Engin sérstaða - engar sérreglur 1. september 2004 00:01 Þegar skoðuð eru viðbrögð forsvarsmanna Kauphallar Íslands, Verslunarráðs og Samtaka atvinnulífsins við niðurstöðum svokallaðarar hringamyndunarnefndar er eðlilegt að spurt sé hvort ekki hafi verið rétt af ríkisstjórninni að ná samstöðu við þessa hagsmunaaðila áður en nefndin lauk störfum og vinna við frumvarp á grunni nefndarálitsins var hafin í viðskiptaráðuneytinu. Það er augljós vilji Kauphallar, Samtaka atvinnulífsins og verslunarráðs að vinna að lagfæringum á lagaumhverfi viðskiptalífsins með það að markmiði að vernda hag smærri hluthafa, auka upplýsingagjöf og gera starfsemi fyrirtækja gagnsærri. Þessir aðilar fagna einnig tillögu nefndarinnar um aukin framlög til Samkeppnisstofnunar svo sú stofnun geti sinnt lagalegu hlutverki sínu. Slíkt þykir líklega flestum skynsamlegt - að stofnanir ríkisins fái fjármuni til að sinna verkum sínum. En fjársveltar ríkisstofnanir með viðamikil verkefni eru orðnar til sérstakra trafala í viðskiptalífinu þar sem stór hluti íslenskra fyrirtækja þarf að sitja undir því að vera árum saman til rannsókna sem stofnanirnar eiga ekki fjármuni til að ljúka. Það er því augljóst af viðbrögðum Kauphallar, Samtaka atvinnulífsins og Verslunarráðs að þessir hagsmunaaðilar vilja taka þátt í því starfi og stefnumótun sem ríkisstjórnin hefur efnt til - allt þar til að kemur að tillögu nefndarinnar að veita íslensku stjórnvaldi víðtækari heimildir en annars staðar þekkist til að hluta niður fyrirtæki og grípa inn í starfsemi þeirra.Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Engir forsvarsmanna þessara samtaka sjá ástæðu til að smíða hér þrengri reglur eða veita ríkisvaldinu víðtækara umboð til ígripa inn í starfsemi fyrirtækja en tíðkast í okkar helstu viðskiptalöndunum. Til að finna vit í slíkum ráðstöfunum þurfa menn að sannfærast um að íslenskt viðskiptalíf sé á einhvern hátt einstakt og ólíkt því sem þekkist í nágrenni við okkur. Reynsla undanfarinna ára og áratuga hefur sannað að svo er alls ekki -- hin meinta sérstaða Íslands var draugasaga sem dró mátt úr samfélaginu áratugum saman. Okkur hefur farnast því betur sem við aðlögum lög og regluverk meira að því sem best hefur gengið erlendis. Það er líka erfitt að sjá hvernig við Íslendingar ættum að geta að snúið af þeirri braut að miða samfélag okkar við önnur lönd. Með aukinni alþjóðavæðingu og þátttöku okkar í Evrópska efnahagssvæðinu getum við í raun ekki haldið uppi sérviskulegum dyntum heldur verðum við að móta lagaumhverfi okkar og reglur að nágrönnum okkar. Með því að smíða hér sérstætt regluverk sem gengur gegn meginreglum annarra þjóða erum við að draga úr ávinningi okkar af frjálsari verslun milli landa, stórauknum viðskiptum og stærra markaðssvæði. Það væri misráðið. Opnun hagkerfis okkar og aðlögun að nágrönnum okkar hefur á undanförnum árum aukið hag þjóðarinnar meira en áður hefur þekkst í sögunni - og það án þess að sjávarafli hafi aukist; jafnvel þvert á móti. Það færi best á því að ríkisstjórnin efndi til víðtæks samráðs við hagsmunaaðila um lagfæringar á lagaumhverfi atvinnulífsins, tæki mið af ráðleggingum þeirra sem best þekkja til á þessu sviði en léti vera að elta illa grundaðar fullyrðingar æsingamanna sem vilja vekja upp gamla drauga. Það er ekkert sem bendir til annars en að allir helstu hagsmunaaðilar í viðskiptalífinu séu meira en tilbúnir að vinna með ríkisvaldinu að því að styrkja enn frekar lagaumhverfi fyrirtækja, skilvirkni og gagnsæi hlutafélaga og vernda hagsmuni almennra fjárfesta. Það má að sjálfsögðu sjá fyrir aðstæður þar sem ríkisvaldið þyrfti að setja lög gegn vilja þessara aðila - en slíkar aðstæður eru einfaldlega ekki á Íslandi í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Þegar skoðuð eru viðbrögð forsvarsmanna Kauphallar Íslands, Verslunarráðs og Samtaka atvinnulífsins við niðurstöðum svokallaðarar hringamyndunarnefndar er eðlilegt að spurt sé hvort ekki hafi verið rétt af ríkisstjórninni að ná samstöðu við þessa hagsmunaaðila áður en nefndin lauk störfum og vinna við frumvarp á grunni nefndarálitsins var hafin í viðskiptaráðuneytinu. Það er augljós vilji Kauphallar, Samtaka atvinnulífsins og verslunarráðs að vinna að lagfæringum á lagaumhverfi viðskiptalífsins með það að markmiði að vernda hag smærri hluthafa, auka upplýsingagjöf og gera starfsemi fyrirtækja gagnsærri. Þessir aðilar fagna einnig tillögu nefndarinnar um aukin framlög til Samkeppnisstofnunar svo sú stofnun geti sinnt lagalegu hlutverki sínu. Slíkt þykir líklega flestum skynsamlegt - að stofnanir ríkisins fái fjármuni til að sinna verkum sínum. En fjársveltar ríkisstofnanir með viðamikil verkefni eru orðnar til sérstakra trafala í viðskiptalífinu þar sem stór hluti íslenskra fyrirtækja þarf að sitja undir því að vera árum saman til rannsókna sem stofnanirnar eiga ekki fjármuni til að ljúka. Það er því augljóst af viðbrögðum Kauphallar, Samtaka atvinnulífsins og Verslunarráðs að þessir hagsmunaaðilar vilja taka þátt í því starfi og stefnumótun sem ríkisstjórnin hefur efnt til - allt þar til að kemur að tillögu nefndarinnar að veita íslensku stjórnvaldi víðtækari heimildir en annars staðar þekkist til að hluta niður fyrirtæki og grípa inn í starfsemi þeirra.Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Engir forsvarsmanna þessara samtaka sjá ástæðu til að smíða hér þrengri reglur eða veita ríkisvaldinu víðtækara umboð til ígripa inn í starfsemi fyrirtækja en tíðkast í okkar helstu viðskiptalöndunum. Til að finna vit í slíkum ráðstöfunum þurfa menn að sannfærast um að íslenskt viðskiptalíf sé á einhvern hátt einstakt og ólíkt því sem þekkist í nágrenni við okkur. Reynsla undanfarinna ára og áratuga hefur sannað að svo er alls ekki -- hin meinta sérstaða Íslands var draugasaga sem dró mátt úr samfélaginu áratugum saman. Okkur hefur farnast því betur sem við aðlögum lög og regluverk meira að því sem best hefur gengið erlendis. Það er líka erfitt að sjá hvernig við Íslendingar ættum að geta að snúið af þeirri braut að miða samfélag okkar við önnur lönd. Með aukinni alþjóðavæðingu og þátttöku okkar í Evrópska efnahagssvæðinu getum við í raun ekki haldið uppi sérviskulegum dyntum heldur verðum við að móta lagaumhverfi okkar og reglur að nágrönnum okkar. Með því að smíða hér sérstætt regluverk sem gengur gegn meginreglum annarra þjóða erum við að draga úr ávinningi okkar af frjálsari verslun milli landa, stórauknum viðskiptum og stærra markaðssvæði. Það væri misráðið. Opnun hagkerfis okkar og aðlögun að nágrönnum okkar hefur á undanförnum árum aukið hag þjóðarinnar meira en áður hefur þekkst í sögunni - og það án þess að sjávarafli hafi aukist; jafnvel þvert á móti. Það færi best á því að ríkisstjórnin efndi til víðtæks samráðs við hagsmunaaðila um lagfæringar á lagaumhverfi atvinnulífsins, tæki mið af ráðleggingum þeirra sem best þekkja til á þessu sviði en léti vera að elta illa grundaðar fullyrðingar æsingamanna sem vilja vekja upp gamla drauga. Það er ekkert sem bendir til annars en að allir helstu hagsmunaaðilar í viðskiptalífinu séu meira en tilbúnir að vinna með ríkisvaldinu að því að styrkja enn frekar lagaumhverfi fyrirtækja, skilvirkni og gagnsæi hlutafélaga og vernda hagsmuni almennra fjárfesta. Það má að sjálfsögðu sjá fyrir aðstæður þar sem ríkisvaldið þyrfti að setja lög gegn vilja þessara aðila - en slíkar aðstæður eru einfaldlega ekki á Íslandi í dag.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun