Viðskipti

Musk skapar enn meiri vafa um kaupin á Twitter

Kaup auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru nú í lausu lofti eftir að hann byrjaði að efast um tölur stjórnenda Twitter um hversu hátt hlutfall reikninga eru gervireikningar eða yrki (e. bot). Hann vill greiða minna en tilboðið sem hann lagði fram í síðasta mánuði.

Viðskipti erlent

Hlut­fall kvenna í stjórnum sums staðar lækkað milli ára

Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með fimmtíu launamenn eða fleiri, þar sem stjórnarmenn voru fjórir eða fleiri, var 41,5% í tilfelli almennra hlutafélaga á árinu 2021 og 38,3% í einkahlutafélögum. Í stjórnum með þrjá stjórnarmenn var hlutfall kvenna 34,8% fyrir almenn hlutafélög og 29,3% fyrir einkahlutafélög. Í einkahlutafélögum með tvo stjórnarmenn var hlutfallið 19,7%.

Viðskipti innlent

Hækkað úr 80 milljónum í 129

Ásett verð raðhúsaíbúðar í Árbæ í Reykjavík hefur hækkað um ríflega sextíu prósent frá því í febrúar 2019 og farið úr 79,9 milljónum í 129,3. Þar af hefur eignin hækkað um rúmar 9 milljónir króna frá því í mars síðastliðnum. Fasteignasali segir alla sammála um að fasteignamarkaðurinn sé kominn úr böndunum.

Viðskipti innlent

Þau kröfuhörðustu leita til Sindra

„Hjá okkur getur fólk komið inn og fatað sig upp frá toppi til táar í vinnufatadeildinni og fengið fatnaðinn merktan á meðan það þiggur einn kaffibolla, klárað svo hringinn í verkfæradeildinni og mætt klárt í vinnu með allt til alls. Við opnum klukkan 7.30 alla virka morgna og á laugardögum klukkan 8. Við vitum að fagfólkið fer snemma af stað,“ segir Þórður M. Kristinsson, framkvæmdastjóri verfæraverslunarinnar Sindra.

Samstarf

Musk segir Twitter-kaupin í bið

Elon Musk, auðugasti maður heims, segir kaup hans á samfélagsmiðlinum Twitter vera í bið. Það sé á meðan verið sé að ganga úr skugga um hve margir falskir reikningar og ruslpóstsbottar séu í rauninni.

Viðskipti erlent

Að þegja, hlusta og endurtaka er ekki nóg

Flest okkar verðum reglulega uppvís að því að byrja að tala of fljótt þegar annað fólk hættir að tala (því við vorum allan tímann í huganum að undirbúa okkar eigið svar) eða að heyra hreinlega ekki alveg hvað annað fólk er að segja því við erum að multitaska.

Atvinnulíf