Innlent

Öryrkjum svarað 1. október

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra vill ekki upplýsa hvort staðið verði við samkomulag hans við öryrkja um hækkun örorkulífeyris á næstu mánuðum. Hann segir að það komi í ljós 1. október þegar fjárlög næsta árs verði kynnt. Öryrkjabandalagið telur að ríkisstjórnin hafi ekki staðið við samkomulag sem gert var í fyrra um róttækar breytingar á örorkubótum. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra varði einum milljarði til málsins í fyrrahaust en útreikningar sýndu að heildarkostnaður við breytingarnar væri einn og hálfur milljarður. Formaður Öryrkjabandalagsins segir að verði ekki staðið við samkomulagið að fullu á næstunni þá verði ríkisstjórnin dregin fyrir dómstóla. Jón Kristjánsson sagði í fjölmiðlum í fyrra að hann ætlaði sér að fullnusta samkomulagið eftir tólf mánuði. Jón vill ekki upplýsa í dag hvort samkomulagið verði fullnustað í komandi fjárlögum sem kynnt verða eftir þrjár vikur, þann 1. október. Hann segir að hins vegar muni aldurstengdar örorkubætur kosta 1,2 milljarða á þessu ári og bendir á að þær hafi hækkað um helming frá áriu 1998. Að sögn heilbrigðisráðherra hefur öryrkjum fjölgað langt umfram landsmeðaltal undanfarin ár og því erfiðara um vik að greiða öllum æskilegar bætur.  Heilbrigðisráðherra vill ekki upplýsa hvort staðið verði við samkomulag hans við öryrkja um hækkun örorkulífeyris á næstu mánuðum. Hann segir að það komi í ljós 1. október þegar fjárlög næsta árs verði kynnt. Þau séu ennþá í vinnslu og því ekki hægt að gefa nein svör í þessum efnum fyrr en þá.   Hægt er að hlusta á viðtal við heilbrigðisráðherra úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×