Sigur fyrir Ólaf Ragnar 28. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Næstu daga mun baráttan um forsetakosninganar halda áfram. Nú verður barist um túlkun á niðurstöðum þeirra. Ólafur Ragnar Grímsson mun halda því fram að hann hafi ekki aðeins sigrað í kosningunum heldur einnig lagt forystu Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið, sem er ekki lengur hægt að kalla annað en málgagn forystu flokksins. Morgunblaðið og harðasti kjarninn í kringum forystu Sjálfstæðisflokksins munu telja sig hafa laskað Ólaf Ragnar svo með auðum atkvæðum að hann hafi á einhvern hátt takmarkaðra umboð frá kjósendum en forsetar hingað til. Næstu daga mun verða deilt um þessar mismunandi túlkanir. Niðurstöður kosninga eru sjaldnast mjög skýrar og það á einnig við um þessar. Baráttan um túlkun þeirra getur því fært báðum nokkurn sigur -- eða í það minnsta varnarsigur. En það er ljóst að hvorugur tapaði.Það er nokkuð afrek að fá frá fimmtungi að fjórðungi þeirra sem mæta á kjörstað til að skila auðu. Það eru sterk mótmæli. Það er hins vegar erfitt að meta styrk þeirra sökum þess hversu öflugir aðilar stóðu að þeim og beittu sér í kosningabaráttunni. Það voru álíka margir sem skiluðu auðu í forsetakosningunum og skrifuðu undir hvatningu til Ólafs Ragnars að staðfesta ekki fjölmiðlalögin. Svipaður fjöldi hefur áður hvatt forseta til að staðfesta ekki lög um virkjanir og samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Mun fleiri skrifuðu þó undir stuðning við varnarsamninginn í herferð Varins lands fyrir þrjátíu árum. Auðu seðlarnir nú skipa sér samt sem áður í flokk með sterkustu mótmælum sögunnar.Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar verið gríðarsterkt afl í íslenskum stjórnmálum marga undanfarna áratugi og það er óvanalegt að hann beiti sér í mótmælaaðgerðum. Það er því ef til vill hægt að ætla honum meiri árangur í slíkum aðgerðum en til dæmis Vinstrihreyfingunni -- grænu framboði. Styrkur Sjálfstæðisflokksins og það afl sem Morgunblaðið lagði í kosningabaráttuna gerir það að verkum að þótt veikari öfl gætu vel við unað er fjöldi auðra seðla ekki sigur fyrir flokkinn eða blaðið. En þeir eru nægjanlega margir til að forða tapi.Hvað forysta flokksins hins vegar ætlaði sér með þessum leiðangri sínum er enn óskýrt. Það mátti öllum vera ljóst að þótt flokknum tækist að skaða stöðu forsetans myndi yfirlýst andstaða flokks og blaðs færa Ólafi Ragnari persónulegan sigur.Ólafur Ragnar situr vissulega uppi með mun verri kosningu en Vigdís Finnbogadóttir fékk árið 1988. Þetta eru einu forsetakosningarnar þar sem sitjandi forseti hefur fengið mótframboð og því einu kosningarnar sem eðlilegt er að bera þessar saman við. Mótframbjóðendur Ólafs Ragnars voru tveir og fengu aðeins meira en tvöfalt fylgi eina mótframbjóðanda Vigdísar. Mismunurinn liggur í auðum seðlum. Árið 1988 voru þeir rúm 2 prósent en nú bætast við meira en 20 prósent til viðbótar.Þrátt fyrir að kannanir hafi sýnt að Ólafi Ragnari hafi gengið vel að afla sér fylgis þrátt fyrir pólitíska fortíð sína gerir enginn ráð fyrir að hann verði nokkru sinni jafningi Vigdísar að vinsældum. Hann mátti því búast við fleiri auðum seðlum en Vigdís fékk þótt ekki hefði komið til andstaða Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins. Og þegar þessar kosningar eru bornar saman er munurinn ekki mikill í ljósi þess hversu öfluga andstæðinga Ólafur Ragnar var að glíma við.Við getum spurt okkur hvort við hefðum talið það sigur eða tap fyrir Ólaf Ragnar Grímsson fyrir nokkrum misserum síðan að fá þrisvar sinnum meira fylgi en sá kostur sem forysta Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið börðust fyrir. Þótt það séu ekki góð tíðindi fyrir forseta að hátt í fimmtungur kjósenda skili auðu í mótmælaskyni eru niðurstöður þessara kosninga hins vegar nokkur sigur fyrir Ólaf Ragnar.Baldur Ágústsson má síðan vera stoltur af því að fá um þriðjungs fylgi á við Pétur Thorsteinsson 1980 og helminginn af fylgi Alberts Guðmundssonar i sömu kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Næstu daga mun baráttan um forsetakosninganar halda áfram. Nú verður barist um túlkun á niðurstöðum þeirra. Ólafur Ragnar Grímsson mun halda því fram að hann hafi ekki aðeins sigrað í kosningunum heldur einnig lagt forystu Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið, sem er ekki lengur hægt að kalla annað en málgagn forystu flokksins. Morgunblaðið og harðasti kjarninn í kringum forystu Sjálfstæðisflokksins munu telja sig hafa laskað Ólaf Ragnar svo með auðum atkvæðum að hann hafi á einhvern hátt takmarkaðra umboð frá kjósendum en forsetar hingað til. Næstu daga mun verða deilt um þessar mismunandi túlkanir. Niðurstöður kosninga eru sjaldnast mjög skýrar og það á einnig við um þessar. Baráttan um túlkun þeirra getur því fært báðum nokkurn sigur -- eða í það minnsta varnarsigur. En það er ljóst að hvorugur tapaði.Það er nokkuð afrek að fá frá fimmtungi að fjórðungi þeirra sem mæta á kjörstað til að skila auðu. Það eru sterk mótmæli. Það er hins vegar erfitt að meta styrk þeirra sökum þess hversu öflugir aðilar stóðu að þeim og beittu sér í kosningabaráttunni. Það voru álíka margir sem skiluðu auðu í forsetakosningunum og skrifuðu undir hvatningu til Ólafs Ragnars að staðfesta ekki fjölmiðlalögin. Svipaður fjöldi hefur áður hvatt forseta til að staðfesta ekki lög um virkjanir og samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Mun fleiri skrifuðu þó undir stuðning við varnarsamninginn í herferð Varins lands fyrir þrjátíu árum. Auðu seðlarnir nú skipa sér samt sem áður í flokk með sterkustu mótmælum sögunnar.Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar verið gríðarsterkt afl í íslenskum stjórnmálum marga undanfarna áratugi og það er óvanalegt að hann beiti sér í mótmælaaðgerðum. Það er því ef til vill hægt að ætla honum meiri árangur í slíkum aðgerðum en til dæmis Vinstrihreyfingunni -- grænu framboði. Styrkur Sjálfstæðisflokksins og það afl sem Morgunblaðið lagði í kosningabaráttuna gerir það að verkum að þótt veikari öfl gætu vel við unað er fjöldi auðra seðla ekki sigur fyrir flokkinn eða blaðið. En þeir eru nægjanlega margir til að forða tapi.Hvað forysta flokksins hins vegar ætlaði sér með þessum leiðangri sínum er enn óskýrt. Það mátti öllum vera ljóst að þótt flokknum tækist að skaða stöðu forsetans myndi yfirlýst andstaða flokks og blaðs færa Ólafi Ragnari persónulegan sigur.Ólafur Ragnar situr vissulega uppi með mun verri kosningu en Vigdís Finnbogadóttir fékk árið 1988. Þetta eru einu forsetakosningarnar þar sem sitjandi forseti hefur fengið mótframboð og því einu kosningarnar sem eðlilegt er að bera þessar saman við. Mótframbjóðendur Ólafs Ragnars voru tveir og fengu aðeins meira en tvöfalt fylgi eina mótframbjóðanda Vigdísar. Mismunurinn liggur í auðum seðlum. Árið 1988 voru þeir rúm 2 prósent en nú bætast við meira en 20 prósent til viðbótar.Þrátt fyrir að kannanir hafi sýnt að Ólafi Ragnari hafi gengið vel að afla sér fylgis þrátt fyrir pólitíska fortíð sína gerir enginn ráð fyrir að hann verði nokkru sinni jafningi Vigdísar að vinsældum. Hann mátti því búast við fleiri auðum seðlum en Vigdís fékk þótt ekki hefði komið til andstaða Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins. Og þegar þessar kosningar eru bornar saman er munurinn ekki mikill í ljósi þess hversu öfluga andstæðinga Ólafur Ragnar var að glíma við.Við getum spurt okkur hvort við hefðum talið það sigur eða tap fyrir Ólaf Ragnar Grímsson fyrir nokkrum misserum síðan að fá þrisvar sinnum meira fylgi en sá kostur sem forysta Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið börðust fyrir. Þótt það séu ekki góð tíðindi fyrir forseta að hátt í fimmtungur kjósenda skili auðu í mótmælaskyni eru niðurstöður þessara kosninga hins vegar nokkur sigur fyrir Ólaf Ragnar.Baldur Ágústsson má síðan vera stoltur af því að fá um þriðjungs fylgi á við Pétur Thorsteinsson 1980 og helminginn af fylgi Alberts Guðmundssonar i sömu kosningum.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun