Er ekki bara best? Reynir Böðvarsson skrifar 8. október 2024 08:02 Kapítalisminn hefur þróast í átt að kerfi sem veldur gífurlegum ójöfnuði, ósjálfbærum vexti og félagslegu óréttlæti. Græðgin sem fylgir nútíma kapítalisma, þar sem áherslan er á hámarksgróða fyrir stórfyrirtæki og fjárfesta, hefur leitt til aukins bils milli hinna ríku og fátæku. Þó að kapítalismi hafi skilað efnahagslegum árangri fyrir suma, hefur kerfið einnig skapað djúpstæðan ójöfnuð í tekjum og lífsgæðum, bæði innan landa og á milli þeirra. Ríku löndin njóta margra auðæfa og ávinnings af hnattvæðingu, á meðan þróunarlönd sitja eftir með skertar auðlindir og vinnuafl sem er notað til að halda uppi lágu verði. Þegar stórfyrirtæki fá stöðugt meiri vald yfir stjórnmálum, hefur lýðræðið veikst og almannahagsmunir víkja fyrir hagsmunum fjármagnseigenda. Þetta sést vel í áformum sem snúa að loftslagsbreytingum, þar sem nauðsynlegum aðgerðum er í raun hafnað og í staðin farið út í gerviátök í formi einhverskonar viðskiptamódels þar sem arður fer til fjármagnseigenda en kostnaður fellur á almenning. Er þetta bara allt vonlaust eða er hægt að gera umbætur á okkar þjóðfélögum til þess að snúa af þessari ömurlegu vegferð. Það er augljóst að það þarf að styrkja lýðræðið á einhvern hátt og tryggja að stjórnmálastofnanir starfi í þágu almennings frekar en stórfyrirtækja. Þetta krefst strangari reglna um fjármögnun stjórnmála og kosninga, auk aukinnar þátttöku almennings í ákvarðanatöku, aukið beint lýðræði er ein af mörgum leiðum í þessa átt. En það er margt annað sem þarf að koma til, skattakerfið eins og það er útformað í flestum löndum í dag ýtir enn frekar á þessa neikvæðu þróun. Hærri skattar á stóreignafólk og alþjóðleg fyrirtæki er nauðsynlegt til þess að dreifa auðnum jafnar. Það þarf að loka skattaskjólum og beita skattlagningu á fjármagnstekjur og fyrirtækjagróða til að fjármagna opinbera þjónustu, menntun og heilbrigðiskerfi sem gagnast öllum. Ef núverandi þróun varðandi ofnýtingu náttúruauðlinda heldur áfram þá horfir ekki vel fyrir komandi kynslóðir, nauðsynlegur kostnaður flyst yfir á þær og þeim mun seinna sem gripið er til aðgerða þeim mun minni möguleiki er á að þjóðfélagið og þess stofnanir ráði við að fara í þær breytingar sem eru nauðsynlegar. Það þarf nú þegar að draga úr mengun og leggja áherslu á hringrásarhagkerfi, þar sem endurnýjanleiki er í fyrirrúmi, og skapa störf sem þjóna samfélagslegum hagsmunum. Til þess að fá samfélagslega sátt um þessar róttæku breytingar sem eru nauðsynlegar þá þarf að styrkja réttindi verkafólks, tryggja sanngjörn laun og bætt vinnuskilyrði, þá þarf að skapa jafnvægi á milli gróða fyrirtækja og hagsmuna almennings. Alþjóðlegar reglur og samningar sem tryggja lágmarkslaun og vinnuvernd gætu spornað gegn misnotkun fyrirtækja í fátækari löndum. Öflug velferðarkerfi geta veitt fólki fjárhagslegt öryggi, tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun og dregið úr ójöfnuði. Að auki hefur hugmyndin um grunnframfærslu (universal basic income) verið rædd sem möguleg lausn til að tryggja að allir hafi lágmarksafkomu og möguleika á að lifa með reisn. Það er ekki eftir neinu að bíða, á Íslandi þarf að koma í veg fyrir að nýfrjálshyggjuflokkar eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn hafi ítök í næstu ríkisstjórn og auðvitað verður að halda íhaldsflokkum eins og Miðflokknum og Flokki fólksins frá áhrifum. Framsóknarflokkinn geta allir notað sem uppfyllingu, þeir hafa enga stefnu aðra en að fá að sitja í ríkisstjórn. Eitt er þó alveg víst að það þarf Sósíalistaflokkinn inn á þing til þess að halda öðrum félagshyggjuflokkum frá freistingum nýfrjálshyggjunnar. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Kapítalisminn hefur þróast í átt að kerfi sem veldur gífurlegum ójöfnuði, ósjálfbærum vexti og félagslegu óréttlæti. Græðgin sem fylgir nútíma kapítalisma, þar sem áherslan er á hámarksgróða fyrir stórfyrirtæki og fjárfesta, hefur leitt til aukins bils milli hinna ríku og fátæku. Þó að kapítalismi hafi skilað efnahagslegum árangri fyrir suma, hefur kerfið einnig skapað djúpstæðan ójöfnuð í tekjum og lífsgæðum, bæði innan landa og á milli þeirra. Ríku löndin njóta margra auðæfa og ávinnings af hnattvæðingu, á meðan þróunarlönd sitja eftir með skertar auðlindir og vinnuafl sem er notað til að halda uppi lágu verði. Þegar stórfyrirtæki fá stöðugt meiri vald yfir stjórnmálum, hefur lýðræðið veikst og almannahagsmunir víkja fyrir hagsmunum fjármagnseigenda. Þetta sést vel í áformum sem snúa að loftslagsbreytingum, þar sem nauðsynlegum aðgerðum er í raun hafnað og í staðin farið út í gerviátök í formi einhverskonar viðskiptamódels þar sem arður fer til fjármagnseigenda en kostnaður fellur á almenning. Er þetta bara allt vonlaust eða er hægt að gera umbætur á okkar þjóðfélögum til þess að snúa af þessari ömurlegu vegferð. Það er augljóst að það þarf að styrkja lýðræðið á einhvern hátt og tryggja að stjórnmálastofnanir starfi í þágu almennings frekar en stórfyrirtækja. Þetta krefst strangari reglna um fjármögnun stjórnmála og kosninga, auk aukinnar þátttöku almennings í ákvarðanatöku, aukið beint lýðræði er ein af mörgum leiðum í þessa átt. En það er margt annað sem þarf að koma til, skattakerfið eins og það er útformað í flestum löndum í dag ýtir enn frekar á þessa neikvæðu þróun. Hærri skattar á stóreignafólk og alþjóðleg fyrirtæki er nauðsynlegt til þess að dreifa auðnum jafnar. Það þarf að loka skattaskjólum og beita skattlagningu á fjármagnstekjur og fyrirtækjagróða til að fjármagna opinbera þjónustu, menntun og heilbrigðiskerfi sem gagnast öllum. Ef núverandi þróun varðandi ofnýtingu náttúruauðlinda heldur áfram þá horfir ekki vel fyrir komandi kynslóðir, nauðsynlegur kostnaður flyst yfir á þær og þeim mun seinna sem gripið er til aðgerða þeim mun minni möguleiki er á að þjóðfélagið og þess stofnanir ráði við að fara í þær breytingar sem eru nauðsynlegar. Það þarf nú þegar að draga úr mengun og leggja áherslu á hringrásarhagkerfi, þar sem endurnýjanleiki er í fyrirrúmi, og skapa störf sem þjóna samfélagslegum hagsmunum. Til þess að fá samfélagslega sátt um þessar róttæku breytingar sem eru nauðsynlegar þá þarf að styrkja réttindi verkafólks, tryggja sanngjörn laun og bætt vinnuskilyrði, þá þarf að skapa jafnvægi á milli gróða fyrirtækja og hagsmuna almennings. Alþjóðlegar reglur og samningar sem tryggja lágmarkslaun og vinnuvernd gætu spornað gegn misnotkun fyrirtækja í fátækari löndum. Öflug velferðarkerfi geta veitt fólki fjárhagslegt öryggi, tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun og dregið úr ójöfnuði. Að auki hefur hugmyndin um grunnframfærslu (universal basic income) verið rædd sem möguleg lausn til að tryggja að allir hafi lágmarksafkomu og möguleika á að lifa með reisn. Það er ekki eftir neinu að bíða, á Íslandi þarf að koma í veg fyrir að nýfrjálshyggjuflokkar eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn hafi ítök í næstu ríkisstjórn og auðvitað verður að halda íhaldsflokkum eins og Miðflokknum og Flokki fólksins frá áhrifum. Framsóknarflokkinn geta allir notað sem uppfyllingu, þeir hafa enga stefnu aðra en að fá að sitja í ríkisstjórn. Eitt er þó alveg víst að það þarf Sósíalistaflokkinn inn á þing til þess að halda öðrum félagshyggjuflokkum frá freistingum nýfrjálshyggjunnar. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun