Hinn huldi frambjóðandi 26. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Undir eðlilegum kringumstæðum stæði val okkar kjósenda í forsetakosningunum um hvern við vildum fá sem forseta næstu fjögur árin. Atkvæði greidd hverjum frambjóðenda væru skýr. Þeir sem vilja að Ólafur Ragnar Grímsson verði áfram forseti kjósa hann, þeir sem vilja heldur Baldur Ágústsson kjósa hann og þeir sem vilja Ástþór Magnússon á Bessastaða greiða honum atkvæði. Þeir sem skila auðu væru með því að lýsa yfir óánægju með alla frambjóðendur -- að enginn þeirra sé góður kostur. Og þeir sem sitja heima láta kosningarnar sig litlu skipta; annað hvort hafa þeir lítið álit á forsetaembættinu eða telja litlu varða hver gegnir þessu embætti -- í það minnsta svo litlu að þeir telja það of mikið umstang að fara á kjörstað til að taka þátt í valinu.Svona væri þetta undir eðlilegum kringumstæðum -- eða rólyndislegum kringumstæðum. Val kjosenda væri tiltölulega einfalt og auðvelt væri að lesa úr niðurstöðum kosninganna. En kringumstæður okkar eru aðrar og aðdragandi þessara kosninga um margt sérstæður. Þær hafa þó ekki ýkja mikil áhrif á þá sem kjósa einhvern frambjóðendanna. Eftir sem áður er atkvæði greitt Ástþóri yfirlýsing um vilja til þess að hann verði forseti. Og það sama á við um þá Baldur og Ólaf Ragnar. Vegna þess þunga sem forysta og málgagn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt í gagnrýni sína á Ólaf Ragnar má þó telja víst að einhverjir þeirra sem kjósa Ólaf Ragnar séu fremur að verja atkvæði sínu í andstöðu við forystu Sjálfstæðisflokksins en með Ólafi Ragnari.Morgunblaðið og forystumenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa kvatt fólk til að mæta á kjörstað en skila auðu til að lýsa fyrir andstöðu við Ólaf Ragnar og ekki hvað síst ákvörðun hans um að skjóta fjölmiðlalögunum í þjóðaratvæðagreiðslu. Þetta setur þá sem hefðu skilað auðu af öðrum ástæðum í nokkurn vanda. Um 5 prósent þeirra sem komu á kjörstað í forsetakosningunum 1988 -- um 7 prósent atkvæðabærra manna -- skiluðu auðu fremur en að greiða Vigdísi Finnbogadóttur eða Sigrúnu Magnúsdóttur atkvæði sitt. Þetta fólk var ekki að lýsa yfir stuðningi við neinn stjórnmálaflokk eða einhverja túlkun á valdsviði forsetans heldur vildi annað hvort fá einhvern annan sem forseta en frambjóðendurna tvo eða skilaði auðu til að lýsa yfir óánægju með Vigdísi. Sú óánægja gat stafað af mismunandi ástæðum. Það er hins vegar ljóst að Morgunblaðið og forysta Sjálfstæðisflokksins munu túlka öll auð atkvæði í dag sem stuðning við sig. Og ef þau verða ekki nægjanlega mörg til að verja framgöngu flokks og blaðs í aðdraganda kosninganna þá mun stór hluti þeirra sem sátu heima verða taldir til andstæðinga Ólafs Ragnars -- og fylgjendur þeirra sem harðast hafa gagnrýnt hann. Það er hins vegar æði hæpið.Til að meta niðurstöður kosninganna í dag er eðlilegt að taka mið af útkomu Vigdísar Finnbogadóttur 1988. Taka þarf tillit til almennt minnkandi kjörsóknar og að Ólafur Ragnar hefur nú tvo mótframbjóðendur á móti einum hjá Vigdísi. Vigdís fékk um 90 prósent greiddra atkvæða í kosningum með rúmlega 70 prósent kjörsókn og þar af leiðandi stuðningsyfirlýsingu frá 65 prósent landsmanna. Vigdís þurfti ekki að glíma við neina teljandi andstöðu eða þola nokkra gagnrýni. Þar sem helmningur þjóðarinnar les Morgunblaðið á hverjum degi og rúmur þriðjungur kaus Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum verður það að teljast tap fyrir þessa öflugu andstæðinga Ólafs Ragnar ef þeim tekst ekki að fá 20 prósent kjósenda til að skila auðu. Markmið þeirra hlýtur að vera að berja stuðninginn við hann undir 50 prósent af öllum atkvæðabærum mönnum; það er til dæmis 71,5 prósent atvæða í kosningum með 70 prósent kjörsókn. Ef Ólafi Ragnari tekst að verjast þessu getur hann túlkað það sem varnarsigur. Ef hann nær atkvæðum fleiri en 55 til 58 prósent atkvæðabærra manna -- í kringum 80 prósent atkvæða í kosningum með 70 prósent kjörsókn -- getur hann túlkað niðurstöðuna sem mikinn sigur.Hinn huldi frambjóðandi -- forysta og málgagn Sjálfstæðisflokksins -- á því ekki síður mikið undir kosningunum í dag en frambjóðendurnir þrír. Niðurstöður kosninganna er styrkleikamæling á stuðning við stefnu og baráttuaðferðir flokks og blaðs að undanförnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Undir eðlilegum kringumstæðum stæði val okkar kjósenda í forsetakosningunum um hvern við vildum fá sem forseta næstu fjögur árin. Atkvæði greidd hverjum frambjóðenda væru skýr. Þeir sem vilja að Ólafur Ragnar Grímsson verði áfram forseti kjósa hann, þeir sem vilja heldur Baldur Ágústsson kjósa hann og þeir sem vilja Ástþór Magnússon á Bessastaða greiða honum atkvæði. Þeir sem skila auðu væru með því að lýsa yfir óánægju með alla frambjóðendur -- að enginn þeirra sé góður kostur. Og þeir sem sitja heima láta kosningarnar sig litlu skipta; annað hvort hafa þeir lítið álit á forsetaembættinu eða telja litlu varða hver gegnir þessu embætti -- í það minnsta svo litlu að þeir telja það of mikið umstang að fara á kjörstað til að taka þátt í valinu.Svona væri þetta undir eðlilegum kringumstæðum -- eða rólyndislegum kringumstæðum. Val kjosenda væri tiltölulega einfalt og auðvelt væri að lesa úr niðurstöðum kosninganna. En kringumstæður okkar eru aðrar og aðdragandi þessara kosninga um margt sérstæður. Þær hafa þó ekki ýkja mikil áhrif á þá sem kjósa einhvern frambjóðendanna. Eftir sem áður er atkvæði greitt Ástþóri yfirlýsing um vilja til þess að hann verði forseti. Og það sama á við um þá Baldur og Ólaf Ragnar. Vegna þess þunga sem forysta og málgagn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt í gagnrýni sína á Ólaf Ragnar má þó telja víst að einhverjir þeirra sem kjósa Ólaf Ragnar séu fremur að verja atkvæði sínu í andstöðu við forystu Sjálfstæðisflokksins en með Ólafi Ragnari.Morgunblaðið og forystumenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa kvatt fólk til að mæta á kjörstað en skila auðu til að lýsa fyrir andstöðu við Ólaf Ragnar og ekki hvað síst ákvörðun hans um að skjóta fjölmiðlalögunum í þjóðaratvæðagreiðslu. Þetta setur þá sem hefðu skilað auðu af öðrum ástæðum í nokkurn vanda. Um 5 prósent þeirra sem komu á kjörstað í forsetakosningunum 1988 -- um 7 prósent atkvæðabærra manna -- skiluðu auðu fremur en að greiða Vigdísi Finnbogadóttur eða Sigrúnu Magnúsdóttur atkvæði sitt. Þetta fólk var ekki að lýsa yfir stuðningi við neinn stjórnmálaflokk eða einhverja túlkun á valdsviði forsetans heldur vildi annað hvort fá einhvern annan sem forseta en frambjóðendurna tvo eða skilaði auðu til að lýsa yfir óánægju með Vigdísi. Sú óánægja gat stafað af mismunandi ástæðum. Það er hins vegar ljóst að Morgunblaðið og forysta Sjálfstæðisflokksins munu túlka öll auð atkvæði í dag sem stuðning við sig. Og ef þau verða ekki nægjanlega mörg til að verja framgöngu flokks og blaðs í aðdraganda kosninganna þá mun stór hluti þeirra sem sátu heima verða taldir til andstæðinga Ólafs Ragnars -- og fylgjendur þeirra sem harðast hafa gagnrýnt hann. Það er hins vegar æði hæpið.Til að meta niðurstöður kosninganna í dag er eðlilegt að taka mið af útkomu Vigdísar Finnbogadóttur 1988. Taka þarf tillit til almennt minnkandi kjörsóknar og að Ólafur Ragnar hefur nú tvo mótframbjóðendur á móti einum hjá Vigdísi. Vigdís fékk um 90 prósent greiddra atkvæða í kosningum með rúmlega 70 prósent kjörsókn og þar af leiðandi stuðningsyfirlýsingu frá 65 prósent landsmanna. Vigdís þurfti ekki að glíma við neina teljandi andstöðu eða þola nokkra gagnrýni. Þar sem helmningur þjóðarinnar les Morgunblaðið á hverjum degi og rúmur þriðjungur kaus Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum verður það að teljast tap fyrir þessa öflugu andstæðinga Ólafs Ragnar ef þeim tekst ekki að fá 20 prósent kjósenda til að skila auðu. Markmið þeirra hlýtur að vera að berja stuðninginn við hann undir 50 prósent af öllum atkvæðabærum mönnum; það er til dæmis 71,5 prósent atvæða í kosningum með 70 prósent kjörsókn. Ef Ólafi Ragnari tekst að verjast þessu getur hann túlkað það sem varnarsigur. Ef hann nær atkvæðum fleiri en 55 til 58 prósent atkvæðabærra manna -- í kringum 80 prósent atkvæða í kosningum með 70 prósent kjörsókn -- getur hann túlkað niðurstöðuna sem mikinn sigur.Hinn huldi frambjóðandi -- forysta og málgagn Sjálfstæðisflokksins -- á því ekki síður mikið undir kosningunum í dag en frambjóðendurnir þrír. Niðurstöður kosninganna er styrkleikamæling á stuðning við stefnu og baráttuaðferðir flokks og blaðs að undanförnu.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun