Þjóðin er þinginu æðri 4. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Miðað við þá áherslu sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt á að menn fari eftir leikreglum samfélagsins er með ólíkindum hversu reglurnar þvælast fyrir þessum sömu mönnum. Ég er þá ekki að tala um þegar Hæstiréttur hefur úrskurðað að lög sem ríkisstjórnin setur stangist á við stjórnarskrána – sem er undirstaða allra leikreglna. Ekki heldur þegar umboðsmaður Alþingis úrskurðar að embættisverk ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi brotið gegn góðri stjórnsýslu. Né þegar úrskurðarnefnd jafnréttismála úrskurðar að embættisveitingar sömu manna hafi stangast á við lög. Enn síður þegar orð ráðherranna eru dæmd dauð og ómerk í héraðsdómi.Ég á heldur ekki við viðbrögð forystumanna sjálfstæðismanna við öllum þessum ákúrum sem alltaf eru á eina lund: Úrskurðir dómstóla og annarra opinberra umsagnaraðila eru aðeins skoðanir manna út í bæ og vega lítið á móti áliti ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki hægt að taka mark á þessum viðbrögðum – alla vega ekki sem raunverulega pólitíska afstöðu þeirra. Þau bera aðeins vott um slælegt uppeldi og götustrákastæla.Það er hins vegar alvarlegt þegar forystumenn í stjórnmálaflokki í lýðræðisríki – og það í engum jaðarflokki heldur sjálfum Sjálfstæðisflokknum – skuli telja sig umbúna til að setja þjóðinni skilyrði í kosningum.Þótt margt megi þvæla um stjórnskipan Íslands þá er alveg ljóst að æðsta vald í íslenska þjóðfélaginu er almennur kjörfundur. Til þessa fundar þurfa bæði forseti og þing að sækja umboð sitt. Bæði forsetaframbjóðendur og frambjóðendur til þings geta efast eins og þá lystir um vit kjósenda eða getu þeirra til að taka ákvarðanir – á sama hátt og kjósendur efast um vit og getu forseta og þingmanna – en hvorki forseti né þing geta sett neinar skorður á þennan kjörfund.Kjörfundurinn sjálfur getur hins vegar sett allar þær skorður á sjálfan sig sem honum lystir. En til þess þarf að breyta stjórnarskrá. Þá samþykkir Alþingi breytingarnar og ber þær undir kjörfund samhliða þingkosningum, sem efnt er til samkvæmt eldri stjórnarskrá. Ef nýtt þing samþykkir einnig skorður á almennan kjörfund hafa þær þar með verið gerðar að grundvallarreglum í samfélaginu.Þar til almennur kjörfundur kjósenda hefur sett einhverjar skorður á vægi og vald slíkra kjörfunda er óhugsandi að setja slíkar skorður. Til þess hefur enginn vald. Það er með öllu óskiljanlegt hvað forystumönnum Sjálfstæðisflokksins gengur til með hugmyndum sínum í dag að setja kjörfundi einhver skilyrði eða hvaðan þeir telja sig geta sótt vald til þess. Hafa þeir umboð einhvers sem er þjóðinni æðri?Enn síður má skilja þörfina fyrir slíkum skorðum. Hingað til hafa íslenskir kjósendur sýnt sig vera ágætlega treystandi fyrir atkvæðum sínum. Hví skyldi þeim ekki vera treystandi lengur? Ef við ímyndum okkur að stór hluti kjósenda láti sig þessi blessuð fjölmiðlalög litlu skipta og mæti ekki á kjörstað; hver er þá skaðinn? Geta kjósendur ekki setið hjá við atkvæðagreiðsluna eins og Jónína Bjartmarz?Ef kosningaþátttaka á Íslandi væri hrunin niður úr öllu valdi og lýðræðinu stafaði ógn af ábyrgðarleysi almennings mætti sjá fyrir sér umræðu um með hvaða hætti tryggja mætti að kjörfundur sýndi raunverulegan vilja þjóðarinnar. En þessi staða er einfaldlega ekki uppi. Forysta Sjálfstæðisflokksins er því í þessu máli – eins og fjölmiðlamálinu öllu – fyrst og fremst að berjast við eigin ímyndanir; hryllingsmyndir sem hún dregur upp og finnur sig svo knúna til að bjarga þjóðinni frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Miðað við þá áherslu sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt á að menn fari eftir leikreglum samfélagsins er með ólíkindum hversu reglurnar þvælast fyrir þessum sömu mönnum. Ég er þá ekki að tala um þegar Hæstiréttur hefur úrskurðað að lög sem ríkisstjórnin setur stangist á við stjórnarskrána – sem er undirstaða allra leikreglna. Ekki heldur þegar umboðsmaður Alþingis úrskurðar að embættisverk ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi brotið gegn góðri stjórnsýslu. Né þegar úrskurðarnefnd jafnréttismála úrskurðar að embættisveitingar sömu manna hafi stangast á við lög. Enn síður þegar orð ráðherranna eru dæmd dauð og ómerk í héraðsdómi.Ég á heldur ekki við viðbrögð forystumanna sjálfstæðismanna við öllum þessum ákúrum sem alltaf eru á eina lund: Úrskurðir dómstóla og annarra opinberra umsagnaraðila eru aðeins skoðanir manna út í bæ og vega lítið á móti áliti ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki hægt að taka mark á þessum viðbrögðum – alla vega ekki sem raunverulega pólitíska afstöðu þeirra. Þau bera aðeins vott um slælegt uppeldi og götustrákastæla.Það er hins vegar alvarlegt þegar forystumenn í stjórnmálaflokki í lýðræðisríki – og það í engum jaðarflokki heldur sjálfum Sjálfstæðisflokknum – skuli telja sig umbúna til að setja þjóðinni skilyrði í kosningum.Þótt margt megi þvæla um stjórnskipan Íslands þá er alveg ljóst að æðsta vald í íslenska þjóðfélaginu er almennur kjörfundur. Til þessa fundar þurfa bæði forseti og þing að sækja umboð sitt. Bæði forsetaframbjóðendur og frambjóðendur til þings geta efast eins og þá lystir um vit kjósenda eða getu þeirra til að taka ákvarðanir – á sama hátt og kjósendur efast um vit og getu forseta og þingmanna – en hvorki forseti né þing geta sett neinar skorður á þennan kjörfund.Kjörfundurinn sjálfur getur hins vegar sett allar þær skorður á sjálfan sig sem honum lystir. En til þess þarf að breyta stjórnarskrá. Þá samþykkir Alþingi breytingarnar og ber þær undir kjörfund samhliða þingkosningum, sem efnt er til samkvæmt eldri stjórnarskrá. Ef nýtt þing samþykkir einnig skorður á almennan kjörfund hafa þær þar með verið gerðar að grundvallarreglum í samfélaginu.Þar til almennur kjörfundur kjósenda hefur sett einhverjar skorður á vægi og vald slíkra kjörfunda er óhugsandi að setja slíkar skorður. Til þess hefur enginn vald. Það er með öllu óskiljanlegt hvað forystumönnum Sjálfstæðisflokksins gengur til með hugmyndum sínum í dag að setja kjörfundi einhver skilyrði eða hvaðan þeir telja sig geta sótt vald til þess. Hafa þeir umboð einhvers sem er þjóðinni æðri?Enn síður má skilja þörfina fyrir slíkum skorðum. Hingað til hafa íslenskir kjósendur sýnt sig vera ágætlega treystandi fyrir atkvæðum sínum. Hví skyldi þeim ekki vera treystandi lengur? Ef við ímyndum okkur að stór hluti kjósenda láti sig þessi blessuð fjölmiðlalög litlu skipta og mæti ekki á kjörstað; hver er þá skaðinn? Geta kjósendur ekki setið hjá við atkvæðagreiðsluna eins og Jónína Bjartmarz?Ef kosningaþátttaka á Íslandi væri hrunin niður úr öllu valdi og lýðræðinu stafaði ógn af ábyrgðarleysi almennings mætti sjá fyrir sér umræðu um með hvaða hætti tryggja mætti að kjörfundur sýndi raunverulegan vilja þjóðarinnar. En þessi staða er einfaldlega ekki uppi. Forysta Sjálfstæðisflokksins er því í þessu máli – eins og fjölmiðlamálinu öllu – fyrst og fremst að berjast við eigin ímyndanir; hryllingsmyndir sem hún dregur upp og finnur sig svo knúna til að bjarga þjóðinni frá.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar