Minnihlutaviðhorf í stórum flokki 24. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það hefur verið erfitt að skilja herfræði forystumanna Sjálfstæðisflokksins undanfarna mánuði og ekki verður hugsunin að baki henni skýrari þegar nær dregur forsetakosningum. Ekki er annað að sjá en að forysta flokksins ætli sér í gegnum forsetakosningar í opinberri og augljósri andstöðu við sitjandi forseta. Það má svo sem skilja það af sögulegum ástæðum að forystumenn Sjálfstæðisflokksins hefðu viljað sjá annan gegna forsetaembættinu en Ólaf Ragnar Grímsson, sem var pólitískur andstæðingur sjálfstæðismanna meðan hann var í Alþýðubandalaginu. En þótt átökin í flokkapólitíkinni gerist oft hörð og óvægin er erfitt að sjá að þessi fortíð valdi því að forystumenn Sjálfstæðisflokksins geti ekki sætt sig við að Ólafur Ragnar vann lýðræðislegar kosningar og er réttkjörinn forseti. Það er heldur ekki að sjá að neitt í embættisfærslu Ólafs Ragnars fram að síðustu vikum valdi því að forysta Sjálfstæðisflokksins geti leyft sér að skipa flokknum í andstöðu við forsetann. Þvert á móti hafa allar kannanir sýnt að Ólafur Ragnar nýtur mikils traust meðal þjóðarinnar og hefur styrkst í embætti eftir því sem hann gegnir því lengur. Þótt ákveðinn kjarni flokksmanna í kringum forystuna geti ekki sætt sig við Ólaf Ragnar má fullyrða að meðal almennra flokksmanna - og enn frekar meðal kjósenda flokksins - sé almenn og víðtæk sátt um að stjórnmálaflokkar beiti sér ekki opinberlega gegn sitjandi forseta. Það er því æði hæpið að langrækin andstaða forystunnar gegn Ólafi Ragnari njóti mikils stuðnings meðal þeirra sem vilja kalla sig sjálfstæðismenn. Það má einnig fullyrða að stuðningur mikils meirihluta þjóðarinnar við vald forseta til að synja málum staðfestingar og skjóta þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu nái langt inn í raðir sjálfstæðismanna. Afstaða kjarnans í kringum forystuna í þessu máli -- að forsetinn hafi ekki þetta vald - hefur ekki öðlast fylgi meðal sjálfstæðismanna fremur en meðal þjóðarinnar. Þessi kenning um valdaleysi forsetans hefur enda ekki verið rædd á landsfundum eða annars staðar þar sem flokksmenn koma að stenfumótun né heldur ráðagerðir um að afnema synjunarvaldið með breytingum á stjórnarskrá. Kannanir hafa sýnt að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi því að forseti fari með þetta vald. Einnig að mikill meirihluti almennings var sammála ákvörðun Ólafs Ragnars að vísa fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Kannanir hafa einnig sýnt að þrátt fyrir að enginn forseti hafi mátt þola jafn skipulagða andstöðu og Ólafur Ragnar nýtur hann enn mikils stuðnings - og meiri en svo að hægt sé að halda því fram að umboð hans frá þjóðinni hafi verið skert. Herleiðangur forystu sjálfstæðismanna í þessu máli virðist því ekki vera farinn til sigurs heldur af stoltinu einu saman. Forystan leggur gegn vinsælum forseta, vinsælli ákvörðun hans og gegn túlkun á stjórnarskránni sem nýtur yfirgnæfandi stuðnings. Og til hvers? Til að sýna að forysta þessa flokks, sem sækir sjálfsmynd sína í að vera breiðfylkingin með víðari og almennari skírskotun meðal þjóðarinnar en aðrir flokkar, hafi gert krónísk minnihlutaviðhorf að baráttumálum sínum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það hefur verið erfitt að skilja herfræði forystumanna Sjálfstæðisflokksins undanfarna mánuði og ekki verður hugsunin að baki henni skýrari þegar nær dregur forsetakosningum. Ekki er annað að sjá en að forysta flokksins ætli sér í gegnum forsetakosningar í opinberri og augljósri andstöðu við sitjandi forseta. Það má svo sem skilja það af sögulegum ástæðum að forystumenn Sjálfstæðisflokksins hefðu viljað sjá annan gegna forsetaembættinu en Ólaf Ragnar Grímsson, sem var pólitískur andstæðingur sjálfstæðismanna meðan hann var í Alþýðubandalaginu. En þótt átökin í flokkapólitíkinni gerist oft hörð og óvægin er erfitt að sjá að þessi fortíð valdi því að forystumenn Sjálfstæðisflokksins geti ekki sætt sig við að Ólafur Ragnar vann lýðræðislegar kosningar og er réttkjörinn forseti. Það er heldur ekki að sjá að neitt í embættisfærslu Ólafs Ragnars fram að síðustu vikum valdi því að forysta Sjálfstæðisflokksins geti leyft sér að skipa flokknum í andstöðu við forsetann. Þvert á móti hafa allar kannanir sýnt að Ólafur Ragnar nýtur mikils traust meðal þjóðarinnar og hefur styrkst í embætti eftir því sem hann gegnir því lengur. Þótt ákveðinn kjarni flokksmanna í kringum forystuna geti ekki sætt sig við Ólaf Ragnar má fullyrða að meðal almennra flokksmanna - og enn frekar meðal kjósenda flokksins - sé almenn og víðtæk sátt um að stjórnmálaflokkar beiti sér ekki opinberlega gegn sitjandi forseta. Það er því æði hæpið að langrækin andstaða forystunnar gegn Ólafi Ragnari njóti mikils stuðnings meðal þeirra sem vilja kalla sig sjálfstæðismenn. Það má einnig fullyrða að stuðningur mikils meirihluta þjóðarinnar við vald forseta til að synja málum staðfestingar og skjóta þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu nái langt inn í raðir sjálfstæðismanna. Afstaða kjarnans í kringum forystuna í þessu máli -- að forsetinn hafi ekki þetta vald - hefur ekki öðlast fylgi meðal sjálfstæðismanna fremur en meðal þjóðarinnar. Þessi kenning um valdaleysi forsetans hefur enda ekki verið rædd á landsfundum eða annars staðar þar sem flokksmenn koma að stenfumótun né heldur ráðagerðir um að afnema synjunarvaldið með breytingum á stjórnarskrá. Kannanir hafa sýnt að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi því að forseti fari með þetta vald. Einnig að mikill meirihluti almennings var sammála ákvörðun Ólafs Ragnars að vísa fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Kannanir hafa einnig sýnt að þrátt fyrir að enginn forseti hafi mátt þola jafn skipulagða andstöðu og Ólafur Ragnar nýtur hann enn mikils stuðnings - og meiri en svo að hægt sé að halda því fram að umboð hans frá þjóðinni hafi verið skert. Herleiðangur forystu sjálfstæðismanna í þessu máli virðist því ekki vera farinn til sigurs heldur af stoltinu einu saman. Forystan leggur gegn vinsælum forseta, vinsælli ákvörðun hans og gegn túlkun á stjórnarskránni sem nýtur yfirgnæfandi stuðnings. Og til hvers? Til að sýna að forysta þessa flokks, sem sækir sjálfsmynd sína í að vera breiðfylkingin með víðari og almennari skírskotun meðal þjóðarinnar en aðrir flokkar, hafi gert krónísk minnihlutaviðhorf að baráttumálum sínum?
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun