Viðskipti

Þrista­músin fræga inn­kölluð

Salathúsið ehf., framleiðandi þristamúsarinnar, sem kennd hefur verið við Simma Vill, hefur ákveðið að innkalla vöruna. Það er vegna vanmerkts ofnæmis- og óþolsvalds en varan inniheldur gerlisneyddar eggjarauður.

Neytendur

„Hver þarf eiginlega að lesa svona?“

Síðari hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, höfundar þerapíunnar Lærðu að elska þig, en fyrri hluti viðtalsins birtist á Vísi í gær, „Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig.“

Atvinnulíf

Milljarða tjón vegna saknæmrar háttsemi dómara

Íslenska ríkið og bandaríska flugvélaleigan ALC hafa verið dæmt til að greiða Isavia 2,5 milljarða króna í tengslum við deilu Isavia og ALC um yfirráð yfir flugvél flugfélagsins sáluga Wow air. Héraðsdómur Reykjavíkur telur að dómari við Héraðsdóm Reykjanes hafi komist að rangri niðurstöðu með saknæmum hætti í deilunni.

Viðskipti innlent

Há­skólinn og FS kaupa Bænda­höllina fyrir 4,9 milljarða

Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 

Viðskipti innlent

Skeljungur stefnir að sölu fast­eigna fyrir 8,8 milljarða

Fasteignafélagið Kaldalón mun kaupa þrettán fasteignir af Skeljungi fyrir tæpa sex milljarða króna. Þá hefur Skeljungur samþykkt viljayfirlýsingar um sölu á fimm fasteignum til annarra aðila og á sömuleiðis í viðræðum um sölu á einni fasteign til viðbótar. Gangi öll viðskiptin eftir nemur áætlað söluvirði umræddra fasteigna 8.788 milljónum króna.

Viðskipti innlent

Jómfrúin óskar líka eftir undanþágu

Rekstraraðilar Jómfrúarinnar í Lækjargötu hafa óskað eftir undanþágu frá takmörkunum á samkomum vegna Þorláksmessu. Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar, segir beiðni veitingastaðarins fullkomlega sambærilega þeim undanþágum sem hafi verið veittar.

Viðskipti innlent

Telur líklegt að toppnum hafi verið náð

Verðbólga mælist nú 5,1 prósent og hefur ekki mælst hærri í rúm níu ár. Fasteignaliðurinn vegur þungt í mælingunni en aðrir þættir ýta einnig undir verðbólgu. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að toppnum hafi verið náð.

Viðskipti innlent