Skúlason skrifar

Væntanlega notum við langflest greiðslukort til daglegrar neyslu, hvort sem það er að borga með símanum á kassanum í Krónunni, eða notum kortanúmerið til að kaupa vettlinga á Boozt. Við vitum líka að við borgum alls konar þóknanir og gjöld fyrir að nota greiðslukortin, blótum þessum gjöldum í hljóði, en erum samt sem áður viss um að svona sé þetta bara, þetta muni aldrei breytast.

Skoðun

Sam­stöðu­að­gerðir vegna verð­bólgu og vaxta­hækkana

Kristrún Frostadóttir skrifar

Við komum út úr heimsfaraldri með gríðarlega miklar eignaverðshækkanir og aukinn eigna- og tekjuójöfnuð vegna aðgerða stjórnvalda. Fjármagnstekjur jukust um 52% á milli ára, mesta aukningin frá árinu 2007, og tekjuhæsta tíundin í landinu sá kaupmátt sinn vaxa tvöfalt á við aðra Íslendinga vegna þessa í fyrra. Tveir af æðstu stjórnendum landsins í efnahagsmálum töluðu um lágvaxtaumhverfi sem komið væri til að vera.

Skoðun

Eins og að vera vegan nema um helgar

Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar

„Ég lifi bíllausum lífsstíl“ stendur aftan á deilibílum ónefnds fyrirtækis sem leigir út bíla í skammtímaleigu í örfáar klukkustundir í senn. Þetta þótti ákveðnum ökumanni svo mikil hugsanavilla að hann hafði fyrir því að skrá sig í Facebook-hóp Samtaka um bíllausan lífsstíl og birta mynd af bakhluta deilibílsins.

Skoðun

Um Sigur­fara, Blá­tind, Aðal­björgina og Maríu Júlíu

Helgi Máni Sigurðsson skrifar

Um síðustu helgi var haldið áhugavert málþing um tréskipasmíði og bátavarðveislu. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að varðveita handverkið í trébátasmíðinni, meðal annars vegna þess að súðbyrðingurinn er komin á heimsminjaskrá UNESCO. Sú staðreynd ein og sér leggur brýna skyldu á stjórnvöld að leggja rækt við hann.

Skoðun

Hafa stjórn­völd brugðist þol­endum á­reitni og of­beldis á vinnu­stöðum?

Dagný Aradóttir Pind skrifar

Nýlega birtust niðurstöður úr stórri rannsókn sem staðfestir að þriðjungur kvenna á íslenskum vinnumarkaði hefur orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í vinnunni. Fyrsta #metoo bylgjan hófst haustið 2017 og strax í kjölfarið tóku verkalýðshreyfingin og kvennahreyfingin höndum saman og kröfðust aðgerða af hálfu stjórnvalda og atvinnurekenda.

Skoðun

Sjálf­bærni felur í sér ótal tæki­færi

Sara Pálsdóttir skrifar

Sjálfbærni, og þá ekki síst loftslagsmál og samfélagsleg málefni, verður meðal aðalviðfangsefna okkar næstu áratugina. Samfélög gera sífellt ríkari kröfur á að fyrirtæki sýni samfélagslegan ávinning af starfsemi sinni, ekki síður en fjárhagslegan.

Skoðun

Öfganna á milli á hús­næðis­markaði

Þorsteinn Víglundsson skrifar

Það er áhugavert að fylgjast með umræðu um húsnæðismarkað þessi misserin. Undanfarin tvö ár hefur hæst farið umræðan um að hér vanti 35 þúsund íbúðir inn á markaðinn á næstu 10 árum. Í sumar snérust svo umræðan skyndilega á hvolf og umræða um sölutregðu og yfirvofandi verðlækkanir varð ráðandi. 

Skoðun

Hver er raun­veru­leg kaup­geta lág­tekju­fólks?

Halldór Árnason skrifar

Það virðist ríkja almenn sátt um það hér á landi að standa þurfi sérstakan vörð um kjör þeirra verst settu í samfélaginu. Iðulega þegar stjórnmálamenn tjá sig um efnahagsmál, og þá sérstaklega á þeim verðbólgutímum sem núna ríkja, nefna þeir sérstaklega að hlúa þurfi að þeim tekjulægstu vegna þess að verðbólgan bitnar verst á þeim.

Skoðun

Hrúga af orðum

Gunnar Dan Wiium skrifar

Þetta er ekki skoðun heldu reynsla, reynsla sem sýndi mér að það er okkur hulin heimur sem tækin geta ekki mælt. Við rífumst og hótum hvort öðru með sprengjum, eitrum fyrir hvort öðru eins og að ég sé ekki þú. En ég sat í þessu rými með öðru fólki.

Skoðun

Á­huga­leysið upp­málað

Andrés Ingi Jónsson skrifar

Nú er á fimmta ár frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur settist að völdum – svo við getum séð núverandi stöðu í loftslagsmálum sem afrakstur þeirrar stefnu sem stjórnin hefur staðið fyrir. Staðan er vægast sagt ekki nógu góð.

Skoðun

Íslenska stoltið

Eva María Jónsdóttir skrifar

Við tökum íslenskri tungu sem sjálfsögðum hlut. Hún er þarna og hefur alltaf verið þarna og við teljum mörg að hún verði alltaf til staðar. En tungumálið er lifandi fyrirbæri sem þroskast og þróast með tímanum. Því meira sem íslenska er notuð því meira lifandi er hún og þar af leiðandi hraustari.

Skoðun

Gallar og afhendingardráttur á nýjum fasteignum

Sigurður Helgi Guðjónsson skrifar

Margir kaupendur nýrra húsa og íbúða hafa leitað til Húseigendafélagsins að undanförnu vegna margvíslegra galla á eignum sínum og vegna dráttar á afhendingu. Þeir eru mislukkulegir með viðkomandi fasteignasala, sumir hafi staðið sig með prýði en aðrir hafi brugðist og dregið leynt og ljóst taum seljenda. Seljendum bera þeir líka misjafna sögu. Sumir hafi ekkert viljað gera og gefið þeim og kröfum þeirra langt nef eða þá brugðist við með hangandi haus og hendi meðan aðrir hafi haft góð orð um að bæta úr og leysa málið.

Skoðun

Nám­skeið fyrir for­eldra barna með ADHD

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar

Fjölmargir einstaklingar glíma við ofvirkni og athyglisbrest, sem oft er kallað ADHD (e. Attention Deficit Hyperactivity Disorder) í daglegu tali. Einkenni ADHD skjóta almennt upp kollinum snemma á æviskeiði einstaklings, þ.e. kringum 7 ára aldur, og getur haft áhrif á alla fasa lífsins t.d. í námi, í vinnu og í félagslegum samskiptum.

Skoðun

Offita, markaðsöfl og neysla

Hallgerður Hauksdóttir skrifar

Ýmislegt hefur verið leitt fram um ætlaðar ástæður offitufaraldurs sem geysar á Vesturlöndum. Ein kenning var um hættulega fituneyslu, hugmynd sem leiddi til aukinnar kolvetnavæðingar matvæla.

Skoðun

Þegar pólitíkusar mála sig út í horn

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Íslenzkir stjórnmálamenn hafa haft hægt um sig síðustu misseri. Smá sviptingar á meintri miðju, sem reyndar teygist yst út á hægri kant, milli Sigurðar Inga og Sigmundar Davíðs, þar sem sá fyrrnefndi hafði miklu betur, annars hefur andinn yfir stjórnmálavötnunum verið rólegur.

Skoðun

„Kallar eftir frelsun bænda“

Erna Bjarnadóttir skrifar

Daði Már Kristófersson prófessor í umhverfis- og auðlindafræði setti fram áhugaverða kenningu í kvöldfréttum Stöðvar 2 föstudaginn 16. september sl. Á honum var að skilja að bændur ættu í stórum stíl að hverfa frá þeim búgreinum sem þeir stunda í dag og hefja ræktun á jurtapróteini til manneldis.

Skoðun

Í upp­hafi þing­vetrar

Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar

Við upphaf nýs þingvetrar er að mörgu að hyggja, bæði hér heimafyrir og á alþjóðavísu. Efnahagsmálin munu koma til að vega þungt. Það er nauðsynlegt að ná tökum á verðbólgunni. Sem betur fer er atvinnuástand gott og allar mælingar sýna að heimilin standa almennt vel.

Skoðun

Fallegasta fangelsið

Gunnar Dan Wiium skrifar

Ég er að sjá það meira og meira að jörðin er fangelsi eins og vinur minn Sitting Bull orðaði það. Þetta er algjört tilgangsleysi og allt of stórt. Að fæðast hérna og vera bundin í þennan hjúp innan um 8 milljarða aðra.

Skoðun

Opið bréf til lög­manns Sælu­kots - svar við á­skorun um að draga um­mæli til baka

Margrét Eymundardóttir skrifar

Í bréfi Lilju Margrétar Olsen lögmanns, dagsettu 13. september, 2022 kemur fram að forsvarsmenn leikskólans Sælukots hafi leitað til hennar. Í bréfinu tilkynnir hún mér að ég, Margrét Eymundardóttir, eigi von á því að mér verði stefnt vegna ummæla minna og Maríu Leu Ævarsdóttur, Evu Drífudóttur og Kristbjargar Helgadóttur í Vísi 7. september sl.

Skoðun

Skiptir hamingja, gleði og vel­líðan máli í vinnunni?

Héðinn Sveinbjörnsson skrifar

Ef hamingja, gleði og vellíðan í lífinu skiptir máli þá JÁ! Öll, eða flest öll, erum við að gera okkar besta til að fara í gegnum lífið með þessi markmið að leiðarljósi, að upplifa hamingju, gleði og vellíðan. Satt best að segja gætum við eytt öllum okkar tíma í að ná þessum markmiðun, en er það raunhæft? Megum við eiga okkar skítadaga? Eigum við alltaf að brosa framan í heiminn þegar við mögulega viljum það ekki?

Skoðun

Ert þú Ljósberi?

Vilborg Anna Garðarsdóttir skrifar

Undanfarin ár hafa sannarlega verið átakamikil. Í slíku árferði hefur kvenmiðuð neyðaraðstoð líkt og sú sem UN Women sérhæfir sig í, sjaldan verið jafn mikilvæg. Konur og stúlkur á átakasvæðum upplifa mikinn skort, eru oft réttindalausar, fjárhagsleg staða þeirra hörmuleg og skortur á viðeigandi stuðningi.

Skoðun

Konurnar segja ósatt og varaformaðurinn lætur hafa sig að fífli

Jón Hjaltason og Brynjólfur Ingvarsson skrifa

Þrjár konur hafa borið „ónefnda karlaforystu“ Flokks fólksins á Akureyri – og „aðstoðarmenn þeirra“ – þungum sökum. Karlaforystan ónefnda erum við undirritaðir, Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason. Okkur tveimur er gefið að sök að hafa „sífellt lítilsvirt og hunsað“ konurnar þrjár og sagt þær „vitlausar“ og „geðveikar.“

Skoðun

Berg­mál

Sara Oskarsson skrifar

Á ári hverju deyja um 40 manns á Íslandi vegna sjálfsvíga og fyrir hvert sjálfsvíg eru áætlaðar um það bil 25 sjálfsvígstilraunir. Þetta þýðir um 1000 tilraunir á ári. Þeir einstaklingar sem eru á slíkri andlegri bjargbrún verða að teljast í virkri lífshættu. Þeirra á meðal eru börn.

Skoðun

Við og hinir

Símon Vestarr skrifar

Rétt upp hönd sem vill elska fólk og lifa í friði við allt og alla! Flestir rétta upp hönd og þeir sem gera það ekki hafa einhverjar tilgerðarlegar ástæður fyrir því – listrænan níhilisma eða táningastæla sem ekki náðist að vaxa upp úr.

Skoðun

Ekkert barn þarf að sitja eftir

Guðbjörg R. Þórisdóttir skrifar

Á þeim sex árum sem liðið hafa frá því lesfimipróf Menntamálstofnunar fór fyrst í almenna notkun hafa litlar breytingar orðið á niðurstöðum prófsins á landsvísu og hlutfall nemenda sem útskrifast úr grunnskóla undir lágmarksviðmiði í lesfimi enn um 30%.

Skoðun

Þjóð­tunga á köldum klaka

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar

„Að búa á Íslandi án þess að tala íslensku er meistaranám í höfnun, bæði félagslega og á atvinnumarkaðnum, með enga prófgráðu í sjónmáli” segir Michelle Spinei í áhugaverðri grein sem hún birti nýlega á visir.is. Þar lýsir hún af eigin raun þrautagöngu einstaklings af erlendum uppruna við að ná tökum á íslensku máli. Það lærdómsferðalag var „hlykkjóttur og grýttur malarvegur fullur af slæmum fallbeygingum”, eins og hún orðar það.

Skoðun

Söfn og dagur íslenskrar náttúru

Björk Þorleifsdóttir skrifar

Dagur íslenskrar náttúru er 16. september. Á þeim degi er söfnum hollt og mikilvægt að minna sig á að þau eiga ekki að vera og geta ekki verið hlutlaus þegar kemur að umhverfismálum.

Skoðun

Dagur ís­lenskrar náttúru

Jódís Skúladóttir skrifar

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september á ári hverju og meðvitund Þjóðarinnar verður sífellt sterkari um dýrmæti náttúru landsins.

Skoðun

Um narsis­isma og greiningar­skil­merki

Sigrún Arnardóttir skrifar

Skilgreining á Narsisima felur í sér að einstaklingur sé ófær um að finna til samkenndar með öðrum og sýni þ.a.l. þörfum annarra og líðan engan áhuga. Hann er einnig oftast afar upptekin af eigin ímynd og háður viðurkenningu og aðdáun annarra.

Skoðun