Innlent

Mótmæla með auglýsingu

Framsóknarkonur óttast að formaður flokksins ætli að setja Siv Friðleifsdóttur, umhverfisráðherra, út úr ríkisstjórninni. Þær hafa keypt heilsíðuauglýsingu í dagblöðum á morgun þar sem skorað verður á þingflokk Framsóknar að virða lög flokksins um jafnrétti. 40 framsóknarkonur skrifa undir áskorun á þingflokk Framsóknarflokksins sem birt verður í dagblöðum á morgun. Þar er skorað á þingflokkinn að virða lög flokksins um jafnrétti og jafnframt að hann standi undir væntingum kjósenda við val á ráðherrum nú þegar Framsóknarflokkurinn taki við forsæti í ríkisstjórn. Bent er á að helmingur kjósenda Framsóknarflokksins séu konur. Halldór Ásgrímsson, formaður framsóknar telur ekki tilefni fyrir framsóknarkonur að birta slíka auglýsingu. Sjónarmiðum þeirra hafi verið komið nægilega vel til skila.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×