Sjálfstæðismenn takast á 5. september 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það má velta upp þeirri spurningu hvort ræða Björgólfs Guðmundssonar, bankaráðsformanns Landsbankans, á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna í fyrrakvöld og svar Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, við ræðu Björgólfs í Reykjavíkurbréfi sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins dragi ekki fyrst og fremst fram djúpstæð átök innan Sjálfstæðisflokksins -- jafnvel vísi að klofningi -- fremur en að þessi skoðanaskipti lýsi ólíkum áherslum stjórnmálamanna og frammámanna í viðskiptum. Í ræðu sinni talaði Björgólfur sem sjálfstæðismaður. Þegar hann sagði "við" átti hann við sjálfstæðismenn en ekki félaga sína í viðskiptum. Björgólfur undraði sig á að innan raða sjálfstæðismanna væru menn sem krefðust þess að íslenskum fyrirtækjum yrði búinn þrengri starfsskilyrði með lögum en annars staðar þekkist. Hann undraði sig á að meðal sjálfstæðismanna væru þeir til sem reyndu að magna upp ótta almennings við stór fyrirtæki og vekja almenna andúð á viðskiptalífinu. Og Björgólfur kvartaði undan leiðaraskrifum Morgunblaðsins sem virtust helst hafa það markmið að egna stjórnmálamenn til að þröngva íslensku samfélagi nokkra áratugi aftur í tímann og endurvekja einangrun lokaðs klíkusamfélagsins. Björgólfur talaði sem sjálfstæðismaður sem trúði enn á helstu stefnumál flokksins um frjálsan markað, frelsi einstaklinganna og valddreifingu í stað valdboða og miðstýringar. Hann talaði sem flokksmaður sem skyldi ekki hvers vegna forysta flokksins og ritstjóri Morgunblaðsins vildu sveigja af þeirri braut sem skilað hefur miklum árangri, opnað samfélagið og stóreflt. Án efa hefur Björgólfur talað þarna fyrir munn margra sjálfstæðismanna. Síðustu misseri hafa verið mörgum sjálfstæðismanninum erfið. Forysta flokksins og ritstjóri Morgunblaðsins hafa staðið fyrir áróðri fyrir afturhvarfi til valdstjórnarstjórnmála þar sem öll svið samfélagsins eru sett undir hælinn á stjórnvöldum. Það er ekki aðeins viðskiptalífið og flest stærstu og öflugustu fyrirtæki landsins sem hafa verið skotspænir forystu flokks og blaðs heldur allar helstu stofnanir landsins; Hæstiréttur, forsetinn, Háskólinn, umboðsmaður Alþingis, jafnréttislög. Í kjölfar mikils framfaraskeiðs og þegar íslenskt samfélag virðist hafa tækifæri til að eflast og stórlega batna fylltist forysta flokks og blaðs skyndilega einhverri óskýrðri ólund og hafði allt á hornum sér. Þegar Íslendingar fóru að sjá árangur erfiðis síns sá forysta flokks og blaðs aðeins svartnætti og hrópaði á bráðaaðgerðir til að forða samfélaginu frá glötun. Þetta hafa fleiri sjálfstæðismenn en Björgólfur átt erfitt með að skilja -- ekki síst þar sem beindist einna helst gegn því sem áður voru helstu baráttumál flokks og blaðs. Það er því alrangt af Styrmi Morgunblaðsritstjóra að túlka sjónarmið Björgólfs sem hagsmuni stórfyrirtækja. Sjónarmið Björgólfs njóta án nokkurs vafa meiri stuðnings innan sjálfstæðisflokksins en skoðanir Styrmis -- og það sama á reyndar við landsmenn alla, eins og fjölmargar skoðanakannanir hafa sýnt. Þegar Styrmir býður Björgólfi í lok Reykjavíkurbréfsins að láta af skoðunum sínum og taka upp skoðanir ritstjórans og hljóta að launum forystuhlutverk í viðskiptalífinu; verður okkur hins vegar ljós vandi Morgunblaðsritstjórans. Björgólfur hefur hingað til náð að túlka ágætlega sjónarmið viðskiptalífsins og ekki þurft að sækja það umboð til Morgunblaðsins. Í ræðu sinni á þingi SUS túlkaði hann einnig vel sjónarmið meirihluta almennra sjálfstæðismanna -- og aftur án aðstoðar eða blessunar Styrmis. Það er einkenni forystumanna að vera læsir á samtíma sinn og tækifærin sem hann ber með sér. Þeir sem lesa ekkert úr samtímanum annað en vá og ógn geta aldrei orðið forystumenn. Slíkir menn kallast úrtölumenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það má velta upp þeirri spurningu hvort ræða Björgólfs Guðmundssonar, bankaráðsformanns Landsbankans, á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna í fyrrakvöld og svar Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, við ræðu Björgólfs í Reykjavíkurbréfi sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins dragi ekki fyrst og fremst fram djúpstæð átök innan Sjálfstæðisflokksins -- jafnvel vísi að klofningi -- fremur en að þessi skoðanaskipti lýsi ólíkum áherslum stjórnmálamanna og frammámanna í viðskiptum. Í ræðu sinni talaði Björgólfur sem sjálfstæðismaður. Þegar hann sagði "við" átti hann við sjálfstæðismenn en ekki félaga sína í viðskiptum. Björgólfur undraði sig á að innan raða sjálfstæðismanna væru menn sem krefðust þess að íslenskum fyrirtækjum yrði búinn þrengri starfsskilyrði með lögum en annars staðar þekkist. Hann undraði sig á að meðal sjálfstæðismanna væru þeir til sem reyndu að magna upp ótta almennings við stór fyrirtæki og vekja almenna andúð á viðskiptalífinu. Og Björgólfur kvartaði undan leiðaraskrifum Morgunblaðsins sem virtust helst hafa það markmið að egna stjórnmálamenn til að þröngva íslensku samfélagi nokkra áratugi aftur í tímann og endurvekja einangrun lokaðs klíkusamfélagsins. Björgólfur talaði sem sjálfstæðismaður sem trúði enn á helstu stefnumál flokksins um frjálsan markað, frelsi einstaklinganna og valddreifingu í stað valdboða og miðstýringar. Hann talaði sem flokksmaður sem skyldi ekki hvers vegna forysta flokksins og ritstjóri Morgunblaðsins vildu sveigja af þeirri braut sem skilað hefur miklum árangri, opnað samfélagið og stóreflt. Án efa hefur Björgólfur talað þarna fyrir munn margra sjálfstæðismanna. Síðustu misseri hafa verið mörgum sjálfstæðismanninum erfið. Forysta flokksins og ritstjóri Morgunblaðsins hafa staðið fyrir áróðri fyrir afturhvarfi til valdstjórnarstjórnmála þar sem öll svið samfélagsins eru sett undir hælinn á stjórnvöldum. Það er ekki aðeins viðskiptalífið og flest stærstu og öflugustu fyrirtæki landsins sem hafa verið skotspænir forystu flokks og blaðs heldur allar helstu stofnanir landsins; Hæstiréttur, forsetinn, Háskólinn, umboðsmaður Alþingis, jafnréttislög. Í kjölfar mikils framfaraskeiðs og þegar íslenskt samfélag virðist hafa tækifæri til að eflast og stórlega batna fylltist forysta flokks og blaðs skyndilega einhverri óskýrðri ólund og hafði allt á hornum sér. Þegar Íslendingar fóru að sjá árangur erfiðis síns sá forysta flokks og blaðs aðeins svartnætti og hrópaði á bráðaaðgerðir til að forða samfélaginu frá glötun. Þetta hafa fleiri sjálfstæðismenn en Björgólfur átt erfitt með að skilja -- ekki síst þar sem beindist einna helst gegn því sem áður voru helstu baráttumál flokks og blaðs. Það er því alrangt af Styrmi Morgunblaðsritstjóra að túlka sjónarmið Björgólfs sem hagsmuni stórfyrirtækja. Sjónarmið Björgólfs njóta án nokkurs vafa meiri stuðnings innan sjálfstæðisflokksins en skoðanir Styrmis -- og það sama á reyndar við landsmenn alla, eins og fjölmargar skoðanakannanir hafa sýnt. Þegar Styrmir býður Björgólfi í lok Reykjavíkurbréfsins að láta af skoðunum sínum og taka upp skoðanir ritstjórans og hljóta að launum forystuhlutverk í viðskiptalífinu; verður okkur hins vegar ljós vandi Morgunblaðsritstjórans. Björgólfur hefur hingað til náð að túlka ágætlega sjónarmið viðskiptalífsins og ekki þurft að sækja það umboð til Morgunblaðsins. Í ræðu sinni á þingi SUS túlkaði hann einnig vel sjónarmið meirihluta almennra sjálfstæðismanna -- og aftur án aðstoðar eða blessunar Styrmis. Það er einkenni forystumanna að vera læsir á samtíma sinn og tækifærin sem hann ber með sér. Þeir sem lesa ekkert úr samtímanum annað en vá og ógn geta aldrei orðið forystumenn. Slíkir menn kallast úrtölumenn.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun