Ætla þeir nú gegn eigin hugmyndum? Einar K. Guðfinnsson skrifar 11. júlí 2004 00:01 Fjölmiðlalögin - Einar K. Guðfinnsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Umræður um fjölmiðlamálin sl. fimmtudag á Alþingi hafa leitt í ljós ótrúlega stöðu stjórnarandstöðunnar. Sérstaklega þingmanna Vinstri grænna. Það er ljóst mál að hið nýja frumvarp ríkisstjórnarinnar sem nú er til meðferðar í þinginu er algjörlega í samræmi við málflutning Vinstri grænna og að hluta til Frjálslyndra. Samt sem áður rjúka þeir upp til handa og fóta og boða hörku andstöðu við málið. Því blasir við að málaflutningur þeirra styðst ekki við efnislega andstöðu. Það er eitthvað allt annað sem veldur afstöðu þeirra hér og nú. Þeir lögðu þetta sjálfir til. Það var stjórnarandstaðan sem kepptist við það að krefjast þess að fjölmiðlalöggjöfin yrði numin úr gildi og hafist yrði handa við nýja lagasetningu. Þetta kom meðal annars fram í fréttum Bylgjunnar á miðvikudaginn í síðustu viku. Þremur fjórum dögum áður en ríkisstjórnin lagði það til. Vakti ég meðal annars athygli á þessu í ræðu minni á Alþingi miðvikudaginn 7. júlí sl. Þar vitnaði ég í frétt Bylgjunnar þar sem sagði meðal annars: "Sá möguleiki er fyrir hendi að ríkisstjórnin afturkalli fjölmiðlalögin, og geri þannig þjóðaratkvæðagreiðslu óþarfa. Stjórnarandstaðan segir að ef svo fari, sé hún reiðubúin til samstarfs um að semja nýtt frumvarp". Og í frekari frásögn Bylgjunnar af þessu máli er enn vikið að þeim möguleika að fella burtu löggjöfina og hefjast handa við nýja lagasmíð - sem myndi þar með gera þjóðaratkvæðagreiðslu óþarfa. Vitnar útvarpsstöðin í Ögmund Jónasson, þingflokksformann Vinstri grænna, með eftirfarandi hætti: "Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir að stjórnarandstaðan myndi fagna því. Þetta yrði til þess að kveða niður illvígar deilur í þjóðfélaginu auk þess sem góðri niðurstöðu væri náð í málinu. Eina vitið sé því að draga lögin til baka og nema þau úr gildi. Þá þyrfti að setjast yfir málið frá grunni og semja nýja löggjöf. " Þetta er nákvæmlega það sem verið er að gera. Lagt er fram frumvarp um afnám gildandi laga og um leið samin ný löggjöf. Slíkt mál er nú í höndum Alþingis. Það er Alþingi sem nú situr yfir málinu til þess að semja nýja löggjöf. Til upprifjunar má líka minna á grein Sigurðar Líndal, fyrrv. lagaprófessors, hér í þessu blaði, þann 2. júní sl. en hann hefur verið mjög kallaður til vitnis í þessari miklu umræðu um fjölmiðlalöggjöfina. Þar hvetur hann eindregið til þess að lögin séu afnumin og færir fyrir því afar athyglisverð rök. Stóryrðin sem stjórnarandstæðingar hafa nú um frumvarp ríkisstjórnarinnar eru því augljóslega bein árás prófessorinn. Það vakti líka athygli í þinginu sl. fimmtudag, að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, kaus þögnina - aldrei þessu vant - þegar þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Sigurður Kári Kristjánsson og Ásta Möller, rifjuðu upp ummæli hans úr umræðum í Alþingi fyrr í vor. Það er ástæða til þess að endurbirta ummælin orðrétt og í heild, svo lesendur sjái skoðanir formanns Vinstri grænna, a.m.k. eins og þær birtust okkur úr ræðustóli Alþingis þann 3. maí sl: "Þarna er spurning um hvort setja mætti þak sem miðaðist við tiltölulega lága prósentu, hvort það væri ekki sanngjarnara og raunhæfara. Hið sama gildir um að fyrirtæki eða fyrirtækjasamsteypa sem tengist starfsemi á sviði ljósvakamiðla megi ekki eiga eina einustu krónu í útgefanda dagblaðs. Er ástæða til þess að ganga svo langt, jafnvel með fullri virðingu fyrir því sem var alveg gilt sjónarmið að skoða, að halda dreifðri eignaraðild? Hvað með að nota þar ákvæði laga um fjármálastofnanir, að þar séu mörkin dregin við virkan eignarhlut. Það mætti þess vegna nota sömu skilgreiningu og þar er, með leyfi forseta, þ.e. að "með virkum eignarhlut er átt við beina eða óbeina hlutdeild sem nemur 10% eða meira af eigin fé eða atkvæðisrétti eða aðra hlutdeild sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi" fyrirtæki. Með öðrum orðum, mætti ljósvakafyrirtæki aldrei hafa veruleg áhrif á stjórnun hins fyrirtækisins, enda undir 10% þaki. Og síðar í ræðunni segir um gildistíma leyfa ljósvakamiðlanna: "Að síðustu vil ég segja, herra forseti, um gildistökuákvæði frumvarpsins, að þau tel ég alls ekki ganga eins og þau eru úr garði gerð. Mér finnst lágmark að þegar útgefin útvarpsleyfi haldi gildi sínu og lagaskilin séu með þeim hætti að menn hafi hið minnsta tveggja til þriggja ára aðlögunartíma óháð þeim leyfum sem þeir hafa í höndunum en til viðbótar gildi öll þegar útgefin útvarpsleyfi þar til þau renna úr gildi og þarf að endurnýja þau, þá á grundvelli hinna nýju reglna". Þetta er einkar athyglisvert vegna þess að hið nýja frumvarp ríkisstjórnarflokkanna gefur markaðsráðandi fyrirtækjum færi á að eiga 10 prósent í ljósvakamiðlum og einnig að gildistaka laganna verði fyrst á haustmánuðum 2007. Það er heldur rýmri tími en formaður VG lagði í raun til, er hann vakti athygli á að gildistími útvarpsleyfa Stöðvar 2 sé fram í ágúst 2007. Það er því alveg ljóst að sé frumvarpið borið saman við málflutning þessara tveggja forystumanna Vinstri grænna þá er ómögulegt annað en að álykta að þeir séu því sammála. Andstaða þeirra við hið nýja stjórnarfrumvarp um fjölmiðla er því ekki af efnislegum ástæðum, heldur einhverjum öðrum óútskýrðum annarlegum orsökum, sem sætir mikilli undrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlalögin - Einar K. Guðfinnsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Umræður um fjölmiðlamálin sl. fimmtudag á Alþingi hafa leitt í ljós ótrúlega stöðu stjórnarandstöðunnar. Sérstaklega þingmanna Vinstri grænna. Það er ljóst mál að hið nýja frumvarp ríkisstjórnarinnar sem nú er til meðferðar í þinginu er algjörlega í samræmi við málflutning Vinstri grænna og að hluta til Frjálslyndra. Samt sem áður rjúka þeir upp til handa og fóta og boða hörku andstöðu við málið. Því blasir við að málaflutningur þeirra styðst ekki við efnislega andstöðu. Það er eitthvað allt annað sem veldur afstöðu þeirra hér og nú. Þeir lögðu þetta sjálfir til. Það var stjórnarandstaðan sem kepptist við það að krefjast þess að fjölmiðlalöggjöfin yrði numin úr gildi og hafist yrði handa við nýja lagasetningu. Þetta kom meðal annars fram í fréttum Bylgjunnar á miðvikudaginn í síðustu viku. Þremur fjórum dögum áður en ríkisstjórnin lagði það til. Vakti ég meðal annars athygli á þessu í ræðu minni á Alþingi miðvikudaginn 7. júlí sl. Þar vitnaði ég í frétt Bylgjunnar þar sem sagði meðal annars: "Sá möguleiki er fyrir hendi að ríkisstjórnin afturkalli fjölmiðlalögin, og geri þannig þjóðaratkvæðagreiðslu óþarfa. Stjórnarandstaðan segir að ef svo fari, sé hún reiðubúin til samstarfs um að semja nýtt frumvarp". Og í frekari frásögn Bylgjunnar af þessu máli er enn vikið að þeim möguleika að fella burtu löggjöfina og hefjast handa við nýja lagasmíð - sem myndi þar með gera þjóðaratkvæðagreiðslu óþarfa. Vitnar útvarpsstöðin í Ögmund Jónasson, þingflokksformann Vinstri grænna, með eftirfarandi hætti: "Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir að stjórnarandstaðan myndi fagna því. Þetta yrði til þess að kveða niður illvígar deilur í þjóðfélaginu auk þess sem góðri niðurstöðu væri náð í málinu. Eina vitið sé því að draga lögin til baka og nema þau úr gildi. Þá þyrfti að setjast yfir málið frá grunni og semja nýja löggjöf. " Þetta er nákvæmlega það sem verið er að gera. Lagt er fram frumvarp um afnám gildandi laga og um leið samin ný löggjöf. Slíkt mál er nú í höndum Alþingis. Það er Alþingi sem nú situr yfir málinu til þess að semja nýja löggjöf. Til upprifjunar má líka minna á grein Sigurðar Líndal, fyrrv. lagaprófessors, hér í þessu blaði, þann 2. júní sl. en hann hefur verið mjög kallaður til vitnis í þessari miklu umræðu um fjölmiðlalöggjöfina. Þar hvetur hann eindregið til þess að lögin séu afnumin og færir fyrir því afar athyglisverð rök. Stóryrðin sem stjórnarandstæðingar hafa nú um frumvarp ríkisstjórnarinnar eru því augljóslega bein árás prófessorinn. Það vakti líka athygli í þinginu sl. fimmtudag, að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, kaus þögnina - aldrei þessu vant - þegar þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Sigurður Kári Kristjánsson og Ásta Möller, rifjuðu upp ummæli hans úr umræðum í Alþingi fyrr í vor. Það er ástæða til þess að endurbirta ummælin orðrétt og í heild, svo lesendur sjái skoðanir formanns Vinstri grænna, a.m.k. eins og þær birtust okkur úr ræðustóli Alþingis þann 3. maí sl: "Þarna er spurning um hvort setja mætti þak sem miðaðist við tiltölulega lága prósentu, hvort það væri ekki sanngjarnara og raunhæfara. Hið sama gildir um að fyrirtæki eða fyrirtækjasamsteypa sem tengist starfsemi á sviði ljósvakamiðla megi ekki eiga eina einustu krónu í útgefanda dagblaðs. Er ástæða til þess að ganga svo langt, jafnvel með fullri virðingu fyrir því sem var alveg gilt sjónarmið að skoða, að halda dreifðri eignaraðild? Hvað með að nota þar ákvæði laga um fjármálastofnanir, að þar séu mörkin dregin við virkan eignarhlut. Það mætti þess vegna nota sömu skilgreiningu og þar er, með leyfi forseta, þ.e. að "með virkum eignarhlut er átt við beina eða óbeina hlutdeild sem nemur 10% eða meira af eigin fé eða atkvæðisrétti eða aðra hlutdeild sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi" fyrirtæki. Með öðrum orðum, mætti ljósvakafyrirtæki aldrei hafa veruleg áhrif á stjórnun hins fyrirtækisins, enda undir 10% þaki. Og síðar í ræðunni segir um gildistíma leyfa ljósvakamiðlanna: "Að síðustu vil ég segja, herra forseti, um gildistökuákvæði frumvarpsins, að þau tel ég alls ekki ganga eins og þau eru úr garði gerð. Mér finnst lágmark að þegar útgefin útvarpsleyfi haldi gildi sínu og lagaskilin séu með þeim hætti að menn hafi hið minnsta tveggja til þriggja ára aðlögunartíma óháð þeim leyfum sem þeir hafa í höndunum en til viðbótar gildi öll þegar útgefin útvarpsleyfi þar til þau renna úr gildi og þarf að endurnýja þau, þá á grundvelli hinna nýju reglna". Þetta er einkar athyglisvert vegna þess að hið nýja frumvarp ríkisstjórnarflokkanna gefur markaðsráðandi fyrirtækjum færi á að eiga 10 prósent í ljósvakamiðlum og einnig að gildistaka laganna verði fyrst á haustmánuðum 2007. Það er heldur rýmri tími en formaður VG lagði í raun til, er hann vakti athygli á að gildistími útvarpsleyfa Stöðvar 2 sé fram í ágúst 2007. Það er því alveg ljóst að sé frumvarpið borið saman við málflutning þessara tveggja forystumanna Vinstri grænna þá er ómögulegt annað en að álykta að þeir séu því sammála. Andstaða þeirra við hið nýja stjórnarfrumvarp um fjölmiðla er því ekki af efnislegum ástæðum, heldur einhverjum öðrum óútskýrðum annarlegum orsökum, sem sætir mikilli undrun.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun