Höldum því sem gott er 14. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Forsvarsmenn bæði Gallup á Íslandi og Félagsvísindastofnunar hafa tjáð sig um nýlega skoðanakönnun Fréttablaðsins í ríkismiðlunum -- annars vegar á Rás 2 og hins vegar Ríkissjónvarpinu. Báðir hafa dregið niðurstöður kannana Fréttablaðsins í efa á þeim forsendum að þær séu ekki gerðar með sömu aðferðum og þessi tvö fyrirtæki noti þegar þau framkvæma kannanir. Það er í sjálfu sér eðlileg kennd að finnast sinn fugl fagur og ekki hægt að skamma þessa ágætu fulltrúa sinna fyrirtækja fyrir að hafa trú á eigin könnunum. Það er hins vegar engin ástæða fyrir þá að reyna að telja fólki trú um að annarra fuglar séu ljótir. Og í þessu tilfelli eiga þeir að vita betur. Gagnrýni þessara aðila á þær aðferðir sem notaðar eru við kannanir Fréttablaðsins er síður en svo ný af nálinni. Hana má rekja aldarfjórðung aftur í tímann eða allt aftur til þess tíma þegar Dagblaðið gamla hóf að gera skoðanakannanir undir stjórn Hauks heitins Helgasonar aðstoðarritstjóra. Haukur var ágætlega Ameríkumenntaður hagfræðingur og vel kunnugur skoðanakönnunum. Hann beitti sambærilegum aðferðum og annar Ameríkumenntaður frumkvöðull skoðanakannana á Íslandi, Bragi Jósepsson. Þeir töldu að íslenskt samfélag væri svo einsleitt að flóknar aðferðir við val á úrtaki eða lýðfræðilegur útreikningur á svörum í könnunum væri ekki aðeins ónauðsynlegt heldur gæti jafnvel skekkt niðurstöður kannana. Flókin aðferðafræði við framkvæmd skoðanakannana sem er nauðsynleg við könnun á afstöðu allra íbúa Bandaríkjanna til tiltekins máls getur verið fullkomlega óþörf ef aðeins á að kanna afstöðu fólks í litlu úthverfi einnar borgar. Ef ekki er að búast við miklum afstöðumun eftir aldri, menntun eða atvinnu nægir að hringja tilviljanakennt í nægjanlega stóran hóp fólks til að fá mynd af afstöðu allra íbúanna. Eins og við kannanir Dagblaðsins og síðar DV er ekki stuðst við fyrirframvalið úrtak í könnunum Fréttablaðsins. Símanúmer eru valin tilviljanakennt og vanalega hringt þar til fengin eru 800 svör -- en stundum eru gerðar stærri kannanir. Þau skiptast jafnt á milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Flóknara er það ekki. Þótt til sé hátimbraðri aðferðafræði þá hefur reynslan sýnt að þeir Haukur og Bragi höfðu rétt fyrir sér. Skoðanakannir Dagblaðsins og síðar DV og Fréttablaðsins hafa reynst vera með allra bestu skoðanakönnunum þegar þær eru bornar saman við kosningar. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sagði þannig fyrir um úrslit forsetakosninganna í síðasta mánuði og var næst úrslitum síðustu þingkosninga ásamt könnun Gallup. Í þeim kosningum sýndi könnun Félagsvísindastofnunar niðurstöðu sem var fjarri kosningaúrslitum. Þessa ágætu sögu skoðanakannana Fréttablaðsins og forvera þess þekktu báðir fulltrúarnar sem vildu draga úr trúverðugleika þeirra og hefðu vel mátt vitna til hennar. Stundum látum við Íslendingar eins og nýmenntað fólk sem -- alveg eins og nýríkir -- getur verið full upptekið af því sem það hefur nýlega öðlast. Auðvitað er aðferðafræði skoðanakannana hin ágætustu vísindi en flókin aðferðafræði þarf ekki að gera kannanir betri þótt þau kitli fræðimannsmetnað aðstandenda þeirra. Páll postuli segir einhvers staðar að við skyldum reyna allt og halda því sem gott er. Miðað við reynsluna af könnunum Dagblaðsins, DV og síðan Fréttablaðsins er augljóst að þær aðferðir sem Haukur Helgason mótaði fyrir aldarfjórðungi eru enn jafn góðar -- oftast betri -- en þær aðferðir sem helstu gagnrýnendur þeirra vilja styðjast við. Í þessu, sem öðru, mun Fréttablaðið halda því sem gott er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Forsvarsmenn bæði Gallup á Íslandi og Félagsvísindastofnunar hafa tjáð sig um nýlega skoðanakönnun Fréttablaðsins í ríkismiðlunum -- annars vegar á Rás 2 og hins vegar Ríkissjónvarpinu. Báðir hafa dregið niðurstöður kannana Fréttablaðsins í efa á þeim forsendum að þær séu ekki gerðar með sömu aðferðum og þessi tvö fyrirtæki noti þegar þau framkvæma kannanir. Það er í sjálfu sér eðlileg kennd að finnast sinn fugl fagur og ekki hægt að skamma þessa ágætu fulltrúa sinna fyrirtækja fyrir að hafa trú á eigin könnunum. Það er hins vegar engin ástæða fyrir þá að reyna að telja fólki trú um að annarra fuglar séu ljótir. Og í þessu tilfelli eiga þeir að vita betur. Gagnrýni þessara aðila á þær aðferðir sem notaðar eru við kannanir Fréttablaðsins er síður en svo ný af nálinni. Hana má rekja aldarfjórðung aftur í tímann eða allt aftur til þess tíma þegar Dagblaðið gamla hóf að gera skoðanakannanir undir stjórn Hauks heitins Helgasonar aðstoðarritstjóra. Haukur var ágætlega Ameríkumenntaður hagfræðingur og vel kunnugur skoðanakönnunum. Hann beitti sambærilegum aðferðum og annar Ameríkumenntaður frumkvöðull skoðanakannana á Íslandi, Bragi Jósepsson. Þeir töldu að íslenskt samfélag væri svo einsleitt að flóknar aðferðir við val á úrtaki eða lýðfræðilegur útreikningur á svörum í könnunum væri ekki aðeins ónauðsynlegt heldur gæti jafnvel skekkt niðurstöður kannana. Flókin aðferðafræði við framkvæmd skoðanakannana sem er nauðsynleg við könnun á afstöðu allra íbúa Bandaríkjanna til tiltekins máls getur verið fullkomlega óþörf ef aðeins á að kanna afstöðu fólks í litlu úthverfi einnar borgar. Ef ekki er að búast við miklum afstöðumun eftir aldri, menntun eða atvinnu nægir að hringja tilviljanakennt í nægjanlega stóran hóp fólks til að fá mynd af afstöðu allra íbúanna. Eins og við kannanir Dagblaðsins og síðar DV er ekki stuðst við fyrirframvalið úrtak í könnunum Fréttablaðsins. Símanúmer eru valin tilviljanakennt og vanalega hringt þar til fengin eru 800 svör -- en stundum eru gerðar stærri kannanir. Þau skiptast jafnt á milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Flóknara er það ekki. Þótt til sé hátimbraðri aðferðafræði þá hefur reynslan sýnt að þeir Haukur og Bragi höfðu rétt fyrir sér. Skoðanakannir Dagblaðsins og síðar DV og Fréttablaðsins hafa reynst vera með allra bestu skoðanakönnunum þegar þær eru bornar saman við kosningar. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sagði þannig fyrir um úrslit forsetakosninganna í síðasta mánuði og var næst úrslitum síðustu þingkosninga ásamt könnun Gallup. Í þeim kosningum sýndi könnun Félagsvísindastofnunar niðurstöðu sem var fjarri kosningaúrslitum. Þessa ágætu sögu skoðanakannana Fréttablaðsins og forvera þess þekktu báðir fulltrúarnar sem vildu draga úr trúverðugleika þeirra og hefðu vel mátt vitna til hennar. Stundum látum við Íslendingar eins og nýmenntað fólk sem -- alveg eins og nýríkir -- getur verið full upptekið af því sem það hefur nýlega öðlast. Auðvitað er aðferðafræði skoðanakannana hin ágætustu vísindi en flókin aðferðafræði þarf ekki að gera kannanir betri þótt þau kitli fræðimannsmetnað aðstandenda þeirra. Páll postuli segir einhvers staðar að við skyldum reyna allt og halda því sem gott er. Miðað við reynsluna af könnunum Dagblaðsins, DV og síðan Fréttablaðsins er augljóst að þær aðferðir sem Haukur Helgason mótaði fyrir aldarfjórðungi eru enn jafn góðar -- oftast betri -- en þær aðferðir sem helstu gagnrýnendur þeirra vilja styðjast við. Í þessu, sem öðru, mun Fréttablaðið halda því sem gott er.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun