Óttinn býr til íhaldssemi 20. júní 2004 00:01 Mig minnir það hafa verið James Joyce sem sagði að íbúar Rómar kynnu ekki annað en selja líkið af ömmu sinni. Þeir ættu svo mikla fortíð að framtíðin kæmist ekki að. Þess vegna væri nútíðin eins og föl eftirmynd fortíðarinnar; einu verðmætin væru í fortíðinni; verkefni nútíðarinnar væri að nýta fortíðina. Á tímum Joyce var Róm eins og risastórt safn fornminja og íbúarnir birtust aðkomumönnum eins og safnverðir. Þeir höfðu ekkert til málanna að leggja annað en að benda á einhverjar rústirnar. Þótt Róm hafi skánað á undanförnum árum er þar enn of mikil fortíð. Fortíðarbransinn hefur eflst með auknum túrisma og gefur vel að sér. Það er því varla hægt að skamma Rómverja fyrir að leggja mikið nýtt til málanna. Þeim dugar enn að benda á rústirnar. Þeir lögðu svo mikið til menningar nútímans fyrir þúsundum ára að þeir gætu þagað nokkur þúsund ár í viðbót án þess að minnka í samanburði við aðra. Það gagnast hins vegar náttúrlega ekki þeim sem nú ganga um stræti Rómar. Þeir eru engu stærri fyrir afrek löngu liðinna manna. Upphafning fortíðarinnar sem lífsviðurværi getur því orðið eins og Joyce sagði; að menn séu að selja líkið af ömmu sinni.Það eru mörg dæmi í sögunni af þjóðum sem hafa snúið vitlaust; horft fremur til fortíðar en framtíðar. Það er auðvitað öllum hollt að þekkja söguna og bera virðingu fyrir þeim sem á undan gengu. En ef menn sjá mest verðmæti í fortíðinni er hætt við að þeir verði of mikilli íhaldssemi að bráð. Versta tilfelli hennar felst í því þegar menn vilja viðhalda óbreyttu ástandi sem lengst og sjá ógn í hverri breytingu. Slík íhaldssemi er í andstöðu við lífið, sem er síkvikt og spriklandi fjörugt. Lífið rennur áfram og þegar menn vilja frysta ákveðið ástand eru þeir engu síður að reyna að móta framtíðina með óskhyggju sinni en þeir sem stefna að gerbreyttu ástandi. Það sem var er engu rétthærra í framtíðinni en það sem aldrei hefur verið; hvort tveggja er utangarðs.Íhaldssemi er alltaf afleiðing ótta. Ef menn óttast ekki breytingar og telja líklegra að þær leiði til verri niðurstöðu er lítil ástæða til íhaldssemi. Það er allt annar handleggur að bera virðingu fyrir liðnum tíma, góðum gildum og afrekum fortíðarinnar. Virðing fyrir fortíðinni eflir okkur til nýrra verka. Ef við óttumst breytingarnar hneigjumst við til þess að upphefja fortíðina svo hún gagnist okkur ekki til annars en að benda á hana.Íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum áratugum og allt bendir til þess að breytingarnar haldi áfram -- jafnvel með auknum krafti. Það er því skiljanlegt að íhaldssemi hefur fengið nokkurn hljómgrunn. Breytingar valda alltaf ótta. Þessum ótta verður hins vegar ekki svalað í íhaldssemi. Það er sama þótt allt yrði fryst; óttinn nagaði áfram. Til að losna við óttann þurfa menn að temja sér að horfa björtum augum til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Mig minnir það hafa verið James Joyce sem sagði að íbúar Rómar kynnu ekki annað en selja líkið af ömmu sinni. Þeir ættu svo mikla fortíð að framtíðin kæmist ekki að. Þess vegna væri nútíðin eins og föl eftirmynd fortíðarinnar; einu verðmætin væru í fortíðinni; verkefni nútíðarinnar væri að nýta fortíðina. Á tímum Joyce var Róm eins og risastórt safn fornminja og íbúarnir birtust aðkomumönnum eins og safnverðir. Þeir höfðu ekkert til málanna að leggja annað en að benda á einhverjar rústirnar. Þótt Róm hafi skánað á undanförnum árum er þar enn of mikil fortíð. Fortíðarbransinn hefur eflst með auknum túrisma og gefur vel að sér. Það er því varla hægt að skamma Rómverja fyrir að leggja mikið nýtt til málanna. Þeim dugar enn að benda á rústirnar. Þeir lögðu svo mikið til menningar nútímans fyrir þúsundum ára að þeir gætu þagað nokkur þúsund ár í viðbót án þess að minnka í samanburði við aðra. Það gagnast hins vegar náttúrlega ekki þeim sem nú ganga um stræti Rómar. Þeir eru engu stærri fyrir afrek löngu liðinna manna. Upphafning fortíðarinnar sem lífsviðurværi getur því orðið eins og Joyce sagði; að menn séu að selja líkið af ömmu sinni.Það eru mörg dæmi í sögunni af þjóðum sem hafa snúið vitlaust; horft fremur til fortíðar en framtíðar. Það er auðvitað öllum hollt að þekkja söguna og bera virðingu fyrir þeim sem á undan gengu. En ef menn sjá mest verðmæti í fortíðinni er hætt við að þeir verði of mikilli íhaldssemi að bráð. Versta tilfelli hennar felst í því þegar menn vilja viðhalda óbreyttu ástandi sem lengst og sjá ógn í hverri breytingu. Slík íhaldssemi er í andstöðu við lífið, sem er síkvikt og spriklandi fjörugt. Lífið rennur áfram og þegar menn vilja frysta ákveðið ástand eru þeir engu síður að reyna að móta framtíðina með óskhyggju sinni en þeir sem stefna að gerbreyttu ástandi. Það sem var er engu rétthærra í framtíðinni en það sem aldrei hefur verið; hvort tveggja er utangarðs.Íhaldssemi er alltaf afleiðing ótta. Ef menn óttast ekki breytingar og telja líklegra að þær leiði til verri niðurstöðu er lítil ástæða til íhaldssemi. Það er allt annar handleggur að bera virðingu fyrir liðnum tíma, góðum gildum og afrekum fortíðarinnar. Virðing fyrir fortíðinni eflir okkur til nýrra verka. Ef við óttumst breytingarnar hneigjumst við til þess að upphefja fortíðina svo hún gagnist okkur ekki til annars en að benda á hana.Íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum áratugum og allt bendir til þess að breytingarnar haldi áfram -- jafnvel með auknum krafti. Það er því skiljanlegt að íhaldssemi hefur fengið nokkurn hljómgrunn. Breytingar valda alltaf ótta. Þessum ótta verður hins vegar ekki svalað í íhaldssemi. Það er sama þótt allt yrði fryst; óttinn nagaði áfram. Til að losna við óttann þurfa menn að temja sér að horfa björtum augum til framtíðar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun