PlayStation 5 slær Xbox 360 við Japanska fyrirtækið Sony hefur selt 84,2 milljónir eintaka af PlayStation 5 leikjatölvunni. Þannig hefur tölvan formlega tekið fram úr Xbox 360 leikjatölvunni og öllum öðrum leikjatölvum Microsoft í gegnum árin. Viðskipti erlent 11.11.2025 16:05
Stöðva rekstur Vélfags Stjórnendur Vélfags hafa ákveðið að stöðva starfsemi fyrirtækisins tímabundið og senda alla starfsmenn heim á meðan dóms er beðið í máli fyrirtækisins gegn íslenska ríkinu. Viðskipti innlent 11.11.2025 15:31
Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Breka Karlssyni, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, finnst með ólíkindum að bankarnir hafi fengið að komast upp með að loka fyrir lán svo vikum skiptir í skugga dóms hæstaréttar um ólöglega skilmála. Auk þess hafi bankarnir vel borð fyrir báru til að taka betur utan um viðskiptavini sína og lækka vexti á húsnæðismarkaði. Neytendur 11.11.2025 14:23
Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sýnatökur íslenska námafélagsins Amaroq hafa staðfest hátt hlutfall sinks, blýs og silfurs ásamt háu hlutfalli af germani, gallíni og kadmíni, sem Evrópusambandið og Bandaríkin skilgreina sem svokallaða „þjóðaröryggis-málma“ í Black Angel námunni á Grænlandi. Jafnframt hefur félagið formlega uppfyllt öll skilyrði kaupsamnings vegna áður tilkynntra kaupa félagsins á Black Angel námunni. Viðskipti innlent 11.11.2025 10:14
Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Utanríkisráðuneytið segir Vélfag hafa ítrekað grafið undan undanþágu sem það fékk frá þvingunaraðgerðum og því hafi framlengingu á henni verið hafnað. Vélfag hefur hafnað því að tengjast enn rússnesku félagi á þvingunarlista en stjórnarformaður þess hefur átt í viðskiptum við það á öðrum vettvangi. Viðskipti innlent 11.11.2025 10:05
Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Gagnaversfyrirtækið atNorth hefur ráðið tvo nýja stjórnendur í þróunarteymi fyrirtækisins. Bára Hlín Kristjánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður verkefnastjórnunar og vörustjórnunar og Hallgrímur Örn Arngrímsson forstöðumaður þróunar og afhendingar nýrra gagnavera á Íslandi. Viðskipti innlent 11.11.2025 10:01
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Að byrja að vinna á ný í sorg Síðustu vikurnar hefur Atvinnulífið fjallað um ýmiss áföll í vinnu. Allt frá uppsögnum yfir í að samstarfsfélagi eða við sjálf greinumst með krabbamein. Atvinnulíf 11.11.2025 07:02
„Lafufu“ geti verið hættuleg Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur varað við eftirlíkingum af Labubu tuskudýrum, eða svokölluðum Lafufu. Á dögunum voru um 35.000 stykki af Lafufu gerð upptæk í Portúgal. Neytendur 10.11.2025 15:28
Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Utanríkisráðherra synjaði beiðni norðlenska fyrirtækisins Vélfags um framlengingu á tímabundinni undanþágu frá þvingunaraðgerðum gegn félaginu. Þvingununum var beitt vegna grunsemda um tengsl fyrirtækisins við Rússa sem sæta refsiaðgerðum vegna stríðsins í Úkraínu. Viðskipti innlent 10.11.2025 14:58
Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Arion banki hefur kynnt nýtt húsnæðislánaframboð í kjölfar óvissunnar sem skapaðist á íbúðalánamarkaði í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar í máli gegn Íslandsbanka. Nú verða í boði verðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja eða fimm ára og lánstíma allt að þrjátíu ár og einnig óverðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja ára, með lánstíma allt að fjörutíu ár. Viðskipti innlent 10.11.2025 14:41
„Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í hringrás hjá Umhverfis- og orkustofnun, UOS, hvetur fólk til að staldra við og íhuga hvort það raunverulega hafi þörf fyrir vörur eða flíkur sem það hefur hugsað sér að versla á afsláttardegi á morgun eða í lok mánaðar. Neytendur 10.11.2025 14:01
Bird skellt í lás Skemmtistaðnum Bird á horni Tryggvagötu og Hafnarstrætis í miðbæ Reykjavíkur var skellt í lás í síðasta sinn í gærkvöldi. Um eitt og hálft ár er síðan staðurinn opnaði í því sem áður höfðu verið húsakynni Frederiksen. Viðskipti innlent 10.11.2025 11:19
Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Dómstóll í Bretlandi hefur hafnað lögbannskröfu Regeneron Pharmaceuticals og Bayer, sem beindist að Alvotech og þjónustuaðila félagsins í Bretlandi. Dómstóllinn hafnaði þar með kröfu frumlyfjafyrirtækjanna um að Alvotech yrði bannað að framleiða birgðir af AVT06, hliðstæðu líftæknilyfsins Eylea (aflibercept), til markaðssetningar í Bretlandi, á Evrópska efnahagssvæðinu og öðrum mörkuðum utan Evrópu. Þessi niðurstaða mun auðvelda markaðssetningu lyfsins eftir að viðbótarvernd á einkaleyfum Eylea í Evrópu rennur út, sem er 23. nóvember næstkomandi. Viðskipti innlent 10.11.2025 10:29
Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Vinnumálastofnun hvetur atvinnuleitendur á Suðurnesjum til að leita til sín. Skráð atvinnuleysi á svæðinu mælist nú yfir 6,5 prósent. Þróunin gefi tilefni til markvissra aðgerða af hálfu Vinnumálastofnunar í samræmi við lög um atvinnuleysistryggingar og um vinnumarkaðsaðgerðir. Viðskipti innlent 10.11.2025 10:28
Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Bankastjóri Íslandsbanka segir nýtilkynnt lánafyrirkomulag verðtryggðra lána vera til þess gerð að losa stífluna sem myndast hefur á fasteignamarkaði vegna dóms Hæstaréttar frá í síðasta mánuði. Fyrirkomulagið sé hugsað sem langtímalausn og stendur fyrstu kaupendum og almennum lántökurum til boða. Viðskipti innlent 9.11.2025 20:06
Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki reið fyrstur á vaðið í dag og kynnti nýtt lánafyrirkomulag verðtryggðra lána í kjölfar nýrra vaxtaviðmiða seðlabankans. Fasteignasali segist vongóður um að stífla á fasteignamarkaðnum muni brátt bresta. Viðskipti innlent 9.11.2025 19:00
Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Íslandsbanki hefur ákveðið að hefja á ný veitingu verðtryggðra húsnæðislána á föstum vöxtum. Í kjölfar nýlegs dóms Hæstaréttar gerði bankinn tímabundið hlé á veitingum slíkra lána. Viðskipti innlent 9.11.2025 17:25
Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Ungur íslenskur maður sem lofar þeim sem gera hann að læriföður sínum gulli og grænum skógum segist ekki reka píramídasvindl. Hann vilji einfaldlega skrá sig í sögubækurnar á Íslandi sem maðurinn sem bjargaði landinu. Nemendur greiða milljónir fyrir þjónustu hans. Viðskipti innlent 8.11.2025 19:02
Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Viðskiptavinir áfengisnetverslunarinnar Sante munu framvegis ekki hitta afgreiðslufólk þegar þeir sækja pantanir sínar í verslun fyrirtækisins. Eins konar vélmenni hefur nú leyst afgreiðslufólkið af hólmi. Neytendur 8.11.2025 17:52
Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Hagfræðingur og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir ýmislegt gagnrýnisvert við ný vaxtaviðmið Seðlabanka Íslands. Hann telur óskýrleika og flækjustig viðmiðsins vinna gegn því að leysa úr óvissu á lána- og fasteignamarkaði og segir óvíst hvort Seðlabankanum takist ætlunarverk sitt. Viðskipti innlent 8.11.2025 13:04
Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Happy Hydrate seldi vörur fyrir rúmar 302 milljónir króna á síðasta ári. Um er að ræða tíföldun rekstrartekna frá árinu þar á undan en þrátt fyrir það var félagið rekið með tæplega 900 þúsund króna tapi. Viðskipti innlent 8.11.2025 12:52
„Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Ef Birgir Olgeirsson, fyrrum fréttamaður og samskiptastjóri, væri hetja í teiknimynd væri hann Batman. Ekki vegna hetjudrauma heldur einfaldlega vegna þess að Batman var hans uppáhald. Birgir er einn af þeim sem skoðar veðurspána alltaf á morgnana. Atvinnulíf 8.11.2025 10:02
Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Seðlabankinn hefur ákveðið að hefja birtingu á föstum lánstímavöxtum frá og með deginum í dag. Seðlabankinn mun framvegis birta vextina alla viðskiptadaga fyrir klukkan 11:00. Viðskipti innlent 7.11.2025 16:32
Grafalvarleg staða Grafalvarleg staða er að teiknast upp vegna bilunarinnar hjá Norðuráli, segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. Samkvæmt nýjustu áætlunum fyrirtækisins er ekki gert ráð fyrir að framleiðsla verði komin í fullan gang fyrr en eftir ár. Viðskipti innlent 7.11.2025 13:06