Viðskipti

Musk vill takmarka kannanir við áskrifendur Twitter

Auðjöfurinn Elon Musk segir að breyting verði gerð á framkvæmd kannana um stefnubreytingar hjá samfélagsmiðlinum. Eingöngu áskrifendur muni fá að taka þátt í þeim en hann tilkynnti þessa breytingu eftir að notendur greiddu atkvæði um að hann ætti að stíga til hliðar sem forstjóri Twitter.

Viðskipti erlent

Vilja banna ríkis­starfs­mönnum að nota Tiktok

Bandarískum alríkisstarfsmönnum verður bannað að nota kínverska samfélagsmiðilinn Tiktok á tækjum í eigum ríkisins verði frumvarp að um útgjöld ríkisins að lögum í óbreyttri mynd. Þarlend yfirvöld telja forritið geta ógnað þjóðaröryggi.

Viðskipti erlent

Fullkominn gljái á hamborgarhrygginn

Íslendingar halda fast í hefðirnar á jólum og sá réttur sem ratar hvað oftast á jólaborðið er saltað og reykt grísakjöt, hamborgarhryggurinn sjálfur. Sögu hamborgarhryggsins má rekja til Þýskalands en Íslendingar komust þó á bragðið frá Danmörku. Ali hamborgarhryggur hefur verið hluti af íslenskri hátíðarhefð í yfir 75 ár og ein sá vinsælasti á markaðinum.

Samstarf

Pieta hlaut milljón krónu jólastyrk

Pieta samtökin hlutu á föstudag 1 milljóna króna jólastyrk frá N1. Árlega velur starfsfólk fyrirtækisins góðgerðarmálefni til að styrkja en þetta er annað árið í röð sem Pieta samtökin verða fyrir valinu. Auk samtakanna valdi starfsfólk N1 að styrkja Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Mæðrastyrksnefnd Akraness fyrir þessi jól.

Samstarf

Rann­saka kosninga­fram­lög FTX-for­kólfa

Bandarískir alríkissaksóknarar eru nú sagðir beina sjónum sínum að framlögum stjórnenda rafmyntafyrirtækisins FTX í kosningasjóði stjórnmálamanna. Þeir voru einir stærstu fjárhagslegu bakhjarlar flokkanna tveggja fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði.

Viðskipti erlent

Jóhann Ingi frá Solid Clouds til Dokobit

Jóhann Ingi Guðjónsson hefur verið ráðinn markaðs- og samskiptastjóri hjá Dokobit sem er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í að bjóða upp á rafrænar undirskriftir og meðferð rafrænna gagna. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Viðskipti innlent

Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga

Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn.

Viðskipti erlent

Musk leitar að auknu fjármagni

Auðkýfingurinn Elon Musk leitar nú að fjárfestum til að kaupa hluti í Twitter á sama verði og Musk greiddi sjálfur fyrir fyrirtækið þegar hann varð stærsti hluthafinn með hlutabréfakaupum upp á 44 milljarða dollara.

Viðskipti erlent

„Íslendingar eru algjörir bruðlarar“

Nú þegar kuldakast ríður yfir landið og sundlaugum hefur verið lokað til að spara heitt vatn hefur umræða um notkun heitra potta á heimilum sprottið upp á samfélagsmiðlum. Fiskikóngurinn og einn helsti pottasölumaður landsins, Kristján Berg Ásgeirsson segir Íslendinga gjarnan bruðla með heitt vatn. Mörg tonn af vatni fari í notkun á hitaveitupottum.

Neytendur

Hlupu móðir úr strætó á milli verslana í leit að Prime

Öngþveiti skapaðist í verslunum í dag þegar börn freistuðu þess að kaupa sér nýja íþróttadrykkinn Prime. Sumir ferðuðust á milli verslana með strætó í leit að drykknum sem tröllríður nú samfélagsmiðlum. Verslunarstjóri hjá Krónunni segist aldrei hafa séð annað eins ástand.

Neytendur

Lækka endurgreiðslu á rafbílum en fjölga þeim sem geta fengið

Hámarksendurgreiðsla á virðisaukaskatti við kaup á rafmagns- og vetnisbílum lækkar á árinu 2023 úr 1,56 milljónum króna í 1,32 milljónir króna. Hámarksfjöldi bíla sem geta sótt slíka ívilnun hefur verið fjölgað úr fimmtán þúsund í tuttugu þúsund. Þetta kemur fram í nýsamþykktu frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. 

Neytendur

Ís­lands­banki hækkar vexti

Íslandsbanki hefur ákveðið að hækka vexti frá og með mánudeginum 19. desember næstkomandi. Breytingarnar tala gildi í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands þann 23. nóvember þar sem stýrivextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig, úr 5,75 prósent í sex prósent.

Viðskipti innlent

Ingibjörg ráðin til Great Place to Work

Ingibjörg Ýr Kalatschan hefur verið ráðin viðskiptastjóri hjá Great Place to Work (GPTW), alþjóðlegri stofnun um vinnustaðamenningu. Ingibjörg er nýflutt til Íslands eftir að hafa starfað erlendis og mun starfa hér fyrir GPTW.

Viðskipti innlent