Sport

Rauðu djöflarnir á­fram tap­lausir

Manchester United lagði FCSB 2-0 þegar liðin mættust í Rúmeníu. Sigurinn gulltryggði sæti Rauðu djöflanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í knattspyrnu. Þrátt fyrir að enda í 3. sæti deildarkeppninnar eru lærisveinar Rúben Amorim eina taplausa liðið í keppninni.

Fótbolti

Orri Steinn nýtti tæki­færið

Orri Steinn Óskarsson fékk tækifæri í byrjunarliði Real Sociedad í kvöld þegar liðið tók á móti PAOK í Evrópudeild karla í knattspyrnu. Hann gat vart nýtt tækifærið betur og skoraði bæði mörk Sociedad í 2-0 sigri.

Fótbolti

Ó­sam­mála Al­freð: „Auð­vitað er þetta bak­slag“

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu eru úr leik á HM í handbolta, eftir tap gegn Portúgal í framlengdum spennutrylli í gær. Fyrrverandi landsliðsmenn Þýskalands eru algjörlega ósammála Alfreð um hvað þýði að hafa fallið úr leik í 8-liða úrslitum.

Handbolti

Oggi snýr aftur heim

Þorgils Jón Svölu Baldursson, línu- og varnarmaður, mun leika á ný með Val það sem eftir lifir leiktíðar í handboltanum hér á landi.

Handbolti

Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag

„Það eru allir meiddir,“ segir Denis Spoljaric, aðstoðarmaður Dags Sigurðssonar hjá króatíska landsliðinu. Menn ætla þó að harka af sér í kvöld, gegn Frökkum í undanúrslitum á HM, og stórstjarnan sem Dagur var vændur um að hafa rifist við hefur nú bæst í hópinn.

Handbolti

Datt af hest­baki og er á bata­vegi: „Er rétt að skríða saman“

Óvíst er hversu mikið þjálfari karlaliðs Grindavíkur í körfubolta, Jóhann Þór Ólafsson, getur látið til sín taka á hliðarlínunni í leik liðsins gegn Stjörnunni í Bónus deildinni í kvöld. Jóhann Þór datt af hestbaki í aðdraganda síðasta leiks Grindavíkur og er enn að jafna sig eftir að hafa fengið heilahristing. 

Körfubolti

Ýmis­legt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“

Grind­víkingar hafa blásið í her­lúðra í Bónus deildinni í körfu­bolta og nýverið kynnt komu þriggja nýrra leik­manna. Einn þeirra er fyrr­verandi NBA leik­maður. Þjálfari liðsins, Jóhann Þór Ólafs­son, segir pirring hafa gert vart um sig í leik­manna­hópnum varðandi ákveðna hluti. Hann bindur vonir við að þessar breytingar lagi það. Að menn fari að sjá ljósið og brosa aftur.

Körfubolti