Viðskipti erlent

Andstaða við evruna eykst í Danmörku

Andstaðan við að taka upp evruna hefur aukist á meðal Dana í efnahagskreppunni sem riðið hefur yfir að undanförnu. Áratugur er nú liðinn síðan Danir felldu aðild að myntbandalagi ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu og í nýrri könnun Jótlandspóstsins hefur andstaðan aukist. rúm 48 prósent aðspurðra segjast ekki vilja skipta á dönsku krónunni og evru en 45 prósent vilja það. Fyrir ári síðan sögðu 46 prósent nei, en árið 2003 töldu andstæðingarnir aðeins um 30 prósent landsmanna.

Viðskipti erlent

Zuckerberg veitir risastyrk til menntunar í New Jersey

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook samskiptasíðunnar, gaf á föstudaginn 100 milljónir bandaríkjadala í sjóð sem er ætlað að styðja við menntun í Newark í New Jersey. Hann var hræddur um að opinber umfjöllun um málið yrði lituð af umfjöllun um kvikmyndina „The Social Network". Upphæðin samsvarar 11,5 milljörðum króna.

Viðskipti erlent

Stærsta skóbúð í heimi opnar í Lundúnum

Þeir sem eru gefnir fyrir skó ættu ef til vill að kíkja til Lundúna á næstunni. Þar er nefnilega nýbúið að opna stærstu skóverslun í heimi. Í 35 þúsund fermetra rými er hægt að velja um 5000 skópör og á verslunin mörg fleiri á lager.

Viðskipti erlent

HM bætti fjárhagsstöðu S-Afríku

Tekjur Suður-Afríku vegna HM í knattspyrnu sem fram fór þar í landi í sumar leiddu til þess að tekjuhalli ríkissjóðs í landinu á öðrum ársfjórðungi hefur ekki verið minni í sex ár. Reuters fréttastofan segir þó að neytendur í landinu hafi haldið að sér höndum því þeir hafi áhyggjur af atvinnuástandi og skuldum.

Viðskipti erlent

Sjálfbærastir sjötta árið í röð

Þýski bílaframleiðandinn BMW hefur verið metinn „sjálfbærasti bílaframleiðandi heims“ í sjálfbærnivísitölu Dow Jones. Þetta er sjötta árið í röð sem bílaframleiðandinn er í efsta sæti á listanum.

Viðskipti erlent

Boeing gerir 430 milljarða samning við Rússa

Bandaríski flugvélarisinn Boeing hefur gert samning upp á 3,7 milljarða dollara, eða um 430 milljarða kr., við rússneska ríkisfyrirtækið Russian Technologies. Um er að ræða sölu á 50 Boeing 737 vélum sem Russian Technologies leigir síðan til Aeroflot flugfélagsins.

Viðskipti erlent