Landbúnaður skerðir kjör 29. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þótt það sé alltaf erfitt að draga ályktanir af verðkönnun á fimmtán vörutegundum má þó sjá af könnun, sem Fréttablaðið birtir í dag, að áhrif samkeppni í matvöruverslun er mismikil eftir vörutegundum. Í könnuninni má sjá mjög mikinn mun á verði á grænmeti og ávöxtum eftir verslunum, töluverðan mun á verði á þurrvöru og nýlenduvörum en minnsti munurinn er á verði á mjólkur- og kjötvörum. Verðmismunur milli verslana ber ekki aðeins vott um virka samkeppni heldur sýnir líka mismun í þjónustu og jafnvel gæðum. Mikill munur á verði gefur til kynna að neytendinn hafi val. Hann getur valið meiri gæði, betri þjónustu og lengri opnunartíma og greitt fyrir það í vöruverðinu. En hann getur líka valið lægra verð, takmarkaðri þjónustu og minna vöruúrval. Í könnun Fréttablaðsins var verðmunur á grænmeti og ávöxtunum milli ódýrustu verslunarinnar og þeirra dýrustu tæplega 114 prósent. Sambærilegt hlutfall í nýlenduvörum var rúmlega 53 prósent. En í mjólkur- og kjötvörum var munurinn aðeins tæplega 30 prósent. Ef við gefum okkur að meðalverð á mjólkur- og kjötvörum myndi ekkert breytast við frjálsari verðlagningu myndi það eftir sem áður leiða til þess að í ódýrustu verslununum myndi verð á þessum lífsnauðsynjum lækka um 22 prósent miðað við verðmuninn á nýlenduvörunum og um heil 36 prósent miðað við verðmuninn á grænmeti og ávöxtum. Þeir neytendur sem vildu teygja sig eftir ódýrari landbúnaðarvörum gætu þá sótt þær í ódýrari verslanir. Fyrirkomulagið á viðskiptum með mjólkur- og kjötvörur í dag er hins vegar með þeim hætti að framleiðendur halda þessum vörum að mestu utan samkeppni og stjórnvöld girða fyrir samkeppni frá útlöndum. Hér að ofan var tekið dæmi af því hvaða áhrif frjálsari verðlagning á landbúnaðarvörum gæti haft á vöruverð. Þar var þó ekki gert ráð fyrir að eðlilegri viðskiptahættir leiddu til almennrar verðlækkunar. Það verður þó að telja næsta öruggt; sérstaklega ef opnað verður fyrir samkeppni að utan. Flestir íslenskir neytendur kannast við afleiðingar af auknu frelsi í viðskiptum með ávexti og grænmeti. Það þekkist varla lengur að lélegt grænmeti sé selt á Íslandi á uppsprengdu verði. Aukið frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur gæti því leitt til þess að þær lækkuðu um allt að 50 prósent í ódýrustu búðunum. Ein af þeim skattatillögum sem stjórnarflokkarnir eru að skoða er lækkun á virðisaukaskatti á matvörum úr 14 prósentum í sjö prósent. Slíkt gæti leitt til sex prósenta lækkunar á matvöru. Þessi skattalækkun þykir góð, meðal annars vegna þess að hún jafnar aðstöðu fólks. Allir þurfa að borða en það eru takmörk fyrir hvað hver getur borðað mikið. Lækkun matarverðs kemur því öllum til góða en vegur hlutfallslega þyngst í buddu þeirra sem hafa lægri launin. Lækkun matarverðs með lækkun virðisaukaskatts virkar hins vegar veigalítil aðgerð í samanburði við þær kjarabætur sem gætu falist í aukinni samkeppni í viðskiptum með mjólkur- og kjötvörur. Og slík aðgerð leiðir ekki síður til kjarajöfnunar en lækkun virðisaukaskatts. Stjórnvöld hljóta að horfa fram á veginn og meta áhrif óbreyttra viðskiptahátta á kjör alls þorra fólks í stað þess að horfa aftur í von um að geta fryst óbreytt ástand í landbúnaðarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þótt það sé alltaf erfitt að draga ályktanir af verðkönnun á fimmtán vörutegundum má þó sjá af könnun, sem Fréttablaðið birtir í dag, að áhrif samkeppni í matvöruverslun er mismikil eftir vörutegundum. Í könnuninni má sjá mjög mikinn mun á verði á grænmeti og ávöxtum eftir verslunum, töluverðan mun á verði á þurrvöru og nýlenduvörum en minnsti munurinn er á verði á mjólkur- og kjötvörum. Verðmismunur milli verslana ber ekki aðeins vott um virka samkeppni heldur sýnir líka mismun í þjónustu og jafnvel gæðum. Mikill munur á verði gefur til kynna að neytendinn hafi val. Hann getur valið meiri gæði, betri þjónustu og lengri opnunartíma og greitt fyrir það í vöruverðinu. En hann getur líka valið lægra verð, takmarkaðri þjónustu og minna vöruúrval. Í könnun Fréttablaðsins var verðmunur á grænmeti og ávöxtunum milli ódýrustu verslunarinnar og þeirra dýrustu tæplega 114 prósent. Sambærilegt hlutfall í nýlenduvörum var rúmlega 53 prósent. En í mjólkur- og kjötvörum var munurinn aðeins tæplega 30 prósent. Ef við gefum okkur að meðalverð á mjólkur- og kjötvörum myndi ekkert breytast við frjálsari verðlagningu myndi það eftir sem áður leiða til þess að í ódýrustu verslununum myndi verð á þessum lífsnauðsynjum lækka um 22 prósent miðað við verðmuninn á nýlenduvörunum og um heil 36 prósent miðað við verðmuninn á grænmeti og ávöxtum. Þeir neytendur sem vildu teygja sig eftir ódýrari landbúnaðarvörum gætu þá sótt þær í ódýrari verslanir. Fyrirkomulagið á viðskiptum með mjólkur- og kjötvörur í dag er hins vegar með þeim hætti að framleiðendur halda þessum vörum að mestu utan samkeppni og stjórnvöld girða fyrir samkeppni frá útlöndum. Hér að ofan var tekið dæmi af því hvaða áhrif frjálsari verðlagning á landbúnaðarvörum gæti haft á vöruverð. Þar var þó ekki gert ráð fyrir að eðlilegri viðskiptahættir leiddu til almennrar verðlækkunar. Það verður þó að telja næsta öruggt; sérstaklega ef opnað verður fyrir samkeppni að utan. Flestir íslenskir neytendur kannast við afleiðingar af auknu frelsi í viðskiptum með ávexti og grænmeti. Það þekkist varla lengur að lélegt grænmeti sé selt á Íslandi á uppsprengdu verði. Aukið frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur gæti því leitt til þess að þær lækkuðu um allt að 50 prósent í ódýrustu búðunum. Ein af þeim skattatillögum sem stjórnarflokkarnir eru að skoða er lækkun á virðisaukaskatti á matvörum úr 14 prósentum í sjö prósent. Slíkt gæti leitt til sex prósenta lækkunar á matvöru. Þessi skattalækkun þykir góð, meðal annars vegna þess að hún jafnar aðstöðu fólks. Allir þurfa að borða en það eru takmörk fyrir hvað hver getur borðað mikið. Lækkun matarverðs kemur því öllum til góða en vegur hlutfallslega þyngst í buddu þeirra sem hafa lægri launin. Lækkun matarverðs með lækkun virðisaukaskatts virkar hins vegar veigalítil aðgerð í samanburði við þær kjarabætur sem gætu falist í aukinni samkeppni í viðskiptum með mjólkur- og kjötvörur. Og slík aðgerð leiðir ekki síður til kjarajöfnunar en lækkun virðisaukaskatts. Stjórnvöld hljóta að horfa fram á veginn og meta áhrif óbreyttra viðskiptahátta á kjör alls þorra fólks í stað þess að horfa aftur í von um að geta fryst óbreytt ástand í landbúnaðarmálum.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar