Skoðun

Leigubílstjórar eru ekki börn

Jóhannes Stefánsson skrifar

Íslenskir leigubílstjórar hafa það ekkert sérstaklega gott. Á síðasta ári voru regluleg heildarlaun einka- leigu- og sendibifreiðastjóra kr. 579.000,- á mánuði, að meðaltali. Eins og við hin þurfa þeir að hafa í sig og á, borga af lánum og þvíumlíkt.

Skoðun

Almenna okurfélagið

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Spákaupmennskufélagið Gamma stofnaði Almenna leigufélagið á árunum eftir Hrun, keypti upp íbúðir þegar fasteignaverð féll í kjölfar þess að þúsundir fjölskyldna missti heimili sín. Og leigðu þessar íbúðir út á háu verði, stundum til sama fólksins sem hafði misst íbúðirnar

Skoðun

Höfnum nýjum lögum um leigu­bif­reiðar

Daníel O. Einarsson skrifar

Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur svo sem kunnugt er af fréttum. Frami, félag leigubifreiðastjóra, og Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra hafa lagst gegn frumvarpinu. Gild ástæða er til að útlista betur röksemdir samtaka leigubifreiðastjóra þar sem misskilnings hefur gætt í umfjöllun fjölmiðla undanfarnar vikur.

Skoðun

Ör­laga­ríkir dagar á Al­þingi

Drífa Snædal skrifar

Nú er lokaspretturinn á Alþingi fyrir sumarfrí og þrefað og samið um hvaða mál ná framgangi og hver ekki. Það er áhugavert að fylgjast með því, þar sem þetta eru síðustu þinglok á þessu kjarasamningstímabili og því síðustu forvöð að gera þær lagabreytingar sem lýst var yfir að ætti að gera í tengslum við kjarasamningana 2019.

Skoðun

Af­nemum tryggðar­skatta

Friðrik Þór Snorrason skrifar

Í viðskiptum tíðkast almennt að tryggð viðskiptavina skili sér í betri kjörum til lengri tíma. Einn þeirra geira sem sterkar vísbendingar eru um að sé undanskilinn þessu lögmáli eru tryggingar.

Skoðun

Um leynda þræði milli Inga Freys, Reynis Trausta­sonar og Guð­mundar í Brimi

Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar

Stundin birti furðulegt viðtal við mig um tengsl okkar Alexanders Moshinsky í Hvíta-Rússlandi í síðasta blaði. Efnislega er þessum skrifum annars vegar ætlað að skapa þeirri fullyrðingu trúverðugt yfirbragð að Vinnslustöðin eða eigendur hennar hafi átt eða eigi About Fish á Tortóla, félag sem síðar eigi fyrirtæki sem flytji fisk til Hvíta-Rússlands, og hins vegar að Alexander Moshinsky hafi lánað eigendum Vinnslustöðvarinnar, þar með sjálfum mér, fjármuni til kaupa á hlutabréfum í Vinnslustöðinni.

Skoðun

Þegar konur taka pláss á skjánum...

Eva Sigurðardóttir skrifar

Síðastliðinn sunnudag var lokaþáttur af sjónvarpsþáttunum Vitjanir sýndur á RÚV. Var það einstaklega spennandi fyrir mig þar sem ég er jú leikstjóri þáttanna. Handritið er unnið af okkur Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur og Völu Þórsdóttur og skartar verkið konum í flestum aðal hlutverkum.

Skoðun

Hvernig vill full­orðna fólkið hafa Laugar­dalinn?

Ævar Harðarson skrifar

Kæru íbúar í Laugardal. Viljið þið taka þátt í netkönnun um hvernig hægt er að gera borgarhlutann ykkar enn betri? Netkönnunin er hluti af hluti af hugmynda- og upplýsingaöflun vegna vinnu við hverfisskipulag í ykkar borgarhluta, sem nær til hverfanna Laugarnes, Langholt og Voga.

Skoðun

Áframhaldandi vandræði í Reykjavík

Jónas Elíasson skrifar

Nú eru kominn meirihluti í borgarstjórninni og búið að birta helstu mál. Þetta eru allt mjúk mál, en svo býður hin pólitíska tíska. Þar heyrðist lítið um helstu og dýrustu vandamál borgarinnar, fjármálin og samgöngumálin. Að vísu kom smá athugasemd um að næturstrætó myndi koma. Hann mun reynast borginni dýrari en nokkurn mann grunar í dag, en sjáum nú til.

Skoðun

Fræðum fólkið!

Dylan af Edinborg skrifar

Ég var reyndar ekki spurður álits en í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna hefði ég innt frambjóðendur eftir því hvað þeir hyggðust gera til að bæta aðbúnað og lífskjör okkar hunda í Reykjavík.

Skoðun

Ekki spretta grös við ein­samlan þurrk

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir,Halla Signý Kristjánsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson skrifa

Sú staða sem uppi er í heiminum í dag minnir okkur rækilega á hversu mikilvægt það er að tryggja fæðuöryggi í landinu. Innlend framleiðsla mun seint geta uppfyllt alla þá fjölbreytni sem eftirspurnin krefst.

Skoðun

Grænir hvatar í bláu hafi

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Í dag, 8. júní, er alþjóðlegur dagur hafsins, en Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað hafinu þennan dag síðan árið 2008. Þótt það sé vissulega við hæfi alla daga að meta hafið að verðleikum er það sérstaklega við hæfi í dag.

Skoðun

Hafið og hring­rásar­hag­kerfið

Freyr Eyjólfsson skrifar

Innleiðing hringrásarhagkerfis er eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni við hamfarahlýnun og plastmengun. Núverandi línulegt hagkerfi í löndum heims byggist á ósjálfbærri nýtingu auðlinda og miðast við að framleiða – kaupa – nota – henda – og kaupa nýtt.

Skoðun

Viltu með mér vaka?

Halla Hrund Logadóttir skrifar

Bjartsýnin skýtur rótum í beðum hugans á björtustu dögum ársins. Og um leið og við böðum okkur í mjúkri birtu miðnætursólarinnar og hlökkum til ferðalaga sumarsins tendrast ást okkar á landinu. Og öllu því sem það býr yfir. Vatnið í ánni, orkan í náttúrunni og ferska loftið sem fyllir lungun. Við finnum tært í huga og hjarta að yfir því viljum við vaka og sofa. Vernda og nýta þannig að framtíðarkynslóðir geti verið stoltar af. Ánægðar með forgangsröðun og uppskeru forvera.

Skoðun

Of stór biti í háls

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Skipan utanríkismála og varna landsins er eitthvert mikilvægasta viðfangsefni ríkisstjórna á hverjum tíma. Það er því viðvarandi verkefni að tryggja að við fylgjum þróuninni fast eftir.

Skoðun

Hvers vegna ekki félagshyggju og mannúð í Reykjavík?

Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Úrslit þessara kosninga voru áhugaverð að mörgu leyti en að öðru ekki. Sumir flokkar unnu mikið á, aðrir ekki. Meirihlutinn féll. Reyndar eins og í síðustu og þar síðustu kosningum. Við sjáum að fylgið hrundi hjá hægrinu og hefðbundnum vinstri flokkum. Það var sveifla frá hægri vængnum yfir á miðju, og frá miðjuvinstrinu yfir á róttækari flokka í borginni. Sósíalistar unnu mikið á ásamt Pírötum og Framsókn nær inn fjórum. Svo voru aðrir flokkar sem töpuðu fylgi. Þar með talið tveir þeirra sem nú mynda hinn nýja meirihluta.

Skoðun

Bann gegn guðlasti lögfest á ný

Eyjólfur Ármannsson skrifar

Fyrir Alþingi liggur frumvarp forsætisráðherra um breytingu á lögum jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Lagt er til að fjölga mismununarþáttum þannig að lögin gildi ekki eingöngu um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna heldur einnig um jafna meðferð óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins utan vinnumarkaðar.

Skoðun

Undraplantan kannabis

Gunnar Dan Wiium skrifar

Í nokkur ár núna hef ég tekið inn svokallaða kannabínóða. Fyrir þau ykkar sem ekki vita hvað ég er að tala um þá ber að nefna kannabínóðana CBD og THC. Þessir tveir kannabínóðar eru þó bara 2 af þekktum 130 kannabínóðum sem finnast í undraplöntunni Cannabis sativa. Mig langar að skrifa hér nokkur orð um þetta ferli mitt og kannski útskýra aðeins hvað þessir kannabínóðar gera og afhverju þeir eru að virka svona vel við allskonar misalvarlegum kvillum.

Skoðun

Hvernig væri að þýða tölvuleiki?

Sigurður Karl Pétursson skrifar

Fyrir örfáum dögum bárust þær fréttir frá Frönsku akademíunni, sem hefur það hlutverk að rækta franska tungu, að ákveðið hefði verið að banna ýmis tökuorð sem tengjast tölvuleikjum og nota í staðin frönsk heiti.

Skoðun

Heimskra manna ráð

Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar

Það var athyglisvert að sjá Flosa Eiríksson, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, sópa af borðinu tillögur Atvinnufjelagsins um að vaktaálagsmál verði tekin til endurskoðunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 (4. júní sl.).

Skoðun

Sitt­hvað um hunda, en ekkert um leigj­endur

Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar

Samstarfssáttmáli nýs borgarstjórnarmeirihluta leit dagsins ljós í gær eftir tæplega þriggja vikna yfirlegu og samtal. Það var tilefni til þess að vera vongóður fyrir hönd leigjenda þegar þessar viðræður hófust stuttu eftir kosningarnar 14. maí.

Skoðun

Þau eru eins og snjó­korn

Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Ég var að vonast til að það væri að koma sumar og ég myndi hætta að hugsa um snjóinn og kuldann í smá tíma, en svo virðist sem skarðabörn séu út í kuldanum hjá Sjúkratryggingum Íslands og því hugsa ég um kuldan á hverjum degi, þar sem mig og minni fjölskyldu kvíðir fyrir næstu tímum hjá sérfræðingi fyrir barnið okkar þar sem hann fær ekki 95% niðurgreiðslu vegna fæðingargalla lengur.

Skoðun

Leggjum raun­veru­lega á­herslu á skaða­minnkun

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Mér barst nýlega svar frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi um vörslu ávana- og fíkniefna til eigin nota. Svarið sem ég fékk var því miður ófullkomið, sem sagt á þá leið að ekki væri unnt að fá svar varðandi umbeðið tímabil. Tilgangur fyrirspurnarinnar var að skoða þróun lagaframkvæmdar varðandi ávana- og fíkniefni sem lýtur að vörslu svonefndra neysluskammta.

Skoðun

Hentifræði eru tímasóun

Þórarinn Hjartarson skrifar

Tími og orka stórs hluta ungs fólks í vestrænum samfélögum er eytt í vitleysu innan veggja háskólasamfélaga. Á hverjum degi mæta tugir þúsunda ungmenna til kennslu stýrt af hugmyndafræðing með jesúkomplexa sem telur sig vera andsvar óréttlætis í heiminum og sannfærir nemendur um að allir sem efist um ágæti hugsjóna hans sé ofbeldisfólk. Verðleikar þátttakenda í þeirri kennslustofu eru metnir eftir kyni, kynþætti, kynhneigð, líkamsbyggingu ásamt öðrum þáttum sem veita engar upplýsingar um ágæti hugmynda þeirra.

Skoðun

Ein borg á höfuðborgarsvæðinu

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Tíminn hefur einfaldlega fellt núverandi stjórnkerfi á höfuðborgarsvæðinu. Það er löngu kominn tími til að breyta því. Við búum við vont kerfi

Skoðun