Er ekki bara best? Reynir Böðvarsson skrifar 8. október 2024 08:02 Kapítalisminn hefur þróast í átt að kerfi sem veldur gífurlegum ójöfnuði, ósjálfbærum vexti og félagslegu óréttlæti. Græðgin sem fylgir nútíma kapítalisma, þar sem áherslan er á hámarksgróða fyrir stórfyrirtæki og fjárfesta, hefur leitt til aukins bils milli hinna ríku og fátæku. Þó að kapítalismi hafi skilað efnahagslegum árangri fyrir suma, hefur kerfið einnig skapað djúpstæðan ójöfnuð í tekjum og lífsgæðum, bæði innan landa og á milli þeirra. Ríku löndin njóta margra auðæfa og ávinnings af hnattvæðingu, á meðan þróunarlönd sitja eftir með skertar auðlindir og vinnuafl sem er notað til að halda uppi lágu verði. Þegar stórfyrirtæki fá stöðugt meiri vald yfir stjórnmálum, hefur lýðræðið veikst og almannahagsmunir víkja fyrir hagsmunum fjármagnseigenda. Þetta sést vel í áformum sem snúa að loftslagsbreytingum, þar sem nauðsynlegum aðgerðum er í raun hafnað og í staðin farið út í gerviátök í formi einhverskonar viðskiptamódels þar sem arður fer til fjármagnseigenda en kostnaður fellur á almenning. Er þetta bara allt vonlaust eða er hægt að gera umbætur á okkar þjóðfélögum til þess að snúa af þessari ömurlegu vegferð. Það er augljóst að það þarf að styrkja lýðræðið á einhvern hátt og tryggja að stjórnmálastofnanir starfi í þágu almennings frekar en stórfyrirtækja. Þetta krefst strangari reglna um fjármögnun stjórnmála og kosninga, auk aukinnar þátttöku almennings í ákvarðanatöku, aukið beint lýðræði er ein af mörgum leiðum í þessa átt. En það er margt annað sem þarf að koma til, skattakerfið eins og það er útformað í flestum löndum í dag ýtir enn frekar á þessa neikvæðu þróun. Hærri skattar á stóreignafólk og alþjóðleg fyrirtæki er nauðsynlegt til þess að dreifa auðnum jafnar. Það þarf að loka skattaskjólum og beita skattlagningu á fjármagnstekjur og fyrirtækjagróða til að fjármagna opinbera þjónustu, menntun og heilbrigðiskerfi sem gagnast öllum. Ef núverandi þróun varðandi ofnýtingu náttúruauðlinda heldur áfram þá horfir ekki vel fyrir komandi kynslóðir, nauðsynlegur kostnaður flyst yfir á þær og þeim mun seinna sem gripið er til aðgerða þeim mun minni möguleiki er á að þjóðfélagið og þess stofnanir ráði við að fara í þær breytingar sem eru nauðsynlegar. Það þarf nú þegar að draga úr mengun og leggja áherslu á hringrásarhagkerfi, þar sem endurnýjanleiki er í fyrirrúmi, og skapa störf sem þjóna samfélagslegum hagsmunum. Til þess að fá samfélagslega sátt um þessar róttæku breytingar sem eru nauðsynlegar þá þarf að styrkja réttindi verkafólks, tryggja sanngjörn laun og bætt vinnuskilyrði, þá þarf að skapa jafnvægi á milli gróða fyrirtækja og hagsmuna almennings. Alþjóðlegar reglur og samningar sem tryggja lágmarkslaun og vinnuvernd gætu spornað gegn misnotkun fyrirtækja í fátækari löndum. Öflug velferðarkerfi geta veitt fólki fjárhagslegt öryggi, tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun og dregið úr ójöfnuði. Að auki hefur hugmyndin um grunnframfærslu (universal basic income) verið rædd sem möguleg lausn til að tryggja að allir hafi lágmarksafkomu og möguleika á að lifa með reisn. Það er ekki eftir neinu að bíða, á Íslandi þarf að koma í veg fyrir að nýfrjálshyggjuflokkar eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn hafi ítök í næstu ríkisstjórn og auðvitað verður að halda íhaldsflokkum eins og Miðflokknum og Flokki fólksins frá áhrifum. Framsóknarflokkinn geta allir notað sem uppfyllingu, þeir hafa enga stefnu aðra en að fá að sitja í ríkisstjórn. Eitt er þó alveg víst að það þarf Sósíalistaflokkinn inn á þing til þess að halda öðrum félagshyggjuflokkum frá freistingum nýfrjálshyggjunnar. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Róttæk hugsun Fastir pennar Refsivöndur Moskvuvaldsins Auðunn Arnórsson Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Opinberar yfirheyrslur Jón Kaldal Fastir pennar Undirfjármagnaður Háskóli Aron Ólafsson Skoðun Bæði betra Sara McMahon Bakþankar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Kapítalisminn hefur þróast í átt að kerfi sem veldur gífurlegum ójöfnuði, ósjálfbærum vexti og félagslegu óréttlæti. Græðgin sem fylgir nútíma kapítalisma, þar sem áherslan er á hámarksgróða fyrir stórfyrirtæki og fjárfesta, hefur leitt til aukins bils milli hinna ríku og fátæku. Þó að kapítalismi hafi skilað efnahagslegum árangri fyrir suma, hefur kerfið einnig skapað djúpstæðan ójöfnuð í tekjum og lífsgæðum, bæði innan landa og á milli þeirra. Ríku löndin njóta margra auðæfa og ávinnings af hnattvæðingu, á meðan þróunarlönd sitja eftir með skertar auðlindir og vinnuafl sem er notað til að halda uppi lágu verði. Þegar stórfyrirtæki fá stöðugt meiri vald yfir stjórnmálum, hefur lýðræðið veikst og almannahagsmunir víkja fyrir hagsmunum fjármagnseigenda. Þetta sést vel í áformum sem snúa að loftslagsbreytingum, þar sem nauðsynlegum aðgerðum er í raun hafnað og í staðin farið út í gerviátök í formi einhverskonar viðskiptamódels þar sem arður fer til fjármagnseigenda en kostnaður fellur á almenning. Er þetta bara allt vonlaust eða er hægt að gera umbætur á okkar þjóðfélögum til þess að snúa af þessari ömurlegu vegferð. Það er augljóst að það þarf að styrkja lýðræðið á einhvern hátt og tryggja að stjórnmálastofnanir starfi í þágu almennings frekar en stórfyrirtækja. Þetta krefst strangari reglna um fjármögnun stjórnmála og kosninga, auk aukinnar þátttöku almennings í ákvarðanatöku, aukið beint lýðræði er ein af mörgum leiðum í þessa átt. En það er margt annað sem þarf að koma til, skattakerfið eins og það er útformað í flestum löndum í dag ýtir enn frekar á þessa neikvæðu þróun. Hærri skattar á stóreignafólk og alþjóðleg fyrirtæki er nauðsynlegt til þess að dreifa auðnum jafnar. Það þarf að loka skattaskjólum og beita skattlagningu á fjármagnstekjur og fyrirtækjagróða til að fjármagna opinbera þjónustu, menntun og heilbrigðiskerfi sem gagnast öllum. Ef núverandi þróun varðandi ofnýtingu náttúruauðlinda heldur áfram þá horfir ekki vel fyrir komandi kynslóðir, nauðsynlegur kostnaður flyst yfir á þær og þeim mun seinna sem gripið er til aðgerða þeim mun minni möguleiki er á að þjóðfélagið og þess stofnanir ráði við að fara í þær breytingar sem eru nauðsynlegar. Það þarf nú þegar að draga úr mengun og leggja áherslu á hringrásarhagkerfi, þar sem endurnýjanleiki er í fyrirrúmi, og skapa störf sem þjóna samfélagslegum hagsmunum. Til þess að fá samfélagslega sátt um þessar róttæku breytingar sem eru nauðsynlegar þá þarf að styrkja réttindi verkafólks, tryggja sanngjörn laun og bætt vinnuskilyrði, þá þarf að skapa jafnvægi á milli gróða fyrirtækja og hagsmuna almennings. Alþjóðlegar reglur og samningar sem tryggja lágmarkslaun og vinnuvernd gætu spornað gegn misnotkun fyrirtækja í fátækari löndum. Öflug velferðarkerfi geta veitt fólki fjárhagslegt öryggi, tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun og dregið úr ójöfnuði. Að auki hefur hugmyndin um grunnframfærslu (universal basic income) verið rædd sem möguleg lausn til að tryggja að allir hafi lágmarksafkomu og möguleika á að lifa með reisn. Það er ekki eftir neinu að bíða, á Íslandi þarf að koma í veg fyrir að nýfrjálshyggjuflokkar eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn hafi ítök í næstu ríkisstjórn og auðvitað verður að halda íhaldsflokkum eins og Miðflokknum og Flokki fólksins frá áhrifum. Framsóknarflokkinn geta allir notað sem uppfyllingu, þeir hafa enga stefnu aðra en að fá að sitja í ríkisstjórn. Eitt er þó alveg víst að það þarf Sósíalistaflokkinn inn á þing til þess að halda öðrum félagshyggjuflokkum frá freistingum nýfrjálshyggjunnar. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar