Innlent

Líklegt að Halldór hlusti ekki

"Það hefur verið áhugavert að sjá hvernig konurnar í Framsóknarflokknum hafa tekið karlana í flokknum á hné sér og rassskellt þá fyrir að vanvirða konur í flokknum og brjóta jafnréttisáætlanir hans," segir Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður í nýjasta pisltilinum á heimasíðu sinni. Jóhanna segir ennfremur að nú sé það bara spurning hvort þetta sé stormur í vatnsglasi hjá konunum eða hvort þær ætli að fylgja málinu eftir. "Mun það duga að framsóknarkonur hafa sýnt karla- og hvolpaveldinu í flokknum klærnar til að sjónarmið lýðræðis, jafnréttis og valdreifingar verði virt innan flokksins. Eða gerist það sem líklegra er, að Halldór og hinir svokölluðu strákhvolpar láti þessa útrás kvennanna sem vind um eyrun þjóta?", spyr Jóhanna í pistli sínum. Lesa pistil Jóhönnu hér



Fleiri fréttir

Sjá meira


×