Atorka á óvæntum sviðum 30. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson. Þó að árangurinn eigi eftir að koma í ljós er ástæða til að fagna því að Eddu skuli hafa tekist að selja útgáfurétt á bókum Arnaldar Indriðasonar til bandarísks útgáfufyrirtækis. Hver hefði séð þetta fyrir; að íslenskur rithöfundur gæti selt Bandaríkjamönnum reyfara? Er það ekki svipað afrek og ef Bandaríkjamanni tækist að selja fisk til Íslands? Það mætti vera góð sölumennska eða frábær fiskur. Og hvort sem réði meiru um bandaríska útgáfusamninginn -- gæði bókanna hans Arnaldar eða dugnaður og útsjónarsemi starfsmanna Eddu -- má það einu gilda. Þessi samningur sýnir að okkur Íslendingum eru í raun engar dyr lokaðar.Við eigum sömu möguleika að láta drauma okkar rætast og aðrir. Þótt við séum af smárri þjóð þá erum við engin smámenni -- ekki fremur en allir þeir sem eru af stórþjóðum komnir séu stórmenni. Og draumar okkar þurfa ekki að falla að fyrirframgefnum hugmyndum okkar um getu þjóðarinnar. Það voru sjálfsagt fáir sem hvöttu Arnald til að skrifa reyfara inn í íslenskan raunveruleika á sínum tíma. En það hafa án efa margir verið tilbúnir til þess að gefa honum þau ráð að gleyma þessu sem fyrst og haft fyrir því fjölþætt rök. En með því að halda fast í drauminn hefur Arnaldi ekki aðeins tekist að laga líf sitt að honum heldur gefið okkur hinum kjark til að fóstra með okkur drauma og til að brýna vilja okkar til að hrinda þeim í framkvæmd.Arnaldur er líkur mörgum öðrum Íslendingum sem hafa náð góðum árangri á erlendum vettvangi. Þessir landar okkar hafa náð árangri á sviðum sem fyrirfram mætti ekki gera ráð fyrir að Íslendingar hefðu mikið fram að færa. Við höfum vissulega haslað okkur völl í sjávarútvegi víða um heim og selt sértæk tæki til fiskveiða og -vinnslu. Íslensk fyrirtæki og fræðimenn hafa líka komið að verkefnum tengdum jarðhita víða um lönd. En það er samt algengast að Íslendingar nái langt á sviðum sem tilteknir einstaklingar hafa haft áhuga á fremur en að þjóðin sem heild hafi eitthvað að færa veröldinni. Ástæðan er auðvitað sú að það eru einstaklingarnir sem eru drifkraftar allra verka. Þjóðir eru aðeins heiti sem við gefum hópum einstaklinga og þjóðir eiga sér hvorki drauma né þrár og búa ekki yfir vilja né framsýni.Það er því ekkert skrítið við það að Íslendingar skuli selja fleiri reyfara erlendis en sögur byggðar á sagnaarfi okkar -- hver svo sem hann er. Það er heldur ekki skrítið að Íslendingar geri sig gildandi í bankarekstri í Norður-Evrópu og nái þar skjótari og eftirtektarverðari árangri en í fiskveiðiútgerð, að íslenskir popparar selji plötur í massavís í Evrópu, íslenskir kaupmenn séu orðnir þekkt stærð í Bretlandi eða að íslensk fyrirtæki sé leiðandi í framleiðslu og þróun gervilima eða í svefnrannsóknum. Það væri mun undarlegra ef einstaklingar á Íslandi hefðu allir áhuga á því sama og fóstruðu allir sömu draumana.Og einmitt af þessu sökum -- að einstaklingarnir eru verðmætari en þjóðirnar -- skulum við fara varlega í því að setja eina mælistiku á samfélagið eða reyna um of að beina atorku einstaklinganna í fyrirfram ákveðinn farveg, Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson. Þó að árangurinn eigi eftir að koma í ljós er ástæða til að fagna því að Eddu skuli hafa tekist að selja útgáfurétt á bókum Arnaldar Indriðasonar til bandarísks útgáfufyrirtækis. Hver hefði séð þetta fyrir; að íslenskur rithöfundur gæti selt Bandaríkjamönnum reyfara? Er það ekki svipað afrek og ef Bandaríkjamanni tækist að selja fisk til Íslands? Það mætti vera góð sölumennska eða frábær fiskur. Og hvort sem réði meiru um bandaríska útgáfusamninginn -- gæði bókanna hans Arnaldar eða dugnaður og útsjónarsemi starfsmanna Eddu -- má það einu gilda. Þessi samningur sýnir að okkur Íslendingum eru í raun engar dyr lokaðar.Við eigum sömu möguleika að láta drauma okkar rætast og aðrir. Þótt við séum af smárri þjóð þá erum við engin smámenni -- ekki fremur en allir þeir sem eru af stórþjóðum komnir séu stórmenni. Og draumar okkar þurfa ekki að falla að fyrirframgefnum hugmyndum okkar um getu þjóðarinnar. Það voru sjálfsagt fáir sem hvöttu Arnald til að skrifa reyfara inn í íslenskan raunveruleika á sínum tíma. En það hafa án efa margir verið tilbúnir til þess að gefa honum þau ráð að gleyma þessu sem fyrst og haft fyrir því fjölþætt rök. En með því að halda fast í drauminn hefur Arnaldi ekki aðeins tekist að laga líf sitt að honum heldur gefið okkur hinum kjark til að fóstra með okkur drauma og til að brýna vilja okkar til að hrinda þeim í framkvæmd.Arnaldur er líkur mörgum öðrum Íslendingum sem hafa náð góðum árangri á erlendum vettvangi. Þessir landar okkar hafa náð árangri á sviðum sem fyrirfram mætti ekki gera ráð fyrir að Íslendingar hefðu mikið fram að færa. Við höfum vissulega haslað okkur völl í sjávarútvegi víða um heim og selt sértæk tæki til fiskveiða og -vinnslu. Íslensk fyrirtæki og fræðimenn hafa líka komið að verkefnum tengdum jarðhita víða um lönd. En það er samt algengast að Íslendingar nái langt á sviðum sem tilteknir einstaklingar hafa haft áhuga á fremur en að þjóðin sem heild hafi eitthvað að færa veröldinni. Ástæðan er auðvitað sú að það eru einstaklingarnir sem eru drifkraftar allra verka. Þjóðir eru aðeins heiti sem við gefum hópum einstaklinga og þjóðir eiga sér hvorki drauma né þrár og búa ekki yfir vilja né framsýni.Það er því ekkert skrítið við það að Íslendingar skuli selja fleiri reyfara erlendis en sögur byggðar á sagnaarfi okkar -- hver svo sem hann er. Það er heldur ekki skrítið að Íslendingar geri sig gildandi í bankarekstri í Norður-Evrópu og nái þar skjótari og eftirtektarverðari árangri en í fiskveiðiútgerð, að íslenskir popparar selji plötur í massavís í Evrópu, íslenskir kaupmenn séu orðnir þekkt stærð í Bretlandi eða að íslensk fyrirtæki sé leiðandi í framleiðslu og þróun gervilima eða í svefnrannsóknum. Það væri mun undarlegra ef einstaklingar á Íslandi hefðu allir áhuga á því sama og fóstruðu allir sömu draumana.Og einmitt af þessu sökum -- að einstaklingarnir eru verðmætari en þjóðirnar -- skulum við fara varlega í því að setja eina mælistiku á samfélagið eða reyna um of að beina atorku einstaklinganna í fyrirfram ákveðinn farveg,
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar