Viðskipti Stóra uppsögnin: Ljóst að atvinnulífið er meðvitað um gjörbreyttar áherslur Það er ljóst að forkólfar íslensks atvinnulífs eru meðvitaðir um gjörbreytt landslag á vinnumarkaði þar sem nýjar kynslóðir X og Z eru að koma inn með ný viðhorf og heimsfaraldur hefur flýtt fyrir þróun fjarvinnu í takt við kröfur fólks um aukinn sveigjanleika í starfi. Atvinnulíf 18.5.2022 07:00 Spá öflugum hagvexti og allt að sex prósent stýrivöxtum í lok árs Greining Íslandsbanka spáir 5,0% hagvexti á þessu ári sem yrði hraðasti vöxtur frá árinu 2016. Gert er ráð fyrir 2,7% vexti á næsta ári og 2,6% árið 2024. Viðskipti innlent 18.5.2022 06:00 Davíð Helgason beinir sjónum sínum að loftslagsmálum Davíð Helgason, stofnandi fyrirtækisins Unity, hefur komið á fót fyrirtækinu Transition Labs, ásamt Kjartani Erni Ólafssyni, frumkvöðli og tæknifjárfesti. Markið félagsins er að gera Ísland að suðupunkti loftslagsverkefna á heimsvísu. Viðskipti innlent 17.5.2022 19:31 Musk skapar enn meiri vafa um kaupin á Twitter Kaup auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru nú í lausu lofti eftir að hann byrjaði að efast um tölur stjórnenda Twitter um hversu hátt hlutfall reikninga eru gervireikningar eða yrki (e. bot). Hann vill greiða minna en tilboðið sem hann lagði fram í síðasta mánuði. Viðskipti erlent 17.5.2022 17:40 Milljarði fjárfest í heilbrigðissprotafyrirtæki Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið NeckCare hefur lokið rúmlega eins milljarðs króna fjármögnun en félagið hefur þróað lausnir til greiningar og endurhæfingar á hálsskaða. Viðskipti innlent 17.5.2022 10:41 Hlutfall kvenna í stjórnum sums staðar lækkað milli ára Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með fimmtíu launamenn eða fleiri, þar sem stjórnarmenn voru fjórir eða fleiri, var 41,5% í tilfelli almennra hlutafélaga á árinu 2021 og 38,3% í einkahlutafélögum. Í stjórnum með þrjá stjórnarmenn var hlutfall kvenna 34,8% fyrir almenn hlutafélög og 29,3% fyrir einkahlutafélög. Í einkahlutafélögum með tvo stjórnarmenn var hlutfallið 19,7%. Viðskipti innlent 17.5.2022 10:12 Hækkað úr 80 milljónum í 129 Ásett verð raðhúsaíbúðar í Árbæ í Reykjavík hefur hækkað um ríflega sextíu prósent frá því í febrúar 2019 og farið úr 79,9 milljónum í 129,3. Þar af hefur eignin hækkað um rúmar 9 milljónir króna frá því í mars síðastliðnum. Fasteignasali segir alla sammála um að fasteignamarkaðurinn sé kominn úr böndunum. Viðskipti innlent 17.5.2022 09:00 Þau kröfuhörðustu leita til Sindra „Hjá okkur getur fólk komið inn og fatað sig upp frá toppi til táar í vinnufatadeildinni og fengið fatnaðinn merktan á meðan það þiggur einn kaffibolla, klárað svo hringinn í verkfæradeildinni og mætt klárt í vinnu með allt til alls. Við opnum klukkan 7.30 alla virka morgna og á laugardögum klukkan 8. Við vitum að fagfólkið fer snemma af stað,“ segir Þórður M. Kristinsson, framkvæmdastjóri verfæraverslunarinnar Sindra. Samstarf 17.5.2022 08:50 Ný stjórn og framkvæmdastjóri FVH Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga (FVH) þann 10. maí síðastliðinn, ásamt því að nýr framkvæmdastjóri félagsins var kynntur til starfa. Viðskipti innlent 17.5.2022 08:47 Eva Laufey ráðin markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur verið ráðin sem markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups. Viðskipti innlent 17.5.2022 08:41 Fimm ferðaþjónustufyrirtæki sameinast undir nafni Icelandia Fimm ferðaþjónustufyriræki – Reykjavík Excursions/Kynnisferðir, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is og Flybus – verða sameinuð undir merkjum regnhlífaheitisins Icelandia. Er ætlunin með nýju nafni að með skapa brú milli fyrirtækjanna með samlegðaráhrifum í markaðsstarfi. Viðskipti innlent 17.5.2022 08:26 Landsbankinn hækkar vexti á óverðtryggðum lánum Vextir óverðtryggðra lána og sparireikninga hjá Landsbankanum hækka um 0,7 til eitt prósentustig á morgun. Bankinn vísar til þess að Seðlabankinn hafi hækkað vexti um eitt prósentustig fyrr í þessum mánuði. Viðskipti innlent 16.5.2022 17:36 Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair keypti fyrir fimm milljónir Ívar Sigurður Kristinsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair Group, keypti í dag þrjár milljónir hluta í félaginu fyrir 5,19 milljónir króna. Viðskipti innlent 16.5.2022 13:06 Iðnaðarmaður ársins: Jón Gestur Jón Gestur er einn þeirra átta sem valin voru af dómnefnd í úrslit Iðnaðarmanns ársins 2022 á X977 í samstarfi við Sindra. Samstarf 16.5.2022 12:18 Bein útsending: Opnun Nýsköpunarviku Nýsköpunarvika 2022 verður sett í dag og hefst opnunarviðburðurinn í Grósku klukkan 9. Fjöldi leiðtoga nýsköpunarfyrirtækja flytja erindi á viðburðinum og segja sögur af sínum fyrirtækjum. Viðskipti innlent 16.5.2022 09:41 Stóra uppsögnin: Fólk þarf að langa að vera í vinnunni Á Viðskiptaþinginu 2022 sem haldið er á Alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí næstkomandi, er sjónunum beint að mannauðsmálum. Enda telja ríflega 40% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum á Íslandi að skortur verði á vinnuafli á næstunni. Atvinnulíf 16.5.2022 07:00 „Við hittumst, öskrum yfir íslenska framlaginu og maður fær gæsahúð“ Sigurður Hlöðvarsson, framkvæmdastjóri Visitor ferðaskrifstofu og útvarpsmaður á Bylgjunni, segir veðbanka ómissandi á Eurovison kvöldum. Því þá getur enginn sagt „sagði það!“ eftir að keppni lýkur nema hreinlega með því að hafa rétt fyrir sér. Atvinnulíf 14.5.2022 10:00 Reynslubolta í háloftunum líst illa á einkunnaforrit Icelandair Fyrrverandi flugfreyja, sem á að baki langan starfsferil hjá Icelandair, telur að smáforrit sem sett hefur verið upp svo flugfreyjur og þjónar félagsins geti metið starfsframmistöðu samstarfsfólks síns sé ekki af hinu góða. Viðskipti innlent 14.5.2022 09:00 Pylsan kostar nú 600 krónur hjá Bæjarins beztu Pylsuvagninn Bæjarins beztu hefur hækkað verðið á pylsum og nú kostar ein pylsa með öllu 600 krónur. Verðið hækkaði fyrir tæpri viku síðan og hefur á einu og hálfu ári hækkað um 130 krónur. Neytendur 13.5.2022 23:44 Nær öll fjárfesting fólks hafi þurrkast út á örskotsstundu Sérfræðingur í rafmyntum segir ljóst að Íslendingar hafi tapað milljónum í stærsta hruni minni rafmynta í manna minnum nú í vikunni. Fólk sem lagt hafi fé í aðrar rafmyntir en þær stærstu, Bitcoin og Ethereum, hafi tapað nær öllu. Viðskipti innlent 13.5.2022 20:06 Ætla að byggja hátæknifiskvinnsluhús fyrir eldisfisk á Patreksfirði Arnarlax og Vesturbyggð hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu hátæknivinnsluhúss fyrir eldisfisk í Vesturbyggð. Áætlað er að um 100 störf skapist með nýju fiskvinnslunni og gert ráð fyrir að hægt verði að vinna allt að 80 þúsund tonn af eldisfiski í húsinu. Viðskipti innlent 13.5.2022 18:23 Arion banki ríður á vaðið og hækkar vextina Arion banki hefur hækkað inn- og útlánavexti sína í framhaldi af eins prósents stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðustu viku. Breytingin tekur gildi í dag. Viðskipti innlent 13.5.2022 15:13 Samþykktu að hækka endurgreiðslurnar upp í 35 prósent Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp þess efnis að hækka endurgreiðslu af framleiðslukostnaði til kvikmyndaframleiðenda upp í 35 prósent fyrir stærri verkefni. Viðskipti innlent 13.5.2022 13:38 Heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til Raleigh-Durham í Norður-Karólínu Hjónin Peggy Oliver Helgason og Sigurður Helgason voru sérstakir heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til borganna Raleigh og Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gær. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Icelandair kynnir nýjan áfangastað. Viðskipti innlent 13.5.2022 11:20 Spá því að verðbólgan nái toppi í lok sumars Bæði Íslandsbanki og Landsbankinn spá því að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum. Íslandsbanki spáir 7,5 prósent verðbólgu í maí, Landsbankinn 7,6 prósent. Báðir bankar spá því að verðbólgan nái toppi í sumar, en fari svo hægt hjaðnandi Viðskipti innlent 13.5.2022 11:03 Iðnaðarmaður ársins: Guðrún Jóhannsdóttir Guðrún Jóhannsdóttir er ein þeirra átta sem valin voru af dómnefnd í úrslit Iðnaðarmanns ársins 2022 á X977 í samstarfi við Sindra. Ómar Úlfur fór í heimsókn til hennar í skólastofuna í smá spjall. Samstarf 13.5.2022 10:14 Musk segir Twitter-kaupin í bið Elon Musk, auðugasti maður heims, segir kaup hans á samfélagsmiðlinum Twitter vera í bið. Það sé á meðan verið sé að ganga úr skugga um hve margir falskir reikningar og ruslpóstsbottar séu í rauninni. Viðskipti erlent 13.5.2022 10:11 Að þegja, hlusta og endurtaka er ekki nóg Flest okkar verðum reglulega uppvís að því að byrja að tala of fljótt þegar annað fólk hættir að tala (því við vorum allan tímann í huganum að undirbúa okkar eigið svar) eða að heyra hreinlega ekki alveg hvað annað fólk er að segja því við erum að multitaska. Atvinnulíf 13.5.2022 07:01 Eimskip hagnaðist um 1,5 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Tekjur Eimskipa námu 239,7 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungi 2022 og hækkuðu um 33% milli ára. Hagnaður tímabilsins nam 10,5 milljónum evra, jafnvirði um 1.472 milljóna króna. Það er hátt í fjórföldun frá sama tíma í fyrra þegar fyrirtækið skilaði 2,8 milljóna evra hagnaði. Viðskipti innlent 12.5.2022 18:28 Auður ráðin forstjóri Orkunnar Orkan IS ehf. hefur ráðið Auði Daníelsdóttur sem nýjan forstjóra. Auður kemur til Orkunnar frá Sjóvá þar sem hún hefur starfað síðan 2002. Viðskipti innlent 12.5.2022 18:03 « ‹ 178 179 180 181 182 183 184 185 186 … 334 ›
Stóra uppsögnin: Ljóst að atvinnulífið er meðvitað um gjörbreyttar áherslur Það er ljóst að forkólfar íslensks atvinnulífs eru meðvitaðir um gjörbreytt landslag á vinnumarkaði þar sem nýjar kynslóðir X og Z eru að koma inn með ný viðhorf og heimsfaraldur hefur flýtt fyrir þróun fjarvinnu í takt við kröfur fólks um aukinn sveigjanleika í starfi. Atvinnulíf 18.5.2022 07:00
Spá öflugum hagvexti og allt að sex prósent stýrivöxtum í lok árs Greining Íslandsbanka spáir 5,0% hagvexti á þessu ári sem yrði hraðasti vöxtur frá árinu 2016. Gert er ráð fyrir 2,7% vexti á næsta ári og 2,6% árið 2024. Viðskipti innlent 18.5.2022 06:00
Davíð Helgason beinir sjónum sínum að loftslagsmálum Davíð Helgason, stofnandi fyrirtækisins Unity, hefur komið á fót fyrirtækinu Transition Labs, ásamt Kjartani Erni Ólafssyni, frumkvöðli og tæknifjárfesti. Markið félagsins er að gera Ísland að suðupunkti loftslagsverkefna á heimsvísu. Viðskipti innlent 17.5.2022 19:31
Musk skapar enn meiri vafa um kaupin á Twitter Kaup auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru nú í lausu lofti eftir að hann byrjaði að efast um tölur stjórnenda Twitter um hversu hátt hlutfall reikninga eru gervireikningar eða yrki (e. bot). Hann vill greiða minna en tilboðið sem hann lagði fram í síðasta mánuði. Viðskipti erlent 17.5.2022 17:40
Milljarði fjárfest í heilbrigðissprotafyrirtæki Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið NeckCare hefur lokið rúmlega eins milljarðs króna fjármögnun en félagið hefur þróað lausnir til greiningar og endurhæfingar á hálsskaða. Viðskipti innlent 17.5.2022 10:41
Hlutfall kvenna í stjórnum sums staðar lækkað milli ára Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með fimmtíu launamenn eða fleiri, þar sem stjórnarmenn voru fjórir eða fleiri, var 41,5% í tilfelli almennra hlutafélaga á árinu 2021 og 38,3% í einkahlutafélögum. Í stjórnum með þrjá stjórnarmenn var hlutfall kvenna 34,8% fyrir almenn hlutafélög og 29,3% fyrir einkahlutafélög. Í einkahlutafélögum með tvo stjórnarmenn var hlutfallið 19,7%. Viðskipti innlent 17.5.2022 10:12
Hækkað úr 80 milljónum í 129 Ásett verð raðhúsaíbúðar í Árbæ í Reykjavík hefur hækkað um ríflega sextíu prósent frá því í febrúar 2019 og farið úr 79,9 milljónum í 129,3. Þar af hefur eignin hækkað um rúmar 9 milljónir króna frá því í mars síðastliðnum. Fasteignasali segir alla sammála um að fasteignamarkaðurinn sé kominn úr böndunum. Viðskipti innlent 17.5.2022 09:00
Þau kröfuhörðustu leita til Sindra „Hjá okkur getur fólk komið inn og fatað sig upp frá toppi til táar í vinnufatadeildinni og fengið fatnaðinn merktan á meðan það þiggur einn kaffibolla, klárað svo hringinn í verkfæradeildinni og mætt klárt í vinnu með allt til alls. Við opnum klukkan 7.30 alla virka morgna og á laugardögum klukkan 8. Við vitum að fagfólkið fer snemma af stað,“ segir Þórður M. Kristinsson, framkvæmdastjóri verfæraverslunarinnar Sindra. Samstarf 17.5.2022 08:50
Ný stjórn og framkvæmdastjóri FVH Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga (FVH) þann 10. maí síðastliðinn, ásamt því að nýr framkvæmdastjóri félagsins var kynntur til starfa. Viðskipti innlent 17.5.2022 08:47
Eva Laufey ráðin markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur verið ráðin sem markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups. Viðskipti innlent 17.5.2022 08:41
Fimm ferðaþjónustufyrirtæki sameinast undir nafni Icelandia Fimm ferðaþjónustufyriræki – Reykjavík Excursions/Kynnisferðir, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is og Flybus – verða sameinuð undir merkjum regnhlífaheitisins Icelandia. Er ætlunin með nýju nafni að með skapa brú milli fyrirtækjanna með samlegðaráhrifum í markaðsstarfi. Viðskipti innlent 17.5.2022 08:26
Landsbankinn hækkar vexti á óverðtryggðum lánum Vextir óverðtryggðra lána og sparireikninga hjá Landsbankanum hækka um 0,7 til eitt prósentustig á morgun. Bankinn vísar til þess að Seðlabankinn hafi hækkað vexti um eitt prósentustig fyrr í þessum mánuði. Viðskipti innlent 16.5.2022 17:36
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair keypti fyrir fimm milljónir Ívar Sigurður Kristinsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair Group, keypti í dag þrjár milljónir hluta í félaginu fyrir 5,19 milljónir króna. Viðskipti innlent 16.5.2022 13:06
Iðnaðarmaður ársins: Jón Gestur Jón Gestur er einn þeirra átta sem valin voru af dómnefnd í úrslit Iðnaðarmanns ársins 2022 á X977 í samstarfi við Sindra. Samstarf 16.5.2022 12:18
Bein útsending: Opnun Nýsköpunarviku Nýsköpunarvika 2022 verður sett í dag og hefst opnunarviðburðurinn í Grósku klukkan 9. Fjöldi leiðtoga nýsköpunarfyrirtækja flytja erindi á viðburðinum og segja sögur af sínum fyrirtækjum. Viðskipti innlent 16.5.2022 09:41
Stóra uppsögnin: Fólk þarf að langa að vera í vinnunni Á Viðskiptaþinginu 2022 sem haldið er á Alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí næstkomandi, er sjónunum beint að mannauðsmálum. Enda telja ríflega 40% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum á Íslandi að skortur verði á vinnuafli á næstunni. Atvinnulíf 16.5.2022 07:00
„Við hittumst, öskrum yfir íslenska framlaginu og maður fær gæsahúð“ Sigurður Hlöðvarsson, framkvæmdastjóri Visitor ferðaskrifstofu og útvarpsmaður á Bylgjunni, segir veðbanka ómissandi á Eurovison kvöldum. Því þá getur enginn sagt „sagði það!“ eftir að keppni lýkur nema hreinlega með því að hafa rétt fyrir sér. Atvinnulíf 14.5.2022 10:00
Reynslubolta í háloftunum líst illa á einkunnaforrit Icelandair Fyrrverandi flugfreyja, sem á að baki langan starfsferil hjá Icelandair, telur að smáforrit sem sett hefur verið upp svo flugfreyjur og þjónar félagsins geti metið starfsframmistöðu samstarfsfólks síns sé ekki af hinu góða. Viðskipti innlent 14.5.2022 09:00
Pylsan kostar nú 600 krónur hjá Bæjarins beztu Pylsuvagninn Bæjarins beztu hefur hækkað verðið á pylsum og nú kostar ein pylsa með öllu 600 krónur. Verðið hækkaði fyrir tæpri viku síðan og hefur á einu og hálfu ári hækkað um 130 krónur. Neytendur 13.5.2022 23:44
Nær öll fjárfesting fólks hafi þurrkast út á örskotsstundu Sérfræðingur í rafmyntum segir ljóst að Íslendingar hafi tapað milljónum í stærsta hruni minni rafmynta í manna minnum nú í vikunni. Fólk sem lagt hafi fé í aðrar rafmyntir en þær stærstu, Bitcoin og Ethereum, hafi tapað nær öllu. Viðskipti innlent 13.5.2022 20:06
Ætla að byggja hátæknifiskvinnsluhús fyrir eldisfisk á Patreksfirði Arnarlax og Vesturbyggð hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu hátæknivinnsluhúss fyrir eldisfisk í Vesturbyggð. Áætlað er að um 100 störf skapist með nýju fiskvinnslunni og gert ráð fyrir að hægt verði að vinna allt að 80 þúsund tonn af eldisfiski í húsinu. Viðskipti innlent 13.5.2022 18:23
Arion banki ríður á vaðið og hækkar vextina Arion banki hefur hækkað inn- og útlánavexti sína í framhaldi af eins prósents stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðustu viku. Breytingin tekur gildi í dag. Viðskipti innlent 13.5.2022 15:13
Samþykktu að hækka endurgreiðslurnar upp í 35 prósent Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp þess efnis að hækka endurgreiðslu af framleiðslukostnaði til kvikmyndaframleiðenda upp í 35 prósent fyrir stærri verkefni. Viðskipti innlent 13.5.2022 13:38
Heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til Raleigh-Durham í Norður-Karólínu Hjónin Peggy Oliver Helgason og Sigurður Helgason voru sérstakir heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til borganna Raleigh og Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gær. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Icelandair kynnir nýjan áfangastað. Viðskipti innlent 13.5.2022 11:20
Spá því að verðbólgan nái toppi í lok sumars Bæði Íslandsbanki og Landsbankinn spá því að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum. Íslandsbanki spáir 7,5 prósent verðbólgu í maí, Landsbankinn 7,6 prósent. Báðir bankar spá því að verðbólgan nái toppi í sumar, en fari svo hægt hjaðnandi Viðskipti innlent 13.5.2022 11:03
Iðnaðarmaður ársins: Guðrún Jóhannsdóttir Guðrún Jóhannsdóttir er ein þeirra átta sem valin voru af dómnefnd í úrslit Iðnaðarmanns ársins 2022 á X977 í samstarfi við Sindra. Ómar Úlfur fór í heimsókn til hennar í skólastofuna í smá spjall. Samstarf 13.5.2022 10:14
Musk segir Twitter-kaupin í bið Elon Musk, auðugasti maður heims, segir kaup hans á samfélagsmiðlinum Twitter vera í bið. Það sé á meðan verið sé að ganga úr skugga um hve margir falskir reikningar og ruslpóstsbottar séu í rauninni. Viðskipti erlent 13.5.2022 10:11
Að þegja, hlusta og endurtaka er ekki nóg Flest okkar verðum reglulega uppvís að því að byrja að tala of fljótt þegar annað fólk hættir að tala (því við vorum allan tímann í huganum að undirbúa okkar eigið svar) eða að heyra hreinlega ekki alveg hvað annað fólk er að segja því við erum að multitaska. Atvinnulíf 13.5.2022 07:01
Eimskip hagnaðist um 1,5 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Tekjur Eimskipa námu 239,7 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungi 2022 og hækkuðu um 33% milli ára. Hagnaður tímabilsins nam 10,5 milljónum evra, jafnvirði um 1.472 milljóna króna. Það er hátt í fjórföldun frá sama tíma í fyrra þegar fyrirtækið skilaði 2,8 milljóna evra hagnaði. Viðskipti innlent 12.5.2022 18:28
Auður ráðin forstjóri Orkunnar Orkan IS ehf. hefur ráðið Auði Daníelsdóttur sem nýjan forstjóra. Auður kemur til Orkunnar frá Sjóvá þar sem hún hefur starfað síðan 2002. Viðskipti innlent 12.5.2022 18:03