Hitti naglann á höfuðið 9. september 2004 00:01 Framkvæmdastjóri stærsta fiskvinnslufyrirtækis Bretlands segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hafa hitt naglann á höfuðið í beinskeyttri gagnrýni sinni á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Hann segist vona að gagnrýni Halldórs eigi eftir að berast víða um Evrópusambandið. Ræða Halldórs Ásgrímssonar á sjávarútvegsráðstefnu Íslandsbanka á Akureyri í gær hefur vakið mikla athygli. Halldór skaut föstum skotum að fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, sagði hana úrelta og í kreppu. Hann sagði afleiðingar stefnunnar vera ofveiði, offjárfestingar og aukið brottkast. Halldór sagði ennfremur að afstöðu sambandsins gagnvart fiskveiðiþjóðum Norður- Evrópu mætti líkja við nýlendustefnu. Winne Griffiths, forstjóri Young Bluecrest, sem er langstærsta félag í áframvinnslu sjávarafurða í Bretlandi og veltir um 60 milljörðum króna á ári, segist hafa hrifist mjög af hreinskilni Halldórs. „Hann kom sjónarmiðum sínum mjög kröftuglega á framfæri. Sem forstjóri stærsta sjávarafurðafyrirtækis Bretlands tek ég heils hugar undir það sem hann sagði,“ segir Griffiths. Hann segist jafnframt vona að orð Halldórs berist út innan ESB. Halldór sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær að við núverandi kringumstæður geti Íslendingar ekki sótt um aðild að Evrópusambandinu. Griffiths tekur undir þau sjónarmið Halldórs. „Það væri mjög erfitt fyri Íslendinga að sækja um ef ESB ætlaði að stjórna jafn mikilvægum þáttum og íslenskum sjávarútvegi.“ Halldór sagði í gær að Evrópusambandið yrði að koma til móts við fiskveiðiþjóðir Norður- Evrópu svo þær sjái sér hag í að sækja um aðild að sambandinu. Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, er efins um samningsstöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Hann segir að ef við viljum albönsku leiðina, að útiloka okkur í Norður-Atlantshafi, þá muni ESB bara segja: Verði ykkur að góðu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Framkvæmdastjóri stærsta fiskvinnslufyrirtækis Bretlands segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hafa hitt naglann á höfuðið í beinskeyttri gagnrýni sinni á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Hann segist vona að gagnrýni Halldórs eigi eftir að berast víða um Evrópusambandið. Ræða Halldórs Ásgrímssonar á sjávarútvegsráðstefnu Íslandsbanka á Akureyri í gær hefur vakið mikla athygli. Halldór skaut föstum skotum að fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, sagði hana úrelta og í kreppu. Hann sagði afleiðingar stefnunnar vera ofveiði, offjárfestingar og aukið brottkast. Halldór sagði ennfremur að afstöðu sambandsins gagnvart fiskveiðiþjóðum Norður- Evrópu mætti líkja við nýlendustefnu. Winne Griffiths, forstjóri Young Bluecrest, sem er langstærsta félag í áframvinnslu sjávarafurða í Bretlandi og veltir um 60 milljörðum króna á ári, segist hafa hrifist mjög af hreinskilni Halldórs. „Hann kom sjónarmiðum sínum mjög kröftuglega á framfæri. Sem forstjóri stærsta sjávarafurðafyrirtækis Bretlands tek ég heils hugar undir það sem hann sagði,“ segir Griffiths. Hann segist jafnframt vona að orð Halldórs berist út innan ESB. Halldór sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær að við núverandi kringumstæður geti Íslendingar ekki sótt um aðild að Evrópusambandinu. Griffiths tekur undir þau sjónarmið Halldórs. „Það væri mjög erfitt fyri Íslendinga að sækja um ef ESB ætlaði að stjórna jafn mikilvægum þáttum og íslenskum sjávarútvegi.“ Halldór sagði í gær að Evrópusambandið yrði að koma til móts við fiskveiðiþjóðir Norður- Evrópu svo þær sjái sér hag í að sækja um aðild að sambandinu. Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, er efins um samningsstöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Hann segir að ef við viljum albönsku leiðina, að útiloka okkur í Norður-Atlantshafi, þá muni ESB bara segja: Verði ykkur að góðu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira