Ríkið þarf að spara 17. júní 2004 00:01 Þrátt fyrir áform um veigamiklar skattalækkanir heyrist lítið af því hvernig ríkisstjórnin vill minnka ríkisútgjöld. - Gunnar Smári Egilsson Ef ríkisstjórnarflokkunum tekst að standa við kosningaloforð sín um veglegar skattalækkanir er óhjákvæmilegt að draga saman umsvif ríkisins á sama tíma. Þótt látið hafi verið í það skýna í kosningabaráttunni að mögulegt væri að lækka skatta án þess að draga saman seglin í ríkisrekstri þá er það ekki gerlegt. Þótt nokkur þróttur sé í íslensku atvinnulífi um þessar mundir þá getur hann ekki skilað auknum tekjum í ríkissjóð til að vinna upp tekjutap vegna lækkunar skatta. Þessum þrótti fylgir auk þess þennslueinkenni sem aftur hafa áhrif á rekstur ríkissjóðs og kalla á aukin útgjöld. Ef ráðherrarnir ætla að láta verða að skattalækkunum þá verða þeir að snúa sér að aðalatriði þess máls: Hvernig ætla þeir að draga saman í útgjöldum ríkissjóðs?Miðað við þær fréttir sem heyrast úr stjórnarliðinu má ekki búast við ýkja frumlegum lausnum á þessum vanda. Það sem heyrst hefur er í anda þess sem margar síðustu ríkisstjórnir hafa reynt: tilraunir til þess að beita niðurskurði flatt á sem flesta fjárlagaliði og beita aðhaldi til að hyndra þennslu útgjalda. Við höfum ekki góða reynslu af þessari leið. Hún dregur hálf tilviljanakennt úr þjónustu ríkisins og oft þar sem síst skyldi. Hún leiðir til hækkunar þjónustagjalda, sem oft bitnar harðast á þeim sem síst skyldi. Og þessi leið ber sjaldnast mikinn árangur. Það er eins og þau öfl sem virka innan ríkiskerfisins og þrýsta sífellt á aukin útgjöld og útvíkkun starfseminnar hafi lært að lifa með þessari stefnu stjórnvalda og tekist að sigrast á henni. Þótt allar ríkisstjórnir undanfarna þrjá áratugi hafi beitt þessari stefnu hafa ríkisútgjöld aukist hröðum skrefum. Stundum gerist það jafn og þétt en stundum með nokkrum gusum – einkum þegar stjórnmálamenn gerast rausnarlegir í kjarasamningum stuttu fyrir kosningar. Og þar sem almenningur gerir sífelldar kröfum um aukna þjónustu ríkisins – samhliða því sem honum blöskrar skattheimtan -- þá brestur aðhald ríkisstjórna með reglulegu millibili.Ef stjórnarflokkarnir ætla að standa við kosningaloforð sín þá verða þeir að endurskoða ríkisreksturinn í grundvallaratriðum. Þeir verða að skilgreina að nýju hver þáttur ríkisins á að vera í skólarekstri, í rekstri sjúkrastofnuna og heilsgæslu og skilgreina að nýju almannatryggingar; hverjum það á að hjálpa og til hvers sú hjálp er.Það væri óráðlegt af ríkisstjórninni að lækka skatta, halda óbreyttri stefnu í ríkisrekstri og treysta á að atvinnulífið hleypi svo miklum krafti í samfélagið að tekjur ríkissjóðs haldi áfram að aukast þrátt fyrir lækkun skatta. Æði mörg íslensk fyrirtæki eru nú einkar skuldsett – og ekki síður eigendur þeirra. Það er því líklegt að fyrirtækin muni halda áfram að leita leiða til sparnaðar þrátt fyrir góðan rekstur og að búast megi við atvinna dragist saman. Þrátt fyrir miklar sviptingar í atvinnulífinu að undanförnu hefur ekki mátt merkja fjölgun starfa – jafnvel þvert á móti. Það má því vel vera að ágætur hagur margra fyrirtækja muni ekki endilega margfaldast í samfélaginu og stoppa upp í götin á ríkissjóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir áform um veigamiklar skattalækkanir heyrist lítið af því hvernig ríkisstjórnin vill minnka ríkisútgjöld. - Gunnar Smári Egilsson Ef ríkisstjórnarflokkunum tekst að standa við kosningaloforð sín um veglegar skattalækkanir er óhjákvæmilegt að draga saman umsvif ríkisins á sama tíma. Þótt látið hafi verið í það skýna í kosningabaráttunni að mögulegt væri að lækka skatta án þess að draga saman seglin í ríkisrekstri þá er það ekki gerlegt. Þótt nokkur þróttur sé í íslensku atvinnulífi um þessar mundir þá getur hann ekki skilað auknum tekjum í ríkissjóð til að vinna upp tekjutap vegna lækkunar skatta. Þessum þrótti fylgir auk þess þennslueinkenni sem aftur hafa áhrif á rekstur ríkissjóðs og kalla á aukin útgjöld. Ef ráðherrarnir ætla að láta verða að skattalækkunum þá verða þeir að snúa sér að aðalatriði þess máls: Hvernig ætla þeir að draga saman í útgjöldum ríkissjóðs?Miðað við þær fréttir sem heyrast úr stjórnarliðinu má ekki búast við ýkja frumlegum lausnum á þessum vanda. Það sem heyrst hefur er í anda þess sem margar síðustu ríkisstjórnir hafa reynt: tilraunir til þess að beita niðurskurði flatt á sem flesta fjárlagaliði og beita aðhaldi til að hyndra þennslu útgjalda. Við höfum ekki góða reynslu af þessari leið. Hún dregur hálf tilviljanakennt úr þjónustu ríkisins og oft þar sem síst skyldi. Hún leiðir til hækkunar þjónustagjalda, sem oft bitnar harðast á þeim sem síst skyldi. Og þessi leið ber sjaldnast mikinn árangur. Það er eins og þau öfl sem virka innan ríkiskerfisins og þrýsta sífellt á aukin útgjöld og útvíkkun starfseminnar hafi lært að lifa með þessari stefnu stjórnvalda og tekist að sigrast á henni. Þótt allar ríkisstjórnir undanfarna þrjá áratugi hafi beitt þessari stefnu hafa ríkisútgjöld aukist hröðum skrefum. Stundum gerist það jafn og þétt en stundum með nokkrum gusum – einkum þegar stjórnmálamenn gerast rausnarlegir í kjarasamningum stuttu fyrir kosningar. Og þar sem almenningur gerir sífelldar kröfum um aukna þjónustu ríkisins – samhliða því sem honum blöskrar skattheimtan -- þá brestur aðhald ríkisstjórna með reglulegu millibili.Ef stjórnarflokkarnir ætla að standa við kosningaloforð sín þá verða þeir að endurskoða ríkisreksturinn í grundvallaratriðum. Þeir verða að skilgreina að nýju hver þáttur ríkisins á að vera í skólarekstri, í rekstri sjúkrastofnuna og heilsgæslu og skilgreina að nýju almannatryggingar; hverjum það á að hjálpa og til hvers sú hjálp er.Það væri óráðlegt af ríkisstjórninni að lækka skatta, halda óbreyttri stefnu í ríkisrekstri og treysta á að atvinnulífið hleypi svo miklum krafti í samfélagið að tekjur ríkissjóðs haldi áfram að aukast þrátt fyrir lækkun skatta. Æði mörg íslensk fyrirtæki eru nú einkar skuldsett – og ekki síður eigendur þeirra. Það er því líklegt að fyrirtækin muni halda áfram að leita leiða til sparnaðar þrátt fyrir góðan rekstur og að búast megi við atvinna dragist saman. Þrátt fyrir miklar sviptingar í atvinnulífinu að undanförnu hefur ekki mátt merkja fjölgun starfa – jafnvel þvert á móti. Það má því vel vera að ágætur hagur margra fyrirtækja muni ekki endilega margfaldast í samfélaginu og stoppa upp í götin á ríkissjóði.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun