Minnihlutaviðhorf í stórum flokki 24. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það hefur verið erfitt að skilja herfræði forystumanna Sjálfstæðisflokksins undanfarna mánuði og ekki verður hugsunin að baki henni skýrari þegar nær dregur forsetakosningum. Ekki er annað að sjá en að forysta flokksins ætli sér í gegnum forsetakosningar í opinberri og augljósri andstöðu við sitjandi forseta. Það má svo sem skilja það af sögulegum ástæðum að forystumenn Sjálfstæðisflokksins hefðu viljað sjá annan gegna forsetaembættinu en Ólaf Ragnar Grímsson, sem var pólitískur andstæðingur sjálfstæðismanna meðan hann var í Alþýðubandalaginu. En þótt átökin í flokkapólitíkinni gerist oft hörð og óvægin er erfitt að sjá að þessi fortíð valdi því að forystumenn Sjálfstæðisflokksins geti ekki sætt sig við að Ólafur Ragnar vann lýðræðislegar kosningar og er réttkjörinn forseti. Það er heldur ekki að sjá að neitt í embættisfærslu Ólafs Ragnars fram að síðustu vikum valdi því að forysta Sjálfstæðisflokksins geti leyft sér að skipa flokknum í andstöðu við forsetann. Þvert á móti hafa allar kannanir sýnt að Ólafur Ragnar nýtur mikils traust meðal þjóðarinnar og hefur styrkst í embætti eftir því sem hann gegnir því lengur. Þótt ákveðinn kjarni flokksmanna í kringum forystuna geti ekki sætt sig við Ólaf Ragnar má fullyrða að meðal almennra flokksmanna - og enn frekar meðal kjósenda flokksins - sé almenn og víðtæk sátt um að stjórnmálaflokkar beiti sér ekki opinberlega gegn sitjandi forseta. Það er því æði hæpið að langrækin andstaða forystunnar gegn Ólafi Ragnari njóti mikils stuðnings meðal þeirra sem vilja kalla sig sjálfstæðismenn. Það má einnig fullyrða að stuðningur mikils meirihluta þjóðarinnar við vald forseta til að synja málum staðfestingar og skjóta þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu nái langt inn í raðir sjálfstæðismanna. Afstaða kjarnans í kringum forystuna í þessu máli -- að forsetinn hafi ekki þetta vald - hefur ekki öðlast fylgi meðal sjálfstæðismanna fremur en meðal þjóðarinnar. Þessi kenning um valdaleysi forsetans hefur enda ekki verið rædd á landsfundum eða annars staðar þar sem flokksmenn koma að stenfumótun né heldur ráðagerðir um að afnema synjunarvaldið með breytingum á stjórnarskrá. Kannanir hafa sýnt að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi því að forseti fari með þetta vald. Einnig að mikill meirihluti almennings var sammála ákvörðun Ólafs Ragnars að vísa fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Kannanir hafa einnig sýnt að þrátt fyrir að enginn forseti hafi mátt þola jafn skipulagða andstöðu og Ólafur Ragnar nýtur hann enn mikils stuðnings - og meiri en svo að hægt sé að halda því fram að umboð hans frá þjóðinni hafi verið skert. Herleiðangur forystu sjálfstæðismanna í þessu máli virðist því ekki vera farinn til sigurs heldur af stoltinu einu saman. Forystan leggur gegn vinsælum forseta, vinsælli ákvörðun hans og gegn túlkun á stjórnarskránni sem nýtur yfirgnæfandi stuðnings. Og til hvers? Til að sýna að forysta þessa flokks, sem sækir sjálfsmynd sína í að vera breiðfylkingin með víðari og almennari skírskotun meðal þjóðarinnar en aðrir flokkar, hafi gert krónísk minnihlutaviðhorf að baráttumálum sínum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það hefur verið erfitt að skilja herfræði forystumanna Sjálfstæðisflokksins undanfarna mánuði og ekki verður hugsunin að baki henni skýrari þegar nær dregur forsetakosningum. Ekki er annað að sjá en að forysta flokksins ætli sér í gegnum forsetakosningar í opinberri og augljósri andstöðu við sitjandi forseta. Það má svo sem skilja það af sögulegum ástæðum að forystumenn Sjálfstæðisflokksins hefðu viljað sjá annan gegna forsetaembættinu en Ólaf Ragnar Grímsson, sem var pólitískur andstæðingur sjálfstæðismanna meðan hann var í Alþýðubandalaginu. En þótt átökin í flokkapólitíkinni gerist oft hörð og óvægin er erfitt að sjá að þessi fortíð valdi því að forystumenn Sjálfstæðisflokksins geti ekki sætt sig við að Ólafur Ragnar vann lýðræðislegar kosningar og er réttkjörinn forseti. Það er heldur ekki að sjá að neitt í embættisfærslu Ólafs Ragnars fram að síðustu vikum valdi því að forysta Sjálfstæðisflokksins geti leyft sér að skipa flokknum í andstöðu við forsetann. Þvert á móti hafa allar kannanir sýnt að Ólafur Ragnar nýtur mikils traust meðal þjóðarinnar og hefur styrkst í embætti eftir því sem hann gegnir því lengur. Þótt ákveðinn kjarni flokksmanna í kringum forystuna geti ekki sætt sig við Ólaf Ragnar má fullyrða að meðal almennra flokksmanna - og enn frekar meðal kjósenda flokksins - sé almenn og víðtæk sátt um að stjórnmálaflokkar beiti sér ekki opinberlega gegn sitjandi forseta. Það er því æði hæpið að langrækin andstaða forystunnar gegn Ólafi Ragnari njóti mikils stuðnings meðal þeirra sem vilja kalla sig sjálfstæðismenn. Það má einnig fullyrða að stuðningur mikils meirihluta þjóðarinnar við vald forseta til að synja málum staðfestingar og skjóta þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu nái langt inn í raðir sjálfstæðismanna. Afstaða kjarnans í kringum forystuna í þessu máli -- að forsetinn hafi ekki þetta vald - hefur ekki öðlast fylgi meðal sjálfstæðismanna fremur en meðal þjóðarinnar. Þessi kenning um valdaleysi forsetans hefur enda ekki verið rædd á landsfundum eða annars staðar þar sem flokksmenn koma að stenfumótun né heldur ráðagerðir um að afnema synjunarvaldið með breytingum á stjórnarskrá. Kannanir hafa sýnt að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi því að forseti fari með þetta vald. Einnig að mikill meirihluti almennings var sammála ákvörðun Ólafs Ragnars að vísa fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Kannanir hafa einnig sýnt að þrátt fyrir að enginn forseti hafi mátt þola jafn skipulagða andstöðu og Ólafur Ragnar nýtur hann enn mikils stuðnings - og meiri en svo að hægt sé að halda því fram að umboð hans frá þjóðinni hafi verið skert. Herleiðangur forystu sjálfstæðismanna í þessu máli virðist því ekki vera farinn til sigurs heldur af stoltinu einu saman. Forystan leggur gegn vinsælum forseta, vinsælli ákvörðun hans og gegn túlkun á stjórnarskránni sem nýtur yfirgnæfandi stuðnings. Og til hvers? Til að sýna að forysta þessa flokks, sem sækir sjálfsmynd sína í að vera breiðfylkingin með víðari og almennari skírskotun meðal þjóðarinnar en aðrir flokkar, hafi gert krónísk minnihlutaviðhorf að baráttumálum sínum?
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun