Viðskipti

Að­stoðar­for­stjóri Play hættur

Arnar Már Magnússon, aðstoðarforstjóri Play og framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs, hefur hætt störfum hjá félaginu. Hann er einn af stofnendum Play og var fyrsti forstjóri flugfélagsins. Innan við þrír mánuðir eru síðan hann tók við stöðu aðstoðarforstjóra.

Viðskipti innlent

Tælenskt hveiti úr um­ferð

Tvær tegundir af United flout hveiti frá Taílandi hefur verið innkallað að beiðni Matvælastofnunar. Ólöglegt bleikiefni er að finna í hveitinu.

Neytendur

Dæmi um fimm­tíu prósenta hækkun á mat­vöru

Verðlag á matvöru hefur tekið að hækka hratt, um 0,65% milli mánaða eða 9,2% á ársgrundvelli, samkvæmt nýjustu mælingum verðlagseftirlits ASÍ. Mest verðhækkun er í Kjörbúðinni og Nettó þar sem verð á grænum baunum hækkar um 30 prósent. Þá rýkur sellerí upp í verði hjá Krónunni.

Neytendur

Ofur­á­hersla á um­hverfis­málin þegar sjálfbærnin snýst í raun um fólk

„Oft leggjum við ofur áherslu á umhverfisvernd þegar við ræðum sjálfbærni. Loftslagsváin er vissulega aðkallandi og nauðsynlegt að fyrirtæki minnki kolefnisfótspor sitt. En í grunninn snýst sjálfbærni í um fólk,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans í Opna háskólanum.

Atvinnulíf

Hagnaður Arion banka dregst saman milli ára

Hagnaður Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2024 var 5,5 milljarðar, samanborið við 7,1 milljarð á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins var 9,9 milljarðar, samanborið við 13,4 milljarða fyrstu sex mánuði 2023. Bankastjóri segir margt gott í uppgjöri bankans þrátt fyrir að arðsemismarkmiði hafi ekki verið náð.

Viðskipti innlent

Rukkaður um 2800 króna auka­gjald í Reynisfjöru

Adolf Ingi Erlingsson leiðsögumaður segir farir sínar ekki sléttar af fyrirtækinu MyParking ehf, sem hann segir hafa rukkað sig um 2800 krónur aukalega fyrir bílastæði við Reynisfjöru en þegar höfðu verið greiddar þúsund krónur fyrir stæðið. Lendi ferðamenn á bílaleigubílum í því sama þurfi þeir að greiða enn meira. 

Neytendur

Bar­átta Seðla­bankans löngu töpuð

„Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna.

Viðskipti innlent

Ey­þór fyllir í skarð Rósu hjá Heimum

Björn Eyþór Benediktsson, forstöðumaður upplýsinga og greininga hjá Heimum, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála Heima frá og með 1. september næstkomandi. Fasteignafélagið breytti um nafn í maí en það hét áður Reginn.

Viðskipti innlent

Verð­bólga eykst milli mánaða

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júlí 2024, er 633,2 stig og hækkar um 0,46 prósent frá fyrri mánuði. Ársverðbólga er nú 6,3 prósent og eykst um 0,5 prósentustig milli mánaða.

Viðskipti innlent

Stýri­vextir mögu­lega ekki lækkaðir fyrr en í febrúar

Hag­fræðingur hjá Arion banka telur að stýri­vextir muni haldast ó­breyttir fram í nóvember hið minnsta og mögu­lega þangað til í febrúar. Lík­legt sé að peninga­stefnu­nefnd Seðla­bankans vilji bíða eftir frekari merkjum um kólnun hag­kerfisins og taka þess í stað stærri lækkunar­skref. Nefndin kynnir næstu vaxtaákvörðun sína þann 21. ágúst.

Viðskipti innlent

„Við erum ekki að fara að vinna“

Fjármálaráðgjafi mælir eindregið gegn því að fólk kaupi lottómiða í von um að verða ríkari. „Ef markmiðið er fjárhagslegur ávinningur þá er happdrætti og lottó og fjárhættuspil og allt slíkt með því vitlausasta sem þú gerir,“ segir Björn Berg Gunnarsson. 

Neytendur