Borgarfyrirtæki í samkeppni seld 26. ágúst 2004 00:01 Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir að engin ágreiningur sé um það innan borgarstjórnar Reykjavíkur að einkahlutafélögin Vélamiðstöðin og Malbikunarstöðin verði seld. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir þessa niðurstöðu vera fagnaðarefni: "Það er augljóst að tvær grímur hafa runnið á R-listamenn eftir að málefni Vélamiðstöðvarinnar komust í hámæli. Við höfum barist fyrir því að borgin dragi sig út úr þessum samkeppnisrekstri og með þessari kúvendingu er meirihlutinn að fallast á okkar sjónarmið." Fréttablaðið greindi frá því í gær að Vélamiðstöðin, sem er í eigu Reykjavíkurborgar og Orkuveitunnar, hafi fengið verk hjá borginni fyrir hundruð milljóna án útboðs. Vélamiðstöðin átti auk þess lægsta boð í einn hluta verkefnis í útboði á vegum Sorpu sem Reykjavíkurborg er stærsti eigandinn að.. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, segir að vinstrigrænir hafi viljað skoða hvort til greina kæmi að selja Vélamiðstöðina en engin formleg ákvörðun hafi verið tekin. "Ég verð að segja að þetta tilboð þeirra í Sorpu er óheppilegt og það hefur gefið okkur tilefni til að skoða þessi mál upp á nýtt," sagði Árni Þór í samtali við Fréttablaðið. Stjórnarformaður Sorpu er Alfreð Þorsteinsson en hann er jafnframt stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, annars eiganda Vélamiðstöðvarinnar, og forstjóri Orkuveitunnar og samstarfsmaður Alfreðs þar, Guðmundur Þóroddsson, er einn þriggja stjórnarmanna Vélamiðstöðvarinnar. Alfreð sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki sjá neitt athugavert við viðskipti Vélamiðvöðvarinnar við fyrirtæki borgarinnar. "Umhverfi á þessum markaði hefur verið að breytast. Einkaaðilar hafa í sívaxandi mæli tekið að sér verkefni sem Vélamiðstöðion sinnti áður," segir Alfreð. "En nú er fullur vilji til þess hjá núverandi meirihluta að selja Vélamiðstöðina, og það sama á við um Malbikunarstöðina," sagði Alfreð en hann vildi ekki gefa upp hvenær af sölunni yrði, aðeins að það yrði "í fyllingu tímans." Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að ekkert útiloki að salan eigi sér stað fljótlega. "Ég tel að okkur sé ekkert að vanbúnaði að ganga til þessa verks á næstu mánuðum," segir Vilhjálmur. Stjórnarformaður Vélamiðstöðvarinnar, Stefán Jóhann Stefánsson, vildi ekki svara því hvort honum væri kunnugt um þær fyrirætlanir borgarinnar að selja fyrirtækið. "En það hefur auðvitað ýmislegt verið rætt," sagði Stefán. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir að engin ágreiningur sé um það innan borgarstjórnar Reykjavíkur að einkahlutafélögin Vélamiðstöðin og Malbikunarstöðin verði seld. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir þessa niðurstöðu vera fagnaðarefni: "Það er augljóst að tvær grímur hafa runnið á R-listamenn eftir að málefni Vélamiðstöðvarinnar komust í hámæli. Við höfum barist fyrir því að borgin dragi sig út úr þessum samkeppnisrekstri og með þessari kúvendingu er meirihlutinn að fallast á okkar sjónarmið." Fréttablaðið greindi frá því í gær að Vélamiðstöðin, sem er í eigu Reykjavíkurborgar og Orkuveitunnar, hafi fengið verk hjá borginni fyrir hundruð milljóna án útboðs. Vélamiðstöðin átti auk þess lægsta boð í einn hluta verkefnis í útboði á vegum Sorpu sem Reykjavíkurborg er stærsti eigandinn að.. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, segir að vinstrigrænir hafi viljað skoða hvort til greina kæmi að selja Vélamiðstöðina en engin formleg ákvörðun hafi verið tekin. "Ég verð að segja að þetta tilboð þeirra í Sorpu er óheppilegt og það hefur gefið okkur tilefni til að skoða þessi mál upp á nýtt," sagði Árni Þór í samtali við Fréttablaðið. Stjórnarformaður Sorpu er Alfreð Þorsteinsson en hann er jafnframt stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, annars eiganda Vélamiðstöðvarinnar, og forstjóri Orkuveitunnar og samstarfsmaður Alfreðs þar, Guðmundur Þóroddsson, er einn þriggja stjórnarmanna Vélamiðstöðvarinnar. Alfreð sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki sjá neitt athugavert við viðskipti Vélamiðvöðvarinnar við fyrirtæki borgarinnar. "Umhverfi á þessum markaði hefur verið að breytast. Einkaaðilar hafa í sívaxandi mæli tekið að sér verkefni sem Vélamiðstöðion sinnti áður," segir Alfreð. "En nú er fullur vilji til þess hjá núverandi meirihluta að selja Vélamiðstöðina, og það sama á við um Malbikunarstöðina," sagði Alfreð en hann vildi ekki gefa upp hvenær af sölunni yrði, aðeins að það yrði "í fyllingu tímans." Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að ekkert útiloki að salan eigi sér stað fljótlega. "Ég tel að okkur sé ekkert að vanbúnaði að ganga til þessa verks á næstu mánuðum," segir Vilhjálmur. Stjórnarformaður Vélamiðstöðvarinnar, Stefán Jóhann Stefánsson, vildi ekki svara því hvort honum væri kunnugt um þær fyrirætlanir borgarinnar að selja fyrirtækið. "En það hefur auðvitað ýmislegt verið rætt," sagði Stefán.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira