Höldum því sem gott er 14. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Forsvarsmenn bæði Gallup á Íslandi og Félagsvísindastofnunar hafa tjáð sig um nýlega skoðanakönnun Fréttablaðsins í ríkismiðlunum -- annars vegar á Rás 2 og hins vegar Ríkissjónvarpinu. Báðir hafa dregið niðurstöður kannana Fréttablaðsins í efa á þeim forsendum að þær séu ekki gerðar með sömu aðferðum og þessi tvö fyrirtæki noti þegar þau framkvæma kannanir. Það er í sjálfu sér eðlileg kennd að finnast sinn fugl fagur og ekki hægt að skamma þessa ágætu fulltrúa sinna fyrirtækja fyrir að hafa trú á eigin könnunum. Það er hins vegar engin ástæða fyrir þá að reyna að telja fólki trú um að annarra fuglar séu ljótir. Og í þessu tilfelli eiga þeir að vita betur. Gagnrýni þessara aðila á þær aðferðir sem notaðar eru við kannanir Fréttablaðsins er síður en svo ný af nálinni. Hana má rekja aldarfjórðung aftur í tímann eða allt aftur til þess tíma þegar Dagblaðið gamla hóf að gera skoðanakannanir undir stjórn Hauks heitins Helgasonar aðstoðarritstjóra. Haukur var ágætlega Ameríkumenntaður hagfræðingur og vel kunnugur skoðanakönnunum. Hann beitti sambærilegum aðferðum og annar Ameríkumenntaður frumkvöðull skoðanakannana á Íslandi, Bragi Jósepsson. Þeir töldu að íslenskt samfélag væri svo einsleitt að flóknar aðferðir við val á úrtaki eða lýðfræðilegur útreikningur á svörum í könnunum væri ekki aðeins ónauðsynlegt heldur gæti jafnvel skekkt niðurstöður kannana. Flókin aðferðafræði við framkvæmd skoðanakannana sem er nauðsynleg við könnun á afstöðu allra íbúa Bandaríkjanna til tiltekins máls getur verið fullkomlega óþörf ef aðeins á að kanna afstöðu fólks í litlu úthverfi einnar borgar. Ef ekki er að búast við miklum afstöðumun eftir aldri, menntun eða atvinnu nægir að hringja tilviljanakennt í nægjanlega stóran hóp fólks til að fá mynd af afstöðu allra íbúanna. Eins og við kannanir Dagblaðsins og síðar DV er ekki stuðst við fyrirframvalið úrtak í könnunum Fréttablaðsins. Símanúmer eru valin tilviljanakennt og vanalega hringt þar til fengin eru 800 svör -- en stundum eru gerðar stærri kannanir. Þau skiptast jafnt á milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Flóknara er það ekki. Þótt til sé hátimbraðri aðferðafræði þá hefur reynslan sýnt að þeir Haukur og Bragi höfðu rétt fyrir sér. Skoðanakannir Dagblaðsins og síðar DV og Fréttablaðsins hafa reynst vera með allra bestu skoðanakönnunum þegar þær eru bornar saman við kosningar. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sagði þannig fyrir um úrslit forsetakosninganna í síðasta mánuði og var næst úrslitum síðustu þingkosninga ásamt könnun Gallup. Í þeim kosningum sýndi könnun Félagsvísindastofnunar niðurstöðu sem var fjarri kosningaúrslitum. Þessa ágætu sögu skoðanakannana Fréttablaðsins og forvera þess þekktu báðir fulltrúarnar sem vildu draga úr trúverðugleika þeirra og hefðu vel mátt vitna til hennar. Stundum látum við Íslendingar eins og nýmenntað fólk sem -- alveg eins og nýríkir -- getur verið full upptekið af því sem það hefur nýlega öðlast. Auðvitað er aðferðafræði skoðanakannana hin ágætustu vísindi en flókin aðferðafræði þarf ekki að gera kannanir betri þótt þau kitli fræðimannsmetnað aðstandenda þeirra. Páll postuli segir einhvers staðar að við skyldum reyna allt og halda því sem gott er. Miðað við reynsluna af könnunum Dagblaðsins, DV og síðan Fréttablaðsins er augljóst að þær aðferðir sem Haukur Helgason mótaði fyrir aldarfjórðungi eru enn jafn góðar -- oftast betri -- en þær aðferðir sem helstu gagnrýnendur þeirra vilja styðjast við. Í þessu, sem öðru, mun Fréttablaðið halda því sem gott er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Forsvarsmenn bæði Gallup á Íslandi og Félagsvísindastofnunar hafa tjáð sig um nýlega skoðanakönnun Fréttablaðsins í ríkismiðlunum -- annars vegar á Rás 2 og hins vegar Ríkissjónvarpinu. Báðir hafa dregið niðurstöður kannana Fréttablaðsins í efa á þeim forsendum að þær séu ekki gerðar með sömu aðferðum og þessi tvö fyrirtæki noti þegar þau framkvæma kannanir. Það er í sjálfu sér eðlileg kennd að finnast sinn fugl fagur og ekki hægt að skamma þessa ágætu fulltrúa sinna fyrirtækja fyrir að hafa trú á eigin könnunum. Það er hins vegar engin ástæða fyrir þá að reyna að telja fólki trú um að annarra fuglar séu ljótir. Og í þessu tilfelli eiga þeir að vita betur. Gagnrýni þessara aðila á þær aðferðir sem notaðar eru við kannanir Fréttablaðsins er síður en svo ný af nálinni. Hana má rekja aldarfjórðung aftur í tímann eða allt aftur til þess tíma þegar Dagblaðið gamla hóf að gera skoðanakannanir undir stjórn Hauks heitins Helgasonar aðstoðarritstjóra. Haukur var ágætlega Ameríkumenntaður hagfræðingur og vel kunnugur skoðanakönnunum. Hann beitti sambærilegum aðferðum og annar Ameríkumenntaður frumkvöðull skoðanakannana á Íslandi, Bragi Jósepsson. Þeir töldu að íslenskt samfélag væri svo einsleitt að flóknar aðferðir við val á úrtaki eða lýðfræðilegur útreikningur á svörum í könnunum væri ekki aðeins ónauðsynlegt heldur gæti jafnvel skekkt niðurstöður kannana. Flókin aðferðafræði við framkvæmd skoðanakannana sem er nauðsynleg við könnun á afstöðu allra íbúa Bandaríkjanna til tiltekins máls getur verið fullkomlega óþörf ef aðeins á að kanna afstöðu fólks í litlu úthverfi einnar borgar. Ef ekki er að búast við miklum afstöðumun eftir aldri, menntun eða atvinnu nægir að hringja tilviljanakennt í nægjanlega stóran hóp fólks til að fá mynd af afstöðu allra íbúanna. Eins og við kannanir Dagblaðsins og síðar DV er ekki stuðst við fyrirframvalið úrtak í könnunum Fréttablaðsins. Símanúmer eru valin tilviljanakennt og vanalega hringt þar til fengin eru 800 svör -- en stundum eru gerðar stærri kannanir. Þau skiptast jafnt á milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Flóknara er það ekki. Þótt til sé hátimbraðri aðferðafræði þá hefur reynslan sýnt að þeir Haukur og Bragi höfðu rétt fyrir sér. Skoðanakannir Dagblaðsins og síðar DV og Fréttablaðsins hafa reynst vera með allra bestu skoðanakönnunum þegar þær eru bornar saman við kosningar. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sagði þannig fyrir um úrslit forsetakosninganna í síðasta mánuði og var næst úrslitum síðustu þingkosninga ásamt könnun Gallup. Í þeim kosningum sýndi könnun Félagsvísindastofnunar niðurstöðu sem var fjarri kosningaúrslitum. Þessa ágætu sögu skoðanakannana Fréttablaðsins og forvera þess þekktu báðir fulltrúarnar sem vildu draga úr trúverðugleika þeirra og hefðu vel mátt vitna til hennar. Stundum látum við Íslendingar eins og nýmenntað fólk sem -- alveg eins og nýríkir -- getur verið full upptekið af því sem það hefur nýlega öðlast. Auðvitað er aðferðafræði skoðanakannana hin ágætustu vísindi en flókin aðferðafræði þarf ekki að gera kannanir betri þótt þau kitli fræðimannsmetnað aðstandenda þeirra. Páll postuli segir einhvers staðar að við skyldum reyna allt og halda því sem gott er. Miðað við reynsluna af könnunum Dagblaðsins, DV og síðan Fréttablaðsins er augljóst að þær aðferðir sem Haukur Helgason mótaði fyrir aldarfjórðungi eru enn jafn góðar -- oftast betri -- en þær aðferðir sem helstu gagnrýnendur þeirra vilja styðjast við. Í þessu, sem öðru, mun Fréttablaðið halda því sem gott er.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun