Sport

Modrić hetja Real Madríd

Gamla brýnið Luka Modrić reyndist hetja toppliðs Real Madríd þegar hann skoraði eina markið í sigri á Sevilla í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Sigurinn þýðir að Real er nú með 8 stiga forskot á toppi deildarinnar.

Fótbolti

Ekkert fær Inter stöðvað

Inter, topplið Serie A – ítölsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, stefnir hraðbyr á meistaratitilinn þar í landi. Liðið vann 4-0 sigur á Lecce í dag á meðan nágrannar þess í AC Milan gerðu 1-1 jafntefli við Atalanta.

Fótbolti

„Þurfa að finna sárs­aukann“

„Við sköpuðum fjögur til sex frábær færi en tókst ekki að skora,“ sagði heldur súr Mauricio Pochettino eftir 0-1 tap sinna manna í Chelsea gegn Liverpool í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. Chelsea kom boltanum vissulega einu sinni í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Enski boltinn

Ó­stöðvandi Celtics unnu áttunda leikinn í röð

Boston Celtics unnu áttunda leik sinn í röð, 116-102 gegn New York Knicks. Paulo Banchero tryggði Orlando Magic sigur með villuskoti þegar innan við sekúnda var eftir og Kevin Durant varð níundi stigahæsti leikmaður í sögu NBA deildarinnar. 

Körfubolti

„Klikkuðum á grunn­at­riðinum“

„Við vorum ekki líkir sjálfum okkur í fyrri hálfleik. Við vorum mikið betri í seinni hálfleik þangað til þriðja markið sló okkur niður,“ sagði Eddie Howe eftir 4-1 tap sinna manna í Newcastle United gegn Arsenal á Emirates-vellinum í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Stelpurnar úr leik

Íslenska stúlknalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngra mátti þola 2-1 tap gegn Finnlandi í seinni umferð undankeppni EM sem fram fer síðar á þessu ári. Tapið þýðir að Ísland er úr leik.

Fótbolti