Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu

Landsréttur hefur ógilt ákvörðun ÁTVR um að neita að taka koffíndrykkinn Shaker til sölu á reynslu. Rétturinn taldi ÁTVR ekki stætt á að neita að selja drykkinn með vísan til lýðheilsusjónarmiða, meðal annars um að ungmenni sæki frekar í kolsýrða koffíndrykki en aðrir.

Viðskipti innlent


Fréttamynd

Heimar kaupa um­deild hús á rúma sex milljarða

Heimar hf. hafa undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í Tryggvagötu ehf., sem á fasteignirnar að Tryggvagötu 10 og 14. Fasteignirnar hýsa Exeter hótelið og samskiptafélagið Aton. Bygging fasteignanna var mjög umdeild enda var friðað hús rifið til þess að þeim yrði komið fyrir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fleiri hluta­störf: „Viltu vera memm?“

„Við erum sem dæmi með 48 þjóðerni í starfi hjá okkur og höfum því sannarlega reynslu af því að starfa með fólki með ólíkan bakgrunn og menningu,“ segir Vaka Ágústsdóttir mannauðsstjóri IKEA.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Ofurstinn flytur til Texas

Höfuðstöðvar skyndibitakeðjunnar Kentucky Fried Chicken verða fluttar frá Louisville í Kentucky til Plano í Texas. Þetta tilkynntu forsvarsmenn Yum Brands, móðurfélags KFC, í gær. Fyrirtækið víðfræga var, eins og nafnið gefur til kynna, stofnað í Kentucky.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“

Þingflokksformaður Framsóknar segir áform fjármálaráðherra um að breyta tollflokkun pitsaosts íblönduðum jurtaolíu geta haft víðtæk og alvarleg áhrif á íslenska bændur og matvælaframleiðslu. „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta.“

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Ís­landi

Hulda Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem framkvæmdastjóri heilbrigðistæknifyrirtækisins Nox Medical. Hulda tekur við starfinu af Ingvari Hjálmarssyni en hún tekur jafnframt sæti í í framkvæmdastjórn móðurfélgas fyrirtækisins, Nox Health í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent