Innlent

Vilja flýta landsfundi

Áhugi er fyrir því innan Samfylkingarinnar að flýta landsfundi flokksins sem á að fara fram næsta haust. Búist er við að á fundinum verði kosið um formann flokksins, milli þeirra Össurar Skarphéðinsson og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og formaður sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar segir að undirbúningur fyrir sveitarstjórnarkosningar árið 2006 sé að hefjast og muni verða kominn á fullt skrið næsta haust, meðal annars með vali á framboðslistum. Hann segist verða var við mikla umræðu um það innan flokksins hvort hugsanlegt uppgjör Össurar og Ingibjargar geti blandast inn í þann undirbúning. ,,Það hlýtur að vera framkvæmdastjórnar flokksins að taka ákvörðun um þetta, en ég verð var við að sveitarstjórnarfólk vill flýta landsfundinum", segir Gunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×